Morgunblaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 20
SUÐURNES 20 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Njarðvík | Mikið tjón varð á húsnæði og munum hjá tveimur fyrirtækjum í fyrrinótt þegar eldur kviknaði í hús- inu í Bolafæti 5 í Njarðvík. Eldurinn kom upp í bílaverkstæði þar sem maður var við störf en miklar sprengingar og hættulegar urðu þeg- ar hann komst í flugeldabirgðir sem geymdar voru í fyrirtækinu við hlið- ina. Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað út klukkan rúmlega hálftvö í fyrrinótt. Þegar slökkviliðs- menn komu á vettvang stóðu eld- tungur og mikill reykur upp úr þaki hússins í Bolafæti 5. Jón Guðlaugs- son aðstoðarslökkviliðsstjóri segir að fljótlega hafi orðið ljóst að litlu væri hægt að bjarga úr þessum hluta hússins og hafi slökkviliðið lagt áherslu á að bjarga sambyggðum húsum og segir hann að það hafi tek- ist. Eldurinn kom upp á bílaverkstæði. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar er ekki fullljóst um upptökin en rannsóknin beinist að loftpressu sem var í gangi eða næsta nágrenni hennar. Maður var að vinna á verk- stæðinu og hljóp hann út eftir að hafa reynt að slökkva eldinn. Eldurinn fór í þakið og breiddist eftir því í geymsluhúsnæði bílaleigu sem þar er við hliðina. Ekki var traustur veggur þar á milli og það vissu slökkviliðs- menn. Vissu ekki af flugeldunum Mikil sprenging varð þegar eldur- inn komst í flugeldalager sem var á lofti geymsluhúsnæðisins. Mesti krafturinn í sprengingunni var upp úr þakinu en Jón segir að brak hafi dreifst víða og meðal annars lent á slökkviliðsmanni sem stóð við dælu- bíl talstvert í burtu en án þess að hann sakaði. Síðar varð önnur minni sprenging í flugeldunum. Til tals kom að rýma nálæg hús vegna þessa og voru gerðar ráðstafn- ir til að opna Njarðvíkurskóla fyrir það en fljótlega sló það mikið á eld og reyk að ekki var talin þörf á því. Jón segir aðspurður að slökkviliðs- mennirnir hafi ekki vitað af flugelda- birgðunum og hafi þeir því verið í meiri hættu en ella. Tekur hann fram að alltaf stafi hætta af flugeldum, í þeim sé mikið sprengiefni, og eigi að geyma þá samkæmt fyrirmælum reglna. Menn sem gangi frá þeim með þessum hætti átti sig greinilega ekki á hættunni. Allt tiltækt lið Brunavarna Suður- nesja vann að slökkvistarfi fram und- ir morgun. Liðsauki barst frá slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli. Ljóst er að tjón skiptir mörgum milljónum. Húsnæði fyrirtækjanna er nánast ónýtt og mestallt sem inni í þeim var, meðal annars nokkrir bílar. Mikið tjón varð í tveimur fyrirtækjum í eldsvoða í iðnaðarhúsnæði við Bolafót Flugeldabirgðir sprungu Ljósmynd/Hilmar Bragi Sprenging: Að minnsta kosti tvær öflugar sprengingar urðu í flugeldabirgðum sem voru á geymslulofti í syðri hluta hússins, við hlið bílaverkstæðisins. Eldur laus: Eldtungurnar stóðu upp úr þaki hússins í Bolafæti 5 í Njarðvík þegar slökkvilið kom á vettvang. Grindavík | „Þetta er fín uppskera hjá okkur og skólanum í heild,“ sagði Alexander Veigar Þórarinsson nemandi í Grunnskóla Grindavík- ur. Hann og bekkjarfélagi hans, Bogi Rafn Ein- arsson, fengu tíu í einkunn í stærðfræði á sam- ræmdu prófunum í vor en nýlega kom fram að aðeins örfáir nemendur á öllu landinu náðu þessum árangri. Nemendur í 10.bekk Grunnskóla Grindavík- ur stóðu sig með miklum ágætum nú í sam- ræmdum prófum. Meðaleinkunnir þeirra voru hæstar yfir skólana á Suðurnesjum í fjórum greinum af sex en meðaleinkunnir nemenda í Holtaskóla höfðu betur í tveimur greinum með minnsta mögulega mun. Glæsilegasti árang- urinn var í stærðfræði þar sem meðaleinkunnin var 6,8 sem er einum heilum fyrir ofan lands- meðaltal. Fréttaritari náði í Boga Rafn og Alexander Veigar þegar þeir voru að gera sig klára fyrir knattspyrnuleik. „Það var gaman í vetur, ynd- islegur vetur. Þetta er mikill íþróttaárgangur, bæði hjá stelpum og strákum, og ég held að það skipti máli. Þá skiptir það líka miklu að hafa verið á undan í námsefni síðan í 8. bekk og í vet- ur tókum við stærðfræðiáfanga frá Fjölbrauta- skóla Suðurnesja að auki,“ sagði Bogi. „Ég held að það skipti mestu máli að leggja hart að sér í 4. til 7.bekk því þar er grunnurinn lagður. Þá höfum við staðið okkur vel í stærð- fræðikeppnunum og það veitir ákveðið sjálfs- traust,“ sagði Alexander. Árangur þessara krakka kemur kennurum skólans ekki mikið á óvart en félagslegur þroski, vinnusemi og metnaður hefur einkennt árganginn. Áberandi er einnig sá andi sem ríkt hefur undanfarin ár á unglingastigi þar sem já- kvæðir straumar blandast gítarspili í frímín- útum. Það var því vel við hæfi að Bogi Rafn Ein- arsson, Jón Ágúst Eyjólfsson og Birgir Elíasson tækju lagið á skólaslitum nú á dögunum. Nemendur Grunnskóla Grindavíkur standa sig vel í stærðfræði „Þetta er fín uppskera hjá okkur og skólanum í heild“ Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Stærðfræðingar í fótbolta: Alexander Veigar Þórarinsson og Bogi Rafn Einarsson fengu tíu í einkunn á samræmdum prófum í stærðfræði og standa sig einnig vel í knattspyrnunni. SLÖKKVILIÐ Brunavarna Suðurnesja var kallað út sex sinnum vegna vélhjólaslysa og óhappa á tæpum mánuði, frá 9. maí til 4. júní. Á þessum tíma urðu alls þrjátíu vélhjólaslys á landinu þannig að Suðurnesin hafa sannarlega fengið sinn hlut af þeim, eins og bent er á á vef Brunavarna Suðurnesja. Slysin voru misalvarleg og aðeins í einu til- viki var ekki talin þörf á aðstoð sjúkraflutn- ingamanna Brunavarna Suðurnesja. Óhöppin og slysin áttu það sameiginlegt að gerast að kvöld- og næturlagi og fjögur þeirra urðu um helgar. Fyrsta óhappið varð með þeim hætti að vél- hjólamaður féll í götuna á Njarðarbraut í Njarðvík, rétt við Ramma-húsið. Ökumaður var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og þaðan á Landspítala – háskólasjúkrahús í Reykjavík. Þá missti vélhjólamaður stjórn á hjóli sínu í hringtorginu við Faxabraut í Kefla- vík. Hann var einnig fluttur á Heilbrigðisstofn- unina og þaðan á sjúkrahús í Reykjavík. Nokkrum dögum síðar gerðist það sama á Mótokrossbrautinni við Seltjörn, ökumaður þess hjóls var illa brotinn á legg við ökklann og var fluttur beint á sjúkrahús í Reykjavík. Skömmu síðar var tilkynnt um vélhjólaslys á Fitjum í Njarðvík, á grasbalanum við göngu- stígana. Þegar að var komið hafði ökumaður yfirgefið hjólið og horfið af vettvangi og þurfti því sennilega ekki aðhlynningu sjúkraflutn- ingamanna. Í byrjun þessa mánaðar missti ökumaður vald á hjóli sínu á Duustorgi, sá var fluttur á HSS þar sem gert var að sárum hans. Síðasta slysið og það alvarlegasta í þessari hrinu var þegar ökumaður vélhjóls lést eftir að hann lenti á bifreið á Garðbraut í Garði. Sex vél- hjólaslys á mánuði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.