Morgunblaðið - 13.06.2004, Side 33

Morgunblaðið - 13.06.2004, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 2004 33 beitt valdi nema með atbeina ráðherra. Fljótt á litið mætti ætla að forseti réði nokkru um stefnu og afstöðu ráðherra, þar sem hann samkvæmt 15. gr. stjskr. skipar ráðherra og veitir þeim lausn. En hér verður að gæta þingræðisreglunn- ar, sem áður hefur verið minnzt á. Samkvæmt henni ber forseta þrátt fyrir 15. gr. stjskr. að skipa ráðherra og veita þeim lausn í samráði við Alþingi eða meirihluta þess. Stjórnarathafnir ráðherra, sem tækju við skipun í ráðherraemb- ætti eða sætu í ráðherrastóli andstætt vilja meirihluta þings yrðu að vísu formlega gildar en þeir myndu baka sér ábyrgð. Kæmi þá auðvitað til árekstra á milli þings og forseta og er hugs- anlegt að þeir leiddu til frávikningar hans ef þrír fjórðu þingmanna yrðu honum andstæðir. Samkvæmt þeim stjórnarháttum, sem hér tíðkast og stoð sína eiga í þingræðisvenjunni og framangreindum stjórnarskrárákvæðum, eru það ráðherrar, sem á öllum venjulegum tímum fara með valdið og ráða framkvæmd þeirra starfa, sem forseta eru falin í stjórnarskránni. Þátttaka forseta í þessum störfum er að jafnaði aðeins formsatriði, sem nauðsynlegt er að vísu ef athafnirnar eiga að öðlast gildi. En áhrif á efni ákvarðananna hefur hann ekki.“ Hver er afstaða frambjóðenda? Eftir tvær vikur verð- ur nýr forseti kjörinn. Frambjóðendur eru þrír. Í ljósi þeirra um- ræðna, sem hér hafa staðið að undanförnu, eiga kjósendur heimtingu á að vita hver afstaða fram- bjóðendanna þriggja er til tveggja grundvallar- spurninga: Eru þeir sammála því, að forseti Íslands eigi fyrst og fremst að vera sameiningartákn þjóð- arinnar, sem hafi ekki afskipti af þeim málum, sem Alþingi og ríkisstjórn eiga að fara með sam- kvæmt stjórnarskrá? Eru þeir sammála því, að þessi hlutverkaskipting verði skýrð betur í ljósi fenginnar reynslu í stjórnarskrá lýðveldisins? Eða: Eru þeir þeirrar skoðunar að auka eigi völd forseta Íslands frá því, sem nú er, sem þá myndi verða á kostnað Alþingis Íslendinga? Kjósendur verða að vita hver afstaða fram- bjóðendanna er til þessara grundvallarmála. Ólafur Ragnar Grímsson hefur í sinni forsetatíð ekki gert kröfu til aukinna valda. Hann hefur hins vegar látið í það skína, að hann telji að for- seti eigi að taka virkari þátt í almennum þjóð- félagsumræðum. Þegar horft er til ákvörðunar hans um beitingu 26. gr. stjórnarskrárinnar, þrátt fyrir þá vitneskju, sem hann hlýtur að búa yfir um þær umræður, sem fram hafa farið um þá grein undanfarna áratugi og raunar yfirlýsinga hans fyrr á tíð, að þetta ákvæði væri dauður bók- stafur, hljóta hins vegar að vakna spurningar um, hvort sú ákvörðun hans sé vísbending um að hann ætli að seilast til meiri valda í krafti óljósra ákvæða stjórnarskrár á nýju kjörtímabili. Þess vegna verður afstaða núverandi forseta að liggja ljós fyrir fyrir kjördag vegna þess að fjölmargir kjósendur munu gera upp hug sinn til núverandi forseta á grundvelli svara hans við þessum spurningum. Hið sama á við um hina frambjóðendurna tvo, þá Ástþór Magnússon og Baldur Ágústsson. Þeir verða að gera kjósendum grein fyrir afstöðu sinni til þessara grundvallarþátta í stjórnskipun okkar. Vel má vera, að einhver segi sem svo, að forseti Íslands sæki umboð sitt til þjóðarinnar allrar en einstakir þingmenn einungis til kjósenda í sínum kjördæmum. Ef vera kynni að slíkar röksemdir kæmu upp væri tilefni til að taka upp á ný um- ræður um að gera landið allt að einu kjördæmi til þess að ekki færi á milli mála, að 63 þingmenn sæktu umboð sitt til þjóðarinnar allrar ekki síður en forsetinn. Þegar allar umbúðir eru teknar af þessum um- ræðum er kjarni þeirra þessi: Alþingi hefur lög- gjafarvaldið og þar með fjárveitingavaldið í sín- um höndum. Nú hefur forseti beitt umdeildu ákvæði stjórnarskrár til þess að draga í efa þetta vald Alþingis. Þetta er því spurning um stöðu Al- þingis gagnvart forseta. Allt annað mál er að það er tímabært að Al- þingi taki ákvörðun um að ákveðin tilgreind mál- efni verði lögð undir þjóðaratkvæði eða atkvæða- greiðslu í einstökum sveitarfélögum. Þar er ekki spurning um Alþingi og forseta heldur snýst það mál um að þróa lýðræðið áfram á þann veg við breyttar aðstæður, að þjóðin sjálf taki í beinni kosningu ákvarðanir um einstök stór mál og að íbúar sveitarfélaga taki í beinni kosningu ákvarð- anir um einstök grundvallarmál sveitarfélag- anna. Í þeim efnum þarf enga milligöngu forseta. Það á ekki að vera forsetans, hver sem hann er hverju sinni, að ákveða hvaða mál skuli ganga til þjóðaratkvæðis, heldur á það að vera tilgreint sérstaklega í lögum á grundvelli ákvæða í stjórn- arskrá. Landsmenn þurfa ekki á föðurlegri leið- sögn forseta að halda í þeim efnum. Forsetaembættið er mikilvægt í stjórnskipun lýðveldisins. Það er líka mikilvægt að forseta- embættið sé ekki misnotað. Það er ekkert vit í umræðum um að leggja eigi embætti forseta nið- ur. En það er full ástæða til, og raunar orðið mjög brýnt, að taka af allan vafa um það hvert hlutverk forsetans er eða eigi að vera. Í þeim umræðum er mikilvægt að stjórnmála- menn hefji sig yfir dægurþrasið og taki ákvarð- anir um það mál út frá grundvallaratriðum en ekki með hliðsjón af því hver nú situr á Bessa- stöðum. Sú staða getur breytzt á einum degi í kosningum og það væri afar óheppilegt fyrir ís- lenzka lýðveldið ef forsetakosningar einkenndust af pólitískum átökum og að pólitísk sjónarmið réðu ferðinni í stjórnarathöfnum forseta á Bessa- stöðum. Nú er rétti tíminn til þess að ræða þessi mál- efni. Nú á þjóðin, í aðdraganda forsetakosninga, að ræða þessi mál og knýja fram svör frambjóð- endanna þriggja gagnvart þessum grundvallar- atriðum. Í öllum umræðum hér á Íslandi er rík tilhneig- ing til að persónugera mál. Það er málefnum til tjóns. Um þessi mál á ekki að ræða með það í huga hvort sá sem situr á Bessastöðum heitir Ólafur Ragnar Grímsson, Davíð Oddsson eða eitthvað annað. Þessi mál krefjast málefnalegrar umræðu á háu plani. Þau gera kröfu til þess að stjórnmálaleiðtogar hefji sig yfir dægurþras. Þau gera kröfu til þess, að þjóðin öll taki afstöðu. Þótt einungis tvær vikur séu til forsetakosn- inga hefur núverandi forseti ekki gefið kost á neinum samtölum við fjölmiðla og hinir fram- bjóðendurnir tveir hafa lítið látið fara fyrir sér. Á þessu verður nú að verða breyting. Forsetinn verður að vera tilbúinn að tala við fólkið í landinu um þessi grundvallarmál, hvort sem hann gerir það beint eða með milligöngu fjölmiðla. Hinir for- setaframbjóðendurnir tveir verða að tjá sig um þessi kjarnaatriði, sem snúa að forsetaembætt- inu. Það er engum til góðs að þessar forsetakosn- ingar fari fram án þess að eftir þeim verði tekið. Morgunblaðið/ÞÖK Ljóð á Austurvelli. Hildur Viggósdóttir skrifaði frumsamin ljóð á götuna á Austurvelli fyrir vegfarendur. Eru þeir sammála því, að forseti Ís- lands eigi fyrst og fremst að vera sam- einingartákn þjóð- arinnar, sem hafi ekki afskipti af þeim málum, sem Alþingi og ríkisstjórn eiga að fara með sam- kvæmt stjórn- arskrá? Eru þeir sammála því, að þessi hlutverka- skipting verði skýrð betur í ljósi fenginnar reynslu í stjórnarskrá lýðveldisins? Eða: Eru þeir þeirr- ar skoðunar að auka eigi völd forseta Ís- lands frá því, sem nú er, sem þá myndi verða á kostnað Al- þingis Íslendinga? Laugardagur 12. júní

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.