Morgunblaðið - 13.06.2004, Blaðsíða 19
og meðal þeirra starfsgreina sem
kynntar voru var iðjuþjálfun. „Ég
féll fyrir starfinu um leið,“ segir Elín
Ebba. „Eftir stúdentsprófið fékk ég
starf sem aðstoðarmaður iðjuþjálfa á
Grensásdeild og þar fékk ég áhuga á
að starfa með geðsjúkum. Ég var
nefnilega send í handleiðslu til Hope
Knútsson, iðjuþjálfa á Kleppi, og eft-
ir þau kynni var ég endanlega sann-
færð. Hope var langt á undan sinni
samtíð og er enn. Ég sótti svo um
skóla í Noregi og komst að með
góðra manna hjálp. Norðmennirnir
voru eiginlega þreyttir til uppgjafar
með endalausum bréfum frá mér og
stuðningsmönnum mínum.“
Þegar svarið barst loks frá Noregi
var Elín Ebba ferðbúin til Banda-
ríkjanna, þar sem hún hafði fengið
inni í skóla. Hún hélt til Noregs og
þar tók á móti henni starfsmaður
skólans. Elín Ebba var hins vegar
húsnæðislaus, en kennarinn rakst á
einn nemanda skólans, unga konu
sem ákvað strax að bjóða þessari
vegalausu, íslensku stúlku heim með
sér. „Hún var ein með litla bróður í
stóru húsi foreldra sinna, sem voru á
ferðalagi og annar bróðir hennar var
einnig fjarverandi. Ég veit ekki
hvernig henni datt í hug að bjóða blá-
ókunnugri stelpu að búa hjá sér.“
Annar bróðir þessarar gestrisnu
stúlku var Jon Kjell Seljeseth, síðar
eiginmaður Elínar Ebbu. Hann flutti
með henni hingað til lands þegar hún
var kölluð heim til starfa við stofnun
dagdeildar fyrir geðsjúka við Borg-
arspítalann árið 1980. Í fyrstu starf-
aði hann við arkitektúr, en söðlaði
síðar um, einbeitti sér að tónlistinni
og hefur komið víða við á þeim vett-
vangi. Þau hjón eiga þrjá stráka, 16,
14 og 8 ára. „Markmiðið með stofnun
dagdeildarinnar á Borgarspítala var
meðal annars að kenna fólki að lifa án
lyfja. Núna, nærri aldarfjórðungi síð-
ar, þykir þetta byltingarkennd hug-
mynd, sem sýnir öfugþróunina í
þessum málum. Tröllatrúin á lyfjum
er slík að varla kemst nokkur önnur
hugsun að. Ég vil taka fram, að ég er
fyllilega sátt við störf lækna og
hjúkrunarfræðinga í bráðaþjónustu,
þar nýtist þekking þeirra allra best.
Á því stigi hafa sjúklingar lítið sem
ekkert við iðjuþjálfa að gera og ég vil
ekkert skipta mér af bráðaþjónust-
unni. Þegar henni sleppir vil ég taka
við. Það er svo önnur saga, að verð-
mætamatið innan heilbrigðiskerfis-
ins er út í hött. Þar fá skurðlæknar
hæstu launin og dýrustu tækin, en
iðjuþjálfar fá brot af þessum upp-
hæðum. Samt getur starf mitt og
annarra iðjuþjálfa komið í veg fyrir
örorku sem kostar þjóðfélagið tugi
milljóna. Lág laun þýða líka að deild-
irnar eru að stórum hluta mannaðar
nýútskrifuðu fólki. Ég næ að laða til
mín fólk, sem er reiðubúið að starfa á
geðdeildinni í 1–2 ár eftir útskrift, en
svo neyðist það til að leita í betur
launuð störf. Og auðvitað er þjónust-
an ekki eins góð og hún getur verið
þegar við höfum ekki reynt fagfólk í
öllum störfum. Reynt fólk með
sterka sjálfsmynd er nauðsynlegt á
geðdeildum. En hafi það sterka
sjálfsmynd lætur það ekki bjóða sér
þau lágu laun sem þykir við hæfi að
greiða.“
Glufur milli ráðuneyta
Elín Ebba segir að hún hafi hug-
leitt hvort ekki væri réttast að sam-
eina heilbrigðis-, trygginga- og fé-
lagsmálaráðuneyti. „Þessir mála-
flokkar tilheyra einu ráðuneyti í
Noregi og víðar. Mér sýnist sem
ákveðnir málaflokkar falli niður í
glufu sem myndast á milli þessara
ráðuneyta hér á landi og aðskilnað-
urinn gerir erfitt um vik að bjóða
geðsjúkum sem öðrum heildarlausn-
ir. Veikindin falla undir heilbrigðis-
ráðuneytið, en atvinnu- og búsetu-
mál undir félagsmálaráðuneytið.
Þessir málaflokkar eru oft nátengd-
ir, til dæmis þarf ég að biðla jafnt til
beggja ráðuneyta í málefnum geð-
sjúkra. Það felst ekki mikil skilvirkni
í því. Líklega þyrfti að færa verkefni
á þessu sviði enn frekar til sveitarfé-
laganna en nú er, þá myndu ákvarð-
anir um lausnir færast nær þeim
sem þurfa að nota þjónustuna.“
Þrátt fyrir að oft sé á brattan að
sækja er Elín Ebba sannfærð um að
breytt viðhorf til geðsjúkra og með-
ferðar þeirra muni breyta því kerfi
sem nú er við lýði. „Núna eru geð-
sjúkir að vakna til vitundar um rétt-
indi sín og áhrifamátt. Enginn þekk-
ir sjúkdómana og einkenni þeirra
betur en þeir sjálfir og enginn er
færari um að leggja mat á hvaða
þjónusta kemur þeim best. Markmið
okkar, sem störfum innan heilbrigð-
iskerfisins, á að vera að styðja þá til
sjálfshjálpar með öllum þeim ráðum
sem við búum yfir. Ég er aldrei
ánægðari en þegar ég finn að mín er
ekki þörf lengur. Þá er tilganginum
náð.“
ing skiptir öllu
rsv@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 2004 19
Við hjálpum þér að
stokka upp fjármálin
– með hagstæðu fasteignaláni
Frjálsi fjárfestingarbankinn hefur á að skipa hópi fagfólks með
víðtæka reynslu, ríka þjónustulund og sérfræðiþekkingu á öllum
sviðum lánastarfsemi; viðskiptafræðingum, rekstrarfræðingum,
löggiltum fasteignasölum og lögmönnum.
Þessu fólki geturðu treyst
Linda Bentsdóttir, lögmaður og forstöðumaður viðskiptasviðs.
50%afsláttur aflántökugjalditil 1. júlí
H
im
in
n
o
g
h
a
f.
Vextir frá5,4%
Akureyri, en þar er skoðað hvernig erfiðleikar, áföll eða
andlegt álag geta raskað venjum fólks og hindrað það í
að stunda sína daglega iðju. „Iðjuþjálfar nýtast best þeg-
ar þeir vinna með skjólstæðingum sínum í þeirra eigin
umhverfi, hvort sem það er á heimili, í skóla eða á vinnu-
stað.“
Í starfi sínu sem forstöðuiðjuþjálfi á geðsviði LSH og
lektor við HA segist Elín Ebba leggja metnað sinn í að
fylgjast með því besta á þessu sviði erlendis, miðla því til
samstarfsmanna og nema og aðstoða sitt fólk við að
hrinda nýjungum í framkvæmd. Hún heldur fyrirlestra og
námskeið fyrir almenning og segir markmið sitt vera að
fólk geri sér grein fyrir á hvern hátt dagleg iðja hefur
áhrif á sjálfstraust, líðan og heilsu.
Elín Ebba hefur sótt sér þekkingu á erlendar ráð-
stefnur, en miðlar jafnframt eigin þekkingu og reynslu. Í
haust mun hún til dæmis verða með tvö erindi á Evrópu-
ráðstefnu iðjuþjálfa í Aþenu. Í erindunum kynnir hún
rannsókn sína, „geðrækt geðsjúkra“, og könnun sem hún
gerði á viðhorfum geðfatlaðra til atvinnuþátttöku. Þá
mun hún stýra vinnuhópi á ráðstefnunni, þar sem hún
fjallar um á hvern hátt samvinna notenda þjónustunnar
og iðjuþjálfans skilaði sér í forvarnarverkefninu „geð-
rækt“, sem Héðinn Unnsteinsson, fyrrverandi notandi
geðheilbrigðisþjónustunnar, kom á laggirnar með því
markmiði að efla geðheilsu og minnka fordóma.
IÐJUÞJÁLFUN er kennd við Háskólann á Akureyri og er
fjögurra ára nám. Námið er bæði bóklegt og verklegt og
markmiðið með því er að búa nemendur undir að gegna
margvíslegum störfum sem tengjast iðjuþjálfun innan
heilbrigðis- og félagsþjónustukerfisins.
Fagið er fjölbreytt og iðjuþjálfar geta valið um mörg
svið; að starfa með börnum, fólki með geðræn vandamál,
meta þörf og útvega hjálpartæki, eða vinna að heilsuefl-
ingu á vinnustöðum, svo fátt eitt sé nefnt.
„Góður iðjuþjálfi vinnur með skjólstæðingi sínum, finn-
ur út hvað hann leggur áherslu á og hvað honum finnst
mikilvægt. Sú iðja sem við stundum og samskipti okkar
við aðra hafa áhrif á sjálfsmynd okkar og líðan. Þess
vegna er iðjan og þátttaka fólks í samfélaginu alltaf í for-
grunni hjá iðjuþjálfum. Nútímaendurhæfing er pólitísk,
því taka verður tillit til umhverfisþátta; á hvern hátt þeir
hindra eða styðja við heilsu. Þar koma til álita þættir eins
og aðgengi, viðhorf og fordómar. Góður iðjuþjálfi vinnur
að hagsmunabaráttu fatlaðra. Hann vinnur að því að
auka hlutdeild og áhrif þeirra, er jafnréttissinni og upp-
tekinn af því að allir geti tekið þátt í verðmætasköpun í
samfélaginu. Það mun eflaust taka einhvern tíma fyrir
ráðamenn að átta sig á að þessa sýn iðjuþjálfa á að nýta í
stefnumótun heilbrigðisþjónustunnar,“ segir Elín Ebba
Ásmundsdóttir.
Elín Ebba kennir sálfélagslega nálgun við Háskólann á
„Nútímaendurhæfing er pólitísk“