Morgunblaðið - 13.06.2004, Side 54
AUÐLESIÐ EFNI
54 SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Með næstum
allt á hreinu
Morgunblaðið/Sverrir
Valgeir Guðjónsson
Á HAUSTMÁNUÐUM verður
frumflutt ný íslensk
söngsýning á stóra sviði
Broadway byggð á
Stuðmanna-myndinni Með
allt á hreinu.
Valgeir Guðjónsson, sem
lengi var einn lagahöfundur
og liðsmaður Stuðmanna,
verður listrænn stjórnandi
sýningarinnar en hann samdi
stóran hluta hinna sívinsælu
laga sem hljómuðu í
myndinni. Valgeir segir í
samtali við Morgunblaðið að
ekki sé verið að endurtaka
kvikmyndina enda sé
vinnuheiti sýningarinnar Með
næstum allt á hreinu.
Sýningin muni fyrst og
fremst byggjast á tónlistinni
úr Með allt á hreinu en
spunnið í nýjan söguþráð. Þá
muni önnur tónlist
Stuðmanna einnig koma við
sögu í sýningunni.
ALÞINGI verður kallað saman
5. júlí til að undirbúa
þjóðar-atkvæðagreiðslu um
fjölmiðlalögin. Davíð
Oddsson forsætisráðherra
segir að á þinginu verði
ákveðið hvenær kosningin
skuli fara fram.
„Við höfum ekki endanlega
ákveðið kjördaginn en
væntum þess að það geti
orðið fyrri-partinn í ágúst. Það
yrði erfitt að bíða með það
mikið lengur vegna
stjórnar-skrárinnar.“ sagði
Davíð við fréttamenn, eftir
fund sem hann og Halldór
Ásgrímsson,
utanríkisráðherra, héldu með
forystumönnum
stjórnarandstöðu-flokkanna.
Sá fundur stóð stutt því að
Davíð sleit fundinum þegar
rúmar 15 mínútur voru liðnar
af honum. Davíð sagðist hafa
gert það eftir að Ögmundur
Jónasson,
þingflokks-formaður Vinstri
grænna, hefði sett skilyrði,
„sem ætti að vinna eftir, um
hvað mætti gera og hvað
mætti ekki gera,“ útskýrði
Davíð eftir fundinn.
„Það er dapurlegt að
forsvarsmenn
ríkisstjórnarinnar skuli ekki
vilja taka í útrétta hönd okkar
um að setjast sameiginlega
yfir málið og reyna að ná
samkomulagi um alla þætti
strax,“ sagði Ögmundur.
Fjórir hæstaréttar-lögmenn
hafa verið skipaðir í starfshóp
ríkisstjórnarinnar til að
undirbúa lagasetningu um
þjóðaratkvæða- greiðsluna.
Þing kallað saman í júlí
Morgunblaðið/ÞÖK
Forystumenn flokkanna á fundinum í Stjórnarráðinu.
EIGENDUR
verslunar-miðstöðvarinnar
Smáralind í Kópavogi vilja
reisa 10–12 hæða turn við
Smáralind. Í turninum yrðu
skrifstofur. Hann yrði 10–12
þúsund fermetrar að
flatarmáli og myndi tengjast
Smáralind.
Eigendurnir hafa kynnt
hugmyndir sínar
skipulagsyfirvöldum í
Kópavogsbæ. Kostnaður er
áætlaður 1–2 milljarðar.
Pálmi Kristinsson, sem er
framkvæmdastjóri
Smáralindar, segir að
hugmyndin fari nú í gegnum
hefðbundið kynningarferli.
Vilja reisa 10–12 hæða
turn við Smáralind
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Smáralind í Kópavogi.
ÍSLENSKA landsliðið í
handknattleik karla tryggði
sér farseðilinn á
heimsmeistaramótið þegar
það lagði Ítalíu, 37:25, í
síðari viðureign þjóðanna í
íþróttahúsinu í Kaplakrika í
Hafnarfirði. Íslenska liðið
var aðeins einu marki yfir í
hálfleik, 15:14. Í síðari
hálfleik tók íslenska
landsliðið öll völd á
vellinum stakk ítalska
landsliðið hreinlega af.
Íslendingar unnu einnig
fyrri leikinn, 37:31.
Heimsmeistaramótið fer
fram í Túnis í lok janúar og
í byrjun febrúar á næsta
ári. Þetta verður í 14. sinn
sem Íslendingar senda lið
til keppni á
heimsmeistaramót í
handknattleik karla en fyrst
var það á meðal keppenda
í Austur-Þýskalandi 1958.
Þetta verður jafnframt
sjöunda stórmótið í röð í
handknattleik karla sem
Íslendingar taka þátt í.
Guðjón Valur Sigurðsson
skoraði flest mörk íslenska
liðsins í seinni leiknum,
ellefu. Ólafur Stefánsson
kom næstur með sjö mörk.
Snorri Steinn Guðjónsson
gerði fjögur mörk og þeir
Dagur Sigurðsson og Einar
Örn Jónsson skoruðu þrjú
mörk hvor.
Kvennalandslið Íslands í
handknattleik tapaði fyrir
Tékkum, 24:18, í síðari
viðureign þjóðanna um sæti
á Evrópumeistaramótinu
sem fram fer í
Ungverjalandi í lok þessa
árs. Leikurinn fór fram í
Tékklandi. Ísland tapaði
einnig fyrri leiknum sem
leikinn var hér heima,
27:26.
Ísland með á
HM í hand-
knattleik
RONALD Reagan var
jarðsunginn á föstudaginn.
Reagan var forseti
Bandaríkjanna frá 1980 til
1988.
Athöfnin fór fram í
Washington, höfuðborg
Bandaríkjanna. Síðan var
flogið með lík Reagans til
Kaliforníu. Þar var hann
jarðsettur. Davíð Oddsson,
forsætisráðherra Íslands,
var við athöfnina í
Washington.
Reagan bjó lengi í
Kaliforníu. Hann var
kvikmyndaleikari áður en
hann gerðist valdamikill
stjórnmálamaður í
Kaliforníu. Þaðan lá leiðin í
Hvíta húsið.
Reagan lést um síðustu
helgi. Hann var 93 ára
gamall. Hann hafði lengi
þjáðst af
Alzheimer-sjúkdómi.
Bandaríkjamenn
minntust Reagans í
vikunni. Mikill fjöldi fólks
kom að kistu hans þar sem
hún var geymd í þinghúsinu
í Washington. Hann var
mjög vinsæll forseti.
Reagan kom til Íslands
árið 1986. Þá ræddi hann
hér við Míkhaíl Gorbatsjov.
Hann var leiðtogi
Sovétríkjanna. Fundurinn í
Reykjavík þykir merkilegur.
Hann átti þátt í því að ljúka
„kalda stríðinu“. Það stríð
var á milli Vesturlanda og
Sovétríkjanna sem börðust
um áhrif í heiminum. Sumir
segja að Reagan hafi unnið
„kalda stríðið“. Sovétríkin
liðu undir lok og
kommúnisminn hrundi.
Reagan var umdeildur
þegar hann var forseti. Nú
telja margir í
Bandaríkjunum að hann
hafi verið mjög merkilegur
forseti. Samningar sem
hann gerði við Sovétríkin
voru mikilvægir. Aðrir segja
að hann hafi aðallega
hugsað um ríka fólkið í
Bandaríkjunum.
Reagan var fertugasti
forseti Bandaríkjanna.
George Bush tók við af
honum og var forseti til
1993. Hann er faðir
George W. Bush sem er nú
forseti Bandaríkjanna.
Reagan
jarðsunginn
Morgunblaðið/RAX
Ronald Reagan, til vinstri, heilsar Míkhaíl Gorbatsjov
við upphaf fundar þeirra í Reykjavík haustið 1986.
Netfang: auefni@mbl.is