Morgunblaðið - 13.06.2004, Qupperneq 29
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 2004 29
Skógarhlíð 18, sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Heimsferðir bjóða þér nú síðustu sætin í sólina í júlí
á hreint ótrúlegu verði, en nú er sumarið komið á
vinsælustu áfangastöðum Evrópu og aldrei betra að
njóta vinsælustu staðanna á fegursta tíma ársins.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Síðustu
sætin
í sólina
í júlí
frá kr. 19.990
með Heimsferðum
Bologna
Verð frá kr. 19.990
Flugsæti, m.v. 2 fyrir 1 til Bologna/-
Forli, 1. og 8. júlí. Netverð.
Mallorca
Verð frá kr. 34.995
M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, 7. júlí,
vikuferð, nettilboð. Netverð.
Benidorm
Verð frá kr. 29.995
M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, viku-
ferð, stökktutilboð, 7. júlí. Netverð.
Rimini
Verð frá kr. 39.995
M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, viku-
ferð, 1. júlí, stökktutilboð. Netverð.
Costa del Sol
Verð frá kr. 39.990
M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, viku-
ferð, 7. júlí, stökktutilboð. Netverð.
Barcelona
Verð frá kr. 19.990
Flugsæti, m.v. 2 fyrir 1 til Barcelona,
1. júlí. Netverð.
Portúgal
Verð frá kr. 39.990
M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, viku-
ferð, 7. júlí, stökktutilboð. Netverð.
Króatía
Verð frá kr. 33.895
Flugsæti á mann með sköttum, beint
flug á Trieste.
Tryggðu þér síðustu sætin í júlí
staklega fyrir nemendur skólans sem
frumflutt voru á Myrkum músík-
dögum í febrúar. En Tónskólinn stóð
jafnframt fyrir málþingi um stöðu og
framtíð tónlistarmenntunar í tilefni
afmælisins. „Við vildum efla mál-
efnalega umræðu um stöðu tónlistar-
skólanna með það í huga að skoða
okkur sjálf og bæta samstarf milli
þeirra aðila sem starfa að tónlistar-
menntun á höfuðborgarsvæðinu.
Þetta málþing var það besta sem við
gátum lagt til í tilefni afmælisins og
fremur en að vera með dýra og um-
fangsmikla afmælisútgáfu ákváðum
við að gefa út erindin sem þar voru
flutt, með von um það gæti stuðlað að
áframhaldandi umræðu,“ segir Sig-
ursveinn, en hann gegnir for-
mennsku í Samtökum tónlistarskól-
anna í Reykjavík (STÍR). Umræða
um stöðu tónlistarskólanna í borginni
er honum því hugleikin. „Það er fyrir
atbeina sveitarfélaganna að hafin er
endurskoðun á lögum um fjárhags-
legan stuðning við tónlistarskóla, og
óskir þeirra þarf að vega og meta af
raunsæi. Ef marka má fréttir af
vinnu nefndarinnar vilja sveit-
arfélögin nú að ríkið fari aftur að
kosta hluta tónlistarnámsins. Þetta
er dálítið merkilegt í ljósi þess að fyr-
ir 15 árum óskuðu sveitarstjórn-
armenn eftir að fá að taka að sér tón-
listarskólana og gerðu lítið úr
efasemdum okkar sem töldum þátt-
töku ríkisins nauðsynlega. En hvað
sem slíkri greiðsluskiptingu líður er
mikilvægt að standa vörð um opið og
sveigjanlegt lagaumhverfi og að rétt-
urinn til náms verði ekki takmark-
aður frá því sem nú er.“
Hann segir óvissu ríkja í tónlist-
arskólunum í Reykjavík, þar sem
Reykjavíkurborg virðist standa
frammi fyrir nokkrum vanda um
skiptingu fjár til þeirra. „Við sem
sitjum í STÍR sjáum ekki hvernig sú
þróun geti haldið áfram, að skólunum
sem njóta fjárstuðnings fjölgi stöð-
ugt án þess að til komi meira fjár-
magn. Athugun hefur sýnt að mörg-
um smáum skólum fylgir
óhagkvæmari rekstur, því þar fer
stærra hlutfall fjármuna til stjórn-
unar heldur en í stærri skólum. Auk
þess stendur lítill tónlistarskóli verr
að vígi í sambandi við fjölbreytni
námsgreina, samleik og annað sem
tengist tónlistarnámi. Þetta hefur
verið okkar helsta áhyggjuefni í
STÍR og við höfum reyndar unnið
með borginni í vetur að tillögugerð
varðandi þetta.“
Ágreiningur milli Reykjavík-
urborgar og Samtaka tónlistarskóla-
kennara um framkvæmd á kjara-
samningi veldur ugg, að sögn
Sigursveins. „Málaferli sem hafin eru
til að knýja fram úrskurð eru bæði
kostnaðarsöm og seinvirk, og óvissu
um viðkvæm mál í svo langan tíma
verður að forðast og jafna þann
ágreining sem ríkir milli aðila. Al-
mennt þykir okkur miður að borgin
skuli ekki standa betur vörð um tón-
listarskólana en raun ber vitni og
sýna meiri umhyggju gagnvart því
dýrmæta samstarfi um tónlist-
arkennsluna sem tekist hefur á síð-
ustu áratugum. Fyrst og síðast verð-
ur samstarfið að byggjast á
gagnkvæmu trausti og skilningi.
Þetta er ein meginforsenda stöð-
ugleikans sem er svo nauðsynlegur í
starfi skólanna.“
Virkir þátttakendur
Sigursveinn Magnússon leggur
ríka áherslu á samstarf og samleik í
skólastarfi sínu. „Við kennararnir er-
um öll sérfræðingar hver á sitt hljóð-
færi, það fylgir því að vera tónlist-
armaður. En við megum passa okkur
að draga ekki alltof skýrar línur milli
hljóðfæra og námsgreina, vegna þess
að við eigum svo margt sameiginlegt
þó að sums staðar séu skilin glögg.
Mikill hluti tíma okkar stjórnend-
anna fer í að skapa þennan sameig-
inlega vettvang, að tryggja þátttöku
margra með ólík hljóðfæri í spenn-
andi verkefnum. Þannig sköpum við
raunverulegt skólasamfélag, því skóli
er vettvangur margra sem ganga
hönd í hönd að sama marki. Við vilj-
um gjarnan að nemendur finni að
þeir séu hluti af stærri heild, og einn-
ig af tónlistarlífinu sjálfu, því það er
það sem þau eru – virkir þátttak-
ingamaria@mbl.is
DANSLEIKHÚSKEPPNI Leik-
félags Reykjavíkur og Íslenska dans-
flokksins er nú haldin í annað sinn.
Hér er um sérlega lofsvert framtak
að ræða, gott tækifæri til að rann-
saka mörk og möguleika þessara list-
greina sem búa saman í Borgarleik-
húsinu. Reyndar sýnist mér sem
þetta sambýli sé einkar farsælt þar á
bæ og þessi keppni er fráleitt eina
dæmið um vel lukkað samstarf á milli
dansflokksins og leikfélagsins.
Það var ánægjulega afslappað
andrúmsloft í stóra salnum á fimmtu-
dagskvöldið, kynnarnir, Steinunn
Ólína Þorsteinsdóttir og Jóhanna
Vigdís Arnardóttir, gáfu tóninn með
það. Það var mikið fagnað og talsvert
hlegið, enda dagskráin eins og við var
að búast fjölbreytt mjög.
Það er best að taka það strax fram
að undirritaður nálgast dansleikhús-
ið úr leikhússáttinni og er því al-
mennt séð hrifnari af þeim sýningum
þar sem einkenni þeirrar listar eru í
forgrunni. Það kom líka á daginn að
þær sýningar sem byggðust á ein-
faldri grunnhugmynd sem tókst að
koma til skila höfðu mest áhrif á
þennan gagnrýnanda. Aðrar, sem
voru kannski frumlegar og frjóar en
náðu ekki að skila innihaldi – merk-
ingu – til mín, fundust mér sem því
nemur lakari.
Það þarf samt ekki endilega „leik-
list“ til að skila þessari merkingu eins
og sú sýning sannaði sem mér þótti
mögnuðust: Komið og dansið: A
found object, eftir Jón Atla Jónasson
og Stefán Jónsson. Þeir fylltu sviðið
af „venjulegu“ fólki sem dansaði síð-
an samkvæmisdansa og annað slíkt
meðan texta um gildi þess að dansa
var varpað á vegg. Þessi sýning sam-
einaði það að vera bráðskemmtileg,
fullkomlega frábrugðin öllum hinum
og varpa ljósi á eðlismun dans og
leiklistar. Leiklist er nefnilega alger-
lega háð því að á hana sé horft, hún
snýst alltaf um samband leikara og
áhorfanda. Dansarinn getur hins
vegar verið sjálfum sér nógur, dans
snýst ekki í sjálfu sér um tjáskipti
nema milli þeirra sem dansa. Sýning
þeirra félaganna var í vissum skiln-
ingi alls ekki sýning, ekki ætluð
áhorfendum. Og með því varð hún
merkingarríkasta sýning keppninn-
ar. Hún hreppti annað sætið.
Nokkrar sýninganna náðu hreint
ekki að vera skýrar á því hvað þær
vildu segja, og hafa líklega ekki ætlað
sér það. Þannig var um óræða og
brotakennda sýningu Steinunnar
Knútsdóttur og þeirra Valsdætra,
Ólafar, Arnbjargar og Örnu, Sjá
augu mín einsog þín, systir. Hún
byrjaði vel með skemmtilegu sam-
spili myndbands og leikara/dansara,
en skipti of oft um stefnu til að hún
héldi út. Þá voru Flugur Aðalheiðar
Halldórsdóttur og X í öðru veldi eftir
Rebekku Austmann Ingimundar-
dóttur lítt að tala við þennan áhorf-
anda, þótt síðarnefnda sýningin væri
greinilega gerð af miklu hugviti og
nákvæmni. Hún hafnaði í þriðja sæti.
Og þó Dagur í frystihúsinu, verk
þeirra Höllu Ólafsdóttur og Ilmar
Kristjánsdóttur, væri sniðugt, vel
sviðsett og textinn og týpurnar
fyndnar, var óræðnistuðullinn nokk-
uð of hár fyrir minn smekk þegar
upp var staðið.
Þrjár sýninganna sóttu viðfangs-
efni í dægurmálin, en á skemmtilega
ólíkan hátt.
Detatched, hugleiðing Peter And-
erson um skelfingarástand heimsins
og skeytingarleysi okkar þar um,
notaði það gamalkunna bragð að láta
eina persónu þylja heimsósómaræðu
yfir okkur meðan önnur talaði um fá-
fengilega neysluhluti. Sýningunni
tókst ekki að yfirvinna þessa klisju
eða taka á henni á frumlegan hátt, en
Gunnar Hansson bjargaði því sem
bjargað varð með snaggaralegum
sölumennskutöktum.
Augnablik Kolbrúnar Halldórs-
dóttur sótti sinn áhrifamátt í afar
skýra og sterka hugmynd, að fram-
lengja augnablikið þegar fyrsta
sprengjan var sprengd við Kára-
hnjúka, og sýna okkur bergið – túlk-
að af dönsurum – vakna til lífsins og
leysast upp um leið. Flott hugmynd
sem skilaði sér til okkar, en dansinn
sjálfur var kannski dálítið „leiklist-
arnámskeiðsspunalegur“ og söngur-
inn kom mér spánskt, eða kannski
afrískt, fyrir sjónir og hjálpaði ekki
hugmyndinni eða áhrifunum.
Birna Hafstein og Sveinbjörg Þór-
hallsdóttir fengu þá brjáluðu, og satt
best að segja smekklausu, hugmynd
að flytja síðustu daga og dauða Vaid-
asar Jusiviciusar úr heimi smá-
krimma og eiturlyfja yfir í gerviver-
öld samkvæmisdansanna. Sniðugt,
mjög vel flutt, en ekki nógu fyndið
eða beinskeytt til að það réttlætti
svona léttúðuga meðferð á þessum
(afsakið orðbragðið) mannlega harm-
leik.
Sigurvegari kvöldsins var svo
Bergur Þór Ingólfsson, en sýning
hans, Hamlet – Superstore, fékk
bæði fyrstu verðlaun frá dómnefnd
og áhorfendum. Sýningin er vel að
þessu komin. Áberandi skemmtileg-
asta kóreógrafían fyrir leikmann eins
og mig, merkingarbær án þess að
vera látbraðgsleikur, kröftug og
skýr. Hugmyndin var kannski ekki
frumleg, grunnsagan í Hamlet flutt
með merkingarlausum texta, í þessu
tilfelli texta úr munni viðskiptavina
matvöruverslunar, algeng æfing á
leiklistarnámskeiðum. Útfærslan var
hins vegar afbragð, skemmtigildið
ótvírætt og alltaf ljóst hvað verið var
að gera.
Þetta var ánægjuleg kvöldstund.
Fjölbreytnin mikil, gæðastuðullinn
hár og meira að segja lökustu verkin
voru aldrei leiðinleg, alla vega ekki
lengi í einu. Þessi hátíð er án efa orð-
in fastur liður í starfsemi Borgarleik-
hússins, og fullur salur af fólki ætti
ekki að letja forráðamenn hússins til
að halda áfram á þessari braut.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Aðstandendur „Hamlet – Superstore“ eftir Berg Þór Ingólfsson.
Meira salsa!
LEIKLIST
Leikfélag Reykjavíkur og
Íslenski dansflokkurinn
Höfundar: Arna Guðný Valsdóttir, Arn-
björg Hlíf Valsdóttir, Birna Hafstein, Halla
Ólafsdóttir, Ilmur Kristjánsdóttir, Jón Atli
Jónasson, Kolbrún Halldórsdóttir, Ólöf
Sigríður Valsdóttir, Peter Anderson,
Rebekka Austmann Ingimundardóttir,
Stefán Jónsson, Steinunn Knútsdóttir og
Sveinbjörg Þórhallsdóttir. Borgarleikhús-
inu 10. júní 2004.
DANSLEIKHÚSSAMKEPPNI
Þorgeir Tryggvason