Morgunblaðið - 13.06.2004, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 13.06.2004, Blaðsíða 43
grein fyrir kostum og löstum tillagn- anna og útskýri aðrar meginhug- myndir sem fram hafi komið. Þessar tillögur og aðrar megintillögur ásamt rökstuðningi verði gefnar út á bók með sem mestu af því efni, sem orðið hefur til í aðdragandanum, svo sem fræðiritgerðum, ræðum og erindum, blaðaðagreinum og viðtölum í fjöl- miðlum, svo og umræðum á fundum og á ,,stjórnlagaþinginu“. Allt tíma- bilið verður að að vera til opinn vef- miðil, þar sem allt efni, sem máli skiptir og leyfi fæst fyrir, verður birt. Þar verða og frumbirtingar efnis og athugsemda. Með þessari aðferð ger- ir almenningur stjórnmálamönnum ókleift að sniðganga lýðræðislega samræðu þings og þjóðar. Undanfarnar vikur hafa verið að mörgu leyti afar ánægjulegar. Stjórnmálamenn hafa opinberað þjóðinni betur en nokkru sinni fyrr hverjir fara í raun með bæði fram- kvæmdavald og löggjafarvald í ríkinu og afhjúpað hvernig þeir fara með valdið. Jafnframt hefur fólki opnast sýn inn í aðstæður sem hafa verið faldar fram til þessa. Opinberað hefur verið að alþingi og nefndir þess bíða eftir fyrirmælum að ofan og bæði virðing og vald þingsins er á hverf- anda hveli. Við búum við þingþreytu. Þessar aðstæður hafa eflt þjóðina til þess að krefjast aukinnar lýðræð- islegar þátttöku í ákvörðunum um op- inber mál, einkum þau sem varða grundvallarmannréttindi. Í loftinu liggur bæði gleði og bjartsýni og já- kvæð tilfinning fyrir því að þjóðin sé að upplifa mikilvæg tímamót í stjórn- málasögunni. Skyndilega finnst fólki að skoðanir þess og hugmyndir skipti máli og komið sé að lokum tímabils aðgerðarlausrar þagnar og sam- bandsleysis þess og fulltrúa á alþingi. Það trúir því að skeið lokaðra eða tor- færra samskiptaleiða almennings og stjórnvalda sé að ljúka og sér fyrir sér upp renna tímabil þar sem stjórn- völd verða næmari fyrir áhrifum og eftirliti almennings, enda hefur sú stjórnarstefna sem sniðgengur þarfir og vilja almennings tilhneigingu til að enda í spilltri meðferð stjórnvaldsins. Undanfarnar vikur hafa verið tími vorleysinga, sem hafa leyst þjóðina úr klakaböndum pólitískrar frosthörku. Það hlýnar og þánar og sól skín í heiði. Það kæmi mér ekki á óvart að vorið 2004 yrði í sögunni kallað ,,ís- lenska vorið“. Höfundur er lögmaður. SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 2004 43 WWW.EIGNAVAL.ISSigurður Óskarsson, lögg. fastsali SUÐURLANDSBRAUT 16 • 108 REYKJAVÍK SÍMI 585 9999 • FAX 585 9998 FÉLAG FASTEIGNASALA Bergstaðastræti 3 - Opið hús í dag Vorum að fá í einkasölu virðulegt 258,9 fm einbýli, ásamt 70 fm geymslu bak við húsið. Eignin er staðsett á besta stað í miðborg Reykjavíkur. Eignin skiptist þannig, að á 1. hæð eru 3 stofur og forstofa. Baðherbergi með sturtuklefa og ágætri innréttingu. Á 2. hæð eru 3 svefnherb. og 3 stofur. Eldhús með eldri inn- réttingu og aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara. Baðherbergi með litilli setlaug. Á 3. hæð eru 3 svefnherb. Baðherbergi með sturtu. Húsið er byggt úr timbri og bárujárnsklætt að utan. Eignin er að mestu leyti upprunaleg að innan. Gólfefni: Slípuð furuborð og lökkuð, teppi, dúkur og flísar. Eign sem býður uppá mikla möguleika. Eignin verður seld veðbandalaus. Opið hús í dag á milli kl. 13:00 og15:00. Þórarinn, sölumaður Eignavals, tekur vel á móti ykkur. Tilboð óskast. BÆJARHRAUN 2 - HF. - TIL SÖLU Nýkomið sérlega gott bjart ca 150 fm skrifstofuhúsnæði með öllum búnaði á 2. hæð í vönduðu lyftuhúsi. Frábær stað- setning og auglýsingagildi. Laust strax. HJALLABRAUT 33 - HF. - ELDRI BORGARAR Nýkomin í einkasölu sérl. falleg 70,7 fm (ca. 80 fm gólfflötur) íbúð á 4. hæð í lyftu- blokk í þjónustuhúsi aldraðra við Hjalla- braut í Hafnarfirði. Mötuneyti á staðnum svo og öll þjónusta. Frábært útsýni. Verð 14,9 millj. GLÆSILEGT SUMARHÚS Í ÚTHLÍÐ Nýkomið í einkasölu glæsilegt fullbúið sumarhús, 70,8 fm, ásamt ca 40 fermetra svefnlofti, vel staðsett á frábærum stað í Bláskógabyggð í Úthlíð í Biskupstungum. Húsið stendur á fallegri kjarrivaxini 5335 fm lóð með miklu útsýni. Í húsinu eru þrjú svefnherbergi, eldhús, stofa og baðher- bergi með sturtuklefa, forstofa og geymsla ásamt millilofti. Eignin er algjör- lega fullbúin og vönduð á allan hátt. Hitaveita og rafmagn er í húsinu. Mjög góð verönd allt í kring um húsið. Glæsilegur heitur pottur. Mjög góð staðsetning og að- koma að húsinu. Innbú getur fylgt að miklu leiti. Vönduð eign í sérflokki. SUMARHÚS - ÁRNES Nýkomið vandað og glæsilegt 62 fm pallabyggt sumarhús í landi Réttarholts í Gnúpverjahreppi (við Árnes). Stór verönd. Hitaveita. Frábær staðsetning og útsýni. Húsið er í ca 100 km fjarlægð frá Reykja- vík. NAUSTAHLEIN - RAÐHÚS - M. BÍLSKÚR Eldri borgarar - Laust strax Nýkomið í einkasölu á þessum frábæra stað mjög gott raðhús á einni hæð, ásamt góðum bílskúr með geymslulofti, samtals um 101 fm. Húsið stendur á fal- legum útsýnisstað og skiptist í forstofu, þvottahús, hol, eldhús, garðskála, stofur og svefnherbergi. Gólfefni eru parket og flísar. Fallegur gróinn garður. Útsýni. Verðtilboð. Eignin er laus strax. FÁKAFEN Til sölu 312 fm mjög gott skrifstofuhúsnæði á 2. hæð í þessu vinsæla húsi. Inngangur beint af bílastæði. Húsnæðið skiptist bæði í afstúkaðar skrifstofur og góð opin rými. Gluggar á 3 hliðar. Mjög góð nýting og allar breytingar auðveldar. Getur hentað undir margs konar skrifstofu- og/eða þjónustustarfsemi. Tveir inngang- ar og því má nýta húsnæðið í tvennu lagi. Verð 35 millj. HVERFISGATA Til sölu 298 fm verslunar- og/eða skrifstofuhúsnæði á jarðhæð í þessu nýlega húsi sem er á horni Hverfisgötu og Snorrabrautar. Húsnæðið er bjart og rúmgott með góðri lofthæð og stórum gluggum bæði á fram- og bakhlið. Húsnæðinu má skipta upp í fjórar einingar sem hver um sig gæti haft sérinngang. Góð lýsing og vandaðir dúkar á gólfum. Húsnæðið er að stórum hluta í opnum rýmum en einnig eru þarna góðar skrifstofur og kaffistofa auk snyrtinga. Til leigu í Holtagörðum vöruhús tilbúið til notkunar Upplýsingar veitir Magnús Gunnarsson í síma 588 4477 eða 822 8242 www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30 Um er að ræða 4160 fm. þ.m.t. er 260 fm lestunarskýli og 108 fm skrifstofur á 2. hæð. Mjög gott athafnasvæði, gott stæði fyrir gáma, góð aðkoma fyrir gámabíla. Húsnæðið hentar t.d. mjög vel fyrir heildsölur, lager og innflutningsfyrirtæki. Eignin er í eigu Landsafls sem er öflugt sérhæft fasteignafélag.  2 gámahleðslupallar ásamt afgreiðslu fyrir flutningabíla.  Vöruhúsið gerir ráð fyrir 3.000 eurovörubrettum.  Notaálag plötu 1.200 kg. pr fm.  Lofthæð 5 m við útveggi 7,6 m í mæni.  Fullbúið með rekkum í vöruhúsi. Fallegt einbýlishús á frábærum stað við jaðar golfvallarins. Húsið er sam- tals 209 fm með innbyggðum bílskúr. Stór verönd með heitum potti. Arinn í stofu. Fallegar innréttingar. Dagbjartur og Svanhildur munu taka á móti áhugasömum milli kl. 14.00-16.00 í dag, sunnudag. BARÐASTAÐIR 83 - GRAFARVOGI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.