Morgunblaðið - 13.06.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.06.2004, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ NÚ ÞEGAR sól hækkar á lofti er það næstum skylda við móður nátt- úru að koma sér út og njóta hennar, ekki skortir fagra staði og gönguleið- ir í okkar næsta nágrenni. Í þessari grein verður lýst stuttlega þremur leiðum sem allar hafa næstum sama upphafspunkt fyrir botni Hvalfjarð- ar. Allar eru þær mjög viðráðanlegar og því við allra hæfi. 1. Hvalfjarðarbotn-Hvalvatn- Uxahryggjaleið (Göngutími 4–5 klst.) Best er að aka inn Botnsdal eins og leyfilegt er og hefja gönguna þar. Að vísu liggur ruddur bílvegur alveg upp að Hvalvatni en hann er ekki leyfilegt að aka. Að sjálfsögðu er þægilegast að ganga þennan veg. Í hlíðinni upp er talsvert skógarkjarr, þó ekki samfellt. Lúpínu- breiður eru þarna inn á milli. Sjálfsagt er að ganga fram á brúnina á Stóragili til að sjá efsta hluta Glyms, eins af hæstu fossum landsins. Einungis efsti hluti foss- ins sést héðan. Að sjá hann allan er einungis mögulegt að austan- verðu. Ekki vantar sögur til að skýra örnefni á þessum slóðum. Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar segir frá bóndasyni frá Melabergi á Miðnesi. Hann varð viðskila við félaga sína við eggjatöku í Eldey. Þrátt fyrir ítrek- aðar tilraunir tókst ekki að ná honum úr eynni. Næsta sumar koma félagar hans aftur út í eyna og þeim til mik- illar furðu þá er Melabergsmaðurinn það fyrsta sem þeir koma auga á. Heldur var hann fámáll um dvöl sína um veturinn. Sagði þó að sér hefði liðið vel því þegar ljóst var að hann mundi ekki komast í land hafi komið til hans álfkona sem tekið hefði hann upp á sína arma. Hjá henni hefði honum liðið vel. Þó vildi hann fara með þeim í land. Stuttu seinna er messað á Hvals- nesi og þegar kirkjugestir ganga úr kirkjunni tekur fólk eftir því að fyrir kirkjudyrum stendur vagga með barni. Prestur tekur barnið og spyr hver eigi en enginn kannast við það. Þá ber þar að konu sem þrífur barn- ið, horfir hvössum augum á Mela- bergsmanninn og segir að hann muni gjalda þess að vilja ekki gangast við barninu sem orðið hafi til úti í Eldey veturinn áður. Síðan hverfur hún. Til að gera langa sögu stutta verður Melabergsmaðurinn að ægilegu ill- hveli sem sest að í Faxaflóa og eirir þar engu. En eins og í öllum góðum þjóðsögum kemur prestur nokkur til sögunnar sem veit lengra en nef hans nær og tekst að seiða hvalinn inn eftir Hvalfirði og upp ána sem rennur í fjörðinn. Það var hvalnum mjög erfitt sökum vatnsleysis. Þegar hann kom að gljúfrinu sem áin renn- ur í gegnum fram af Botnsheiðinni urðu þrengslin svo mikil að allt nötr- aði og skalf eins og í versta jarð- skjálfta. Af þessu dregur fossinn nafn og heitir síðan Glymur og hæð- irnar ofan Glyms Skjálfandahæðir. Ekki hætti prestur fyrr en hann kom hvalnum upp í vatn það er Botnsá kemur úr og heitir síðan Hvalvatn. Þar sprakk hann. Til sannindamerk- is um sögu þessa hafa til skamms tíma fundist hvalbein á þessum slóðum. Allar svona sögur eru býsna skemmtilegar og síðan auka þær líkurnar á því að örnefnin festist í minn- inu. Eftir að hafa virt fyrir okkur Glym liggur leiðin inn með ánni að norðan- verðu. Víða eru þar fal- legar flúðir. Austan Hval- fells er áðurnefnt Hval- vatn. Nálægt miðju vatn- inu sést í klettahöfða. Þar segir sagan að Arnes úti- leguþjófur hafi hafst við vetrarlangt í litlum og lélegum hellisskúta. Botns- súlurnar koma nú í ljós sunnan vatns, sú hæsta 1.086 m. Þótt leiðin meðfram vatninu að vestanverðu fjallsmegin sé fær skal engum ráð- lagt að fara þar. Út í vatnið skagar hólmi eða klettur. Skinnhúfuhöfði hefur hann verið nefndur og á tröll- kona að hafa haft þar aðsetur. Eftir því sem austar dregur hækkar landið og þar með útsýni til austurs. Mest ber á jöklunum þremur, Þórisjökli, Geitlandsjökli og Langjökli. Fjöllin Skjaldbreiður og Hlöðufell sjást einnig vel. Á þessar slóðir liggur ruddur vegur af Uxahryggjaleið sem fær er fyrir jeppa og stóra bíla. Við erum hins vegar gangandi og höld- um áfram niður á aðalveginn í Víði- kerum milli Tröllháls og Kvígindis- fells. 2. Síldarmannabrekka- Botnsheiði-Skorradalur (Göngutími 3–4 klst.) Selfjall heitir beint í norður upp af gamla Botnsskálanum í Hvalfirði. Vestan þess er upphaf fornrar leiðar úr Botnsvogi yfir í Skorradal. Ber hún eftirtektarvert nafn, Síldar- mannagötur. Þessa leið ætlum við að ganga. Kannski er hún sú stysta og léttasta af þeim þremur sem hér er lýst. Fyrsti hluti leiðarinnar liggur upp brekkur sem víða eru vaxnar skógi og kjarri. Þarna er auðratað enda snyrtilega stikað. Þegar upp á heiðarbrúnina er komið taka við reiðgötur sem sýna að þetta hefur verið fjölfarin leið úr Borgarfjarðar- dölum yfir í Hvalfjörð. Þarna er sjálfsagt að snúa sér við og horfa til baka út á Hvalfjörð og til fjallanna í kring. Inn til landsins ber mest á Botnssúlum og Hvalfelli. Í fjarska í suðri eru Búrfell, Skálafell og Esja. Leið okkar liggur nú um grasivaxnar hæðir og giljadrög sem smáhækka uns komið er upp í rúmlega 400 m hæð. Nokkur vötn og tjarnir verða einnig á vegi okkar. Þarna uppi er geysivíðsýnt. Lengst í norðri blasa við fjöllin ofan Borgarfjarðar, Baula og Tröllakirkja á Holtavörðuheiði. Nær eru Þverfell efst í Lundar- reykjadal og Ok. Héðan lækkar landið smátt og smátt. Á vinstri hönd blasir við okk- ur botn Grafardals. Upp úr honum liggur rafmagnslína sem flytur raf- magn í verksmiðjuna á Grundar- tanga, að mínu mati ekki sérlega smekklegt en sennilega nauðsynlegt. Ekki líður á löngu þar til við stöndum á brúninni og sjáum niður í innsta hluta Skorradals. Það er geysifag- urt, Fitjaáin hlykkjast eftir dalnum uns hún rennur í Skorradalsvatnið. Hún kemur úr Eiríksvatni talsvert langt inni á heiðinni. Það er vel þess virði að ganga inn með henni því þar eru margir fallegir fossar. Þótt þarna sé grösugt og búsældarlegt yf- ir að líta eru allir bæir á þessum slóð- um í eyði. Bakkakot heitir bærinn sem við komum fyrst að þegar komið er niður í dalinn. Best er að ganga dálítið lengra inn eftir og yfir brú á ánni og síðan fram að Fitjum. Þar er kirkja sem nýlega hefur verið gerð upp. Oddur Eiríksson (1640–1690), sonarsonur Odds Einarssonar bisk- ups í Skálholti, bjó þar. Hann skrif- aði Fitjaannál um árin 1400–1712. Hér lýkur göngu okkar. 3. Hvalfjarðarbotn-Leggja- brjótur-Þingvellir (Göngutími 4–5 klst.) Á milli Botnsdals og Þingvalla liggur forn þjóðleið, sem nú á dögum er kennd við Leggjabrjót, þótt það sé einungis brot af leiðinni. Við byrjum gönguna á sama stað og lýst er fyrir leið nr. 1, en í stað þess að halda strax á brattann göngum við lengra inn dalinn og í gegnum hlaðið á eyði- býlinu Stóra-Botni og þaðan yfir brú á Botnsá. Í fyrstu liggur leiðin um ruddan bílveg upp í gegnum skóg- arkjarr og upp fyrir sauðfjárveiki- varnagirðinguna. Á vinstri hönd er Hvalskarð á milli Hvalfells og Botns- súlna. Áfram er haldið uns komið er upp á Sandhrygg. Þaðan er upplagt að taka á sig smákrók og ganga fram á Djúpadalsborgir, ægifagrar stuðla- bergsmyndanir efst í Brynjudal. Þarna höfum við dalinn fyrir fótum okkar. Í honum eru a.m.k. fjórir bæir sem allir eru í eyði, Hrísakot, Ing- unnarstaðir, Þrándarstaðir og Skor- hagi. Á milli Botnsdals og Brynju- dals heitir Múlafjall. Áfram höldum við inn með Sandvatni yfir Biskups- keldu, Leggjabrjót og upp á hæðina þar fyrir ofan. Biskupskelda var ill yfirferðar og við hana er tengd vísa séra Jóns Þorlákssonar: Tunnan valt og úr henni allt ofan í djúpa keldu. Skulfu lönd og brustu bönd, en botngjarðirnar héldu. Nú er best að ganga niður með Súluá, yfir hana og niður í Öxarárdal. Á þessum slóðum er talsvert grýtt og því betra að fara varlega. Einnig get- ur Súluá verið talsvert vatnsmikil. Hún rennur í Öxará sem uppruna- lega kemur úr Myrkvavatni sem liggur talsvert innar í Öxarárdaln- um. Það sést ekki af hinni hefð- bundnu gönguleið. Þegar gengið er fram Öxarárdal eru Botnssúlur á vinstri hönd og Búrfell á hægri hönd. Framundan blasir Þingvallavatn við. Í fjarska sést til Eyjafjallajökuls og Heklu, sem margir telja konung og drottningu sunnlenskra fjalla. Síðan er gengið fram að Svartagili, eyðibýli í Þingvallasveit, þar sem göngu okk- ar lýkur. Þrjár góðar gönguleiðir upp úr botni Hvalfjarðar Hvalfjörðurinn býður upp á áhugaverðar göngu- leiðir. Leifur Þorsteinsson lýsir hér þremur göngu- leiðum úr firðinum sem eiga að vera við allra hæfi. 2 3 4   53 4 &  6!    7 "   2  $! 2) ! 4   8 9$  : #  7)# #                    !    "             "#         4 (     "       $ % &          '   !    "!# "$  Ljósmynd/ Magnús Björnsson Sögustund í Hvalfjarðarbotni. Hvalfell og Botnssúlur í baksýn. Skinnhúfuhöfði, Hvalvatn og Hvalfell. Sögustund í Hvalfjarðarbotni. Hvalfell og Botnssúlur í baksýn. Hvalfell og Botnssúlur í miðnætursól.Horft út á Hvalfjörð. Höfundur situr í stjórn Ferðafélags Íslands. 1. Árbækur Ferðafélags Íslands 1950, 1954 og 1985 2. Landið þitt Ísland, útg. Bókaútgáfan Örn og Örlygur 1982
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.