Morgunblaðið - 13.06.2004, Síða 32
32 SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
12. júní 1994: „Ari Skúlason,
framkvæmdastjóri Alþýðu-
sambands Íslands, misskilur
hlutverk fjölmiðla, a.m.k.
Morgunblaðsins, ef dæma má
af grein hans hér í blaðinu í
fyrradag. Í grein þessari
fjallar framkvæmdastjóri ASÍ
um sjónarmið, sem sett voru
fram í Reykjavíkurbréfi
Morgunblaðsins fyrir viku um
atvinnuleysi og skipulag
vinnumarkaðarins og kemst
að þeirri niðurstöðu, að sú um-
fjöllun sé „alvarlegt stílbrot í
þeirri viðleitni Morgunblaðs-
ins að reyna að teljast til-
tölulega óháður fjölmiðill“.
Það er grundvallarmisskiln-
ingur hjá framkvæmdastjóra
ASÍ, að Morgunblaðið hafi
haft uppi „viðleitni [til] að telj-
ast tiltölulega óháður fjölmið-
ill“. Morgunblaðið hefur aldrei
haft uppi slíka tilburði. Morg-
unblaðið hefur vissulega und-
irstrikað þá staðreynd, að
blaðið er ekki háð nokkrum
stjórnmálaflokki, hvorki
vegna eignaraðildar né hugs-
anlegra áhrifa flokks eða
flokka á ritstjórnarstefnu
þess. Að því sögðu hefur blað-
ið tekið mjög eindregna af-
stöðu til þjóðmála og lýst
skoðunum sínum tæpitungu-
laust. En þær skoðanir koma
einungis fram í ritstjórn-
argreinum en hvorki á frétta-
síðum, í vali á fréttum eða með
öðrum hætti.“
. . . . . . . . . .
13. júní 1984: „Borgarstjórn
Reykjavíkur hefur gert nýja
samþykkt um Kjarvalsstaði
og starfslaun til listamanna.
Kjarni þeirra er sá, að ein-
ungis þeir fulltrúar í stjórn
Kjarvalsstaða, sem kjörnir
eru af borgarstjórn, hafi at-
kvæðisrétt um fjármál og
stjórnsýslu svo og um út-
hlutun starfslauna, sem stjórn
Kjarvalsstaða veitir árlega til
eins eða fleiri listamanna.
Hins vegar hafa þeir fulltrúar
listamanna, sem sæti eiga í
stjórn Kjarvalsstaða, sam-
kvæmt tilnefningu samtaka
listamanna, málfrelsi og til-
lögurétt um öll mál er varða
Kjarvalsstaði og heyra undir
verksvið stjórnarinnar. Enn-
fremur hafa fulltrúar lista-
manna atkvæðisrétt um alla
ráðstöfun Kjarvalsstaða er
telst til listrænnar starfsemi.
[…] Þessi breyting á starfs-
reglum stjórnar Kjarvals-
staða er bæði eðlileg og tíma-
bær. Kjörnir fulltrúar eru
auðvitað hinir einu, sem færir
eru um að taka þær ákvarð-
anir, sem varða fjármál og
aðra stjórnsýslu. Allt annað er
í mótsögn við lýðræðislega
stjórnarhætti í landinu.“
. . . . . . . . . .
13. júní 1974: „Glöggt dæmi
um hrikalegan viðskilnað
vinstri stjórnar í fjármálum
þjóðarinnar er ástand Vega-
sjóðs um þessar mundir og sú
óvissa, sem ríkir um vega-
framkvæmdir á þessu sumri.
Vegna þingrofs Ólafs Jóhann-
essonar tókst ekki að afgreiða
endurskoðaða vegaáætlun á
síðasta þingi og er því eina
samþykkta vegaáætlunin fyr-
ir árið 1974, sem fyrir liggur,
sú, er samþykkt var á þinginu
1972. Ef miðað er við þær
framkvæmdir, sem þá var
samþykkt að fram skyldu fara
í ár skortir Vegasjóð hvorki
meira né minna en 1900 millj-
ónir króna til að standa undir
þeim og að auki er sjóðurinn
með skuldahala á eftir sér,
þannig að raunveruleg fjár-
þörf hans á þessu ári er 2100
milljónir.“
Fory s tugre inar Morgunb laðs ins
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
F
orsetakosningar fara fram eft-
ir tvær vikur. Lítið hefur far-
ið fyrir þeim í þjóðfélagsum-
ræðunum fram til þessa.
Hefði þó mátt ætla í ljósi um-
deildrar ákvörðunar núver-
andi forseta Íslands fyrir
skömmu, að undirrita ekki
fjölmiðlalögin, að líf færðist bæði í kosningabar-
áttuna og umræður um forsetaembættið. Þá ligg-
ur ljóst fyrir, að nú gefst kjörið tækifæri til að
ræða forsetaembættið og stöðu þess.
Kjarninn í þeim umræðum, sem hófust í kjöl-
far ákvörðunar forsetans um að beita 26. gr.
stjórnarskrárinnar, er sá, hvort einhver völd eigi
yfirleitt að fylgja forsetaembættinu. Sumir telja,
að það sé eðlilegt og eru raunar þeirrar skoðunar
að lesa megi stjórnarskrána á þann veg, að for-
setinn hafi einhver raunveruleg völd. Aðrir líta
svo á, að forsetinn eigi að vera valdalaus þjóð-
höfðingi, þjóðkjörið sameiningartákn.
Yfirleitt hefur verið samstaða um það, að for-
seti skuli vera valdalaus og að hans megin hlut-
verk sé að vera sameiningartákn þjóðarinnar.
Augljóst er af öllum helztu skrifum fræðimanna
á sviði stjórnskipunarréttar að frá upphafi lýð-
veldisstofnunar hefur verið litið svo á. Bjarni
heitinn Benediktsson, fyrrverandi forsætisráð-
herra, sem á sínum tíma kom mjög við sögu lýð-
veldisstofnunar og átti m.a. sæti í nefndinni, sem
samdi tillögurnar að lýðveldisstjórnarskránni,
skýrði ástæður 26. greinar stjórnarskrárinnar í
samtali við Matthías Johannessen, fyrrverandi
ritstjóra Morgunblaðsins, í aðdraganda forseta-
kosninganna 1968 með þessum orðum:
„Ástæðan til þess var sú, að þegar verið var að
semja frumvarpið að lýðveldisstjórnarskránni
var utanþingsstjórn, sem meirihluti Alþingis
undi mjög illa, þó að ekki væri hægt að ná sam-
komulagi um þingræðisstjórn. Með réttu eða
röngu töldu margir þingmenn, þar á meðal ég, að
þáverandi ríkisstjóri hefði við skipun utanþings-
stjórnarinnar farið öðru vísi að en þingræðisregl-
ur segja til um. Menn óttuðust þess vegna að inn-
lendur þjóðhöfðingi kynni að beita bókstaf
stjórnarskrárinnar á annan veg en konungur
hafði ætíð gert frá því að landið fékk viðurkennt
fullveldi 1918 og þar með taka afstöðu með eða
móti lagafrumvörpum, alveg gagnstætt því, sem
ætlast er til í þingræðislandi, þar sem staðfesting
þjóðhöfðingjans á gerðum löggjafarþings er ein-
ungis formlegs eðlis. Menn vildu ekki eiga það á
hættu að forseti gæti hindrað löglega samþykkt
Alþingis með því að synja henni staðfestingar,
heldur tæki lagafrumvarpið engu að síður gildi
en vald forseta yrði takmarkað við það eitt að
geta þá komið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um
málið. Þetta ákvæði skýrist þess vegna eingöngu
af því tímabundna ástandi, sem hér ríkti á ár-
unum 1942–1944 og hefur reynslan síðan bent til
að þessi varúð þingsins hafi verið ástæðulaus.
Ekki er kunnugt að forseta hafi nokkru sinni
komið til hugar að stofna til þess glundroða, sem
af því mundi leiða, ef hann ætlaði að hindra Al-
þingi í löggjafarstarfi þess.“
Líklega er ósögð saga af samskiptum Sveins
Björnssonar ríkisstjóra og þingmanna fyrir lýð-
veldisstofnun, sem myndi skýra þetta enn betur,
ef fram kæmi. Það er augljóst af orðum Bjarna
Benediktssonar, að markmiðið með 26. grein
stjórnarskrárinnar var fyrst og fremst að
tryggja stöðu Alþingis gagnvart forseta en ekki
öfugt. Markmiðið var að koma í veg fyrir, að for-
seti gæti hindrað löggjafarstarf Alþingis með því
að neita að undirrita lög. Þeir sem sæti áttu í
nefndinni, sem undirbjó lýðveldisstjórnarskrána,
og einhverjir þingmenn a.m.k. hafa talið sig hafa
ástæðu til að óttast einhverja togstreitu á milli
forseta og þings. Þessi spenna í samskiptum
Sveins Björnssonar ríkisstjóra og Alþingis virð-
ist því hafa endurspeglast með tvennum hætti:
annars vegar í þessu ákvæði stjórnarskrárinnar
og hins vegar í þeirri staðreynd, að hann hlaut
ekki atkvæði nokkurra lykilmanna í íslenzkum
stjórnmálum við forsetakjör á Alþingi á Þingvöll-
um fyrir 60 árum.
Ólafur heitinn Jóhannesson, fyrrum forsætis-
ráðherra, sem á sinni tíð var einn helzti sérfræð-
ingur þjóðarinnar í stjórnskipunarmálum, segir
að ákvæði 26. greinar stjórnarskrárinnar sé
„óvenjulegt“ og jafnvel „einstætt“. Hann segir í
riti sínu Stjórnskipun Íslands (útgáfa frá 1960)
um þetta efni:
„Sú skipan, sem ákveðin er með 26. gr. stjskr.
er óvenjuleg eða jafnvel einstæð. Eru skoðanir
skiptar um það, hversu heppileg hún sé. (Og vís-
ar þar til rits Björns Þórðarsonar, forsætisráð-
herra utanþingsstjórnarinnar umdeildu, Alþingi
og konungsvaldið – innskot Mbl.).Er óneitanlega
einkennilegt að frumvarp skuli þegar fá lagagildi
þrátt fyrir staðfestingarsynjun forseta. Er og á
það bent að þjóðaratkvæði sé löggjafaraðili, sem
ekki eigi að leita til, nema mikið liggi við eða um
sé að tefla meginatriði í lagasetning. Eins og 26.
gr. stjskr. er úr garði gerð þarf varla að reikna
með lagasynjun en ef til kæmi yrði sjálfsagt óhjá-
kvæmilegt að setja lög um þjóðaratkvæða-
greiðsluna. Væri sjálfsagt að sett væru almenn
lög um það efni.“
Ástæður þessa „óvenjulega“ og „einstæða“
ákvæðis stjórnarskrárinnar skýrast vel í tilvitn-
aðri frásögn Bjarna Benediktssonar.
Undanfarnar vikur og mánuði hafa sumir lög-
spekingar haldið mjög að þjóðinni þeim kenn-
ingum, að í stjórnarskránni felist meira vald fyrir
forseta en hingað til hefur verið talið. Má það
merkilegt teljast að þeir hinir sömu skuli alger-
lega ganga fram hjá þessum útskýringum Bjarna
Benediktssonar á sínum tíma, sem þó hljóta að
teljast heimildir, sem ástæða er til að styðjast við
þegar þetta ákvæði stjórnarskrárinnar er túlkað.
Ákvæði, sem sett er inn til þess að koma í veg
fyrir, að forseti geti hindrað störf Alþingis, er nú
notað til hins gagnstæða. Í þessu ljósi þarf eng-
um að koma á óvart, þótt hafnar séu umræður
um nauðsyn þess að endurskoða stjórnarskrá
lýðveldisins til þess að engin hætta sé á að hún
verði misnotuð og mistúlkuð í framtíðinni á þann
veg, sem nú hefur verið gert.
Staða forsetans
í stjórnskipun
Íslands
Tilraunir nokkurra
einstaklinga til þess
að skýra ákvæði
stjórnarskrárinnar á
þann veg, að forseti
Íslands hafi meira
vald í sínum höndum en hingað til hefur verið tal-
ið, eru í raun óskiljanlegar. Í þeim felst viðleitni
til að draga úr stöðu og valdi Alþingis, sem á sér
meira en þúsund ára sögu. Þeir sem þannig tala
vilja, að því er virðist, færa vald frá Alþingi til
forsetans. Hvers vegna og til hvers?
Alþingi er grundvöllur stjórnskipunar okkar
og hefur verið frá stofnun þess. Hins vegar hafa
ýmsar atlögur verið gerðar að stöðu Alþingis í
langri sögu þess.
Hvað gengur þeim mönnum til, sem vilja rýra
stöðu Alþingis, þar sem sitja þjóðkjörnir þing-
menn? Vilja þeir taka upp hið bandaríska stjórn-
skipulag, þar sem forseti hefur mikil völd? Hvaða
rök væru fyrir því? Myndu þeir, sem nú tala á
þann veg, að það eigi að auka vald forsetans, vera
sömu skoðunar ef forsetinn, sem nú situr á
Bessastöðum héti Davíð Oddsson en ekki Ólafur
Ragnar Grímsson?
Ólafur Jóhannesson lýsir stöðu forseta Íslands
með þessum orðum í riti sínu, Stjórnskipun Ís-
lands:
„Í stjórnarskránni er forseta í orði kveðnu
fengið mikið vald. Af öðrum stjórnarskrárákvæð-
um og stjórnarvenjum hér á landi leiðir, að í
reyndinni er vald forseta oftast nær lítið. Venju-
lega er hluttaka forseta í löggjöf og stjórnar-
framkvæmdum aðeins formsatriði þannig að
hann hefur raunverulega engin áhrif á efni laga
eða stjórnarathafna. Frá því geta þó verið und-
antekningar t.d. að því er varðar stjórnarmynd-
anir og þegar aðstæður eru óvenjulegar.“
Í riti sínu víkur Ólafur Jóhannesson að ýmsu
orðalagi stjórnarskrár, sem við fyrstu sýn gæti
gefið til kynna, að forseti hefði mikið vald en seg-
ir síðan:
„Sé litið á þessi ákvæði stjórnarskrárinnar ein
út af fyrir sig, mætti ætla, að vald forseta væri
mikið. Þess er þó að gæta að í öðrum stjórn-
arskrárákvæðum er mjög dregið úr valdi forseta.
Þannig segir í 13. gr. stjskr. (sem Þór Vilhjálms-
son hefur vitnað til í sínum túlkunum á 26. grein-
inni – innskot Mbl.) að forseti láti ráðherra fram-
kvæma vald sitt og samkvæmt 19. gr. stjskr.
veitir undirskrift forseta undir löggjafaramál og
stjórnarerindi þeim gildi er ráðherra ritar undir
með honum.“
Í þessu felst væntanlega að undirskrift forseta
skiptir engu máli ef undirskrift ráðherra vantar.
Ólafur Jóhannesson segir enn fremur:
„Ráðherra ber ábyrgð á stjórnarframkvæmd-
um öllum, 14. gr. stjskr., en sjálfur er forseti
ábyrgðarlaus, 11.gr. stjskr. Er af þessum ákvæð-
um ljóst að forseti getur lítt beitt valdi sínu til já-
kvæðra athafna og ákvarðana nema með atbeina
ráðherra. Öðru máli gegnir að vísu um synjanir.
Forseta er formlega heimilt að neita að sam-
þykkja eða staðfesta stjórnarathafnir eða lög og
þarf eigi til þess atbeina neins ráðherra. Hann
verður ekki þvingaður til þessara athafna. Hins
vegar gætu slíkar synjanir hans leitt til árekstra
við ráðherra og orðið til þess að ráðherra segði af
sér. Gæti þá svo farið, að forseti yrði í vandræð-
um með myndun ríkisstjórnar ef meirihluti þings
stæði með ráðherra sem gera mætti ráð fyrir.
Samkvæmt þessu getur forseti yfirleitt ekki
STJÓRNARMYNDUNAR-
UMBOÐ LÚÐVÍKS
Gagnrýni Morgunblaðsins á sín-um tíma á þá ákvörðun dr.Kristjáns Eldjárns, þáverandi
forseta Íslands, að veita Lúðvík Jós-
epssyni, formanni Alþýðubandalags-
ins, umboð til stjórnarmyndunar sum-
arið 1978 kom lítillega til umræðu á
fundi Sagnfræðingafélags Íslands og
Félags stjórnmálafræðinga sl. mið-
vikudag. Guðni Th. Jóhannesson sagn-
fræðingur lýsti þeirri skoðun á fund-
inum, að ákvörðun Kristjáns hefði
verið rétt.
Sagnfræðingurinn upplýsti að einn
helzti ráðgjafi forsetans á þeim tíma
hefði verið Baldur Möller og að Krist-
ján Eldjárn hefði skrifað í dagbók
sína:
„Baldur er á því, að ekki geti komið
til mála annað en að veita Lúðvík
næsta tækifæri. Allt sem hann sagði
um þetta kom alveg heim við mínar
hugsanir: Jafnvel þótt forseti vildi
ganga fram hjá honum væri það fjarri
öllum leikreglum í lýðræðisríki að
sniðganga svo gróflega næststærsta
stjórnmálaflokk landsins.“
Þetta eru fróðlegar umræður eins
og við má búast. En var gagnrýni
Morgunblaðsins á þessum tíma ósann-
gjörn? Nei.
Alþýðubandalagið var arftaki Sam-
einingarflokks alþýðu-Sósíalista-
flokks. Þessir tveir flokkar höfðu frá
upphafi barizt gegn grundvallaratrið-
um íslenzkrar utanríkis- og öryggis-
málastefnu, sem var grundvallarþátt-
ur í stjórnmálabaráttunni um fjögurra
áratuga skeið. Þessir flokkar lágu
undir sterkum grun, sem síðar hefur
verið staðfestur með vísan í sögulegar
og skriflegar heimildir, um að njóta
beins og óbeins stuðnings frá Sovét-
ríkjunum og að einhverju leyti frá
Austur-Þýzkalandi. Þegar Lúðvík Jós-
epsson fékk umboð til að mynda ríkis-
stjórn á Íslandi voru aðeins fjögur ár
liðin frá því að einhverjum hörðustu
stjórnmálaátökum frá lýðveldisstofn-
un hafði lokið, þegar vinstri stjórn
Ólafs Jóhannessonar gafst upp við að
segja upp varnarsamningnum við
Bandaríkin. Öll er sú saga rakin í
merkri bók eftir dr. Val Ingimundar-
son, sem út kom fyrir nokkrum árum.
Lúðvík Jósepsson sem formaður Al-
þýðubandalagsins gat ekki notið
trausts mikils meirihluta þjóðarinnar
til þess að mynda ríkisstjórn á Íslandi
á þeim tíma, sem hann fékk umboð til
þess.
Kristján heitinn Eldjárn taldi þetta
ómaklega gagnrýni, eins og fram kem-
ur hjá Guðna Th. Jóhannessyni, og lét
þá skoðun í ljós við Matthías Johann-
essen, ritstjóra Morgunblaðsins á
þeim tíma. Þrátt fyrir þann skoðana-
mun voru samskipti hans og Morgun-
blaðsins alla tíð vinsamleg.
Það getur verið erfitt fyrir unga
sagnfræðinga nútímans að setja sig
inn í andrúm kalda stríðsins. Það
verða þeir þó að gera til þess að geta
lagt hlutlægt mat á mál eins og þetta.
Lúðvík Jósepsson, sem var að mörgu
leyti vel metinn stjórnmálamaður,
ekki sízt meðal fólks í atvinnulífinu,
hefði aldrei getað myndað ríkisstjórn
á Íslandi á þessum tíma – hvað þá kom-
ið fram sem slíkur í samskiptum við
Atlantshafsbandalagið og Bandaríkin!
Hvað sem þessum sjónarmiðum líð-
ur er ástæða til að fagna því, að sagn-
fræðingar okkar eru að draga saman
margvíslegan fróðleik og upplýsingar
um stjórnmálaátök og viðburði í sögu
lýðveldisins fyrstu áratugina. Þeir eru
að vinna ómetanlegt starf, sem full
ástæða er til að auðvelda þeim eins og
kostur er. Og jafnframt fróðlegt að
kynnast því, hvernig nýjar kynslóðir
sjá atburði liðins tíma.