Morgunblaðið - 15.06.2004, Síða 20

Morgunblaðið - 15.06.2004, Síða 20
SUÐURNES 20 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Njarðvík | Mikið tjón varð á húsnæði og munum hjá tveimur fyrirtækjum í fyrrinótt þegar eldur kviknaði í hús- inu í Bolafæti 5 í Njarðvík. Eldurinn kom upp í bílaverkstæði þar sem maður var við störf en miklar sprengingar og hættulegar urðu þeg- ar hann komst í flugeldabirgðir sem geymdar voru í fyrirtækinu við hlið- ina. Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað út klukkan rúmlega hálftvö í fyrrinótt. Þegar slökkviliðs- menn komu á vettvang stóðu eld- tungur og mikill reykur upp úr þaki hússins í Bolafæti 5. Jón Guðlaugs- son aðstoðarslökkviliðsstjóri segir að fljótlega hafi orðið ljóst að litlu væri hægt að bjarga úr þessum hluta hússins og hafi slökkviliðið lagt áherslu á að bjarga sambyggðum húsum og segir hann að það hafi tek- ist. Eldurinn kom upp á bílaverkstæði. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar er ekki fullljóst um upptökin en rannsóknin beinist að loftpressu sem var í gangi eða næsta nágrenni hennar. Maður var að vinna á verk- stæðinu og hljóp hann út eftir að hafa reynt að slökkva eldinn. Eldurinn fór í þakið og breiddist eftir því í geymsluhúsnæði bílaleigu sem þar er við hliðina. Ekki var traustur veggur þar á milli og það vissu slökkviliðs- menn. Vissu ekki af flugeldunum Mikil sprenging varð þegar eldur- inn komst í flugeldalager sem var á lofti geymsluhúsnæðisins. Mesti krafturinn í sprengingunni var upp úr þakinu en Jón segir að brak hafi dreifst víða og meðal annars lent á slökkviliðsmanni sem stóð við dælu- bíl talstvert í burtu en án þess að hann sakaði. Síðar varð önnur minni sprenging í flugeldunum. Til tals kom að rýma nálæg hús vegna þessa og voru gerðar ráðstafn- ir til að opna Njarðvíkurskóla fyrir það en fljótlega sló það mikið á eld og reyk að ekki var talin þörf á því. Jón segir aðspurður að slökkviliðs- mennirnir hafi ekki vitað af flugelda- birgðunum og hafi þeir því verið í meiri hættu en ella. Tekur hann fram að alltaf stafi hætta af flugeldum, í þeim sé mikið sprengiefni, og eigi að geyma þá samkæmt fyrirmælum reglna. Menn sem gangi frá þeim með þessum hætti átti sig greinilega ekki á hættunni. Allt tiltækt lið Brunavarna Suður- nesja vann að slökkvistarfi fram und- ir morgun. Liðsauki barst frá slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli. Ljóst er að tjón skiptir mörgum milljónum. Húsnæði fyrirtækjanna er nánast ónýtt og mestallt sem inni í þeim var, meðal annars nokkrir bílar. Mikið tjón varð í tveimur fyrirtækjum í eldsvoða í iðnaðarhúsnæði við Bolafót Flugeldabirgðir sprungu Ljósmynd/Hilmar Bragi Sprenging: Að minnsta kosti tvær öflugar sprengingar urðu í flugeldabirgðum sem voru á geymslulofti í syðri hluta hússins, við hlið bílaverkstæðisins. Eldur laus: Eldtungurnar stóðu upp úr þaki hússins í Bolafæti 5 í Njarðvík þegar slökkvilið kom á vettvang. Grindavík | „Þetta er fín uppskera hjá okkur og skólanum í heild,“ sagði Alexander Veigar Þórarinsson nemandi í Grunnskóla Grindavík- ur. Hann og bekkjarfélagi hans, Bogi Rafn Ein- arsson, fengu tíu í einkunn í stærðfræði á sam- ræmdu prófunum í vor en nýlega kom fram að aðeins örfáir nemendur á öllu landinu náðu þessum árangri. Nemendur í 10.bekk Grunnskóla Grindavík- ur stóðu sig með miklum ágætum nú í sam- ræmdum prófum. Meðaleinkunnir þeirra voru hæstar yfir skólana á Suðurnesjum í fjórum greinum af sex en meðaleinkunnir nemenda í Holtaskóla höfðu betur í tveimur greinum með minnsta mögulega mun. Glæsilegasti árang- urinn var í stærðfræði þar sem meðaleinkunnin var 6,8 sem er einum heilum fyrir ofan lands- meðaltal. Fréttaritari náði í Boga Rafn og Alexander Veigar þegar þeir voru að gera sig klára fyrir knattspyrnuleik. „Það var gaman í vetur, ynd- islegur vetur. Þetta er mikill íþróttaárgangur, bæði hjá stelpum og strákum, og ég held að það skipti máli. Þá skiptir það líka miklu að hafa verið á undan í námsefni síðan í 8. bekk og í vet- ur tókum við stærðfræðiáfanga frá Fjölbrauta- skóla Suðurnesja að auki,“ sagði Bogi. „Ég held að það skipti mestu máli að leggja hart að sér í 4. til 7.bekk því þar er grunnurinn lagður. Þá höfum við staðið okkur vel í stærð- fræðikeppnunum og það veitir ákveðið sjálfs- traust,“ sagði Alexander. Árangur þessara krakka kemur kennurum skólans ekki mikið á óvart en félagslegur þroski, vinnusemi og metnaður hefur einkennt árganginn. Áberandi er einnig sá andi sem ríkt hefur undanfarin ár á unglingastigi þar sem já- kvæðir straumar blandast gítarspili í frímín- útum. Það var því vel við hæfi að Bogi Rafn Ein- arsson, Jón Ágúst Eyjólfsson og Birgir Elíasson tækju lagið á skólaslitum nú á dögunum. Nemendur Grunnskóla Grindavíkur standa sig vel í stærðfræði „Þetta er fín uppskera hjá okkur og skólanum í heild“ Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Stærðfræðingar í fótbolta: Alexander Veigar Þórarinsson og Bogi Rafn Einarsson fengu tíu í einkunn á samræmdum prófum í stærðfræði og standa sig einnig vel í knattspyrnunni. SLÖKKVILIÐ Brunavarna Suðurnesja var kallað út sex sinnum vegna vélhjólaslysa og óhappa á tæpum mánuði, frá 9. maí til 4. júní. Á þessum tíma urðu alls þrjátíu vélhjólaslys á landinu þannig að Suðurnesin hafa sannarlega fengið sinn hlut af þeim, eins og bent er á á vef Brunavarna Suðurnesja. Slysin voru misalvarleg og aðeins í einu til- viki var ekki talin þörf á aðstoð sjúkraflutn- ingamanna Brunavarna Suðurnesja. Óhöppin og slysin áttu það sameiginlegt að gerast að kvöld- og næturlagi og fjögur þeirra urðu um helgar. Fyrsta óhappið varð með þeim hætti að vél- hjólamaður féll í götuna á Njarðarbraut í Njarðvík, rétt við Ramma-húsið. Ökumaður var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og þaðan á Landspítala – háskólasjúkrahús í Reykjavík. Þá missti vélhjólamaður stjórn á hjóli sínu í hringtorginu við Faxabraut í Kefla- vík. Hann var einnig fluttur á Heilbrigðisstofn- unina og þaðan á sjúkrahús í Reykjavík. Nokkrum dögum síðar gerðist það sama á Mótokrossbrautinni við Seltjörn, ökumaður þess hjóls var illa brotinn á legg við ökklann og var fluttur beint á sjúkrahús í Reykjavík. Skömmu síðar var tilkynnt um vélhjólaslys á Fitjum í Njarðvík, á grasbalanum við göngu- stígana. Þegar að var komið hafði ökumaður yfirgefið hjólið og horfið af vettvangi og þurfti því sennilega ekki aðhlynningu sjúkraflutn- ingamanna. Í byrjun þessa mánaðar missti ökumaður vald á hjóli sínu á Duustorgi, sá var fluttur á HSS þar sem gert var að sárum hans. Síðasta slysið og það alvarlegasta í þessari hrinu var þegar ökumaður vélhjóls lést eftir að hann lenti á bifreið á Garðbraut í Garði. Sex vél- hjólaslys á mánuði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.