Morgunblaðið - 13.06.2004, Side 60
60 SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
KRINGLAN
Sýnd kl. 12, 1, 2, 3.30, 4, 5, 6.30, 8 og 10.
Nýjasta og mest spennandi myndin um Harry Potter er
komin í bíó.Stórkostlegt ævintýri fyrir alla fjölskylduna
sem enginn má missa af!
Ráðgátur leysast, leyndarmál verða uppljóstruð.
Kvikmyndir.com
Ó.H.T Rás2
DV
HL Mbl
Stórviðburður ársins er kominn!
Brad Pitt, Orlando Bloom og Eric Bana í magnaðri
stórmynd undir leikstjórn Wolfgang Petersen.
B rad P i t t , O r lando B loom , E r ic Banai l l i
HÁDEGISBÍÓ Í SAMBÍÓUM, KRINGLUNNI
MIÐAVERÐ KR. 400 Á ALLAR MYNDIR KL. 11 OG 12
Sýnd kl. 3, 5.40 og 10.
Nýjasta og mest spennandi myndin um Harry Potter er komin í bíó.
Stórkostlegt ævintýri fyrir alla fjölskylduna sem enginn má missa af!
Ráðgátur leysast, leyndarmál verða uppljóstruð.
Brad Pitt, Orlando Bloom, Eric Bana
SV MBLKvikmyndir.is
ÓENDANLEG ÁSTRÍÐA ÓDAUÐLEGAR HETJUR
GOÐSÖGNIN SEM MUN LIFA AÐ EILÍFU!
Kvikmyndir.com
Ó.H.T Rás2
HL Mbl
Í SNERTINGU
VIÐ TÓMIÐ
Sýnd kl. 8. 3 SÝNINGAR EFTIR!Sýnd kl. 3, 6 og 9. B.i.14 ára.
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.Sýnd kl. 3, 4, 6, 7, 9 og 10. Stóri salurinn kl. 3, 6 og 9.
Árið 2001 heillaði Elling okkur uppúr skónum.
Nú er komið frábært sjálfstætt framhald þar sem
Elling fer í frí til sólarlanda ásamt móður sinni.
Norskt grin uppá sitt besta.
Mamma hans Elling
FRUMSÝNING
Ó.H.T Rás 2
„ÞAÐ var alveg sama hvernig ég
reiknaði dæmið, ég þurfti alltaf að
selja jafnmikið af plötum til að fá
fyrir mínu. Svo ég ákvað að gera
þetta bara alveg sjálfur í stað þess
að afsala mér réttinum að lög-
unum,“ segir Jón, sem gaf á dög-
unum út sólóplötu, algerlega upp á
eigin spýtur, eftir að hafa vegið og
metið mismunandi kosti. „Ég á
stúdíó, sem er stærsti hlutinn af
kostnaðinum við að gera plötu, svo
ég hugsaði með mér að ég gæti al-
veg eins fengið mér bara yfirdrátt
og gert þetta sjálfur. Það er líka
drífandinn sem ég er búinn að hafa.
Ég er búinn að vera að endasend-
ast um landið þvert og endilangt og
gera það sem þarf til að koma
þessu alla leið. Mér finnst það líka
skemmtilegt.“
Tengsl við fólkið
Jón fór víða um land í kynning-
arferðalagi sínu og sérstaka athygli
vakti að hann fór ekki aðeins á
stóra þéttbýlisstaði, heldur einnig
til staða eins og Grímseyjar og
Borgarfjarðar eystri, en þar voru
viðtökurnar sem Jón fékk hreint út
sagt ótrúlegar, næstum allir íbúar
byggðarlaganna komu til að heyra
hann leika. „Maður trúir ekki að-
sókninni á þessum stöðum. Fólkið
þarna er afar þakklátt fyrir að fá
músík og menningu að sunnan.
Auðvitað er ég ekki fyrsti
maðurinn sem fer þarna. Bubbi,
KK og Maggi, Hörður Torfa og
fleiri hafa allir farið þarna og spil-
að. Þetta vakti kannski athygli
núna af því að ég var að fara í
fyrsta skipti.“
Heimasíða Jóns, www.jon.is, hef-
ur löngum gegnt hlutverki mik-
ilvægs samskiptaglugga hans við
fólk. „Í gegnum heimasíðuna fæ ég
mjög mikið af alls konar spurn-
ingum og óskum og kemst í beint
samband við fólk af ólíklegustu
stöðum af landinu. Það hefur líka
gefið mér þá tilfinningu að þar væri
kannski fólkið sem langaði mest að
hitta mig, fólkið sem væri lengst í
burtu, að það kynni kannski mest
að meta það sem ég væri að gera.
Ég upplifði þetta allavega þannig
því landsbyggðin tók mér rosalega
vel,“ segir Jón, sem hefur að eigin
sögn alltaf haft gaman að því að
spjalla við áhorfendur og segja sög-
ur, en hann hefur lengi starfað sem
þáttastjórnandi. „Mér fannst ein-
mitt mjög gaman að tengja fólk inn
í textana og lögin með frásögnum
og upplýsingum á milli. Ég sá Ray
Davis þegar hann kom hingað og
spilaði. Þá var hann að segja sögur
og spila í klukkutíma. Þar fór hann
í gegnum fullt af frægum lögum
sem hann hafði samið eins og Lola
og Waterloo sunset og tengdi þetta
með sögum. Það var mjög heillandi.
Ég er kannski að reyna að gera
svipaðan hlut, að nýta mér vináttu
mína við hljóðnemann. Þetta er bú-
ið að vera mjög gaman og ég er
byrjaður að bóka fleiri staði í sum-
ar og haust.“
Aðsóknin var þó ekki alltaf góð
og segir Jón tvisvar hafa hitt illa á,
þannig hafi til dæmis úrslitakeppni
American Idol, fótboltaleikur,
Lionsfundur í Sandgerði og fleira
haft afdrifaríkar afleiðingar á mæt-
ingu. „Á þessu ferðalagi lærði ég
líka að nálgast þetta allt með æðru-
leysi, að ég yrði alltaf að gera góða
tónleika, hvort sem það væru sex í
salnum eða tvö hundruð,“ segir Jón
og bætir við að honum geti ekki
annað en þótt vænt um fólkið sem
stendur upp frá sjónvarpinu og
kemur á tónleika. „Mér finnst það
mesta hól sem maður getur fengið
að einhver komi sérstaklega til að
horfa á mann og hlusta á það sem
maður er að segja og syngja.
Manni finnst meira sjálfgefið að
fólk vilji koma á laugardagskvöldi,
skvetta í sig brennivíni og dansa
við slagarana. En að standa upp frá
imbanum á þriðjudagskvöldi og
kaupa sér miða og fara síðan á tón-
leika og horfa á einhvern mann
spila á píanó og syngja, mér finnst
það bara meiriháttar ákvörðun hjá
viðkomandi og maður fær álit á
svona fólki.“
Að gera plötuna
áreynslulaust
Aðspurður hvort platan hafi
blundað lengi í honum segir Jón
það ekki fjarri sanni. „Maður hefur
horft upp á margt fólk gera sóló-
plötur og hugsað að maður gæti al-
veg gert sólóplötu eins og það, en
svo hef ég kannski bara miklað
þetta svo fyrir mér, það er kannski
ástæðan fyrir því að ég hef ekki
gert þetta fyrr,“ segir Jón. „Fyrsta
platan átti að vera eitthvað svo
rosaleg. Manni fannst eins og hún
yrði að vera eitthvert meist-
arastykki. En svo breytti ég alger-
lega um hugarfar og hugsaði að
fyrsta platan yrði gerð eins
áreynslulaust og unnt væri, að það
væri ekki hægt að hanka mann á
tilgerðinni. Um leið og ég ákvað að
gera það sem ég kynni, að sitja og
spila á píanó og syngja huggulega
melódíu, þá gerði ég plötuna á
tveimur vikum og leið vel með
það.“
Traustir samstarfsmenn
Eitt af höfuðeinkennum plötu
Jóns er látlaus og einlægur söngur
hans, laus við alla tilgerð og stæla.
„Ég lít á sjálfan mig sem vísna-
söngvara eða raulara, ég spila bara
á píanó en ekki gítar. Ég er svo
ánægður með hvað svona listamenn
eins og Will Oldham og Damien
Rice eru virtir þrátt fyrir að þeir
séu ekki með einhvern hetjusöng.
Með þessari plötu stend ég og fell
Heiðarleg og einföld nálgun
Hinn landsþekkti tónlistarmaður Jón
„góði“ Ólafsson hefur nýlokið tónleika-
ferðalagi sínu um landið. Svavar Knútur
Kristinsson átti létt spjall við Jón um
tónlistina, samstarfið og framtíðina.
Jón kann vel að meta að vinna nú loks í eigin málum.