Morgunblaðið - 13.06.2004, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 2004 61
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 3.45. Ísl tal.
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 2. Ísl tal.
Með
íslen
sku
tali
AKUREYRI
Sýnd kl. 2, 5, 8 og 10.40.
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 2, 5, 8 og 10.40.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 2, 3, 5, 6, 8, 9 og 11.
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 3.45 og 10.
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 6 og 8.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12 ára
Tvíhöfði
DV
Roger Ebert
Chicago Sun Tribune
Ó.H.T Rás2
SV MBL
SKONROKK
Nýjasta og mest spennandi myndin um Harry Potter er komin í bíó.
Stórkostlegt ævintýri fyrir alla fjölskylduna sem enginn má missa af!
Ráðgátur leysast, leyndarmál verða uppljóstruð.
Nýjasta og mest spennandi myndin um Harry Potter er komin í bíó.
Stórkostlegt ævintýri fyrir alla fjölskylduna sem enginn má missa af!
Ráðgátur leysast, leyndarmál verða uppljóstruð.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 1.45. Ísl tal.
Kvikmyndir.com
Ó.H.T Rás2
DV
HL Mbl
Stórviðburður ársins er kominn!
Brad Pitt, Orlando Bloom og Eric Bana í magnaðri
stórmynd undir leikstjórn Wolfgang Petersen.
B rad P i t t , O r lando B loom , E r ic Banai l l i
SV MBL
EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 2, 5, 8 OG 11.
KRINGLAN
Kl. 7 og 10. B.i. 14.
ÁLFABAKKI
Kl. 5, 8 og 11. B.i. 14.
Kvikmyndir.is
AKUREYRI
Kl. 5. B.i. 14.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.10
AKUREYRI
Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 14.
Geggjuð grínmynd frá framleiðendum
“Road Trip” og “Old School”.
Kvikmyndir.com
Ó.H.T Rás2
DV
HL Mbl
með sjálfum mér: Punktur og
basta.“
Sá heiðarleiki og einfaldleiki sem
er gegnumgangandi á plötunni, var
einmitt höfuðsjónarmið í vali Jóns á
samstarfsmönnum við gerð plöt-
unnar. „Mér fannst ég þurfa að
vinna með fólki sem ég hef unnið
mikið með og þekkir mig best, til
þess að þetta yrði eins áreynslu-
laust og það gæti orðið, fólk sem
veit hvað ég fíla. Þegar mér hefur
tekist best upp í því sem ég er að
gera er þegar ég er að vinna með
fólki sem ég treysti og er afslapp-
aður.“ Stefán Már Magnússon, gít-
arleikari Geirfuglanna, er einmitt
kjörið dæmi um mann sem Jón seg-
ist treysta, en hann bað Stefán um
að vera ferðafélagi sinn og var
hann fús að taka þátt í því ævin-
týri. „Stefán er algjör snillingur og
frábær ferðafélagi. Hann er já-
kvæður, yfirvegaður, hægur og
skemmtilegur og mikill húmoristi.
Fjölhæfni hans sem hljóðfæraleik-
ari er auðvitað líka að verða al-
ræmd. Mér finnst hann bara vera
með svo góðan fíling sem hljóð-
færaleikari og við náðum mjög vel
saman.“
Þetta verkefni, að gefa út plötu
með sínum eigin verkum hefur haft
mikil áhrif á Jón. Hann segir þetta
nýja reynslu og afar jákvæða og
hyggst nú taka sér frí til að end-
urnýja orkuna. „Ég ætla að ferðast
með fjölskyldunni, bæði skoða
landið og fara utan,“ segir Jón og
bætir því við að hann sé farinn að
vinna dálítið í því að minnka við sig
í vinnu. „Mig langar til að geta gert
betur í hverju verkefni og líka að
eiga meiri tíma fyrir sjálfan mig og
fjölskylduna. Ég fékk núna snert af
þeirri tilfinningu sem fylgir því að
gera hluti fyrir sjálfan mig. Þetta
starf er búið að vera eitt besta
tímabil mitt í tónlistinni frá upp-
hafi. Nú finn ég það að ég verð að
gera þetta, ég verð að semja meira
og hugsa meira um sjálfan mig.
Vinir mínir og mínir nánustu brosa
sjálfsagt út í annað þegar þeir lesa
þetta, því ég er búinn að vera að
segja þetta í tíu eða fimmtán ár, en
nú finnst mér ég hafa stigið þetta
skref og vonandi held ég áfram á
þessari braut. Nýr vinkill er kom-
inn í spilið.“
Morgunblaðið/Eggert
svavar@mbl.is
BRESKI leikarinn Andy Serkis,
sem er þekktur fyrir að hafa mótað
persónuna Gollri í þríleiknum um
Hringadrótt-
inssögu, ætlar
að taka þátt í
mótun risaapans
King Kong í
samnefndri
kvikmynd. Leik-
stjóri kvikmynd-
arinnar um
King Kong er
Peter Jackson,
en hann leik-
stýrði kvikmyndunum um Hringa-
dróttinssögu. Apinn King Kong
verður búinn til í tölvu, en Serkis
ætlar að móta hreyfingar sem
verða notaðar til tölvuvinnslu. Þá
verður hann í öðru hlutverki í kvik-
myndinni, að sögn BBC.
Serkis átti stóran þátt í sköpun
Gollris sem var unnin í tölvu. Hann
átti í upphafi einungis að ljá hinum
tölvuteiknaða Gollri rödd sína. En
Serkis lagði sig svo hart fram og
náði svo góðum tengslum við Gollri
að á endanum var hann látinn sjá
um hreyfingar hans sem voru færð-
ar yfir í tölvu.
Gert er ráð fyrir að King Kong
verði tekin upp í ágúst á Nýja-
Sjálandi. Aðrir sem leika í kvik-
myndinni eru Naomi Watts, Jack
Black og Adrien Brody. Gert er
ráð fyrir að kvikmyndin verði
frumsýnd í desember árið 2005 …
LEIKKONAN Meryl Streep hlaut á
dögunum viðurkenningu banda-
rísku kvik-
myndastofn-
unarinnar fyrir
leikferil sinn.
Hlaut hún mikið
lof við athöfnina
frá kollegum
sínum í leik-
arastétt og var
meðal annars
sögð „of full-
komin“. Leikararnir Jim Carrey,
Jack Nicholson, leikstjórinn og
handritshöfundurinn Nora Ephron
og Shirley MacLaine, voru meðal
þeirra sem stigu í pontu og hrós-
uðu Streep.
Kvöldið í gær hófst með því að
Carrey, sem leikur ásamt Streep í
nýrri mynd, Lemony Snicket’s A
Series of Unfortunate Events,
hrósaði henni í hástert. Skoðun
sinni til staðfestingar söng hann
lag Tinu Turner, „Simply the
Best“, í gamansamri útgáfu.
„Meryl, þú hefur sérstök áhrif,“
sagði Goldie Hawn, sem var með-
leikari Streep í myndinni Death
Becomes Her frá árinu 1992.
Streep, sem er 54 ára, hefur
tvisvar sinnum hlotið Ósk-
arsverðlaun. Fyrst árið 1979 fyrir
besta leik í aukahlutverki í mynd-
inni Kramer vs. Kramer. Þá var
hún verðlaunuð fyrir besta leik í
aðalhlutverki fyrir myndina Soph-
ie’s Choice, árið 1982.
FÓLK Ífréttum