Morgunblaðið - 13.06.2004, Page 57
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 2004 57
KYNNINGAR á nýja
Lipfinity Everlites frá kl. 14-17
KAUPAUKI Á KYNNINGU
Kvikmyndir sem MAX FACTOR hefur séð um förðun í eru m.a:
Mona Lisa Smile, LOVE actually, Chicago, Die Another Day, About A Boy, Vanilla Sky, Bridget Jone‘s
Diary, Charlotte Grey, Charlies Angels 1 og 2, Anna and the King, Notting Hill, Titanic, Evita........
DÚETTINN Indigo stendur, ásamt
öðrum, fyrir tónleikum á Grand
rokk í kvöld. Tilgangur tónleikanna
er meðal annars að safna fé til að
fjármagna fyrirhugaða ferð hljóm-
sveitarinnar til Bandaríkjanna.
„Já, við fengum styrk til utanfar-
ar og ætlum að halda nokkra tón-
leika í New York á næstunni,“ segir
Ingólfur Þór Árnason en hann
myndar Indigo ásamt Völu Gests-
dóttur.
Auk þess er Indigo við upptökur á
nýju efni og er að leita að útgefanda.
„Við stefnum svo á að fara aftur
til New York í ágúst en erum þess á
milli bara að reyna að vera dugleg
að vinna,“ segir Ingólfur.
Auk Indigo koma fram í kvöld
Viking Giant, Bob Justman, Siggi
Ármann og Karl Henry. Einnig
munu ljósmyndarinn Svavar Jónat-
ansson og myndhöggvarinn Hörður
B. Thors sýna verk sín.
Tónleikarnir hefjast klukkan 21
en fólki er velkomið að koma með
grillmat klukkan 19 því tónleika-
haldarar standa fyrir grillveislu.
Hljómsveitin Indigo á leið til Bandaríkjanna
Ingólfur og Vala eru Indigo.
Indigo í víking
Tónleikarnir á Grand rokk
hefjast klukkan 21. Miðaverð
er 700 krónur.