Morgunblaðið - 13.06.2004, Qupperneq 35
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 2004 35
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma
PETRA FANNEY ÞÓRLINDSDÓTTIR,
Álftamýri 30,
Reykjavík,
sem lést fimmtudaginn 3. júní, verður
jarðsungin frá Háteigskirkju mánudaginn
14. júní kl. 13.30.
Ragnar Ingólfsson, Guðbjörg Bjarnadóttir,
Ólafur Ingólfsson, Ingibjörg Svala Jónsdóttir,
Guðlaug Ingólfsdóttir,
Sigríður Ingólfsdóttir, Björgvin Kristjánsson,
Vigdís Ingólfsdóttir, Ólafur Atli Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
ÞÓRIR GUÐMUNDSSON,
Kleppsvegi 62,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánu-
daginn 14. júní kl. 15:00.
Arnfríður Snorradóttir,
Methúsalem Þórisson,
Oddný Þórisdóttir, Ragnar Karlsson,
Snorri Þórisson, Erla Friðriksdóttir,
Soffía J. Þórisdóttir, Baldur Dagbjartsson,
Ragna B. Þórisdóttir, Gylfi G. Kristinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur,
mágur og tengdasonur,
PÉTUR HELGI GUÐJÓNSSON,
Suðurgötu 15,
Sandgerði,
lést af slysaförum föstudaginn 4. júní.
Jarðaförin fer fram frá safnaðarheimilinu í
Sandgerði þriðjudaginn 15. júní kl. 16.00.
Hrönn Hilmarsdóttir,
Hilmar Pétursson,
Guðrún Sif Pétursdóttir,
Aðalsteinn Pétursson,
Guðrún Pétursdóttir,
Þóra Guðjónsdóttir, Ingvi Rúnar Sigurðsson,
Óskar Guðjónsson, Líney Baldursdóttir,
Laufey Guðjónsdóttir, Halldór Sveinbjörnsson,
Lilja Guðjónsdóttir, Þórir Björn Hrafnkelsson,
Jóhanna Sigurlaug Hilmarsdóttir, Birkir Már Ólafsson,
Ágúst Hilmarsson, María Ketilsdóttir,
Hilmar Ágústsson, Árný Friðgeirsdóttir.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við and-
lát og útför ástkærrar eiginkonu minnar,
móður okkar, tengdamóður og ömmu,
DÓRU JÓHANNSDÓTTUR,
Aflagranda 1,
Reykjavík.
Magnús Ragnar Gíslason,
Jóhann Þór Magnússon, Lilja Jóhannsdóttir,
Sigríður Dóra Magnúsdóttir, Björgvin Jónsson,
Gylfi Magnússon, Hrafnhildur Stefánsdóttir
og barnabörn.
Ástkær frænka okkar,
IDA INGÓLFSDÓTTIR
forstöðukona
barnaheimilisins Steinahlíðar,
verður jarðsungin frá Lágafellskirkju, Mosfells-
bæ, mánudaginn 14. júní kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Auður Árnadóttir.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug vegna andláts og útfarar okkar elskulega
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
SIGURÐAR ELÍASAR EYJÓLFSSONAR
prentara,
Skólabraut 3,
Seltjarnarnesi.
Sérstakar þakkir fyrir frábæra umönnun til læknanna Ólafs Þórs og Jóns
Eyjólfs og starfsfólks á B4 öldrunardeild Landspítala Fossvogi.
Guð blessi ykkur öll.
Ragnhildur Sigurjónsdóttir
og fjölskylda.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
JAKOBÍNA HALLDÓRA
ÞORVALDSDÓTTIR,
Gullsmára 11,
Kópavogi,
verður jarðsungin frá Kópavogskirkju mánu-
daginn 14. júní kl. 13.30.
Þorvaldur J. Sigmarsson, Elín Richards,
Hólmfríður K. Sigmarsdóttir, Eðvald Geirsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær sonur okkar, bróðir og mágur,
GUÐMUNDUR KARL GÍSLASON,
Aflagranda 27,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Neskirkju þriðjudaginn
15. júní kl. 13.30.
Kolbrún Karlsdóttir, Gísli Ragnarsson,
Friðbjörg Matthíasdóttir, Guðmundur V. Magnússon,
María Matthíasdóttir,
Björgvin Gíslason, Marlo Menti,
Theódór Ragnar Gíslason.
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
GUÐMUNDAR SIGURÐAR
SIGURJÓNSSONAR,
Fagrabæ 1,
Reykjavík.
Inga S. Kristjánsdóttir,
Þórir Kristján Guðmundsson, Sigurbirna Oliversdóttir,
Jóhanna S. Guðmundsdóttir, Guðmundur Örn Einarsson,
Sigurjón Guðmundsson, Óla Friðmey Kjartansdóttir,
barnabörn og barnbarnabörn.
✝ Hafdís Ríkarðs-dóttir fæddist í
Reykjavík 8. maí
1936. Hún lést á
Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi
þriðjudaginn 1. júní
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru Rík-
arður Elías Krist-
mundsson, f. 3.6.
1912, d. 5.9. 1970, og
Guðrún Helgadóttir,
f. 22.10. 1914, d. 23.7.
1978. Systkini Haf-
kvæntur Júlíönu Ólafsdóttur, f.
27.12. 1955, og eiga þau þrjú börn
og tvö barnabörn. 2) Guðrún Ósk-
arsdóttir, f. 6.9. 1957, giftist Gunn-
ari Gunnarsyni, f. 18.11. 1956, þau
skildu, eiga þau tvö börn og eitt
barnabarn, er Guðrún núna í sam-
búð með Þórarni Víkingi Gunnars-
syni, f. 4.9. 1956, og eiga þau tvö
börn. 3) Helgi Þór Óskarsson, f.
29.11. 1961, kvæntur Arnheiði
Magnúsdóttur, f. 3.11. 1960, og
eiga þau tvö börn. 4) Hafþór Ósk-
arsson, f. 4.8. 1963, í sambúð með
Elisabet Magnúsdóttur, f. 14.8.
1962, og eiga þau tvö börn. 5) Ósk-
ar Halldór Óskarsson, f. 7.9. 1970,
kvæntur Nicole Óskarsson, f. 29.8.
1971.
Útför Hafdísar var gerð frá Hall-
grímskirkju í Reykjavík 9. júní.
dísar eru Ríkey Rík-
arðsdóttir, f. 28.4.
1939, Guðrún Ríkarðs-
dóttir, f. 5.1. 1947,
Anna Ríkarðsdóttir, f.
28.9. 1952, Guðbjörn
Helgi Ríkarðsson, f.
11.2. 1935, d. 15.4.
1979.
Hafdís giftist Óskari
Benedikt Benedikts-
syni, f. 2.11. 1935. Þau
skildu. Þeirra börn
eru: 1) Ríkarður Ósk-
arsson, f. 17.11. 1955,
Elsku mamma mín, ég mun
sakna þín mikið og munt þú alltaf
eiga sérstakan stað í hjarta mínu.
Ég þakka þér fyrir þær stundir
sem við áttum saman, bæði hér
heima og í Ástralíu.
Ég saknaði þín svo gríðarlega
mikið þegar ég ákvað að fara til
Ástralíu, sem upphaflega átti nú að
verða eitt ár en urðu sex þar til við
hittumst aftur. Þegar ég kom í
heimsókn eyddum við jólum og
áramótum saman. Á ég mjög góðar
og hlýlegar minningar um þann
tíma.
Ég minnist sérstaklega stund-
anna sem við áttum saman í Ástr-
alíu þegar þú lagðir á þig þessa
löngu ferð til að heimsækja mig og
Guðrúnu systur og varst hjá okkur
í eitt ár, og allra ógleymanlegu og
skemmtilegu ferðalaganna okkar
saman um Vestur-Ástralíu.
Ég er svo heppinn að hafa átt
þennan dýrmæta tíma með þér og
lærði ég mjög mikið um þínar
hugsanir og tilfinningar, ekki sem
unglingur heldur fullorðinn maður
og vinur.
Ég man svo vel þá hugsun hjá
þér að ef þú varst ekki búin að
heyra frá einhverjum í fjölskyld-
unni einhvern tíma, þá sagðir þú
alltaf: „Engar fréttir eru góðar
fréttir,“ og þú vissir að allt væri í
lagi.
Eins líka þegar eitthvað brotnaði
óvart þá varðstu aldrei reið en
sagðir alltaf: „Elskan mín, þetta
eru bara dauðir hlutir.“
Þú varst alltaf svo innilega gjaf-
mild, vildir allt fyrir alla gera, en
áttir bágt með að þiggja frá öðrum,
þú hefur alla tíð verið svo hörku-
dugleg og sjálfstæð.
Ég minnist allra þeirra innilegu
stunda sem við áttum saman, bara
þú og ég, og mun ég ávallt hafa þig
í huga mér um ókomna tíð.
Hvíldu nú í friði, elsku mamma
mín.
Þinn sonur
Óskar.
Nú hefur verið höggvið stórt
skarð í okkar systra hóp, ein af
fjórum hefur fallið frá, sú elsta,
sterkasta og duglegasta. Alla tíð
höfum við systurnar búið við það
lán að eiga trausta, duglega stóru
systur sem hægt var að leita til
hvenær sem var, hvort sem var til
að passa börn eða til skrafs og
ráðagerða. Haddý systir hafði allt-
af tíma.
Dugnaður Haddýjar var einstak-
ur og kom það fljótt fram þegar
hún var ung og við systurnar allar
á heimili foreldra okkar, þá tók
hún að sér erfiðustu verkin og leið-
inlegustu. Að því búnu spilaði
Haddý á píanóið. Þessi fallega
minning kemur upp í hugann þegar
hugsað er til æskuheimilis okkar.
Í þá daga var mikið farið í bíó og
á heimleiðinni mátti ekki tala því
þá var Haddý að reyna muna lagið
úr myndinni svo hún gæti spilað
það þegar heim var komið.
Margar minningar koma upp í
hugann þegar kemur að skilnaðar-
stund, það verður tómlegt að hugsa
sér tilveruna án Haddýjar. Þótt
fjarlægðin hafi oft verið mikil átti
hún til að hringja í tíma og ótíma
og símtölin enduðu allaf eins og
bréfin líka: „Megi allir Guðs englar
vaka yfir þér og blessa, farðu vel
með þig.“
Við systurnar eru þakklátar fyr-
ir að hafa búið við þá gæfu að eiga
slíka systur, sem ávallt veitti okkur
stuðning.
Elsku systir, blessuð sé minning
þín. Megi Guðs englar vaka yfir
þér og blessa þig. Hvíl þú í friði.
Ríkey, Guðrún og Anna.
HAFDÍS
RÍKARÐSDÓTTIR
Minningargreinum þarf að
fylgja formáli með upplýsing-
um um hvar og hvenær sá sem
fjallað er um er fæddur, hvar
og hvenær dáinn, um foreldra
hans, systkini, maka og börn og
loks hvaðan útförin verður gerð
og klukkan hvað. Ætlast er til
að þetta komi aðeins fram í for-
málanum.
Formáli
minningargreina