Morgunblaðið - 13.06.2004, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
Grettir
Smáfólk
GRETTIR, ÞÚ HENDIR ÞESSARI KÖKU
EKKI FRAMAN Í MIG!
ÞÚ
RÆÐUR! KAKA
INN
Á
BUXUR!
AF HVERJU ER SÓLIN
EKKI MEÐ SNOOZE
TAKKA?
LEYFÐU
MÉR AÐ
SNERTA
TEPPIÐ...
ÉG VEIT AÐ ÞETTA ER
JAKKINN ÞINN... EN ÉG VERÐ
BARA AÐ SNERTA HANN...
ÉG VERÐ AÐ SNERTA HANN...
ÉG ER AÐ BROTNA NIÐUR,
SÉRÐU ÞAÐ EKKI? ÉG LIFI
ÞETTA EKKI AF... LEYFÐU
MÉR AÐ SNERTA JAKKANN!
FARÐU BURT... ÞÚ
KRUMPAR HANN BARA!
Svínið mitt
© DARGAUD
JÆJA ADDA, ERTU BÚIN
AÐ SKRIFA PÓSTKORTIÐ
TIL ELSU?
JÁ,
ÉG ER
ALVEG AÐ
VERÐA
BÚIN
GROIN!
EN ÉG ÞARF ANNAÐ
KORT ÞVÍ RÚNAR VILL
LÍKA SKRIFA HENNI GROIN!
EN ADDA, RÚNAR
KANN EKKI AÐ
SKRIFA, HVERNIG
HELDUR ÞÚ AÐ...
ÞÚ SKILUR EKKI.
HANN SEGIR MÉR
HVAÐ HANN VILL
SEGJA HENNI OG ÉG
SKRIFA ÞAÐ
GROIN!
NÚ! ÚR ÞVÍ ÞAÐ
ER ÞANNIG...
ANDARTAK
KLARA. HÚN
HEFUR OKKUR AÐ
FÍFLUM
GROIN!
GROIN, GROIN
GROIN
MÉR
SÝNIST
EKKI
GRRROOOOIIINNNN!
EKKI SVONA
HRATT! OG
MUNDU EFTIR
FERÐINNI Í GÆR
BÚIÐ! ÉG SET
LÍKA FRÍMERKI
?
ÓTRÚLEGT! ÞETTA NÆR
ENGRI ÁTT!
MÁ ÉG
SJÁ?
MÉR
LÍÐUR HÁLF
ILLA!
?!
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
SUNDFÉLAGIÐ Ægir fór í keppn-
isferð um nýliðna helgi eða 4.–6. júní.
Farið var með 45 keppendur á aldr-
inum 8–18 ára á Akranes. Þetta var í
16. sinn sem ÍA/ESSO mótið er haldið
og alltaf fjölgar keppendum, í ár voru
skráðir til leiks 306 keppendur.
Öll umgjörð mótsins og aðstaða var
til fyrirmyndar og ég vil nota þetta
tækifæri til að þakka ÍA fólki kærlega
fyrir. Mótið gekk í alla staði vel og
sundfólkið okkar stóð sig með prýði.
Það má geta þess hér að hópurinn
hnokkar og hnátur sem eru sund-
menn 10 ára og yngri stóð sig með
eindæmum vel og margir unnu riðl-
ana sína aftur og aftur og fengu að
launum vel merkta drykkjarbrúsa.
Nokkrir sundmenn náðu á þessu
móti lágmarkstímum til að öðlast
þátttökurétt á AMÍ (aldursflokka-
meistaramót Íslands). Þau eru: Einar
Sveinn Kristjánsson, Embla Sól Þór-
ólfsdóttir, Karen Sif Vilhjálmsdóttir
og Oddur Goði Jóhannsson.
Lið ÍA var stigahæsta lið mótsins
en Ægir var í öðru sæti og krakkarnir
okkar voru að gera góða hluti. Það
var um það talað á mótinu hversu vel
heyrðist í stuðningsmönnum Ægis og
hversu dugleg krakkarnir í Ægi voru
að hvetja hvert annað. Það liggja
miklar og strangar æfingar að baki
góðum árangri og honum ber að
fagna.
Keppnisferðir á borð við þessa
kosta sitt og ég vil nota tækifærið og
þakka eftirtöldum fyrirtækjum fyrir
veittan stuðning við Ægi: Mjólkurbúi
Flóamanna, Selfossi, MATA, Danól,
Kjarnakorni og Vífilfelli.
ELÍN HANNA JÓNSDÓTTIR
fararstjóri.
Ægir á ÍA/ESSO
Frá Elínu Hönnu Jónsdóttur:
EINS og menn kann að reka minni
til, var aðstaða þeirra íbúa Hrafnistu
í Reykjavík sem reykja til umfjöll-
unar í blöðum seinni part veturs. Það
var meðal annars birt mynd af heim-
ilismönnum í þáverandi reyk-
aðstöðu, sem var gluggalaus lítil
kompa með viftu sem truflaði heyrn-
artæki þeirra sem þau nota. En hún
hafði verið sett upp vegna kvartana
um að heimilismenn reyktu í sameig-
inlegu rými á hjúkrunardeildunum.
Vakti þetta mál nokkra athygli og
svo fór að yfirmenn Hrafnistu lofuðu
bót og betrun. Sögðu að með end-
urbótum á anddyri húsins sem stæðu
til yrði bætt úr þessu, sett yrði þar
upp ný reykaðstaða, með gluggum
og flottheitum. Eftir þessi fögru lof-
orð féll málið niður og ekkert heyrst
af því síðan.
Rétt er það að farið var í breyt-
ingar sem nú er lokið. Anddyri
Hrafnistu hefur verið tekið í gegn og
er nú stofnuninni til mikils sóma. Í
gær (sjómannadaginn) var hér
margt um manninn og menn dáðust
að hinu nýja anddyri, en á meðal
okkar starfsmannanna heyrðist bara
ein spurning – hvar er reykaðstaðan
sem var búið að lofa fólkinu?
Það er engin reykaðstaða í and-
dyrinu eins og hafði verið sagt og bú-
ið er að rífa þá gömlu, þar er nú hár-
greiðslustofa. Meðan á þessum
framkvæmdum hefur staðið hafa
heimilismenn reykt í hinu fyrr
nefnda sameiginlega rými, sólskýli –
glerhúsi sem er setustofa á annarri
hæð þar sem hjúkrunardeildirnar
eru. Þar hefur fólkið pláss og útsýni
og finnst þetta mikil bragarbót frá
því sem var. En vandinn er að þarna
eru hjúkrunardeildir og nafn þeirra
eitt útskýrir hvað þar fer fram. Það
þarf því ekki að orðlengja um það að
þetta er til nokkurra óþæginda svo
ekki sé minnst á súrefniskútana sem
eru þar stundum á hverju strái. Log-
andi sígaretta og súrefniskútur fara
ekki saman.
Áður en lesendur fara að fussa yfir
því að aldraðir sjúklingar séu enn
reykjandi og það inn á stofnun, vil ég
minna á þrennt. 1. Þegar þetta fólk
byrjaði að reykja var ekki vitað um
skaðsemi reykinga eins og í dag –
það þótti flott. 2. Hrafnista er ekki
stofnun í þeirra skilningi heldur
þeirra heimili og þ.a.l. haga þau sér
eftir því. 3. Þau ráða því nú líkast til
sjálf hvort þau reykja eða ekki.
Var loforðið um nýja og bætta
reykaðstöðu bara tilraun til að troða
tappa í gatið – til að lægja þá um-
ræðu sem komin var af stað? Það
getur alla vega hæglega komið þann-
ig fyrir sjónir.
Hvar er reykaðstaðan? – og e.t.v
ætti að bæta við hvar er reykað-
staðan í nýja húsinu, sem var verið
að vígja um daginn? Þó fólkinu sem
reykir líki það vel að reykja í sólskýl-
inu gengur það ekki til lengdar.
Þangað kemur fólk af öllum göngum
og hæðum nánast til að reykja og
reyklausir flýja þaðan út. En hafa
um leið engan stað til að flýja á því
hér er þröngt á þingi og sólskýlið er
eina notalega setustofa hjúkrunar-
deildanna. Þetta kemur í veg fyrir að
reyklausir geti notið þess að sitja
þarna og horfa út, sérstaklega núna
þegar veður er gott. Reykingar
heimilismanna eiga ekki að bitna á
þeim sem ekki reykja, en jafnframt
eiga þeir sem reykja sinn rétt til
þess.
Því spyr ég enn og aftur: Hvar er
reykaðstaðan góða sem lofað var?
HILDUR INGA
RÚNARSDÓTTIR,
Hólabraut 18,
545 Skagaströnd.
Fyrirspurn til Hrafn-
istu í Reykjavík
Frá Hildi Ingu Rúnarsdóttur,
starfsmanni á Hrafnistu í Reykja-
vík og stúdent við guðfræðideild
HÍ: