Morgunblaðið - 15.06.2004, Síða 15

Morgunblaðið - 15.06.2004, Síða 15
Áhugaleysi kjósenda áhyggjuefni í ESB unni um næstu mánaðamót, sagði að það yrði forgangsverkefni í for- mennskutíð Hollendinga að finna leiðir til að koma borgurum ESB- landanna í betra samband við sam- bandið og stofnanir þess. Reijo Kemppinen, aðaltalsmaður fram- kvæmdastjórnar ESB, hvatti stjórn- völd aðildarríkjanna til upplýsa kjós- endur betur. „Hvar ætti sá sem ekkert veit um það sem Evrópuþing- ið á að vera að gera að finna hjá sér hvöt til að kjósa?“ sagði hann. Flokkar sem vilja setja skýrar hömlur á það hversu langt Evrópu- samruninn gengur, jafnvel láta hann ganga til baka, juku talsvert fylgi sitt, þar á meðal Sjálfstæðisflokkur Bretlands (UK Independence Party), sem fjórfaldaði þingmanna- tölu sína. Yfirlýstir ESB-efasemdarmenn unnu líka þingsæti í Hollandi, Dan- mörku, Svíþjóð og víðar, en stjórn- málaleiðtogar bentu á að þessir menn yrðu eftir sem áður jaðarhópur á þingi. „85–90% kjósenda kusu afger- andi Evrópusinnaða flokka,“ lagði Graham Watson, leiðtogi þingflokks frjálslyndra á EÞ, áherzlu á. ingana með öruggum meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslum. Meðal nýju aðildarríkjanna tíu var kjör- sóknin minnst í Slóvakíu, 16,9%, en mest á Möltu, þar sem hún náði 82%. Völd EÞ vaxa en áhugi kjósenda vex þó ekki Í Lúxemborg komu utanríkisráð- herrar ESB-ríkjanna saman í gær til að reyna að ganga þannig frá drögum að nýjum stjórnarskrársáttmála sambandsins að unnt muni reynast að slá smiðshöggið á hann á leiðtoga- fundi í vikulokin. „Ein skýr skilaboð frá kjósendum um alla Evrópu eru þau, að þeir vilja að Evrópusamband- ið vinni betur að hagsmunamálum þeirra,“ sagði Jack Straw, utanrík- isráðherra Bretlands. „Það er ein- mitt tilgangurinn með stjórnarskrár- sáttmálanum.“ Samkvæmt sáttmáladrögunum munu áhrif Evrópuþingsins á ákvarðanatöku ESB aukast til muna, en sú ímynd þingsins að það hafi lítið að segja hefur ýtt undir áhugaleysi kjósenda á því. Ben Bot, utanríkisráðherra Hol- lands sem tekur við ESB-formennsk- STJÓRNMÁLALEIÐTOGAR í að- ildarríkjum Evrópusambandsins (ESB) voru slegnir í gær yfir úrslit- um kosninganna til Evrópuþingsins, sem lauk á sunnudag. Mjög lítil kjör- sókn, sérstaklega í nýju aðildarlönd- unum í Mið- og Austur-Evrópu, og aukið fylgi flokka sem eru andsnúnir Evrópusambandinu var áfall fyrir alla forsvarsmenn þess. Margir þeirra sögðu úrslitin sýna að meira yrði að gera til að færa sambandið og stofnanir þess nær almenningi. Í nær öllum löndunum 25, sem tóku þátt í að kjósa hina 732 fulltrúa sem sitja munu á Evrópuþinginu næstu fimm árin, kusu kjósendur að nota atkvæði sitt til að veita eigin rík- isstjórn ráðningu. „Við verðum að sýna að Evrópa [les: Evrópusambandið] virkar,“ sagði Brian Cowen, utanríkisráð- herra Írlands, sem gegnir for- mennskunni í ESB þetta misserið. Hann kallaði úrslitin „vakningarkall“ til ríkisstjórna aðildarríkjanna. Heildarkjörsókn í þessum sögu- legu kosningum – þeim fyrstu eftir að tíu ríki fengu inngöngu í sambandið í maí – var 45,5%. Í eldri aðildarríkj- unum 15 var kjörsóknin 49%, sem er aðeins 0,8 prósentustigum minna en í síðustu kosningum fyrir fimm árum. En í nýju aðildarlöndunum í Mið- og Austur-Evrópu var kjörsóknin að meðaltali aðeins 26,4%, sem var mörgum mikil vonbrigði svo skömmu eftir að þessar þjóðir, sem í tæpa hálfa öld voru „lokaðar inni“ í Aust- urblokkinni, sömdu sig inn í sam- bandið og samþykktu aðildarsamn-                                           !     "   #  $    %   &       '       !       "     #   $  % !  !"#$%&'(%%&) * &'()*!+),-)./$.!$012)3(,+$!-)4$ ,)12) )+-)5(&'6),) 7 8-) #)2&6),1)/)&'/- "   # "" $ "" Brussel, Lúxemborg. AP, AFP. ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2004 15 Ilmurinn hennar GJÖFIN ÞÍN Þessi taska er gjöfin* þín þegar þú kaupir tvær Cacharel vörur, þar af einn 50 ml ilm, á næsta Cacharel útsölustað. *meðan birgðir endast.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.