Morgunblaðið - 13.06.2004, Page 42

Morgunblaðið - 13.06.2004, Page 42
SKOÐUN 42 SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Í 26. GR. stjórnarskrárinnar segir að synji forseti lagafrumvarpi stað- festingar fái það engu að síður laga- gildi, ,,en leggja skal það eins fljótt og kostur eru undir atkvæði allra kosn- ingabærra manna í landinu til sam- þykktar eða synjunar með leynilegri at- kvæðagreiðslu.“ Í þessu felst m.a. að framkvæmdavaldinu er skylt að hefjast þegar handa um þær ráðstaf- anir sem nauðsynlegar eru til að kosningar um frumvarpið geti farið fram; ráðstafanirnar skulu taka mið af því að kosningarnar skuli fara fram eins fljótt og unnt er. Í kosningunum skulu taka þátt allir kosningabærir menn í landinu. Atkvæða- greiðslan skal vera leynileg. Þar sem fulltrúar á alþingi hafa vanrækt að setja lög um slíkar atkvæðagreiðslur til þessa verður ekki hjá því komist að kalla al- þingi saman nú þannig að það sinni þessari skyldu sinni sem leiðir beinlínis af 26. gr. stjórnarskrárinnar. Lög þessi hljóta eðli málsins sam- kvæmt að vera afar einföld og taka mið af tilgangi þeirra sem er að lög- festa reglur um framkvæmd þjóð- aratkvæðagreiðslu um lagafrumvarp, sem forseti hefur synjað um staðfest- ingu. Spurt verður hvort þátttakandi í atkvæðagreiðslunni samþykki frum- varpið eða ekki. Þeir sem samþykkja það merkja við orðið ,,já“, en þeir sem vilja fella það merkja við orðið ,,nei“. Í stjórnarskránni eru ekki ákvæði um lágmarksþátttöku kosningabærra manna í atkvæðagreiðslunni og er hún því bindandi án tillits til þátttöku. Ekki eru heldur ákvæði í stjórn- arskrá um að aukinn meirihluta þeirra sem taka þátt í atkvæða- greiðslunni þurfi til að vera bindandi. Þannig er nægilegt að 51% þeirra sem þátt taka í atkvæðagreiðslunni segi já til að lögin öðlist endanlegt gildi og á sama hátt þarf aðeins 51% þeirra sem kjósa að segja nei til að lögin falli úr gildi. Þessi nið- urstaða leiðir af orða- lagi og viðurkenndri að- ferð við túlkun stjórnarskrárinnar. Al- menni löggjafinn, þ.e. alþingi, getur ekki sett skilyrði um lágmarks- þátttöku í atkvæða- greiðslunni eða um auk- inn meirihluta án heimildar í stjórn- arskrá. Setji almenni löggjafinn slík skilyrði sviptir hann eða rænir almenning því valdi sem honum er gefið í stjórnarskrá. Ólíklegt er að hann láti slíkt yfir sig ganga nú eftir að hann hefur fundið til máttar síns. Til að setja slík skilyrði þarf stjórn- arskrárgjafinn að koma til; hann einn getur gert breytingar á stjórn- arskrá. Þjóðin, þ.e. at- kvæðisbærir menn, og alþingi fara saman með heimildina til að breyta stjórnarskránni og aðrir geta það ekki. Að auki verður alþingi að samþykkja breytingar tvívegis, enda hafi alþingiskosningar farið fram á milli hinnar fyrri og síðari samþykktar þingsins. Fallist atkvæð- isbærir menn ekki á breytingar þær sem samþykktar hafa verið á alþingi, verða þeir að kjósa nýjan meiri hluta á þing, sem ekki styður breytinguna, heldur fellir hana. Aðferð þessi er óheppileg og dregur úr valdi þjóð- arinnar til að hafa áhrif á stjórn- arskrárbreytingar, enda hafa slíkar breytingar aldrei verið aðalmál al- þingiskosninga. Rætt hefur verið að alþingi setji í lög um atkvæðagreiðsluna ákvæði um annaðhvort lágmarksþátttöku eða aukinn meirihluta gegn lögunum, en að öðrum kosti teljist þau sam- þykkt. Nokkrir ráðherrar í rík- isstjórn hafa borið á borð tillögu um 75% aukinn meirihluta til að lögin teljist felld. Auðvelt er að bera fram margvísleg lýðræðisrök gegn þessu fyrirkomulagi. Hér skal þess hins vegar getið að alþingi skortir heimild til að setja slík skilyrði fyrir gildi at- kvæðagreiðslunnar. Fari svo að al- þingi setji slík skilyrði eru þau í and- stöðu við stjórnarskrána og felur það í sér þess háttar brot að dómstólar mundu ógilda atkvæðagreiðsluna og yrði hún þá að fara fram öðru sinni samkvæmt réttum stjórnskip- unarlögum. Ráðherrar hafa að undanförnu tal- að af nokkurri óvirðingu um íslenska stjórnskipun og látið að því liggja að reglur hennar bindi ekki ríkisstjórn og alþingi. Ráðherrar hafa ekki rök- stutt þessa afstöðu með öðru en til- vísun til þingræðisreglunnar. Virðast þeir telja að í henn felist alvald þings- ins í öllum málum, en svo er að sjálf- sögðu ekki svo sem öllum almenningi er ljóst. Meiningin með þingræði er að ríkisstjórn verði að víkja ef meiri hluti löggjarsamkomunnar ákveður. Þetta leiðir hugann að nauðsyn þess að landinu verði sett ný og heild- stæð stjórnarskrá í stað þeirrar sem þjóðin samþykkti til bráðabirgða 1944. Stjórnaskráin er í aðalatriðum rammi um meðferð stjórnvaldsins og þrígreiningu þess og mannréttinda- reglur sem takmarka vald almenna löggjafans. Síðla árs 1994 voru kynntar til- lögur um endurskoðun mannrétt- indakafla stjórnarskrárinnar og munu þær hafa verið samþykktar af öllum þingflokkunum. Almenningi var gefinn þriggja vikna frestur til að gera athugasemdir við frumvarpið. Ekki var frumvarpinu dreift til lands- manna og engin kynning fór fram á vegum framkvæmdavalds eða lög- gjafarvalds. Mannréttindahreyfingin í landinu og hvers kyns frjáls fé- lagasamtök og einstaklingar brugð- ust þó bæði hart og hratt við og leiddu viðbrögðin til u.þ.b. 10 breyt- inga á frumvarpinu, þótt ekki væri niððurstaðan viðunandi. Af ummæl- um stjórnmálamanna var augljóst að þeir töldu stjórnarskrána og breyt- ingar á henni sitt einkamál og því minni sem afskipti almennings væru því betra. Brýnt er að sagan endurtaki sig ekki. Stjórnmálamenn eru þegar farnir að ræða um það hvort og þá hvernig þeir hyggist breyta stjórn- arskránni. Ágreiningur er fyrst og fremst á þessu stigi um hvort stjórn- armeirihlutinn á alþingi eigi að hleypa minnihlutanum að eða ekki. Ef að líkum lætur og með hliðsjón af fyrri reynslu munu stjórnmálamenn fara með endurskoðunina sem trún- aðarmál til að koma í veg fyrir af- skipti almennings af henni. Við þessu verða borgararnir að bregðast og taka frumkvæði í málinu og nánast hrifsa stjórnarskrármálið úr höndum stjórnmálamanna. Nauðsynlegt er að fram fari almenn umræða um hugs- anlegar breytingar á stjórnarskránni. Í þessari umræðu verða sem flestir að taka þátt og umræðan má ekki takmarkast við fræðimenn og stjórn- málamenn, heldur er mikilvægt að fólk hvaðanæva af landinu og úr öll- um störfum taki þátt. Einungis þann- ig er unnt að komast að því hvar skór- inn kreppir og hver vilji þjóðarinnar er. Hugsanlegt er að stofna til óform- legs ,,stjórnlagaþings“ með sem víð- tækastri þátttöku t.d. 600 fulltrúa, sem endurspegli þjóðina sem best. Þingið starfi t.d. í eina viku t.d. sum- arið 2005 þegar frumumræðan hefur varað í eitt ár. Það þing leggi fram hugmyndir og umræðugrundvöll að nýrri stjórnarskrá í meginatriðum. Þær hugmyndir verði kynntar í blöð- um og útvarpi, en ekki síst á umræðu- fundum um allt land. Tilgangur kynn- ingarinnar er að vekja frekari umræður og hugmyndir, sem safnað verði saman og þá komi ,,stjórnlaga- þingið“ saman að nýju sumarið 2006 og móti í meginatriðum tillögur sem mikils fylgis njóti en geri jafnframt Stjórnarskráin og íslenska vorið Eftir Ragnar Aðalsteinsson ’Undanfarnarvikur hafa verið tími vorleys- inga, sem hafa leyst þjóðina úr klakaböndum pólitískrar frosthörku.‘ Ragnar Aðalsteinsson Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 Lindarbraut 22, Seltjarnarnesi Björn Þorri hdl. lögg. fastsali, Karl Georg hrl. lögg. fastsali. Til sölu mjög glæsilegt 180 fm rúm- lega fokhelt parhús með innbyggðum bílskúr. Húsið skiptist í anddyri, þrjú svefnherbergi, tvö baðherbergi, stofu, borðstofu, eldhús, geymslu, þvotta- hús og innb. Bílskúr. Byggingin skilast fullgerð að utan. Fokhelt að innan, full einangrað. Byggingaaðili: Fimir ehf. Laugavegur 182 • 105 Rvk • Fax 533 481 • midborg id 564 6464 ÁRKVÖRN 2A - OPIÐ HÚS Glæsileg 2ja herbergja íbúð á 2. hæð í nýlegu fjölbýlishúsi, ásamt bílskúr, á Ártúnsholti. Rúmgóð stofa með góðum svölum. Vandaðar ljósar innréttingar og fallegt ljóst parket á gólfum. Frábært útsýni yfir borgina. Íbúðin er laus í júlí. Áhv. húsbr. 5,4 millj. Verð 11,9 millj. Guðmundur verður á staðnum á milli kl. 14 og 16 í dag. Til sölu hjá okkur er nú fjöldi áhugaverðra jarða, m.a. hlunnindajarðir, jarðir með greiðslumark í sauðfé og mjólk, einnig jarðir fyrir garðyrkju, skógrækt, hrossarækt, svínarækt, frístundabúskap og ferðaþjónustu. Jarðir þessar eru víðs vegar um landið. Erum einnig með á söluskrá fjölda sumarhúsa og hesthúsa. Fáið senda söluskrá í pósti eða nálgist eintak á skrifstofu. Einnig er oft til í sölu hjá okkur sauðfjár- og mjólkurframleiðsluréttur. Nánari upplýsingar á skrifstofu Fasteignamiðstöðvarinnar sem er alhliða fasteigna- sala og selur fasteignir jafnt á landsbyggðinni sem á höfuðborgarsvæðinu. Sölumenn FM aðstoða. Minnum einnig á fmeignir.is og mbl.is . BÚJARÐIR - SUMARHÚS FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. HRÍSHOLT - GARÐABÆ Glæsilegt og mikið endurnýjað 255 fm einbýlishús á tveimur hæð- um ásamt 54 fm innb. tvöföldum bílskúr á góðum útsýnisstað. Eign- in skiptist m.a. í stórar samliggj- andi stofur með miklu útsýni til vesturs, arinstofu, eldhús með ný- legri innréttingu og tækjum, 3 her- bergi auk fataherbergis og stórt endurnýjað flísalagt baðherbergi. Auk þess sér 3ja herb. nýlega standsett íbúð á jarðhæð. Svalir út af hjóna- herbergi. Ræktuð lóð með verönd og skjólveggjum. Verð 45,0 millj. SUNNUFLÖT - GARÐABÆ Mjög fallegt og mikið endurnýjað 194 fm einbýlishús með 56 fm tvö- földum bílskúr. Samliggjandi bjart- ar og rúmgóðar stofur, stórt eld- hús með vönduðum innréttingum, góðri borðaðstöðu, fjögur herbergi og tvö endurnýjuð flísalögð bað- herbergi. Húsið er afar vel staðsett við óbyggt svæði með miklu útsýni til suðurs yfir hraunið og upp í Heið- mörk. Verðlaunalóð. Nánari uppl. á skrifstofu. ENGIMÝRI - GARÐABÆ Fallegt um 300 fm einbýlishús, tvær hæðir og kjallari, með 35 fm innb. bílskúr á þessum eftirsótta stað. Eignin skiptist m.a. í sam- liggjandi stofur, eldhús með inn- rétt. úr litaðri eik, 3 baðherb., 4 herb. auk stofu og herb. í kj. m.m. Parket, marmari og flísar á gólfum. 10 fm geymsla innaf bílskúr. Yfir- byggðar suðursvalir út af efri hæð. Falleg ræktuð lóð með timburpalli og skjólveggjum. Góð staðsetning, innst í botnlanga við opið svæði. Verð 36,5 millj. HAUKALIND - KÓPAVOGI Mjög glæsilegt um 200 fm raðhús á tveimur hæðum auk 27 bílskúrs. Húsið sem er með afar vönd. inn- rétt. og gólfefnum skiptist í forst., gesta w.c., eldhús m. góðri borð- aðst., stórar samliggj. stofur m. útg. á svalir til suðvesturs, stórt flísal. baðherb. m. hornbaðkari, sjónvarpsherb. og 3 herb. auk fataherb. Mikil lofthæð á efri hæð og mikið útsýni úr stofum. Lýsing af vönd. gerð og tölvu-, síma- og sjónvlagnir í öllum herb. Mikil lofthæð í bílskúr. Hús klætt að utan með marmarasalla. Hiti í innkeyrslu. Opið hús Skjólsalir 14, Kópavogi Raðhús með innb. bílskúr Til sýnis og sölu glæsilegt, bjart og vandað 152,9 fm raðhús á tveimur hæðum ásamt 29,7 fm innbyggðum bílskúr. Heildarstærð hússins er samtals 182,6 fm. Leik- skóli, skóli, búð (Nettó) og apótek eru í göngufæri - eng- in gata til að fara yfir í skólann. Gott útsýni til suðurs. Ákveðin sala. Verð 28,7 millj. Áhv. 8,9 millj. Vilborg og Eyþór taka vel á móti þér og þínum í dag, sunnudag, milli kl. 15.00-18.00. Fasteignasala Brynjólfs Jónssonar, sími 511 1555.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.