Morgunblaðið - 15.06.2004, Side 10

Morgunblaðið - 15.06.2004, Side 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ JÓN Sigurður Guð- mundsson, forstjóri og ræðismaður Íslands í Louisville, Kentucky í Bandaríkjunum, lést laugardaginn 12. júní sl. Jón var fæddur á Þingeyrum í Austur- Húnavatnssýslu 27. júní 1921, sonur hjónanna Guðmundar Andréssonar og Jór- unnar Loftsdóttur. Jón lauk prófi frá Verslunarskóla Ís- lands árið 1938. Á unglingsárum tók hann mikinn þátt í Skátahreyfingunni í Reykja- vík. Hann vann hjá Jóni Loftssyni hf. í Reykjavík og stýrði innkaupa- skrifstofu fyrirtækisins í New York 1942 til 1946. Jón fluttist til Bandaríkjanna með fjölskyldu sína árið 1950 og settust þau að í Louisville Ken- tucky. Hann var einn af stofnendum og stjórnarformaður Íslensk-Amer- íska Verslunarráðsins í New York, og einnig í stjórn American-Scand- inavian Foundation. Hann stofnaði Þjóðræknisfélag Ís- lendinga í Bandaríkj- unum. Jón starfaði í harð- viðariðnaðinum í mörg ár en árið 1964 stofn- aði hann sitt eigið harðviðarfyrirtæki, Norðland Corporation. Einnig starfaði hann sem stjórnarformaður eða stjórnarmeðlimur í mörgum aðalsamtök- um harðviðariðnaðar- ins í Bandaríkjunum og Kanada. Hann var í 20 ár meðlimur skipulagsnefndar sýsl- unnar sem hann bjó í. Jón var ræðismaður Íslands í Louisville Kentucky. Hann var sæmdur Fálkaorðunni árið 1996. Eftirlifandi eiginkona hans er Sesselja Svana Eggertsdóttir og börn þeirra eru Örn Eggert, Jórunn Hilda og Jón Sigurður og eiga þau 6 barnabörn og eitt barnabarnabarn. Jarðarför Jóns fer fram miðviku- daginn 16. júní í Louisville, Ken- tucky. Andlát JÓN SIGURÐUR GUÐMUNDSSON samninganefndar Launanefndar, var fundurinn stuttur og fallist á þá tillögu kennara að koma næst saman til fundar 11. ágúst næstkomandi. Ágreiningur hafi ekki verið gerður um þá tillögu, þó að samninganefnd- in hafi verið reiðubúin til áframhald- andi viðræðna. Birgir Björn segir engar efnislegar viðræður hafa farið STJÓRN Kennarasambands Ís- lands (KÍ) lýsir yfir áhyggjum af stöðu samningaviðræðna og talar um skilningsleysi viðsemjenda gagnvart kröfum kennara og skólastjórnenda í grunnskólum. Í yfirlýsingu frá stjórn KÍ er skorað á stjórn Sam- bands íslenskra sveitarfélaga að beita öllum tiltækum ráðum til að semja við Félag grunnskólakennara og Skólastjórafélag Íslands um „nauðsynlegar breytingar“ á launum og vinnutíma í grunnskólum. Samninganefndir kennara og Launanefndar sveitarfélaganna komu saman á stuttum fundi hjá rík- issáttasemjara í gær. Að sögn Birgir Björns Sigurjónssonar, formanns fram í gær, hvorki um kröfur kenn- ara eða síðasta tilboð sveitarfélaga. Verkfallsboðunin áskorun Sem kunnugt er hafa grunnskóla- kennarar með atkvæðagreiðslu sam- þykkt verkfallsboðun 20. september, hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Spurður um áhrif þeirrar nið- urstöðu á samningaviðræður segir Birgir Björn að í henni felist áskorun á báða aðila að ljúka viðræðum með undirritun nýs kjarasamnings, þann- ig að ekki þurfi að koma til verkfalls sem skaði alla; nemendur, foreldra og kennara. Stjórn KÍ vill að sátt ríki um skólastarfið og að grunnskólinn sé á hverjum tíma eftirsóknarverður og aðlaðandi vinnustaður bæði fyrir starfsmenn og nemendur. Hlutverk kennara og skóla hafi tekið miklum stakkaskiptum á und- anförnum árum vegna breytinga á menntun og skólastarfi og vegna breyttra samfélagshátta. Í hlut kennara komi núorðið margt annað en að kenna nemendum og meta nám þeirra. Aukið þjónustuhlutverk grunnskóla og aukið samstarf þeirra við heimilin um uppeldi barna og unglinga hafi haft veruleg áhrif á starfsemi grunnskólans í heild. Sí- fellt meiri tíma sé varið í samstarf innan skóla og utan, aðstoð og ráð- gjöf, umsjón og eftirfylgni. Grunnskólakennarar og samninganefnd sveitarfélaga gera hlé á kjaraviðræðum fram í ágúst Stjórn KÍ skorar á sveitarfélögin að semja vaxtar og efnahagslegra framfara, nýta kosti markaðarins og búa almenningi um leið öryggi og hagsæld, hafa mannréttindi í hávegum og þróa lýð- ræði sem sé opið, gegnsætt og víðtækt, samfélög þar sem upplýsingatæknin er slík almenningseign að við getum þróað nýjar leiðir við ákvarðanir og almenna þátttöku í meðferð hins formlega valds, gert hina nýju veröld að framfaraskeiði lýðræðis og mannréttinda,“ sagði Ólafur Ragnar. Skara fram úr í harðnandi samkeppni Hann sagði að flestir fræðimenn væru sammála um að á hinni nýju öld væri lýðræðisleg hugsun, lif- andi og margræð menning, áhersla á sköp- unarkraft og frumleika mikilvægar forsendur þess að ná árangri á heimsmarkaði og þar með að skara fram úr í harðnandi samkeppni þar sem ögrunin gæti komið úr hvaða átt sem væri. Forsetinn ræddi einnig um árangur íslenskra fyrirtækja á heimsmarkaði og nefndi Kaupthing Bank, Baug Group, Actavis, Össur, Icelandair, Marel, GoPro og Flögu í því sambandi. Hann benti t.d. á að nú væru tekjur Íslendinga af lyfjaútflutn- ingi til Þýskalands meiri en af útflutningi á karfa ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flutti erindi við upphaf norrænnar sveitarstjórnar- ráðstefnu í Reykjavík í gær, sem bar yfirskriftina „Að hugsa á heimsvísu og skapa á heimaslóð“. Ólafur Ragnar gerði að umræðuefni þau miklu tækifæri sem sú kynslóð sem nú væri að vaxa úr grasi á Norðurlöndum hefði ólíkt eldri kynslóðum. Hún gæti valið hvar hún vildi búa og starfa án mik- illar fyrirhafnar. Hann sagði að sveitarfélög, borgir eða þjóðríki gætu ekki gengið að því vísu að íbúarnir kysu að búa þar áfram. Forsetinn sagði að viðbrögð margra við þessari breyttu mynd hefðu gjarnan verið neikvæð og sumir hefðu lagt áherslu á að draga varnarlínur til að bregðast við þróuninni. Reynslan sýndi hins vegar að í þessum breytingum fælust einnig tæki- færi fyrir byggðarlögin og árangurinn hefði víða verið glæsilegur. Forsetinn vék að samfélagshugsuninni sem fylgt hefði norrænum mönnum. „Norræn samfélög eru af mörgum talin fyrirmynd, vegvísir um fram- tíðina, sönnun þess hvernig hægt er að tryggja vel- ferð, menntun og heilsugæslu og njóta um leið hag- til Þýskalands sem lengi hefði verið helsti mark- aður okkar fyrir karfa. Ráðstefnuna, sem lýkur á morgun, sækja um 350 manns, fyrst og fremst kjörnir fulltrúar í sveit- ar- og héraðastjórnum. Hún er haldin á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga í samstarfi við sveitarfélagasamböndin annars staðar á Norð- urlöndunum. Formaður sambandsins, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, bauð gesti velkomna. Yfirskrift ráðstefnunnar er staða norrænna sveitarfélaga og héraða í hnattvæddum heimi. Astrid Thors, sem situr á Evrópuþinginu fyrir hönd Finnlands, fjallaði á ráðstefnunni um stöðu norrænna sveitarfélaga á vettvangi Evrópumála. Borgarstjóri Linköping í Svíþjóð, Eva Joelsson, ræddi um norræna áhrifaþætti á þróun sveitarfé- laga og héraða næstu ár. Umfjöllun hennar var byggð á grundvelli mikillar framtíðarrannsóknar sem nýlega var gerð á vegum sænska sveitarfé- lagasambandsins. Í vinnuhópum var fjallað um afmarkaða þætti, svo sem norræna velferðarsamfélagið, pólitíska stjórnun í framtíðinni og þróun í átt til netlýð- ræðis. Forseti Íslands við upphaf norrænnar ráðstefnu um sveitarstjórnarmál Getum þróað nýjar leiðir við meðferð hins formlega valds Norræn sveitarstjórnarráðstefna hófst í Reykjavík í gær. Forseti Íslands sagði í erindi að á Norðurlöndum væri upp- lýsingatæknin almenningseign og löndin gætu þróað nýjar leiðir við ákvarðanir og almenna þátttöku í meðferð valds. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands ís- lenskra sveitarfélaga. ÍSLENSK forrit fyrir þjálfara og leikmenn í mismunandi íþróttagrein- um eru í mikilli útrás um þessar mundir. Brynjar Karl Sigurðsson og Guðbrandur Þorkelsson eru höfund- ar forritanna en þeir seldu fyrsta eintakið árið 2001. Síðan þá hafa þeir þróað þau enn frekar og komið þeim á markað í Bandaríkjunum. Að sögn Brynjars eru forritin hönnuð fyrir þjálfara og auðvelda þeim vinnuna svo um munar. Þjálfari getur t.d. notað forrit til að greina leiki liðsins, hanna leikskipulag, koma upplýsingum og kennslu áfram til leikmanna og svo framvegis. Ótal lið nýta sér forritin í Banda- ríkjunum. Þjálfarar háskólaliða í körfubolta nýta þau mikið og nokkur lið í NBA-deildinni notast við þau. „Svo eru jafnvel þjálfarar sem þjálfa allt niður í 8–9 ára börn sem nota for- ritin. Við gerðum okkur aldrei grein fyrir að við færum svona langt niður í aldri,“ segir Brynjar og bætir við að nýjasta útgáfan sé fyrir amerískan fótbolta. Að hans sögn stendur til að mark- aðssetja forritin í Evrópu en FIBA, alþjóða körfuknattleikssambandið, er tilbúið að taka þau undir sinn verndarvæng. Brynjar segist ekki þekkja til þess að sambærileg forrit séu á markaðnum. „Það er ekki til neitt svona alhliða forrit sem tekur á öllum þessum þáttum.“ Nánari upplýsingar um forritin er að finna á http://www.sideline- sports.com. Íslensk forrit fyrir þjálfara í mikilli útrás HALLDÓR Blöndal, forseti Alþing- is, segir ekkert því til fyrirstöðu að halda þingið, sem saman kemur 5. júlí nk., í þingsal alþingishússins, en þar standa nú yfir ýmsar fram- kvæmdir vegna endurbóta á húsinu. Framkvæmdirnar hófust í byrjun mánaðarins og hefur af þeim sökum öllum stólum og borðum verið rutt úr þingsalnum. Halldór segir að stólum og borð- um verði aftur komið í þingsalinn fyrir þingið í sumar en rafræna kosningakerfið verði þó ekki tilbúið. „Ég geri ráð fyrir því að við látum okkur duga handauppréttingu í staðinn fyrir þessar rafrænu kosn- ingar sem við höfum haft í venju- legri atkvæðagreiðslu,“ útskýrir hann og bætir við: „Maður vandist því í gamla daga.“ Þingflokksherbergin verða ekki tilbúin fyrir þinghald í júlí og verða því þingflokkar, að sögn Halldórs, að halda fundi sína annars staðar. Á fullri ferð Karl M. Kristjánsson, rekstrar- og fjármálastjóri Alþingis, segir framkvæmdir í þinghúsinu „á fullri ferð.“ Í þingsalnum eigi m.a. að setja nýjar lagnir, sem tengjast raf- ræna atkvæðagreiðslukerfinu, undir gólfið og hreinsa út gamlar hita- lagnir. Þá eigi að gera upp sjálfan salinn; mála hann og laga gifs. „Við gerum salinn eins kláran og hægt er,“ segir hann aðspurður hvort sal- urinn verði tilbúinn fyrir þinghaldið í sumar. Ekkert því til fyrirstöðu að þing verði í þingsalnum Morgunblaðið/ÞÖK Tómlegt er um að litast í þingsal alþingishússins þessa dagana. Unnið er að endurbótum á gamla þinghúsinu. M.a. á að laga gólf og mála veggi. Stólum og borðum verður þó komið fyrir í þingsalnum fyrir þinghaldið 5. júlí.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.