Morgunblaðið - 13.06.2004, Síða 47
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 2004 47
Glæsiíbúðir í sérbýli á rótgrón-
um stað þar sem ekkert er til
sparað. Allar innréttingar eru
frá HTH, bæði baðherbergi
flísalögð með upphengd salerni,
sturtu og baði, þvottahús og
forstofa flísalögð og lýsing og
hönnun lýsingar er frá Lúmex.
Sjón er sögu ríkari.
Sölumenn og byggingameistari verða á staðnum.
Opið hús í Furugerði 5
frá kl. 15-17 á sunnudag
Burknavellir 9 - Hf. - Einbýli
Stórglæsilegt einlyft einbýli með inn-
byggðum bílskúr, samtals 201 fm. Stað-
setning er frábær, við hraunjaðarinn,
óbyggt svæði í suður. Húsið afhendist
fljótlega, fullbúið að utan, steinað með
serusviði. Að innan tilbúið undir málningu,
með hitalögn í gólfi, steypt loftplata (sjónsteypa). Glæsilegar teikningar á skrifstofu.
Arkitekt Gunnar Páll Kristinsson.
Vantar strax 1500 fm lagerhúsnæði í Reykjavík eða Kópavogi til leigu
fyrir mjög traustan leigjanda. Góð lofthæð og aðkoma nauðsynleg.
Nánari uppl. veitir Óskar.
Óskum eftir til leigu eða kaups 50-150 fm atvinnuhúsnæði fyrir
ljósmyndastúdíó. Nánari uppl. veitir Óskar.
ATVINNUHÚSNÆÐI ÓSKAST
3. hæð - Glæsilegt útsýni. Vorum að fá í sölu fallega 100 fm 3ja herb.
íbúð á 3. hæð í góðu fjölbýli við Eiðistorg á Seltjarnarnesi. Tvennar svalir til
suðurs og norðurs. Glæsilegt sjávarútsýni og til Esjunnar. Íbúðin er laus
strax.
ÍBÚÐIN ER TIL SÝNIS Í DAG, SUNNUDAG, FRÁ KL. 13-15.
MAGGÝ SÝNIR. V. 15,9 m. 3894
Mjög falleg og mikið endurnýjuð ca 70 fm íbúð á 2. hæð í 6-býli á rólegum
og góðum stað. Íbúðin skiptist í hol, stofu, eldhús, svefnherbergi og bað-
herbergi. Í kjallara er sérgeymsla með hillum og sameiginlegt þvotthús.
Íbúðin hefur verið endurnýjuð nánast frá grunni, m.a. gluggar og gler,
gólfefni, innréttingar, rafmagn, lagnir og baðherbergi. Veggjaklæðningar,
skápar, listar, gerefti o.fl. er sérsmíðað og sérsniðið að þessari íbúð, á
mjög vandaðan og glæsilegan hátt. Suðvestursvalir.
ÍBÚÐIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG, SUNNUDAG, FRÁ KL. 13-16.
Ingibjörg sýnir. V. 12,9 m. 3872
OPIÐ HÚS - Hraunteigur 15
2. hæð - Glæsileg íbúð
Mjög falleg 72 fm 3ja-4ra herb. íbúð í risi í fallegu húsi við Flókagötu. Góðir
kvistir eru á íbúðinni. Íbúðin er mjög björt. Falleg gróin lóð til suðurs.
EIGNIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG, SUNNUDAG,
FRÁ KL. 13-15. KRISTBJÖRG SÝNIR. V. 12,9 m. 3905
OPIÐ HÚS - Flókagata 58
Rishæð
OPIN HÚS Í DAG
OPIÐ HÚS - Eiðistorg 3
3. hæð - Glæsilegt útsýni
SUÐURLANDSBRAUT 16 • 108 REYKJAVÍK
SÍMI 585 9999 • FAX 585 9998
FÉLAG FASTEIGNASALA
ÖLDUGATA 25A - OPIÐ HÚS Í DAG
WWW.EIGNAVAL.ISSigurður Óskarsson, lögg. fastsali
Stórskemmtileg og falleg 80 fm 3ja her-
bergja endaíbúð á 2. hæð í fjórbýlishúsi.
Aðeins ein íbúð á hverri hæð. Parket á
gólfum. Baðherbergi með baðkari og
flísum á gólfi. Ágæt eldhúsinnrétting,
marmaraflísar á gólfi í eldhúsi. Stórar
suðursvalir. Sérgeymsla sem er ekki inn í
heildarfermetrafjölda. Góður garður. Ör-
stutt í miðbæinn. Sameign í góðu ásig-
komulagi. Áhv. 2,3 m. byggsj. V. 13,9 m.
(3812)
OPIÐ HÚS Í DAG, SUNNUDAG, MILLI KL. 14:00 OG 17:00.
ÓLÖF OG ALBERT MUNU TAKA VEL Á MÓTI YKKUR.
Hef verið beðin að útvega hæð í vesturbænum. Æskileg
staðsetning Melar, Hagar, Sörlaskjól, Faxaskjól. Sterkar
greiðslur í boði. Má kosta allt að 26 millj.
Nánari upplýsingar veitir Magnea Sverrisdóttir
fasteignasali.
HÆÐ Í VESTURBÆ ÓSKAST
Sólvallagata 32 A
opið hús á sunnudag
Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast.
sími 588 4477 - valholl.is -
Opið virka daga frá kl. 9 -17.30.
Í einkasölu ca. 240 fm glæsi-
legt einbýlishús á frábærum út-
sýnisstað í Hæðahverfinu í
Garðabæ.
Um er að ræða hús á 2 hæðum
með innbyggðum bílskúr. Húsið
er skemmtilega innréttað. 5
svefnherbergi. Stórar stofur
með mikilli lofthæð. Fallegur frágenginn garður og stór verönd
mót suðri. Innkeyrsla hellulögð með hitalögn. Þetta er hús í sér-
flokki, staðsett á frábærum stað í lokaðri botnlangagötu. Verð
50 millj.
Upplýsingar veitir Bárður Tryggvason í gsm 896-5221.
UMBOÐSSKRIFSTOFAN Hellu hef-
ur flutt sig um set og opnað nýja
verslun í Laufafelli við Þrúðvang 2
þar sem samnefndur veitingastaður
var áður til húsa.
Að sögn eigandans, Óla Más Ar-
onssonar, eru m.a. á boðstólum allar
pappírs- og rekstrarvörur frá Odda
auk þess sem seldir eru farsímar og
aðrar símavörur, ljósmyndavörur,
ritföng og margt fleira.
Morgunblaðið/RAX
Óli Már í nýju versluninni sem tók
til starfa í apríl síðastliðnum.
Verslunin
Laufafell í stað
veitingastaðar
♦♦♦
AÐALFUNDUR Kvenfélagsins
Hringsins var haldinn fyrir nokkru í
nýjum og rúmgóðum húsakynnum
félagsins að Nethyl 2, Reykjavík.
Starf Hringsins, starfsárið 2003–
2004, var með hefðbundnu sniði og
blómlegt að vanda. Fjáröflun til
styrktar veikum börnum á Íslandi
fór fram með happdrætti, kaffisölu,
jólabasar, kökusölu og með sölu
jóla- og minningarkorta. Ýmsar
gjafir og áheit bárust frá einstak-
lingum, félögum og fyrirtækjum og
rennur allt það fé óskert til Barna-
spítalasjóðs Hringsins.
Á starfsárinu, sem jafnframt var
100. starfsár Hringsins, veitti félag-
ið styrk að upphæð 50 milljónir
króna til búnaðar á fyrirhugaða
göngudeild Barna- og unglingageð-
deildar Landspítala við Dalbraut.
Einnig var veittur styrkur að upp-
hæð 15 milljónir króna til kaupa á
íbúð sem Barnaspítali Hringsins
mun nota fyrir aðstandendur veikra
barna utan af landi. Sem fyrr verð-
ur búnaður og uppbygging á Barna-
spítalanum aðalverkefni félagsins.
Í tilefni aldarafmælis Hringsins
var haldin mikil veisla á Nordica
Hotel í janúarlok 2004. Félagskonur
komu þar saman til að fagna þess-
um merka áfanga. Forseti Íslands,
heilbrigðisráðherra og forstjóri
Landspítala ásamt eiginkonum voru
meðal boðsgesta.
Hinn 19. maí 2004 var Kvenfélag-
ið Hringurinn sérstaklega heiðrað
með frímerkjaútgáfu. Gefið var út
100 kr. frímerki með mynd af rúm-
liggjandi barni og merki Hringsins
til minningar um 100 ára líknarstarf
félagsins.
Heimasíða Hringsins leit dagsins
ljós á starfsárinu og má nú skoða
hana á veffanginu www.hringurinn-
.is. Tilgangurinn með heimasíðunni
er að veita upplýsingar um félagið
og starfsemina, bæði félagskonum
og stuðningsaðilum.
Stjórn félagsins verður þannig
skipuð næsta starfsár: Áslaug Björg
Viggósdóttir, formaður, Ragnheiður
Sigurðardóttir, varaformaður,
Hrönn Jónsdóttir, ritari, Elínborg
Kjærnested, gjaldkeri, og Sjöfn
Hjálmarsdóttir, meðstjórnandi.
Í varastjórn sitja: Brynhildur
Erla Pálsdóttir, Laufey Gunnars-
dóttir, Margrét Birna Skúladóttir
og Ragna Eysteinsdóttir.
Hringurinn þakkar landsmönnum
fyrir þann velvilja og hlýhug sem
starfsemi félagsins hefur jafnan
verið sýndur, segir í frétt frá stjórn-
inni.
Blómlegt starf
Hringsins á
afmælisári