Morgunblaðið - 13.06.2004, Síða 56
FÓLK Í FRÉTTUM
56 SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
NÝTT: Miðasala á netinu
www.borgarleikhus.is
Stóra svið
Nýja svið og Litla svið
DON KÍKÓTI eftir Miguel de Cervantes
Í kvöld kl 20
SÍÐASTA SÝNING Í VOR
CHICAGO eftir J. Kander, F. Ebb og B. Fosse
Lau 19/6 kl 20
SÍÐASTA SÝNING Í VOR
BELGÍSKA KONGÓ eftir Braga Ólafsson
Í kvöld kl 20 - UPPSELT
SÍÐASTA SÝNING Í VOR
TANZ THEATER HEUTE - LJÓSMYNDASÝNING
í samvinnu við Goethe Zentrum - Í FORSAL
Miðasala: 568 8000
Nýr opnunartími: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00 - 18:00
miðviku-, fimmtu- og föstudaga: 10:00 - 20:00
laugardaga og sunnudaga: 12:00 - 20:00
www.borgarleikhus.is midasala@borgarleikhus.is
LÍNA LANGSOKKUR eftir Astrid Lindgren
Su 12/9 kl 14, Su 19/9 kl 14, Su 26/9 kl 14
GRÍMAN - ÍSLENSKU LEIKLISTARVERÐLAUNIN
Mi 16/6 kl 20 - kr. 1.500
Dansleikur innifalinn
Fim. 24. júní FRUMSÝNING kl. 19.30 - UPPSELT
Fös. 25. júní Sýning nr. 2 kl. 19.30 - UPPSELT
Mið. 30. júní Sýning nr. 3 kl. 19.30 - ÖRFÁ SÆTI
Fim. 1. júlí Sýning nr. 4 kl. 10.30 - FÁ SÆTI
Fös. 2. júlí Sýning nr. 5 kl. 19.30 - LAUS SÆTI
Sun. 4. júlí Sýning nr. 6 kl. 17.00 - LAUS SÆTI
Lau. 10. júlí Sýning nr. 7 kl. 16.30 - LAUS SÆTI
Lau 10. júlí Sýning nr. 8 kl. 19.30 - FÁ SÆTI
Það er ekki algengt að hljóm-sveitir nái að sameina virð-ingu og vinsældir á viðlíkahátt og Beastie Boys hefur
gert í gegnum tíðina, hvað þá að
þeim takist að halda velli, vera skap-
andi og frumlegar, jafnlengi og þeim
félögum, en nú þegar ný skífa þeirra
kemur út, To the 5 Boroughs, eru
liðnir ríflega tveir áratugir frá því
þeir stofnuðu sína fyrstu hljómsveit
og átján ár frá því þeir skutust á
toppinn vestan hafs.
Pönkað hiphop
Þótt starfsaldurinn sé orðinn lang-
ur hafa þeir þremenningar í Beastie
Boys, Mike „Mike D“ Diamond,
Adam „MCA“ Yauch og Adam „Ad-
Rock“ Horovitz, ekki sent frá sér
margar breiðskífur, To the 5 Bor-
oughs er sú sjötta og kemur eftir sex
ára hlé, Hello Nasty kom út 1998.
Ekki er það þó bara vegna þess að
þeir séu lengi að vinna því þeir hafa
jafnan verið vinnusamir við ýmislegt
annað en hljómsveitina, rekið hljóm-
plötufyrirtæki, lagt sig fram í mann-
réttindabaráttu og svo má telja.
Beastie Boys eru sprottnir úr New
York-pönki í lok áttunda áratug-
arins. Mike D var í hljómsveitinni
Young Aborigines. MCA gekk til liðs
við sveitina og nafnið breyttist í
Beastie Boys, en sveitin spilaði
einkar hart pönk. Síðar slóst Ad-
Rock í hópinn og með hann innan
borðs tók sveitin upp fyrstu plötuna,
smáskífuna „Pollywog Stew“, sem
kom út 1982.
Þegar svo átti að taka upp stóra
plötu var tónlistin tekin að breytast,
farin að draga dám af því sem var að
gerast meðal litra New York-búa,
smitaðist af rappi. Rick Rubin, sem
síðar varð mikill útgáfumógúll,
heyrði hjá þeim félögum lagið
„Cooky Puss“ og tók að sér að gera
þá félaga fræga, fyrst var fækkað í
henni þar til þeir voru einir eftir
Mike D, MCA og Ad-Rock, keyptur á
þá hiphopgalli og þeir sneru sér al-
farið að hiphopi.
Metsöluplatan og meistarastykkið
Licensed to Ill kom út 1996 og
vakti gríðarlega athygli, seldist í bíl-
förmum vestur í Bandaríkjunum og
ruddi nýrri tónlistastefnu braut.
Tónlistin var góð og framkoma
þeirra félaga ýtti einnig undir sölu á
skífunni, þeir voru sífellt með læti, sí-
fullir að því er virtist og höguðu sér
almennt eins og bestíur.
Annir við tónleikahald til að fylgja
skífunni eftir seinkuðu næstu plötu,
Paul’s Boutique, sem kom út 1989.
Hún var enn betri tónlistarlega,
sannkallað meistarastykki og með
bestu plötum hiphop-sögunnar, þótt
ekki hafi hún selst eins vel og platan
á undan. Reyndar var vestan hafs
salan svo slæm miðað við Licensed to
Ill, sú seldist í sex milljón eintökum
en Paul’s Boutique náði ekki milljón,
að þeir sem sömdu við þá félaga um
útgáfu á plötunni voru reknir frá fyr-
irtækinu sem gaf hana út.
Þriðja breiðskífan, Check Your
Head, var talsvert öðruvísi en lítið
síðri. Hún kom út 1992 og seldist
mun betur en Paul’s Boutique. Ekki
liðu svo nema tvö ár í fjórðu plötuna,
Ill Communication, prýðis plötu, en
þá tóku þeir sér svo gott frí, því vinna
við fimmtu plötuna, Hello Nasty, tók
þrjú ár og hún kom loks út 1998.
Tímanum var vel varið því hún stenst
fyllilega fyrri plötum snúning,
óhemju fjölbreytt og skemmtileg
plata.
Biðin eftir nýrri plötu var býsna
löng eftir það, en þeir voru víst upp-
teknir í allskyns viðskiptum, mann-
úðarstarfi og mannrétttindabaráttu
og svo voru þeir að fást við músík
hver í sínu lagi, Mike D með Bran
Van 3000 og Ad-Rock með BS 2000.
Mestur tími fór þó í vandræðagang í
kringum útgáfuna sem þeir stofnuðu,
Grand Royal, sem fór á hausinn með
miklum harmkvælum 2001.
Eftir að þeir voru búnir að greiða
úr þeirri flækju hófst svo vinna við
nýja skífu og To The Five Boroughs
kemur svo út á morgun.
Platan nýja er nokkuð dæmigerð
Beastie Boys-plata, engin bylting á
ferð, en ef eitthvað er er meiri
áhersla á hiphop í töktum og tónlist
en stundum áður. Á plötunni eru líka
raftónlistarlegir kaflar, mikið um að
vera og mikil partítónlist eins og
þeirra er von og vísa. Varla kemur á
óvart að textar á plötunni eru mjög
pólitískir, þetta er og kosningaár
vestan hafs, og þeir skjóta föstum
skotum á hernaðarhyggju og hægri-
mennsku, en einnig er lag á skífunni
tileinkað New York sem samið er
meðal annars til að minnast árásanna
11. september.
Tónlist á sunnudegi
Árni Matthíasson
Beastie Boys
snúa aftur
Beastie Boys ruddu brautina í rappi fyrir bleik-
nefja. Þeir senda frá sér nýja plötu, To The Five
Boroughs, á morgun.
LJÓSMYNDARINN og nátt-
úruunnandinn RAX hefur verið
heillaður af ægifegurð grænlenskra
norðurslóða allt frá því hann hélt
fyrst til fundar við nyrstu byggðir
heims fyrir 15 árum. Staðsettar á
breiddargráðu þar sem fimbulvetur
með allt að -40 stiga gaddi ríkir 10
mánuði á ári. Í fljótu bragði virðist
landsvæðið ein hrikaleg eyðimörk,
en þegar betur er að gáð leynast
örfáar sálir í mjallhvítu umhverfinu
sem leggur til nægjusömu veiði-
mannasamfélaginu nóg að bíta og
brenna.
Eins og alþjóð veit er Raxi með
snjöllustu ljósmyndurum, skáld
sem yrkir á filmu. Hann sér feg-
urðina í ljósinu og skuggunum, sam-
spili harðgerra frumbyggja í kulda-
legri náttúru, hundunum þeirra og
lífsbjörginni í lofti, láð og legi. Skilar
henni til okkar í stílhreinum, svart/
hvítum listaverkum sem unun er á
að horfa. Samtímis skrásetur hann
hverfandi veröld manna sem lifa
enn um stund á landsins gæðum líkt
og forfeður þeirra frá ómunatíð. Ei-
líflega tvísýna lífsbaráttuna, menn-
ingu og smitandi kátínu. Framtíð
veiðimannanna sér Raxi í vaxandi
innrás ferðamanna.
Við skynjum með honum undir-
stöðu sjálfrar lífsspekinnar sem op-
inberast listamanninum í kyrrð
norðurslóða og eðlislægri lífsgleði
íbúanna: „Við eigum aðeins eitt líf,
það á að lifa því og það á að vera
skemmtilegt.“ Sveinn M. Sveinsson
fylgir ljósmyndaranum eftir eins og
skugginn, án þess að áhorfandinn
verði hans var, og færir okkur heim
sérkenni þessa brátt uppgötvaða af-
kima veraldar.
77° norður
Kvikmyndir
Regnboginn – Heimildar- og
stuttmyndahátíð
Heimildarmynd. Stjórnandi: Sveinn M.
Sveinsson. Handrit: RAX (Ragnar Ax-
elsson). Tónlist: Valgeir Guðjónsson.
30 mínútur. Plús film. Ísland. 2004.
Heimur kuldans – RAX ljósmyndari á
Norður-Grænlandi Sæbjörn Valdimarsson
STUTTMYNDIN Síðustu orð
Hreggviðs eftir Grím Hákonarson er
góðlátleg en skörp háðsádeilda á
„nútímavæðingu“ hins rótgróna og
virðulega dagblaðs Morgunblaðsins.
Sögusviðið er fyrrnefndur fjölmiðill
árið 2004 en þar á bæ fara menn ekki
varhluta af stefnum og straumum í
stjórnunarháttum og umbrotstísku,
og er ekki laust við að ritstjórinn,
Sturlaugur Johannessen (Þorsteinn
Gunnarsson) eigi undir högg að
sækja gagnvart áköfum og nútíma-
lega þenkjandi undirmönnum sínum.
Dag einn dregur til tíðinda er
Hreggviður, gamall hægrimaður og
fastapenni blaðsins, fær hjartaáfall
og kveður þennan heim, í þann mund
er öryggisverðir vilja meina honum
aðgang að efri hæðum Morgunblaðs-
hússins. Fáir veita reyndar fráfallinu
athygli, en Sturlaugur laumast í
jarðarförina og hefur erfiðar draum-
farir um nóttina. Upphefst í kjölfarið
kostulegt ferli þar sem Sturlaugur
glímir annars vegar við ásækna og
hægrisinnaða drauga fortíðar og
hins vegar við markaðs- og sam-
keppnissinnaða millistjórnendur
sem virðast hvorki hafa heyrt minnst
á kalda stríðið né skoðanaskipti um
gjaldtöku í sjávarútvegi.
Styrkur þessarar frumlegu mynd-
ar Gríms Hákonarsonar er vel samið
handrit sem felur á stundum í sér
lunkna greiningu á þeirri „stofnun“
sem Morgunblaðið er í íslensku sam-
félagi. Þetta tekst með því að halda
sögunni á mörkum ímyndaðrar
dæmisögu (t.d. í anda Jólasögu Dick-
ens) og nokkurs konar skaups, þar
sem tilvísanir eru tengdar markvisst
við veruleika sem landsmenn og
(ekki síður starfsmenn Mbl.) kann-
ast skuggalega vel við.
Myndin er sómasamlega útfærð,
hefur yfir sér dálítinn sjónvarps-
myndablæ, sem er reyndar viðeig-
andi í samhengi sögunnar, sem út-
færð er í nokkurs konar gaman-
sömum ýkjustíl. Þar er sviðsmyndin
notuð á snjallan og stundum úthugs-
aðan hátt, sem eykur við háðsádeilu
sögunnar. Leikararnir eru vel valdir
í hlutverkin, og fara þau Þorsteinn
Gunnarsson, Ívar Örn Sverrisson,
Guðrún Gísladóttir, Þorsteinn Guð-
mundsson og Þorvarður Helgason
ágætlega með skemmtilegar persón-
urnar og vel skrifuð samtölin. Þar
mæðir ekki síst á Þorsteini Gunn-
arssyni sem snýr persónunni Stur-
laugi Johannessen upp í kostulega
ýkjumynd af hefðbundinni ritstjóra-
ímynd Morgunblaðsins.
Hugmyndin um hinn opna lýðræð-
islega tjáskiptavettvang er svo sann-
arlega þanin í æsar í þessari bráð-
fyndnu stuttmynd, þar sem samtíma
og fortíð er stefnt í óvenjulega sam-
ræðu.
Fortíðarskotinn samtími
Kvikmyndir
Regnboginn – Heimildar- og
stuttmyndahátíð Shorts & Docs
Leikstjóri: Grímur Hákonarson. Stutt-
mynd. Ísland. Boris Kvikmyndagerð,
2004.
Síðustu orð Hreggviðs Heiða Jóhannsdóttir
GOÐSAGNAKENNDI rokkarinn
Morrissey hefur valdið usla meðal
aðdáenda sinna í Bandaríkjunum
eftir að greint var frá því að hann
hefði óskað þess að Bush Banda-
ríkjaforseti væri dauður.
Þessi fyrrum forsprakki Smiths
tilkynnti tónleikagestum í Dublin á
laugardaginn að Ronald Reagan,
fyrrverandi Bandaríkjaforseti, væri
látinn. Því næst sagði hann að hann
óskaði þess að núverandi forseti,
George W. Bush, hefði látist í hans
stað, samkvæmt frétt er BBC hefur
eftir dagblaðinu Manchester Even-
ing News.
Talsmaður Morrisseys segir að
hann hafi einungis verið að segja
áhorfendum fréttina af láti Reagans.
„Það sem hann sagði næst um
George Bush var algjörlega hans
eigin skoðun. Hann er ófeiminn við
mál er valda ágreiningi,“ sagði tals-
maðurinn.
Bush frekar
en Reagan
Reuters
Morrissey er ófeiminn við að
hneyksla.
Morrissey veldur usla
í Bandaríkjunum