Morgunblaðið - 13.06.2004, Síða 20
20 SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Eitt af því mikilvægasta íverkahring bíóstjórans erað sækja kvikmyndahá-tíðir og kaupstefnur; ekkieinasta til að skoða þar
kvikmyndir og kaupa heldur einnig
til að hitta mann og annan, treysta
sambönd við gamla og góða við-
skiptavini og stofna til nýrra.
Allt síðan Árni Samúelsson hellti
sér af krafti út í bíóbransann hefur
hann sótt slíkar hátíðir og í ár stóð
hann á þeim merku tímamótum að
sækja þá stærstu og um margt þýð-
ingarmestu 25. árið í röð, hina nafn-
toguðu kvikmyndahátíð sem haldin
er í smáborginni Cannes sem liðast
óskipulega eftir strandlínunni Côte
d’Azur, við frönsku Rívíeruna.
„Þessi hátíð er að mörgu leyti
frábrugðin öllum öðrum og alltaf
gaman og koma hingað. Þetta er
svona toppurinn á þessu öllu sam-
an,“ segir Árni þar sem hann situr
andspænis blaðamanni með Mið-
jarðarhafssólina í augum á kaffihúsi
við La Crouisette-strandgötuna.
Eins konar árshátíð
„Þær eru þrjár „independent“-
kaupmessurnar; þessi hér í Cannes,
ein í Los Angeles og ein í Mílanó.
Nú stendur til að hætta við þessa í
Mílanó, viðskiptin færast þá þaðan
til Los Angeles, þannig að þá verða
þær bara tvær eftir.“
– Er mikill munur á kaupstefnu-
num í Cannes og í Los Angeles?
„Já, tvímælalaust. Los Angeles
snýst einvörðungu um bisnessinn á
meðan Cannes er miklu stærri og
viðameiri í sniðum. Hér eru t.d.
stöðug boð og gleðskapur á hverj-
um degi á meðan á hátíðinni stend-
ur.“
– Þannig að þetta er nokkurs
konar árshátíð líka?
„Svo mætti segja. Bærinn fyllist
líka af fólki sem í sjálfu sér hefur
ekkert með kvikmyndahátíðina að
gera heldur er komið til að sýna sig
og sjá aðra. Frakkar streyma að frá
nærliggjandi byggðum, frá Mars-
eille, Nice og Monte Carlo. Allir
vilja upplifa þessa stemningu sem
ríkir.
Hver vill líka ekki freista þess að
sjá eftirlætis kvikmyndastjörnu
sinni bregða fyrir? Stjörnurnar
streyma hingað að og blaðamenn-
irnir á eftir þeim. Þetta er mikið
umstang og spennandi fyrir alla þá
sem áhuga hafa á kvikmyndum.“
Kvikmyndahátíðin í Cannes er
stærsta kvikmyndahátíð sem haldin
er í heimi. Hana sækja ríflega 30
þúsund manns, flestir með stjörnur
í augum, en ríflega þriðjungur á þó
beint erindi; blaðamenn, kaupend-
ur, seljendur, kvikmyndagerðar-
menn, leikarar eða aðrir sem koma
með einum eða öðrum hætti að
kvikmyndabransanum. Árni segir
hátíðina tvímælalaust bjóða upp á
bestu kynningartækifæri í Evrópu
fyrir stóru stúdíóin í Hollywood.
Allra augu beinast að Cannes á
meðan hátíð stendur og þess vegna
leggur Hollywood svo mikið upp úr
því að kynna stóru myndirnar sínar
í Cannes, sé tímasetningin á annað
borð hentug.
„Stúdíóin eyða mjög miklum pen-
ingum í að kynna myndir sínar
hérna, eins og t.d. Troy og Shrek 2
nú í ár. Ég veit fyrir víst að Dream-
Works, framleiðandi Shrek 2 og
annarrar teiknimyndar sem þeir
eru að kynna hér sem heitir Shark
Tale, lagði ein 260 hótelherbergi,
undir starfsfólk sitt og stjörnur.“
Þess má geta að nóttin á hót-
elherbergi í Cannes kostar á meðan
hátíð stendur eitthvað í kringum
200 evrur, eða litlar 17.500 krónur,
sem sýnir vel tilkostnað hinna at-
kvæðameiri á hátíðinni, en það er
þó aðeins brot af heildarkostnaðin-
um við kynningu á stórri kvikmynd
í Cannes.
Eitt af því sem markar Cannes-
hátíðinni nokkra sérstöðu er að hún
er allt í senn listahátíð, kaupstefna
og risavaxinn blaðamannafundur
fyrir stóru sumarmyndirnar. Þar er
efnt til einhverrar umtöluðustu
kvikmyndasamkeppni í heimi,
keppninnar um Gullpálmann. Um
leið ganga hundruð ef ekki þúsundir
kvikmynda hvaðanæva að úr heim-
inum kaupum og sölu á markaðs-
torginu, þ.m.t. íslenskar myndir, en
á markaðinum í ár voru sýndar ís-
lensku myndirnar Opinberun Hann-
esar og Kaldaljós.
„Þetta eru alveg tveir heimar
hérna. Við höfum þessar listrænu
myndir sem eru í keppninni og op-
inberri dagskrá en hér er líka
myndir á markaði sem ekkert er-
indi eiga í slíka keppni, svo ekki sé
talað um stóru myndirnar sem eru
hér einvörðungu til að næla sér í at-
hygli. Þær eru líka nauðsynlegar
fyrir hátíðina því í kringum þær er
mikill stjörnufans.“
Viðskiptin orðin ópersónulegri
Árni segir æði margt hafa breyst
síðan hann kom fyrst til Cannes.
Ekki aðeins hátíðin, áherslur henn-
ar og umfang, heldur einnig hlut-
verk hans sjálfs á hátíðinni og er-
indi.
„Maður var ansi blautur bak við
eyrun þegar maður kom til Cannes
í fyrsta skiptið. Þá var bara einn
annar Íslendingur sem sótti mark-
aðinn á hátíðinni, Jón Ragnarsson,
bíóstjóri Regnbogans. Við vorum
bara tveir bíókarlarnir og svo var
Knútur Hallsson hérna, sem var
með Kvikmyndasjóðinn. En upp frá
því fóru þeir svo að koma íslensku
kvikmyndagerðarmennirnir til að
kynna fyrstu myndir íslenska bíó-
vorsins, sem reyndar gekk nú ekk-
ert alltof vel.
Ég man eftir því þegar ég var að
byrja hér innkaup á myndum að þá
var samið um kaupin yfir hádeg-
isverði niðri við ströndina og tekist í
hendur. Síðan fékk maður samning-
inn sendan eftir mánuð eða svo.
Svona viðskipti þekkjast vart í dag
því hérna áður fyrr voru þau mun
persónulegri. Ég þekki enn nokkra
frá þessum tíma sem eru eins líf-
seigir og ég í þessu og koma hingað
enn. Þegar við hittumst þá spyrja
menn gjarnan – manstu hvernig
þetta var hérna í den? með svolítilli
eftirsjá.“
– En eruð þið þessir stóru í
bransanum þá hættir að kaupa mik-
ið inn á þessum hátíðum og ganga
frá samningum?
„Það hefur minnkað nokkuð en
við erum enn að ganga frá samn-
ingum. Þá einkum um myndir á hin-
um svokallaða „independent“ mark-
aði, sem eru oftast minni myndir í
sniðum, framleiddar utan Holly-
wood, víðsvegar um heim.
En allar stóru myndirnar hérna,
eins og t.d. Shrek, eru myndir sem
við erum löngu búnir að ganga frá
kaupum á í gegnum stúdíóin sem
við erum með bein og föst við-
skiptatengsl við. Þótt þær myndir
séu undirstaða rekstrarins þá hafa
hinar, þessar „independent-mynd-
ir“, mikla þýðingu fyrir okkur. Þær
auka úrvalið, stækka flóruna. Eftir
að við tókum við Háskólabíói höfum
við lagt sérstaka áherlsu á að finna
slíkar myndir, evrópskar og öðru-
vísi en þær sem framleiddar eru af
Hollywood-stúdíóunum og við sýn-
um reglulega í hinum kvikmynda-
húsunum okkar. Auðvitað erum við
að vonast til þess að þessar myndir
geti orðið eitthvað, gefið okkur eitt-
hvað í aðra hönd.“
Árni Samúelsson, eigandi Sambíóanna, hefur sótt Cannes-hátíð árlega í tuttugu og fimm ár
Árni og Guðný S. Ásberg Björnsdóttir með sjálfum John
Travolta, sem ósjaldan hefur prýtt hvíta tjald þeirra hjóna.
Silvester Stallone varð á vegi þeirra hjóna Árna og Guðnýjar um það
leyti er frægðarsól Stallone reis hvað hæst um miðbik 9. áratugarins.
Þar lágu Danir í því
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Cannes, maí 2004. Árni Samúelsson fyrir framan eitt frægasta hótel borgarinnar, Carlton. Á hátíðisdögum er það klætt
kynningarspjöldum fyrir kvikmyndir á borð við The Ladykillers sem Árni frumsýnir á næstu dögum.
Árni, Guðný og synir þeirra Björn og Alfreð stilla sér upp ásamt frönsku stór-
stjörnunni og vínbóndanum Gerard Depardieu í sólinni í Cannes.
Árni Samúelsson, bíóstjóri Sambíóanna, hefur sótt
kvikmyndahátíðina í Cannes á hverju ári síðustu
25 árin. Skarphéðinn Guðmundsson ræddi við
hann þar syðra og komst að því að Árni man
sannarlega tímana tvenna.
Árni rakst á sjálfan Billa, hin gamalreynda David Carradine, fyrir einum
tuttugu árum í anddyri Carlton-hótelsins fræga.