Morgunblaðið - 13.06.2004, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 13.06.2004, Qupperneq 40
SKOÐUN 40 SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Í DAG greiða margir hærri tekjuskatta en árið 1990 þrátt fyrir að rauntekjur þeirra hafi staðið í stað og skattprósent- an lækkað. Tekjuskattar hafa hækkað frá 1990 hjá öllum með undir 247.000 kr. í tekjur á mánuði jafnvel þótt rauntekjur þeirra hafi ekki hækkað heldur aðeins fylgt hækkun verðlags. Tekjuskattar hafa hækkað á und- anförnum árum vegna þróunar skattleys- ismarka. Í dag eru skattleysismörkin 71.270 kr. Ef þau hefðu fylgt verð- lagsþróun væru þau 86.195 kr. og enn hærri ef þau hefðu fylgt launaþróun eða 116.743 kr. (m.v. spá Seðlabanka um 5% hækkun launa milli meðaltals árið 2003 til 2004). Þetta þýðir að margir sem ekki greiddu tekjuskatt áð- ur greiða hann nú þótt tekjur þeirra hafi ekki hækkað umfram verðlag. Það er því ljóst að nú er greidd- ur skattur af stærri hluta tekna en áður og það kemur verst niður á þeim lægst launuðu. Lækkun skattprósentu dugar þeim ekki, skattbyrðin eykst nema skattleys- ismörk hækki veru- lega, eins og vikið er að síðar í þessari grein. Sjá töflu 1. Í töflu 1 er tekið er dæmi af manni sem var með 62.635 á mán- uði árið 1990. Ef tekjur hans hækka eins og verðlag væru þær 100.000 kr á mánuði árið 2004. Þó að skattprósentan hafi lækkað úr 39,79% árið 1990 í 38,58% árið 2004 þá greiddi hann 5,5% tekna sinna í skatt árið 1990 en mun meira eða 11,1% árið 2004. Skatt- byrði hans hefur því aukist veru- lega. Þetta er vegna þess að hann þarf að greiða skatta af stærri hluta tekna sinna en áður þar sem skattleysismörkin hafa lækkað að raungildi. Því þarf að taka með fyrirvara allar tillögur um breytingu á skattprósentu án verulegrar leiðrétt- ingar á skattleys- ismörkum. Kostnaður fyrir rík- issjóð af lækkun skattprósentu, hækk- un skattleysismarka eða lækkun virð- isaukaskatts á mat- væli: Samkvæmt tölum frá Efnahagsskrifstofu Fjármálaráðuneytis, sem skoða má sem lauslega nálgun, minnka tekjur rík- issjóðs um 4 milljarða króna við 1% lækkun á tekjuskatti. Þetta er tala fyrir óbreyttan persónuafslátt svo skattleysismörkin eru hér líka að hækka um 1.897 kr. í 73.187 kr. Lækkun um 4% myndi því kosta rík- issjóð 16 milljarða og skattleysismörk færu í 79.514 kr. Hækkun skattleys- ismarka um 1.000 kr. með óbreytt skatthlut- fall myndi kosta rík- issjóð kr. 850 milljónir á ári að teknu tilliti til frádráttar lífeyris- iðgjalda. Þannig fæst ef rétt er metið að lækkun á tekjuskatti um 1% með óbreytt skattleys- ismörk minnkaði tekjur ríkissjóðs um 2,75 milljarða króna. Þannig mætti segja að 4% lækk- un á tekjuskatti með (óbreyttum skattleysismörkum) kostaði rík- issjóð jafnmikið og að hækka skattleysismörkin um 12.491 kr. Ef virðisaukaskattur á matvæli yrði lækkaður um 1% ( þ.e. þær vörur sem voru í 14% skatti færu í 13%) myndi það kosta ríkissjóð um 600 milljónir kr. á ári. Hafa verður einn fyrirvara á út- reikningunum því ekki hefur feng- ist fullnaðarsvar frá fjármálaráðu- neytinu um kostnað við að lækka tekjuskatt með óbreyttum skatt- leysismörkum, en hér er gert ráð fyrir að það kosti ríkissjóð um 11 milljarða eins og óstaðfestar upp- lýsingar gefa til kynna. Tekjuskattar lækka um 4% eða skattleysismörk hækka. Nokkur dæmi um lækkun skattprósentu og samhengi við skattleysismörk. Til að skoða áhrif breytinga á skatti er gott að nota sem dæmi tekjur ellilífeyrisþega yfir 70 ára sem ekki hafa hækkað nema eins og verðlag, svo þær hafa í raun staðið í stað, og skoða áhrif skatta- breytinga í þeim dæmum. Í raun og veru gilda þessi dæmi um alla láglaunamenn. Dæmi I. Skattprósentan lækkar um 4% en persónuafsláttur óbreyttur svo skattleysismörk hækka. Gefum okkur að skattprósentan, sem nú er 38,58%, yrði því lækkuð um 4% í 34,58% og að persónu- afslátturinn stæði í stað þannig að skattleysismörkin hækka sjálfkrafa í 79.514 kr. Þannig getum við litið á aðilann hér á undan sem er með 100.000 kr. í tekjur á mánuði árið 2004 og að tekjurnar hefðu ekki hækkað að raungildi síðan árið 1990. Við þessa skattalækkun greiddi hann samt 7,1% tekna sinna í skatt en aðeins 5,5% árið 1990. Fyrir hann hafa tekjuskattar hækkað frá árinu 1990 þrátt fyrir lækkaða skattprósentu (tafla 2 dæmi I). Sjá töflu 2. Dæmi II. Skattprósentan lækkar um 4% en skattleysismörk standa í stað. Ef við gefum okkur hins vegar að skattprósentan, sem nú er 38,58%, yrði því lækkuð um 4% í 34,58% án þess að skattleysismörk hækki (og þannig lækki persónu- afsláttur). Sami aðili og í dæminu áðan sem er með 100.000 kr. í tekjur árið 2004 myndi við þessa skattalækkun greiða 9.935 kr. í skatta á mánuði eða 9,9% tekna sinna en greiddi 5,5% þeirra árið 1990. Skattar hafa því hækkað verulega fyrir þennan einstakling frá árinu 1990 þrátt fyrir þessa breytingu (tafla 2 dæmi II). Dæmi III. Hækkun skattleys- ismarka án lækkunar skattpró- sentu, dæmi um hækkun markanna um 18.800 kr. Í stað lækkunar tekjuskattspró- sentu um 4% eins og í dæmi I (með föstum persónuafslætti) sem kostar ríkissjóð um 16 milljarða væri hægt að hækka skattleysis- mörk um 18.800 kr. upp í 90.070 kr. sem myndi leiða til lægri tekju- skatta fyrir alla en árið 1990. Þannig myndu í raun tekjuskattar á alla lækka um sömu krónutölu frá því sem nú er eða um 7.253 kr. á mánuði. Fyrir þann með 100.000 kr. á mánuði árið 2004 hér á undan myndi skattbyrðin jafnframt lækka miðað við öll viðmiðunarár og frá árinu 1990 myndi hún lækka úr 5,5% árið 1990 í 3,8% árið 2004 (tafla 2 dæmi III). Dæmi IV. Hækkun skattleys- ismarka án lækkunar skattpró- sentu, dæmi um hækkun markanna um 12.491 kr. Taka má einnig dæmi af hækkun skattleysismarka um 12.491 kr. (eða úr 71.270 kr á mánuði í 84.211 kr) sem ætti að kosta ríkissjóð svipaðar upphæðir og 4% lækkun tekjuskatts án hækkaðra skattleys- ismarka eins og í dæmi II. Sá sem hefur 100.000 kr. á mán- uði í tekjur hér greiðir 6,1% tekna sinna í skatt (tafla 2 dæmi IV) svo skattbyrðin er meiri en árið 1990 en samt mun minni en ef skattpró- sentan hefði lækkað um 4% við óbreytt skattleysismörk því þá greiddi hann 9,9% í tekjuskatt. Í raun er betra fyrir alla með tekjur undir kr. 196.100 kr á mán- uði að fá hækkun skattleysismark- anna en að fá lækkun skattpró- sentunnar (við föst skattleysis- mörk), ef marka má þessar forsendur, og þeir sem eru yfir þessu marki hagnast frekar á lækkun skattprósentunnar. Það er því ljóst að hækkun skattleysismarka kemur mun betur út fyrir þá með lægri tekjur en lækkun skattprósentu enda hafa skattar þeirra tekjulægri hækkað mikið á undanförnum árum þar sem greitt er af stærri hluta tekna en áður. Skattalækkun, fyrir hverja? Ólafur Ólafsson og Einar Árnason fjalla um skattalækkanir ’Betra er fyriralla með tekjur undir 196 þús- undum á mánuði að fá hækkun skattleysis- marka en lækk- un skattpró- sentunnar.‘ Ólafur Ólafsson Þróun tekjuskatta - tekjur sem hækka með verðlagi 1990-2004 Dæmi um kr 100.000- tekjur á mánuði 2004 ( 70 ára og eldri) Dæmi um kr. 62.635 tekjur árið 1990 Skattleysis- Skattskyldar Skattprósenta Staðgreiðsla Skattar sem sem fylgja neysluverði mörk tekjur hlutfall tekna Þ.e. 100.000 kr. 2004 1990 62.635 53.988 8.647 39,79 3.440 5,5 1995 74.559 58.416 16.143 41,93 6.769 9,1 2000 85.708 63.488 22.220 38,37 8.526 9,9 2004* 100.000 71.270 28.730 38,58 11.084 11,1 *Miðað við spá Seðlabanka um 2,2% hækkun verðlags milli áranna 2003 og 2004. Heimild: Ríkisskattstjóri, Hagstofan, Fjármálaráðuneyti og Seðlabankinn. Tafla 2 Skattleysismörk og skatthlutfall - Fjögur ólík dæmi um skattalækkanir Dæmi um kr 100.000- tekjur á mánuði 2004 ( 70 ára og eldri) Skattleysis- Skattskyldar Skattprósenta Staðgreiðsla Skattar sem Tekjur 100.000 kr árið 2004 mörk tekjur hlutfall tekna Skattar 1990 m.v 62.635 kr tekjur (jafngildir 100.000 kr ef hækka eins og verðlag). 53.988 8.647 39,79 3.440 5,5 Árið 2004, fjögur dæmi Skattar nú 71.270 28.730 38,58 11.084 11,1 I. Ef 4% lækkun og skattleysismörk í 79.514 79.514 20.486 34,58 7.084 7,1 II.Ef 4% lækkun og skattleysismörk óbreytt 71.270 28.730 34,58 9.935 9,9 III.Skattleysismörk kr 90.070, % óbreytt 90.070 9.930 38,58 3.831 3,8 IV.Skattleysismörk kr 84.211, % óbreytt 84.211 15.789 38,58 6.091 6,1 * Miðað við spá Seðlabanka um 2,2% hækkun verðlags milli áranna 2003 og 2004. Heimild: Ríkisskattstjóri, Hagstofan, Fjármálaráðuneyti og Seðlabankinn. Einar Árnason Ólafur er formaður FEB. Einar er hagfræðingur FEB. Kirkjuvegur - glæsileg sérhæð Nýkomin í einkasölu í þessu glæsilega tvíbýli hæð og ris, 157 fm. Eign í algjörum sérflokki, hönnuð af Guðjóni Samúelssyni. Fjögur góð svefnherbergi og glæsilegar stórar stofur. Einstök eign sem vert er að skoða. Verð 22,3 millj. 104938 www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Opið hús í dag kl. 15-17 á Digranesheiði 29 Fallegt einbýli á góðum stað Gott 157 fm einbýli ásamt 40 fm bílskúr í rólegu hverfi. Húsið er hæð og ris og skiptist í 4 svefnherb., 2 stórar stofur, rúmgott eldhús með búri, 2 baðherb. og rúmgott þvottahús. Stórar svalir á efri hæð með frábæru útsýni í norður og suður. Fallegur, skjólgóður og vel hirtur garður. Frábær staðsetning - stutt í alla þjónustu, s.s skóla, leikskóla og verslanir. Ath. að eignin er laus í júlí. Ekki missa af þess- ari eign. Verð 23,5 millj. (góð lán áhvílandi 13,5 millj.) Tekið á móti gestum milli kl. 15.00-17.00 í dag Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.