Morgunblaðið - 13.06.2004, Side 30
LISTIR
30 SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
M
eð Skírni í höndum, að
þessu sinni vorhefti,
gæti maður haldið að
samtímalist væri þar
helst á dagskrá. Kápuna
prýðir að venju nútíma-
listaverk, nú eftir Hall-
dór Ásgeirsson, og aftast í heftinu er grein um
hann eftir Æsu Sigurjónsdóttur: Orð og augna-
blik í verkum Halldórs Ásgeirssonar. Hún segir
að verk Halldórs séu persónuleg og sjálfhverf
en spyrji um leið algildra spurninga um tengsl
menningar og náttúru, um tjáningu, sköpun og
samskipti manna.
Að þessu undanskildu og einnig sex nýjum
ljóðum Gerðar Kristnýjar er Skírnir að stórum
hluta í sínum fornu skorðum enda er útgáfuárið
178. Ritstjórar eru þeir
sömu og undanfarin ár:
Sveinn Yngvi Egilsson og
Svavar Hrafn Svavarsson.
Fyrsta ritgerð Skírnis er
eftir Gert Kreutzer: Sið-
fræðileg orðræða og þjóð-
félagslegur boðskapur í nokkrum Íslend-
ingasögum.
Þetta er fróðleg ritgerð um sögu sem m.a.
hefur freistað tveggja erlendra rithöfunda, Per
Olof Sundman og Poul Vad.
Kreutzer segir um þessa umræddu sögu:
„Hrafnkell kemur fram sem smákonungur og
um tíma heldur hann meira að segja nokkurs
konar nýlendu. Á það hefur verið bent fyrir
margt löngu, að þetta ástand og þessi afstaða
eigi betur við lýsingar í Sturlunga sögu, þar sem
pólitísk dráp eru daglegt brauð, en við þann
tíma, er sagan á að gerast. Ekki einvörðungu í
lagaefnum heldur einnig í öllum öðrum greinum
er sagan full af tímaskekkjum.“
Í orðastað Alfífu er lífleg ritgerð eftir Jónu
Guðbjörgu Torfadóttur. Alfífu, frillu Knúts kon-
ungs sem réð þremur þjóðlöndum, er eignað allt
sem miður fer, er eins konar Gunnhildur kon-
ungamóðir. Þetta verður Jónu Guðbjörgu tilefni
til að tengja hana rauðsokkum, „karlkonum sem
hötuðu karlmenn“. Hvað sem öðru líður er sjón-
arhorn höfundarins forvitnilegt.
Guðmundur J. Guðmundsson á ritgerð-ina Grænland og umheimurinn: Nor-rænir menn á Grænlandi og sam-skipti þeirra við umheiminn fram til
1400. Kristín Loftsdóttir skrifar um Afríku í
Skírni á 19. öld í ritgerðinni Tómið og myrkrið.
Kristján Kristjánsson hugleiðir réttlæti á eftir
Rawls: Um réttindi, verðskuldun og tilfinn-
ingar.
Allt eru þetta læsilegar ritgerðir. Sama má
segja um ítarleg Skírnismál Gunnars Karls-
sonar, Syrpu um þjóðernisumræðu. Fleira
mætti nefna, m. a. ferð Sigurðar Líndals beint
inn í samfélagsumræðuna og grein Gunnars
Kristjánssonar um Lútersbók Sigurjóns Árna
Eyjólfssonar. „Lestri bókarinnar mætti líkja við
erfiða fjallgöngu í slæmu skyggni“, skrifar
Gunnar og bætir við: „Höfundur á þakkir skild-
ar fyrir þetta mikla ritverk um siðbótarmanninn
saxneska sem hafði afgerandi áhrif fyrir ís-
lenska menningarsögu um aldir.“
Sérstaka athygli vekur umsögnin Jónas á
ensku en þar kafar Robert Cook í þýðingu Dicks
Ringlers á ljóðum Jónasar Hallgrímssonar:
Bard of Iceland.
Bókin hefur vakið athygli erlendis, m. a. feng-
ið lofsamlega umsögn í Times Literary Supple-
ment.
Robert Cook er þó ekki yfir sig hrifinn þótt
hann meti framtakið. Cook skrifar: „Svo dregið
sé saman í lokin er margt eftirtektarvert í þess-
ari bók fyrir íslenska sem og enskumælandi les-
endur: Gott æviágrip, fræðilegar skýringar,
skínandi góð umfjöllun um bragarhætti Jónasar
og margar góðar myndir. Skýringarnar einar
gera þessa bók eigulega fyrir hvern þann sem
áhuga hefur á Jónasi. Að minni hyggju sýna
þýðingar þó oft of mikla áherslu á form svo að
merkingin líður fyrir.“
Cook gefur í skyn að Ringler hafi leyft form-
inu að taka stjórnina af innihaldinu. Mörg dæmi
skýra þetta en ljóst er að Ringler hefur unnið
gott starf í þeim anda sem honum er eiginlegur.
Það er ótrúlegt að unnt sé að ná anda Jónasar
í þýðingu en tilraunin er einhvers virði. Jónas
stendur alveg sér eða svo vitnað sé í Halldór
Laxness eins og Robert Cook gerir, „hið ís-
lenskasta skáld vort“.
Hugrakkur maður er Ringler svo sannarlega.
Enskumælandi lesendur munu nú fá fyllriskilning á Jónasi Hallgrímssyni fyriratbeina Ringlers og er ekki allt taliðmeð bókinni Bard of Iceland.
Þegar ég frétti af þessari bók og fór að glugga
í hana hvarflaði að mér að Ringler hefði átt að
snúa sér að samtímanum í staðinn fyrir að glíma
við óviðráðanlegt verkefni. En Jónas er hans
takmark.
Stundum þegar ég er að fletta Skírni virðist
mér ég kominn langt aftur í tímann og fer að
hugsa mér Skírni sem gerist alfarið í samtím-
anum. Líklega eru þetta fordómar því að við
þurfum líka á hinu liðna að halda.
Kannski segir Gerður Kristný þetta í athygl-
isverðum ljóðum sínum, til dæmis í Rask:
Hér hafa margir farið um
og dvalið mislengi
jarðraskið eftir því
Sumir rifu nöfnin sín
út í mjúkan mosann
aðrir fældu fugl af hreiðri
ég sáði í beran svörðinn
og girti blettinn af
fyrir lausagöngu skepna
Gleymdi að gera ráð fyrir þér
Nú blasir líkneski þitt við
af bæjarhellunni
hlóð það sjálf
úr sérvöldu grjóti
ef þú lofar að verða um kyrrt
malbika ég líka yfir móana
Skírnir kemur reglulega
AF LISTUM
Eftir Jóhann
Hjálmarsson
johhj@mbl.is
Í DAG, sunnudag, verð-
ur frumfluttur nýr
sálmur eftir Stein
Kárason við texta Sig-
urbjarnar Einarssonar
biskups, en útsetning
verksins var í höndum
Atla Heimis Sveinsson-
ar tónskálds. Sálmur-
inn verður fluttur við
messu kl. 11, og eru það
Dómkórinn og organisti
Dómkirkjunnar, Mar-
teinn H. Friðriksson,
sem sjá um flutninginn.
Þemað í yrkisefni
Sigurbjarnar biskups í
sálminum er lofgjörð
um ljósið, hið æðsta,
mesta og besta ljós, og
segir Steinn að hann hafi sjálfur haft
frumkvæðið að samstarfi þeirra Sig-
urbjarnar um þennan sálm. „Melód-
ían er búin að vera óralengi í höfðinu
á mér, ég heyrði hana fyrst þegar ég
var fimmtán ára. Síðan þá hefur hún
auðvitað þróast og
tekið breytingum, nú
síðast er ég mótaði
hana aðeins að texta
Sigurbjarnar.“
Steinn, sem að öllu
jöfnu starfar sem um-
hverfishagfræðingur,
er sjálfmenntaður í
tónlist en hefur samt
samið á annað hundr-
að lög um ævina,
„mest rokk, popp og
blús“, en þetta er í
fyrsta sinn sem hann
semur sálm. Marteinn
H. Friðriksson dóm-
organisti segir þetta
vera hefðbundið
sálmalag „og þegar
þessir þrír góðu menn, höfundur
lagsins, Sigurbjörn Einarsson og
Atli Heimir Sveinsson leggjast á eitt
þá kemur eitthvað fallegt út úr því.
Það er alltaf jafn gaman að fá nýtt
verk til að frumflytja.“
Steinn Kárason, um-
hverfishagfræðingur
og lagasmiður.
Nýr sálmur frumfluttur
„Melódían búin
að vera óralengi
í höfðinu á mér“