Morgunblaðið - 13.06.2004, Síða 28

Morgunblaðið - 13.06.2004, Síða 28
LISTIR 28 SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Kynntu þér tilboð okkar á bílaleigubílum Pantaðu AVIS bílinn áður en þú leggur af stað Það borgar sig – Hringdu til AVIS í síma 591-4000 Við erum í 170 löndum 5000 stöðum T.d. Reykjavík, London, Kaupmannahöfn, Frankfurt, Milano, Alicante ... AVIS Knarrarvogi 2 – 104 Reykjavík – Sími 591 4000 – Fax 591 4040 – Netfang avis@avis.is – Heimasíða www.avis.is Minnum á Visa afsláttinn Tónskóli Sigursveins D.Kristinssonar fagnaðimerkisafmæli í vor semleið, en 30. mars síðastlið- inn voru 40 ár liðin frá stofnun skól- ans og var afmælinu fagnað með tón- leikahaldi víða um borgina. Sigursveinn Magnússon er skóla- stjóri Tónskóla Sigursveins og hefur gegnt því starfi í hartnær 20 ár, en fram að því hafði hann verið móð- urbróður sínum og nafna, Sig- ursveini D. Kristinssyni sem stofnaði skólann árið 1964, til aðstoðar. „Krakkarnir halda stundum að ég eigi skólann, en það er nú ekki þann- ig,“ segir Sigursveinn og hlær. „Áður unnum við nafnarnir saman og ég gegndi hlutverki aðstoðarmanns, en hann hætti störfum árið 1985. Ég tók þá við og hef verið skólastjóri síðan. Það má segja að ég hafi hlotið tón- listaruppeldi mitt hjá honum sem barn, og heiti jafnframt í höfuðið á honum.“ Spurður um aðdragandann að stofnun skólans segir Sigursveinn að menntun hinna vinnandi stétta hafi verið frænda sínum hugleikin. „Hann var róttækur sósíalisti og dreymdi alltaf um menningarvakn- ingu alþýðufólks. Hann sá fyrir sér að batnandi hagur verkafólks fælist ekki bara í því að fá hærri laun, held- ur líka í upplýsingu og því að geta nýtt tíma sinn í þágu menningar og mennta: Að lesa bækur, syngja í kór eða læra á hljóðfæri. Í aðdragand- anum að stofnun skólans gerði hann tilraunir á þessu sviði, var til dæmis einn af stofnendum Lúðrasveitar verkalýðsins sem ennþá starfar og Söngfélags verkalýðssamtakanna í Reykjavík, og hann tók þátt í stofnun Tónskóla Siglufjarðar 30. mars árið 1958. Þar átti hann ásamt áhugafólki frumkvæði að samstarfi við verka- lýðsfélögin á Siglufirði um þennan skóla. Það er útaf fyrir sig mjög merkileg saga sem vert væri að yrði skráð,“ segir Sigursveinn. „Hvort það er einber tilviljun eða yfirveguð ákvörðun að stofndagur beggja skól- anna skyldi vera 30. mars skal ég ekki fullyrða, en svo mikið er víst að brautryðjandinn var mikill frið- arsinni og þess vegna andvígur því að Ísland léti draga sig inn í hern- aðarbandalag árið 1949. Að hefja menningarsókn á þessum degi gat því haft táknræna merkingu í huga hans.“ Árið 1963 urðu tímamót í tónlist- arsögu Íslendinga, en þá hafði Gylfi Þ. Gíslason, þáverandi mennta- málaráðherra, frumkvæði að setn- ingu laga um tónlistarskóla á Íslandi, sem kváðu á um rétt til fjárstuðnings frá opinberum aðilum til slíkrar starfsemi. Fram til þess tíma höfðu tónlistarskólar aðeins starfað á örfá- um stöðum á landinu, en uppsöfnuð þörf fyrir slíka starfsemi átti eftir að koma í ljós. „Þá stofnaði Sigursveinn þennan skóla hér í Reykjavík, Tón- skóla Sigursveins D. Kristinssonar, árið 1964 sem var ári eftir setningu laganna, og hafði einmitt með sér nokkra frammámenn úr verkalýðs- hreyfingunni. Það er svolítið merki- legt, að fyrstu fundargerð tónskólans skrifar Tryggvi Emilsson rithöf- undur, sem þá var einn af stjórn- armönnum í Dagsbrún. Og framan af lögðu verkalýðsfélögin skólanum til styrk, sem auðveldaði honum að komast yfir byrjunarörðugleikana.“ Hugmyndafræði Sigursveins í sambandi við tónlistarnámið var jafnréttissinnuð, en hann taldi að hver og einn ætti rétt á tækifæri til tónlistarnáms sem hefði áhuga á því. „Áður voru hugmyndir um tónlist- arnám þannig að þeir einir ættu að stunda það sem ætluðu að verða eitt- hvað, og það var svolítill betriborg- arastimpill á því. En um það leyti sem Tónskólinn var stofnaður voru að vakna hugmyndir, meðal annars vegna lagasetningarinnar, um að all- ir sem áhuga hefðu ættu að fá tæki- færi til að læra á hljóðfæri. Og áhug- inn var greinilega fyrir hendi, því á fáum árum voru stofnaðir margir tónlistarskólar sem fylltust af fólki.“ Skólar og tónlistarlíf haldast í hendur Að sögn Sigursveins er ekki síður í dag en fyrir fjörutíu árum gífurleg eftirspurn eftir tónlistarnámi og mikill áhugi á tónlist hérlendis. „Við flesta tónlistarskóla held ég að séu biðlistar, þannig að það komast færri að en vilja, og það er auðvitað gott að starfa í umhverfi þar sem námið er svona eftirsótt. Svo hefur skóla- starfið breyst að mjög mörgu leyti, það eru komnar nýjar kennsluað- ferðir, nýtt námsefni og við eigum nú orðið mjög færa og reynda kennara og tónlistarfólk.“ Hann bendir jafn- framt á að skólarnir og tónlistarlífið haldist mjög vel í hendur og þær stórfelldu framfarir sem orðið hafa í klassískum tónlistarflutningi hér- lendis eigi að miklu leyti rætur í bættu umhverfi í tónlistarnámi. „Við höfum ræktunarstöðina fyrir hendi og það gerist af sjálfu sér, að úr þess- um fjölda sem byrjar veljast ein- staklingar sem hafa mikinn áhuga, dugnað og hæfileika til að bera. Og það er hlutverk skólanna að koma til móts við þá, velja þeim hæf viðfangs- efni og hjálpa þeim að skapa sér tækifæri.“ Það er í fullkomnu samræmi við jafnréttishugmyndir Sigursveins eldri fyrir fjörutíu árum að Tónskóli Sigursveins er í dag ætlaður öllum, ungum sem öldnum. „Við höfum allt- af reynt að velja hverjum nemanda verkefni við sitt hæfi. Innan okkar raða rúmast bæði fólk sem stundar námið sér til lífsfyllingar og er í öðru námi eða vinnu líka, og nemendur sem hafa áhuga á að leggja tónlist fyrir sig og ljúka þaðan burtfar- arprófi, eða fullnaðarprófi eins og við köllum það,“ segir Sigursveinn. Nemendur sem stunda nám við skól- ann eru á öllum aldri. „Yngstu nem- endurnir hefja nám eftir Suzuki- aðferðinni, allt frá fjögurra og fimm ára aldri og við höfum einnig fjöl- mennan forskóla. Framhaldsnem- endahópurinn er vaxandi og svo er alltaf svolítill hópur fullorðinna í námi.“ Það samræmist einnig jafnrétt- isstefnu Tónskólans, að í skipulags- skrá hans er ákvæði um að hann skuli koma til móts við nemendur í úthverfum borgarinnar. Því starfar skólinn á þremur stöðum í Reykja- vík, hefur höfuðstöðvar hér á Engja- teigi 1, en hefur einnig kennsluað- stöðu í eigin húsnæði í Hraunbergi 2 í Breiðholti og í félagsmiðstöðinni Árseli í Árbæ. Þó tengja eflaust margir Tónskóla Sigursveins við Þingholtin – Hellusund 7. „Já, Hellu- sund 7 var fyrsta húsnæðið sem skól- inn eignaðist. Það var keypt árið 1971 og var stærsta stökkið í hús- næðismálum í sögu skólans. Fyrst voru fest kaup á efstu hæðinni og þá voru hinir íbúar hússins fljótir að setja sínar íbúðir á sölu! Árin í Hellu- sundinu voru skemmtilegur tími og margir söknuðu þess þegar við flutt- um hingað. En auðvitað er aðstaðan hérna við Engjateig allt önnur og betri.“ Tónskóli Sigursveins er stærsti tónlistarskólinn í Reykjavík, með um það bil 600 nemendur, og eru nánast allar hljóðfæragreinar auk söngs kenndar þar. Úr þeim hópi sem stundað hefur nám við skólann hljóta að vera margir sem hafa náð langt í tónlistinni. „Jú, og það er nokkuð sem okkur þykir mjög vænt um, þeg- ar nemendur okkar standa sig vel. Hópur af fyrrum nemendum skólans starfar nú í útlöndum, þar á meðal er stjórnandi stórrar tónlistardeildar í Englandi, konsertmeistari sinfón- íuhljómsveitar í Köln, tenór við óperuhús í Berlín og gítarleikari á Spáni svo fátt eitt sé talið, en einnig eru í þeim hópi margir tónlistar- skólakennarar og starfandi hljóð- færaleikarar. Það er auðvitað mjög skemmtilegt að fylgjast með þessu fólki, en ekki er síður gaman þegar fyrrum nemendur koma með börnin sín í skólann. Nemendur sem við þekkjum frá fyrri árum eru fjöl- skyldufólk og óska þess að krakk- arnir sínir fari sömu braut. Það gefur okkur ákveðið sjálfstraust, því það bendir til þess að fólki hafi liðið vel hér í skólanum.“ Umræða um stöðu tónlistarskólanna Afmæli Tónskólans í vor var fagn- að með víðtæku tónleikahaldi, eins og við á. Meðal annars voru haldnir hátíðartónleikar í Háskólabíói 20. mars þar sem 350 nemendur komu fram, og einnig voru samin verk sér- Tækifæri til tónlistarnáms Morgunblaðið/ÞÖK Sigursveinn Magnússon hefur gegnt starfi skólastjóra Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar frá árinu 1985, en áður hafði hann verið stofnanda skólans, móðurbróður sínum og nafna, Sigursveini D. Kristinssyni, til aðstoðar. Hér ávarpar hann gesti á skólaslitum 4. júní síðastliðinn. Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar fagnaði fjörutíu ára afmæli í vor sem leið. Inga María Leifsdóttir ræddi við Sigur- svein Magnússon skólastjóra, sem leggur ríka áherslu á skólann sem samfélag og samstarf og samræðu í starfinu. Tónskóli Sigursveins er stærsti tónlistarskólinn í Reykjavík og býður kennslu í nánast öllum hljóðfæragreinum og söng. Spilað saman við skólaslit: Samstarf og samspil er lykilþáttur í skólastarfi að mati Sigursveins: „Þannig sköpum við raunverulegt skólasamfélag, því skóli er vettvangur margra sem ganga hönd í hönd að sama marki.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.