Morgunblaðið - 13.06.2004, Blaðsíða 41
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 2004 41
Sími 533 4040
Fax 533 4041
OPIÐ HÚS Í DAG, SUNNUDAG, FRÁ KL. 16-18
Í DALSELI 23, REYKJAVÍK
Vandað og gott raðhús á tveimur hæð-
um ásamt rúmgóðu stæði í bílgeymslu.
Stærð íbúðar 179,0 fm. Eikar innréttingar,
parket, fimm svefnherbergi. Tvennar
svalir. Gott útsýni. Laust fljótlega. Áhv.
húsb. 5,7 millj. Verð 23,0 millj. Ólafur og
Hákon sölumenn frá Kjöreign ehf, taka
á móti ykkur milli kl. 16 og 18 í dag.
Ármúla 21 • Reykjavík
kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is
TRAUST OG ÖRUGG ÞJÓNUSTA
jöreign ehf Opið mán.–fim.
frá kl. 9–18,
fös. frá kl. 9–17.
Um er að ræða efri hæðir 138,6 fm, auk
innbyggðs bílskúrs 33,8 fm, samtals 172,4
fm. Afhendist fullbúið að utan, lóð frágengin,
fullbúnar að innan en án gólfefna.
Verð 23,9 millj.
Neðri hæð, 124,6 fm, afhendist fullbúin að
utan og lóð frágengin. Íbúð verður fullbúin
að innan.
Verð 20,8 millj.
Í öllum sérhæðunum verður gert ráð
fyrir kamínu (arni). Staðsetning á
húsunum er frábær á þessum
framtíðarstað - útsýni.
Vorum að fá í einkasölu glæsilegar íbúðir í klasahúsi við Árbæinn (Norðlingaholt)
Lækjarvað 1-11 - Norðlingaholt
glæsilegar sérhæðir
NÚ bíða fjölmiðlalögin úrskurðar
þjóðarinnar. Kjósendur þurfa því að
meta hvað þau munu hafa í för með
sér. Mínar skoðanir og annarra sam-
fylkingarmanna komu fram við um-
ræður málsins en ég
dreg fáein atriði sam-
an í þessari grein. Til-
gangurinn er að benda
með fáeinum dæmum
á ýmsa galla og óljós
áhrif þessara um-
deildu laga. Lagatext-
inn er með skáletri til
hægðarauka við lest-
urinn.
Tjáningarfrelsið
(prentfrelsið) heft
Eitt alvarlegasta
ákvæði þessara laga
brýtur gegn tjáning-
arfrelsisákvæði stjórn-
arskrárinnar. Það er í
raun hið gamla ákvæði
um prentfrelsi sem
hefur verið barm-
merki lýðræðis um
aldir. Aldrei fyrr í
sögu landsins hafa
stjórnvöld lagt til at-
lögu við þessi sjálf-
sögðu réttindi sem eru
fyrir alla, einstaklinga jafnt sem fyr-
irtæki, en nú er það gert með eft-
irfarandi hætti: Jafnframt er óheimilt
að veita fyrirtæki útvarpsleyfi ef það
eða fyrirtæki í sömu fyrirtækja-
samstæðu er útgefandi dagblaðs, á
hlut í útgefanda dagblaðs eða það er
að hluta eða öllu leyti í eigu slíks fyr-
irtækis eða fyrirtækjasamstæðu.
Þetta þýðir að ákveði fyrirtæki sem
rekur fjölmiðil að gefa út blað sem
kalla má dagblað (skilgreiningin er
blað sem kemur út fjórum sinnum í
viku eða oftar) leiðir sú ákvörðun til
þess að fyrirtækið verður svipt út-
varpsleyfi og þar með því tjáning-
arfrelsi sem 73. gr. stjórnarskrár-
innar á að verja. Sú ákvörðun að
svipta einhvern þessu frelsi er afar
stór og það fordæmi sem hún setur er
fullkomlega þess virði að um það
verði kosið. Tækniframfarir í fjöl-
miðlun gera líka þá fyrirætlan sem
hér er á ferðinni (að skilja milli prent-
og ljósvakamiðla) óframkvæmanlega
í raun. Dæmi: Heimasíður dagblaða
eru í reynd að breytast í ígildi sjón-
varps, með myndsendingum og
fréttaaðgangi í fjölbreytilegu formi.
Höft á stór fyrirtæki
Í lögunum eru þessi ákvæði: Einnig
er óheimilt að veita útvarpsleyfi fyr-
irtæki sem er að meira en 5% í eigu
fyrirtækis eða fyrirtækjasamstæðu í
markaðsráðandi stöðu á einhverju
sviði viðskipta. Þetta á þó ekki við ef
ársvelta markaðsráðandi fyrirtækis
eða fyrirtækjasamstæðu á síðast-
liðnu reikningsári eða eftir atvikum
síðastliðnum 12 mánuðum er undir
tveimur milljörðum kr. Hér á landi
eru fjölmörg fyrirtæki sem hafa
markaðsráðandi stöðu almennt á
markaðnum eða svæðabundið. Þetta
ákvæði útilokar því mjög mörg fyr-
irtæki frá því að mega eiga meira en
5% í fjölmiðlum. Eigi fjölmiðlafyrir-
tæki að geta sótt hlutafé á markað
þurfa öflug og sterk fyrirtæki að geta
fjárfest í þeim. Þessar hömlur koma í
veg fyrir það. Þær munu án vafa
veikja stöðu einkarekinna fjölmiðla
og draga úr fjölbreyti-
leika í fjölmiðlun á Ís-
landi.
Tveggja milljarða
ákvæðið óljós stærð
Til viðbótar vek ég at-
hygli á því að tveggja
milljarða markið er enn
óljós stærð vegna þess
að í umræðum á Alþingi
fengust ekki viðhlítandi
svör við því hvort telja
ætti veltu í fjölmiðlafyr-
irtækinu sjálfu með.
Lagatextinn er: Telja
skal með veltu móður-
og dótturfyrirtækja
fyrirtækja innan sömu
fyrirtækjasamstæðu og
fyrirtækja sem mark-
aðsráðandi fyrirtækið
eða fyrirtækja-
samstæðan hefur bein
eða óbein yfirráð yfir.
Það er mín skoðun að
lagatextinn sé ótvíræður
og þýði að telja eigi alla
veltu í fyrirtækjum sem viðkomandi
á aðild að, þar með veltuna í fjöl-
miðlafyrirtækinu. Hvergi er tekið
fram í lagatexta eða skýringum að
ekki eigi að telja veltu í fjölmiðlafyr-
irtækinu með, sem augljóslega hefði
átt að gera ef hún átti að vera utan
við annan rekstur við mat á stærð
fyrirtækisins. Ef mín skoðun er rétt
hvað þetta varðar skreppur mjög
saman sá hópur fyrirtækja sem getur
tekið þátt í rekstri fjölmiðla. Dæmi:
Ef fyrirtæki í markaðsráðandi stöðu
með veltu undir 2 milljörðum vill eiga
25% hlut í fjölmiðlafyrirtæki sem
veltir 6 milljörðum á ári má önnur
velta þess ekki fara yfir hálfan millj-
arð á ári.
Möguleikar á samþjöppun
í nýju umhverfi
Í lögunum er eftirfarandi ákvæði: Þá
er óheimilt að veita fyrirtæki út-
varpsleyfi ef annað fyrirtæki á meira
en 35% eignarhlut í því. Sömuleiðis er
óheimilt að veita fyrirtæki útvarps-
leyfi ef fyrirtæki í sömu fyrirtækja-
samstæðu eiga samanlagt meira en
35% eignarhlut í því. Þetta þýðir að
fæst þrjú fyrirtæki mega eiga fjöl-
miðlafyrirtæki en þetta þýðir einnig
að samstæða þriggja fyrirtækja sem
ætluðu sér að hasla sér völl í fjöl-
miðlun mættu eiga alla ljósvakafjöl-
miðla í landinu. Lögin koma því aug-
ljóslega ekki í veg fyrir samþjöppun á
ljósvakamarkaði. Það er þess vegna í
meira lagi undarlegt að heyra þá sem
styðja þessi lög sífellt tala um að þau
komi í veg fyrir samþjöppun. Þvert á
móti er líklegt að svo erfitt verði að
fjármagna fjölmiðla í því umhverfi
sem lögin skapa að samþjöppunin
komi af sjálfu sér vegna þess að fjár-
málafyrirtæki muni verða afar treg
til að hætta því fé sem til þarf að reka
öflugt fyrirtæki á þessu sviði. Eigi
slíkt fyrirtæki að hafa kost á miklu
lánsfé þarf það að vera nógu öflugt til
að keppa við Ríkisútvarpið og þá
verður tæplega rými á markaðnum
fyrir fleiri. Ef einungis tiltölulega lítil
fyrirtæki og fjárhagslega veikburða
verða til staðar til að leggja fé í fjöl-
miðla er erfitt að sjá að þeir geti orðið
öflugir. Hugsanlegt er þó að þrjú
fjárhagslega sterk fyrirtæki hættu
annarri starfsemi og sameinuðust um
að yfirtaka ljósvakamarkaðinn. Yrði
það umhverfi líklegra til að tryggja
fjölbreytni en það sem nú er? Ekki sé
ég mikinn mun. Hvort það félli
stjórnvöldum betur í geð færi líklega
mest eftir því hverjir ættu. Getur það
verið að það sé í raun aðalatriði
stjórnvalda í þessu máli?
Einstaklingar geta
fengið útvarpsleyfi
Ég vek athygli á því að í útvarps-
lögum stendur að veita megi fyr-
irtækjum og einstaklingum útvarps-
leyfi. Forsætisráðherra fullyrti við
umræður á Alþingi að það ákvæði
gilti áfram. Ef það er rétt hljóta ein-
staklingar sem slíkt leyfi hafa – eða
fá – að vera undanþegnir þessari
lagasetningu hvað eignarhald varðar
að öðru leyti. Þeir gætu átt fjölmiðla-
fyrirtæki 100%. Ekki fengust viðhlít-
andi skýringar á því hvernig þessi lög
munu hafa áhrif á rekstur ein-
staklinga á fjölmiðlafyrirtæki. Varla
hefur það þó verið ætlun stjórnvalda
að opna leið fyrir einhvers konar fjöl-
miðlaveldi í eigu einstaklings sem
ekki þyrfti að hlíta sömu reglum og
fyrirtæki sem rækju fjölmiðla. Svar
við þeirri spurningu, hvort lögin haldi
opinni leið fyrir einstakling sem ætti
mikla fjármuni til að safna undir sig
öllum fjölmiðlum og þá líka prent-
miðlum, liggur ekki fyrir með óyggj-
andi hætti.
Dæmi um undarlegar tálmanir
Eftirfarandi ákvæði er í lögunum:
Óheimilt er að veita leyfi til útvarps
til fyrirtækis sem hefur að megin-
markmiði rekstur sem er óskyldur
fjölmiðlarekstri. Þetta þýðir m.a. að
fjölmiðlun verður að vera þunga-
miðja og aðalmarkmið fyrirtækisins,
það getur ekki sótt að marki styrk
sinn í aðra starfsemi. Dæmi um und-
arleg áhrif: Fyrirtæki sem ræki
hljóðfæraverslun, hljómdiskaútgáfu
eða myndbandaleigu og vildi útvarpa
tónlist fengi ekki að gera það nema
umfang verslunarinnar væri undir
50% af veltu þess. Þessi ákvæði virð-
ast því hamla fjölbreytni sem átti þó
að vera aðlalforsenda laganna að
sögn stjórnvalda.
Þessi lög sem nú bíða dóms þjóð-
arinnar eru illa undirbúin, munu ekki
þjóna þeim markmiðum um fjöl-
breytni sem er forsenda setningar
þeirra. Íslenskur fjölmiðlamarkaður
er lítill og á honum er mest um vert
að opnar séu leiðir fyrir ný fyrirtæki
til að hefja fjölmiðlarekstur. Út-
varpsréttarnefnd á að sjá um að rásir
séu til staðar fyrir ný fyrirtæki og að
eitt fjölmiðlafyrirtæki einoki ekki þá
möguleika sem eru takmarkaðir. Það
er hins vegar ekki líklegt að slíkt
vandamál þurfi að vera til trafala nú
og þegar stafrænar útsendingar sem
eru innan seilingar verða til staðar
þarf ekki að hafa áhyggjur af þessum
vanda. Fjölmiðlalögin kollvarpa
þeirri endurreisn ljósvaka- og prent-
miðla sem fjárfestar hafa gengist fyr-
ir. Þau munu líklega verða talin varða
stjórnarskrárákvæði um atvinnu-
frelsi og eignarrétt vegna þess að þau
beinast sérstaklega gegn einu fyr-
irtæki. Rökstuðningur þeirra sem
styðja lögin um að þau tryggi hlut-
lausari og fjölbreyttari fjölmiðlun er
ótrúverðugur. Reglur um starfsemi
fjölmiðla þurfa að vera almennar og
mega ekki svipta neinn stjórnar-
skrárvörðum rétti. Það gera þessi lög
án nokkurs vafa.
Fjölmiðlalögin
Eftir Jóhann Ársælsson
’Eitt alvarleg-asta ákvæði
þessara laga
brýtur gegn
tjáningarfrelsis-
ákvæði stjórn-
arskrárinnar.‘
Jóhann Ársælsson
Höfundur er alþingismaður.