Morgunblaðið - 13.06.2004, Qupperneq 58
Deep Purple á Íslandi, 1971
DEEP Purple snúa aftur til Íslands undir
enda þessa mánaðar, nánar tiltekið dagana
23. og 24. júní, og leika þá á tvennum tón-
leikum í Laugardalshöll. Deep Purple hafa
einu sinni áður komið til landsins, en það var
þegar þeir héldu tónleika á sama stað, 18.
júní árið 1971 og óhætt að segja að sveitin
hafi þá verið á hátíndi ferils sín.
Að loknum tónleikum bauð sveitin nokkr-
um Íslendingum að hoppa með sér aftur til
Lundúna, í sérlegri einkaflugvél sveitarinnar.
Friðrik Ásmundsson Brekkan var einn af
þeim sem létu slag standa. Friðrik starfar nú
sjálfstætt sem leiðsögumaður og ráðgjafi en á
þessum tíma var hann eins og svo margir,
með hár niður á axlir og rokkþorsta á háu
stigi.
Þessi ævintýramennska Friðriks borgaði
sig þó heldur betur því ferðin var sannanlega
kostuleg.
„Að loknum tónleikum hitti ég Ingiberg
Þorkelsson, sem stóð fyrir tónleikunum og
spurði hann mig hvort ég hefði áhuga á að
koma með Deep Purple til London í einka-
flugvélinni þeirra, aðra leið,“ rifjar Friðrik
upp. „Það átti að fara daginn eftir. Við áttum
að greiða þrjú pund ensk í tryggingargjald til
þess að fá að fara með og var því snarlega
bjargað. Smám saman safnaðist saman lítill
hópur manna sem vildi fara með út í ævintýr-
ið.“
„Samanbrotnir“
Friðrik fór með Óttari Felix, þeim mikla
athafnamanni og núverandi eiganda Zonet-
útgáfunnar.
„Við Óttar Felix fórum saman í raun án
þess að vita nákvæmlega hvernig við ættum
að komast heim aftur. Þegar til Keflavíkur
var komið beið okkar fjögurra hreyfla Vis-
count-flugvél sérinnréttuð fyrir hljómsveit-
arflutninga. Við settumst hjá Jon Lord og
Ritchie Blackmore sem voru að spila póker
með hrúgu af peningum uppi á borði. Fjár-
hagur okkar félaganna var ekki þannig að við
gætum verið með í spilinu en við fylgdumst
samt grannt með. Þetta var ósköp róleg ferð,
enda allir þreytttir, bæði hljómlistarmenn og
rótarar og dottuðu menn hver af öðrum. Ian
Gillan sat einn og var að lesa og tyllti ég mér
hjá honum og sagðist hann endilega vilja
koma einhvern tíma aftur til Íslands sem
óbreyttur ferðamaður og skoða sig um án
þess að vera í þessu hljómleikastressi og
sagðist ég vona að svo yrði einhvern tímann.
Hann spurði hvað við værum að gera til
London og ég nefndi að þetta væri nú bara
„sprell“ hjá okkur félögunum að komast í
nokkra daga til London.“
Í framhaldi af þessu spurði Gillan þá fé-
laga hvernig þeir ætluðu að koma sér inn í
London, en lent var á Stanstedvelli, sem
liggur utan við Norður-London. Þeir félagar
höfðu ekki hugmynd um hvernig þeir ættu að
koma sér í borgina.
„Hann sagðist gjarnan vilja leyfa okkur að
renna með sér inn í bæ, en hann væri að fara
alveg í öfuga átt, en hann skyldi spyrja Jon
Lord hvort hann myndi vilja skutla okkur.
Varð það úr að Jon bauðst til þess að renna
með okkur Óttar Felix til London. Það var
heldur þröng vistin, því bifreiðin var af gerð-
inni Jaguar E type, 12 strokka sportbíll, sem
með góðu móti tekur tvo farþega og svo er
hægt að troða tveimur álfum af minnstu gerð
í hið svokallaða aftursæti, sem er ekki nema
einhverjir tuttugu og fimm sentímetrar fyrir
aftan framsætin. Þar sem útgefandi New
Musical Express, sem fylgdi þeim til Íslands
sat í framsætinu, þá var okkur Óttari troðið
þarna á hænuprikið í eina kös alla leið frá
Stansted-flugvelli inn til Sloane Square i
miðborg London. Við kvöddum þessa heið-
ursmenn og eftir að hafa rétt úr okkur og
jafnað okkur vel eftir að hafa verið „sam-
anbrotnir“ í einn og hálfan tíma fórum við að
leita að gistiheimili.“
Stórborgin
Friðrik lýsir því að Óttar hafi vísað veginn
á gistiheimili sem hann hafði eitt sinn verið
á. „Þar bjó enn sama gamla konan og hafði
hýst Óttar og vin hans fyrir mörgum árum.
„Yes, I remember you and the other one,“
sagði kella. Ég hugsaði ekkert út í það, hver
þessi „other one“ var og spurði heldur ekki
Óttar um það.“
Þeir félagar skoðuðu sig svo um í stór-
borginni í nokkra daga.
„Svo þegar ég greiddi hótelreikninginn leit
ég á hann áður en ég stakk honum í vasann.
Þar stóð herbergisnúmerið og svo efst nafnið
Mr. Hendricks. Ég sagði konunni að þetta
væri ekki ég, en hún sagði að Óttar héti Mr.
Hendrix. Ég spurði Óttar út í þetta og þá
kom í ljós að gamla konan mundi eftir því að
þeir félagarnir Jimi Hendrix og Óttar höfðu
gist þarna saman einhvern tíma en hún
mundi ekki nema annað nafnið og setti það á
reikninginn!“
Í skottinu hjá Lord Sögumaðurinn Friðrik Brekkan ásamt vini sínum, gítarist-
anum Ritchie Blackmore.
arnart@mbl.is
Purple-menn að árita sig inn á Hótel Esju.Ritchie Blackmore og Roger Clover á Íslandi 1971.
58 SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Ó.H.T Rás2
SV MBL
SKONROKK
Sýnd kl. 5.40 og 10.
25.000
manns
á 12 dögum!!!
Sýnd kl. 6, 8 og 10.10.
PIERCE BROSNAN
JULIANNE MOORE
FRUMSÝNING
Frábær ný gamanmynd frá höfundi
Adaptation og Being John Malkovich
Með stórleikurunum Jim Carrey og
Kate Winslet.
"stílhreint snilldarverk"
HP Kvikmyndir.com
Sýnd kl. 4 og 8. Sýnd kl. 3.50.
ELLA
Í ÁLÖGUM
DV
HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 15.00
ELLA
Í ÁLÖGUM
Sýnd kl. 1.50 og 3.50. Sýnd kl. 1.30 og 3.30. Með ísl. tali
Sýnd kl. 2.40, 4, 5.20, 6.40, 8, 9.20 og 10.40.Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
DV
kl. 3, 5.50, 8.30 og 11.10.
Svakaleg stórmynd um náttúruhamfarir í sinni
mögnuðustu mynd sem stefna öllu lífi á jörðinni í
hættu. Þvílíkt sjónarspil hefur aldrei áður sést á hvíta
tjaldinu! Missið ekki af þessari.
Ó.H.T Rás2
SV MBL
Kvikmyndir.com
SKONROKK
28.000
manns
á 16 dögum!!!
FRUMSÝNING
Frábær ný gamanmynd frá höfundi
Adaptation og Being John Malkovich
Með stórleikurunum Jim Carrey og Kate Winslet.
"stílhreint snilldarverk"
HP Kvikmyndir.com
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.15.