Morgunblaðið - 13.06.2004, Qupperneq 25
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 2004 25
Fæst í bókabú›um
- SPENNANDI VALKOSTUR
Stangarhyl 3, 110 Reykjavík, sími 591 9000
www.terranova.is
Akureyri, sími 461 1099
Súpersól til Salou
1. júlí
frá kr. 29.995
Salou er einn fallegasti strandbærinn í Suður-Katalóníu héraði á Spáni,
einungis um 100 km frá Barcelona. Frábær dvalarstaður fyrir fjölskyldur og
fólk á öllum aldri. Í Salou er Port Aventura, glæsilegasti skemmtigarður
Spánar, gott úrval veitingastaða, fjölbreytt næturlíf og rúmlega
kílómeterslöng aðgrunn, gullin strönd. Bókaðu núna og festu þér
Súpersólartilboð. Þremur dögum fyrir brottför færðu svo að vita hvar þú
gistir í fríinu þínu í Salou. Val um viku eða tveggja vikna dvöl.
Verð kr. 29.995 á mann
M.v. 2 fullorðna og 2 börn í vikuferð. Innifalið
flug, gisting og flugvallarskattar. Ferðir til og frá
flugvelli kr. 2.000 á mann.
Verð kr. 39.990 á mann
M.v. 2 fullorðna í vikuferð. Innifalið flug,
gisting og flugvallarskattar. Ferðir til og frá
flugvelli kr. 2.000 á mann.
MIÐSTJÓRN ASÍ hefur samþykkt
ályktun þar sem lýst er áhyggjum af
ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs
og þeim miklu hækkunum sem orðið
hafa á olíuverði.
„Bensínverð hefur hækkað mjög
mikið að undanförnu og kynt enn
frekar undir verðbólguna með veru-
legri hækkun greiðslubyrði lána.
Mikil óvissa ríkir um verðþróun á olíu
á næstu misserum. Miðstjórnin hvet-
ur ríkisstjórnina til þess að mæta
hækkunum á bensíni og olíum á
heimsmarkaði með lækkun opinbera
gjalda á þessar vörur. Þannig er hægt
að draga verulega úr þeim neikvæðu
áhrifum sem þessar hækkanir hafa á
hag heimilanna og fyrirtækjanna,“
segir í ályktun miðstjórnar ASÍ.
Olíufélögin haldi
aftur af hækkunum
Gerir miðstjórnin jafnframt þá
kröfu að olíufélögin haldi aftur af
hækkunum olíu- og bensínverðs sem
kostur er „og freistist ekki til að mis-
nota stöðu sína á fákeppnismarkaði til
verðhækkana umfram það sem stað-
an á alþjóðamörkuðum gefur tilefni
til“ eins og segir í ályktun miðstjórn-
ar.
Lækkun
gjalda mæti
hækkun
olíuverðs
STJÓRN Tryggingastofnunar ríkis-
ins tekur við hlutverki tryggingaráðs,
samkvæmt breytingum á lögum um
almannatryggingar og lögum um fé-
lagslega aðstoð. Samkvæmt upplýs-
ingum frá Tryggingastofnun felast í
lagabreytingunum einnig nýmæli um
skipan yfirstjórnar Tryggingastofn-
unar ríkisins. Ráðherra skipar nú
fimm manna stjórn að loknum þing-
kosningum en samkvæmt eldri lögum
frá 1993 kaus Alþingi tryggingaráð.
Forstjóri TR er áfram skipaður af
ráðherra til fimm ára í senn en nú að
fenginni tillögu frá stjórn stofnunar-
innar.
Jafnframt eru þau nýmæli í lögun-
um að nú er hvergi vikið að innra
skipulagi Tryggingastofnunar eins og
t.d. nafngiftum á stjórnunareiningum
eða hlutverki starfsmanna, eins og
deildarstjóra. Þá tekur stofnunin sjálf
við ýmsum hlutverkum sem trygg-
ingaráð hafði áður með höndum, m.a.
rétti til að höfða dómsmál í þeim til-
gangi að fá hnekkt úrskurði úrskurð-
arnefndar almannatrygginga.
Stjórn TR
tekur við
hlutverki
tryggingaráðs
RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI hefur
ákveðið að skipa Þóri Marinó Sig-
urðsson, fyrrverandi lögreglumann,
sem sýknaður var af ákæru um ólög-
mæta handtöku í Hæstarétti í síð-
asta mánuði, á ný í starf lögreglu-
manns við embætti lögreglustjórans
í Reykjavík.
Ríkislögreglustjóri veitti Þóri
lausn frá starfi lögreglumanns að
fullu í desember 2003 eftir að Hér-
aðsdómur Reykjavíkur sakfelldi
hann í opinberu máli sem ríkissak-
sóknari höfðaði á hendur honum og
öðrum lögreglumanni. Héraðsdóm-
inum var áfrýjað til Hæstaréttar
sem sýknaði hann 27. maí sl. Hefur
ríkislögreglustjóri nú ákveðið að
skipa Þóri Marinó á ný sem lögreglu-
mann við embætti lögreglustjórans í
Reykjavík frá 15. júní, að því er kem-
ur fram á vef lögreglunnar.
Lögreglu-
maður sem
var sýknaður
ráðinn aftur
♦♦♦
♦♦♦
PIPAR OG SALT Klapparstíg 44 Sími 562 3614
GEFÐU HÚSINU SVIP
Vönduð ryðfrí húsaskilti
Fjölbreytt myndaval fyrir
hús & sumabústaði