Morgunblaðið - 13.06.2004, Qupperneq 31
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 2004 31
Nánari upplýsingar um fyrirlesara
Bill Scott
skólastjóri og Positive Discipline ráðgjafi, USA, mun fjalla um jákvæðar
kennsluaðferðir og hvernig unnt sé að leysa vandamál án árekstra og reiði.
www.positivediscipline.com
Jari Graves-Highsmith
skólastjóri við Gardner School í USA og Jackie Taylor kennari við skólann fjalla um
hvernig fjölgreindum Howard Gardner's verði best hrundið í framkvæmd í
kennslustofunni. www.gardnerschool.org
Edmund O'Sullivan
prófessor við Torontoháskóla í Kanada og forstöðumaður Transformative
Learning Center mun fjalla um transformative learning og umhverfisvæna
menntun. http://tortoise.oise.utoronto.ca/~tlcentre/index.htm
Ferran Casas
prófessor við háskólann í Girona á Spáni og forstöðumaður Research Institute on
Quality of Life mun fjalla um innihaldsríkt líf fyrir börn, svo og börn og fjölmiðla.
Casas mun byggja fyrirlestra sína á nýlegum rannsóknum sínum.
http://fced.udg.es/instituts/irqv/
Naoko Kakuta
stofnandi International Education Resource and Innovation Center/ERIC í Japan
hefur unnið að hnattrænum skilningi í menntun í meira en 20 ár í Japan. Hún
mun fjalla um hvernig best sé að kenna hnattrænan skilning sem og viðvarandi
þróun í átt að betri heimi.
www.try-net.or.jp/~eric-net/
Sunita Gandhi
stofnandi ÍMS mun fjalla um hugmyndafræðina/heimspekina á bak við ÍMS/CGE,
sem og þá þróun sem nú á sér stað í GEMS (Global Education Model of Schooling)
kennsluaðferðum og einstaklingsmiðaðri kennslu, einkum í stærðfræði.
INNIHALDSRÍK MENNTUN Á 21. ÖLDINNI
9.-11. ágúst 2004 í Háskóla Íslands
Skráning fyrir 15. júní á www.ims.is veitir afslátt.
Námskeið I - Jákvæðar breytingar í skólastofunni
Námskeið II - Hvað geta foreldrar gert?
Íslensku menntasamtökin ses
Lyngási 17, 210 Garðabæ
ims@ims.is / www.ims.is
Sími 544 2120/2133 - Fax 544 2119
GEMS námsefni í stærðfræði verður kynnt á báðum námskeiðum. Það er nú fáanlegt fyrir skóla
til notkunar frá og með næsta vetri. Frekari upplýsingar fást hjá ÍMS.
Hægt er að skrá sig á námskeiðin og fá frekari upplýsingar á heimasíðunum
www.ims.is / www.globaleducationconference.org
Seltjarnarneskirkja kl. 17 Hér á
landi er staddur hópur ungs tónlist-
arfólks frá MacPhail tónlistarskól-
anum í Minneapolis í Bandaríkj-
unum, til að hitta ungt tónlistarfólk í
Tónskóla Sigursveins D. Krist-
inssonar og spila með því á tón-
leikum. Ráðgert er að íslensku nem-
endurnir endurgjaldi heimsóknina
og fari í tónleikaferð til Bandaríkj-
anna eftir ár.
Í bandaríska hópnum eru flautu-
nemendur, sem læra eftir Suzuki-
aðferðinni, en flytjendur á tónleik-
unum eru um 90 talsins.
Flutt verða verk eftir Elías Davíðs-
son, Antonio Vivaldi, Tielman Sus-
ato, Wilhelm Brade, Jean Courtois,
George Frederich Handel, Richard
Meyer og Aaron Copland. Hljóm-
sveitirnar munu leika hver sitt pró-
gramm en koma einnig fram í sam-
eiginlegu verkefni. Stjórnendur eru
Mary Halverson, Lara MacLean og
Sigursveinn Magnússon.
Einnig verða tónleikar í Ráðhúsi
Reykjavíkur kl. 16.30 á þriðjudag.
Reykholtskirkja-Snorrastofa kl.
15 Opnuð verður sýningin Kirkju-
hald á söguslóðum. Þar eru frásagn-
ir og lýsingar á kirkjulegum athöfn-
um notaðar til þess að varpa ljósi á
siði og sögu kirkjunnar í Reykholti.
Á sýningunni eru nokkrir af munum
kirkjunnar svo sem höklar frá fyrri
hluta 19. aldar en einnig munir sem
tengjast kirkjulegum athöfnum. Þá
er sagt frá veglegu brúðkaupi Egg-
erts Ólafssonar í Reykholti árið
1767.
Sýningin er sett upp í Finnsstofu en
sem fyrr verður hægt að skoða sýn-
inguna Snorri Sturluson og samtíð
hans í Safnaðarsal kirkjunnar.
Sólheimar, Ingustofa Sýning á
verkum Sigríðar Ruthar Hjaltadótt-
ur stendur yfir til 2. júlí. Sigríður
Ruth er fædd 5. apríl 1938. Hún hef-
ur búið á Sólheimum frá árinu 1982
og hefur tekið þátt í nokkrum sam-
sýningum bæði á Sólheimum og í
Reykjavík.
Sýningin, sem er sölusýning, er opin
alla daga kl. 14–18.
Gullkornasandur undir Jökli
Rúna K. Tetzschner sýnir ljóða-
skreytingar í Fjöruhúsinu á Helln-
um 5.–30. júní. Rúna er sérfræð-
ingur á Þjóðminjasafni Íslands og
starfar sjálfstætt við ljóðagerð,
skrautritun og skreytilist.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
DAGSKRÁ lista- og menning-
arhátíðarinnar Bjartir dagar í
Hafnarfirði í dag er tileinkuð útivist
og hreyfingu:
Frá kl. 8 Suðurbæjarlaug og
Sundhöllin – frítt í sund. Ýmsar
uppákomur.
Kl. 9.30 Íþróttahúsið Strandgötu
Fjallahjólakeppnin Hafnarfjörður-
Bláa lónið. Hjóluð Djúpavatnsleið í
gegnum Vigdísarvelli og Grindavík
í Bláa lónið.
Kl. 10–12 FH – Opið hús Starf-
semi félagsins og framtíðaráform
varðandi uppbyggingu Íþrótta-
miðstöðvarinnar í Kaplakrika
kynnt.
Kl. 10 og 14 Norðurbakki Á sjó
á sunnudögum. Hvalaskoðun með
Húna II.
Kl. 12–14 Íþróttamiðstöðin Björk
Iðkendur í fimleikum verða við æf-
ingar.
Kl. 13.13 Byggðasafn Hafn-
arfjarðar, Vesturgötu 6 Fallin
spýta. Brugðið á leik.
Kl. 14 Íþróttahúsið Strandgötu
Hafnarfjörður dansar – Dans-
íþróttafélags Hafnarfjarðar.
Kl. 15 Gamla bókasafnið Skil á
stuttmyndum (kvikmyndaskotum/
sketsum) sem bárust í stutt-
myndakeppni. Stuttmyndirnar
sýndar kl. 16–18 og dómnefnd velur
verðlaunamyndirnar.
Kl. 15 Hestamiðstöð Íshesta við
Kaldárselsveg Fjölskylduhátíð Ís-
hesta. Teymt frítt undir börnum kl.
16.
Kl. 16 Tónlistarskóli Hafnar-
fjarðar, Hásölum Ungir sveifla.
Tónleikar Stórsveitar ásamt söng-
konunni Margréti Eir Hjart-
ardóttur.
Kl. 16–18 Haukar – Opið hús
Kl. 19 Gamla bókasafnið Djass-
tónleikar með ungum djassistum,
m.a. Bossasamsteypan, Spilabandið
Runólfur, Dixiebandið, FÍH-bandið
og Ragnheiður Gröndal.
Kl. 20 Hafnarborg Ljóðatónleikar
með Hönnu Dóru Sturludóttur,
Lothar Odinius og Þórarni Stef-
ánssyni. Þórarinn Stefánsson leikur
með á píanó.
Kl. 20.30 Fjörukráin Sagnakvöld
– endurvakning á gömlu baðstofu-
stemningunni með Sigurborgu
Hannesdóttur, Inga Hans Jónssyni
og Sigurbjörgu Karlsdóttur.
Bjartir dagar
GUÐRÚN Vera Hjart-
ardóttir hlaut á föstu-
dagskvöld styrk úr
Listasjóði Guðmundu S.
Kristinsdóttur, sem
veittur var við opnunar-
athöfn sumarsýninga
Listasafns Reykjavíkur
– Hafnarhúss. Sjóður-
inn, sem stofnaður var af
Erró fyrir andvirði íbúð-
ar sem Guðmunda
frænka hans eftirlét hon-
um, veitir árlega styrk til
listakvenna að upphæð
250.000 kr, og er þetta í sjöunda sinn
sem veitt er úr honum.
„Segja má að helsta einkenni á
myndlist Guðrúnar Veru síðustu ár
hafi verið sú staðreynd að hún hefur
gert fígúruna að viðfangsefni sínu, og
þá hefur efnismeðferð hennar einnig
vakið verulega athygli, en hún hefur
kosið að vinna mikið í leir í högg-
myndum sínum,“ sagði Eiríkur Þor-
láksson, formaður sjóðsstjórnarinn-
ar, þegar hann veitti Guðrúnu Veru
styrkinn.
Hlýnar um hjartarætur
Guðrún Vera sagði styrkinn nýtast
sér mjög vel. „Hann virkar fyrst og
fremst hvetjandi á mig og mér hlýnar
um hjartaræturnar,“ sagði hún í sam-
tali við Morgunblaðið. „Mig langar til
þess að fara strax og gera miklu
meira – halda áfram á minni braut.“
Að mati Guðrúnar Veru eru styrk-
veitingar úr sjóðum sem þessum
myndlistarmönnum afar mikilvægar.
„Það er ekkert alltof mikil hvatning
hér á landi, í svona litlu samfélagi er
maður alltaf á byrjunarreit. Það er
mikill barningur að vera
myndlistarmaður og út-
gjöldin oft meiri en inn-
koman, þannig að það
mætti vera meira af
styrkjum eins og þessum
og ég þakka Erró og
Guðmundu bara kærlega
fyrir mig. Þetta er frá-
bært.“
Listakonur sem áður
hafa hlotið viðurkenn-
ingu úr sjóðnum eru Ólöf
Nordal, Finna Birna
Steinsson, Katrín Sigurð-
ardóttir, Gabríela Friðriksdóttir,
Sara Björnsdóttir og Þóra Þórsdótt-
ir.
Styrkurinn nýtist vel
Guðrún Vera
Hjartardóttir