Morgunblaðið - 15.06.2004, Page 25

Morgunblaðið - 15.06.2004, Page 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2004 25 Nú getur þú tryggt þér síðustu sætin til Portúgal þann 30. júní á hreint ótrúlegum kjörum. Njóttu frísins á Algarve, vinsælasta áfangastaðar Portúgal við frábærar aðstæður um leið og þú nýtur traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða í fríinu. Þú bókar núna, tryggir þér síðustu sætin og 3 dögum fyrir brottför færðu að vita á hvaða gististað þú býrð. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 29.995 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, flug, gisting, skattar. Vikuferð, 30. júní. Stökktutilboð, netverð. Verð kr. 39.990 M.v. 2 í stúdíó/íbúð, vikuferð, 30. júní, Stökktutilboð, netverð. Munið Mastercard ferðaávísunina Stökktu til Portúgal 30. júní frá kr. 29.995 REYKJAVÍK • AKUREYRI „Bumbubaninn“ sívinsæli gerir sitt gagn. EFTIR húsnæðisbasl og hrakhóla árum saman hefur Leikfélag Hafnar- fjarðar nú fengið gamla Lækjarskól- ann undir starfsemi sína til frambúð- ar og úbúið sér splunkunýtt leikhús á neðstu hæðinni. Þar ætlar félagið að sýna þakklæti sitt og halda upp á her- legheitin með því að setja fyrst upp fimm leiksýningar á fimm mánuðum en allt eru það klassísk, þýdd leik- verk. Stórhugurinn er svo mikill að til viðbótar leikstýra félagar sjálfir þess- um leikritum en í áhugafélögum er al- gengast að fá aðkeyptan atvinnuleik- stjóra þó að hitt hafi ætíð verið gert líka. Fyrsta leikritið, leikgerð Hafliða Arngrímssonar á hinni þekktu sögu Hamskiptunum eftir Kafka, er ekki auðvelt í uppsetningu. Sagan fjallar um ungan mann, Gregor Samsa, sem gengur vel í lífinu, er sölumaður sem sér fyrir fjölskyldu sinni en kemur veikur heim einn góðan veðurdag og þá sígur heldur betur á ógæfuhliðina. Smám saman breytist ungi maðurinn í skordýr fyrir augunum á fjölskyld- unni sem heldur þrátt fyrir það áfram að vera sérhlífin og værukær með af- brigðum. Það má túlka sögu Kafka á ýmsan hátt og lengi má deila um réttu leiðina, til dæmis hvað sé ímyndun og hvað veruleiki og hver ímyndar sér hvað um annað fólk sem allt er á sín- um básum. Leikstjórinn Snorri Eng- ilbertsson, sem aðeins rúmlega tví- tugur stýrir fyrsta verki sínu, velur þá leið að láta áhorfendur ímynda sér breytinguna á Gregor. Það er nátt- úrlega ekki hver sem er sem getur leikið hlutverkið þannig en hér var það Gunnar Björn Guðmundsson, hinn flinki leikhús- og kvikmynda- maður sem túlkaði hinn ólánsama skordýrsmann og gerði það fjarska- lega vel. Hann var sérstaklega sann- færandi þegar hann skreið um og ótt- aðist að vekja andstyggð móður sinnar og systur og þegar hann kúg- aðist af matnum. Bestur var hann þó þegar hann horfði á sjálfan sig utan frá og talaði af yfirvegaðri sorg um það hvernig málum væri komið milli hans og annarra. Í þeim senum fór annar leikari í flet hans en það var al- veg óþarfi að flækja svo málin því það dró aðeins úr áhrifamætti og flæði sýningarinnar að hafa tvo Gregora. Það hefði þá þurft að vinna meira með þá lögn svo hún hefði tilgang. Viðbrögð fjölskyldunnar við um- breytingunni á Gregor hafa svo auð- vitað mikið að segja um það hvernig áhorfendur sjá hann. Það var einstak- lega ánægjulegt að fá svo mikil heild- aráhrif af útliti og framkomu föður, móður og systur Gregors. Þau voru dásamlega værukær, siglandi í þéttu útlitinu og náðist einhver grótesk andstæða við hinn, þrátt fyrir allt, fín- gerða Gregor. Hins vegar var í kyn- lífssenu foreldranna farið of langt í að sýna hve úrkynjuð þau voru þegar áhrifameira hefði verið að gefa í skyn. Halldór Magnússon er einn af hæfi- leikaríkustu áhugaleikurum okkar og hann fór létt með að leika hinn sið- blinda og eigingjarna heimilisföður; hann var alltaf á fínu línunni milli þess að vera ofur venjulegur vísitölufaðir og ákaflega ógeðslegur. Kristín Svan- hildur Helgadóttir var fyndin og af- káraleg á köflum en um leið kunn- ugleg sem húsmóðirin sínartandi, sem hylmir yfir og afsakar allt í skjóli kvenlegrar góðmennsku. Dótturina lék Elva Dögg Gunnarsdóttir en það var eitthvað óborganlega fyndið við göngulagið og svipinn hjá hálffull- orðnu barninu sem hún sýndi. Lýsingin var ágætlega gerð en nokkuð flókin og gætti seinagangs á frumsýningunni. Sviðsmyndin var óþarflega viðamikil miðað við lítið leikrými fjölskyldunnar þó að gaman væri að sjá alla litlu hlutina sem gera heimili að heimili og einmitt heimili þessarar fjölskyldu. Til þess að af- marka herbergin voru notaðar viðar- plötur sem náðu rétt upp úr gólfinu en þar hefði aftur þurft að treysta áhorfendum til þess að ímynda sér og með því að sleppa þeim hefði rýmið líka orðið léttara. Það var vel til fund- ið að hafa kjallaraherbergi Gregors á gólfi salarins og áhorfendur allt í kring en íbúð fjölskyldunnar uppi. En það má velta fyrir sér hvort skýrara hefði verið að fara annaðhvort nat- úralísku leiðina eða þá súrrealísku í heildarútlitinu en ekki að eiga við báðar samtímis. Þannig yrðu skilin milli heimanna tveggja ekki eins skörp en líklegt er að Kafka hafi reynt að sýna fram á það með sögunni sinni. Það breytir því þó ekki að Leik- félagi Hafnarfjarðar tókst vel að birta óhugnað og grótesku þá sem Kafka vildi sýna okkur með sögu sinni af unga manninum sem á sér ekki við- reisnar von í samfélagi manna. Hafn- firðingum er óskað til hamingju með þor og dug í nýju leikhúsi við Lækinn. Stórhuga Hafnfirðingar LEIKLIST Leikfélag Hafnarfjarðar Höfundur: Franz Kafka. Leikgerð: Hafliði Arngrímsson. Leikstjóri: Snorri Eng- ilbertsson. Leikmynd: Ingvar Bjarnason, Jón Stefán Sigurðsson, Hilmar Karl Arn- arson og Snorri Engilbertsson. Ljós: Hilmar Karl Arnarson. Frumsýning í Gamla Lækjarskólanum, 28. maí 2004. HAMSKIPTIN Hrund Ólafsdóttir LÍF blásarasveita á Íslandi er óvenju fjörugt í vikunni. Þar sker sig úr þjóðhátíðardagurinn 17. júní með tilheyrandi lúðrablæstri, en auk þess er von á erlendum hljómsveitum hingað til lands og til að setja punkt- inn yfir i-ið verður landsmót ís- lenskra lúðrasveita haldið í Vest- mannaeyjum í vikulokin. Þrjár norrænar blásarasveitir verða með tónleika í vikunni: Jaren Hormusikforening sem er ein af 10 bestu málmblásarasveitum Noregs verður með tónleika í Salnum í Kópavogi í dag, þriðjudag, kl. 20. Nardo Skolekorps frá Þrándheimi verður með tónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 16.30 á morgun en hún heldur nú uppá 50 ára afmæli sitt. Þau koma fram ásamt gest- gjöfum sínum úr Skólahljómsveit Kópavogs og flytja blandaða efnis- skrá. Frítt er inn þá tónleikana. Nardo Skolekorps taka einnig þátt í skrúðgöngu í Kópavogi 17. júní, en sterk vinabæjartengsl eru milli Kópavogs og Þrándheims. Finnska blásarasveitin Lappböle- Hornkapelle tekur þátt í hátíðahöld- um Reykvíkinga á 17. júní og verður með tónleika í Höllinni í Vest- mannaeyjum föstudaginn 18. júní kl. 20.30, ásamt áðurnefndri Jaren Hornmusikforening frá Noregi. Þeir tónleikar eru hluti af landsmóti Sambands íslenskra lúðrasveita, sem fram fer í Vestmannaeyjum dagana 18.-20. júní. Þá á Samband íslenskra lúðrasveita 50 ára afmæli. Unnendur góðrar blásaratónlistar ættu því að hafa úr nógu að velja í vikunni. Blásaratíð í vændum Morgunblaðið/Ásdís Sameinuð hljómsveit reykvískra lúðrasveita kom saman í fyrsta skipti á dögunum og flutti Vatnasvítuna eftir Georg Friedrich Händel. SUMARÓPERAN ætlar í ár að setja upp verkið Happy End eftir Kurt Weill og Bertolt Brecht og verður það frumsýnt í Ís- lensku óperunni 7. ágúst. Síðast mátti heyra lög þeirra félaga á tónleikum þýsku söngkonunnar Ute Lemper í Háskólabíói. Með uppsetningu á þessu verki stígur Sumaróperan ný skref. Síðastliðin tvö ár hef- ur hún sett upp barokk- óperur, en nú er það Kurt Weill. Happy End gerist í undirheimum Chicago- borgar á þriðja áratugnum. Þar eigast við Hjálpræðis- herinn og harðsvírað glæpagengi með ófyrirséð- um afleiðingum, en allt endar það vel að lok- um … eða hvað? Um 15 leikarar og söngv- arar koma fram í sýning- unni ásamt átta manna hljómsveit sem er skipuð nokkrum af þekktustu tón- listarmönnum landsins. Bogomil Font leikur eitt hlutverkanna og er það í fyrsta skipti sem hann tek- ur að sér hlutverk á sviði. Aðrir listamenn eru Hrólfur Sæ- mundsson, Valgerður Guðnadóttir, Hallveig Rúnarsdóttir, Brynja Val- dís Gísladóttir og Guðmundur Jóns- son svo einhverjir séu nefndir. Leik- stjóri sýningarinnar er Kolbrún Halldórsdóttir og um leikmynd og búninga sér Elín Edda Árnadóttir. Tónlistarstjórar eru Sigtryggur Baldursson og Vignir Stefánsson. Sumaróperan sýnir Happy End í Íslensku óperunni Morgunblaðið/Sverrir Hluti hópsins sem kemur að Happy End á tröppum Íslensku óperunnar: Bogomil Font, Hrólfur Sæmundsson, Valgerður Guðnadótt- ir og Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri. DAGSKRÁ lista- og menning- arhátíðarinnar Bjartir dagar í Hafnarfirði í dag er eftirfarandi: Kl. 14–18 Austurgata 17 Allir velkomnir að kíkja í heim- sókn á vinnustofu til listakon- unnar Sigrúnar Guðjónsdóttur. Kl. 19 Gamla bókasafnið Rafkvöld. Fram koma m.a. McNonni, „Two vampires and dead guy crew“, Hermigervill og Retrospect ásamt fleirum. Kynning á tölvutónlistarforriti. Kl. 21 Bæjarbíó Frumsýning kvikmyndarinnar Konunglegt bros eftir Gunnar B. Guðmundsson. Að auki verð- ur sýnd stuttmyndin Kara- mellumyndin eftir sama höfund en hún hlaut Eddu-verðlaunin 2003. Aðgangseyrir kr. 500. Bjartir dagar Listasafn Íslands kl. 12.10–12.40 Rakel Pétursdóttir safnfræðingur fer með gestum um sýninguna Í nærmynd/Close-up, bandarísk sam- tímalist. Sýningin spannar tímabilið frá 1980 til 2003. Súfistinn kl. 20.30 Konur úr Bríeti, félagi ungra feminista, efna til samdrykkju um kúgun kvenna. Þær munu fjalla um ritið Kúgun kvenna eftir John Stuart Mill. Bryn- hildur Heiðardóttir Ómarsdóttir, doktorsnemi í bókmenntafræði, og Hólmfríður Anna Baldursdóttir, kynjafræðingur fjalla um verkið útfrá hugmyndum feminista sam- tímans. Þær munu segja frá Mill og sambandi hans við konu hans Harr- iet Taylor og fjalla einnig um ís- lensku hliðstæðuna, samband Bríet- ar Bjarnhéðinsdóttur og Páls Briem. Samdrykkjan er haldin í tilefni af því að Frelsið og Um kúgun kvenna eru Lærdómsrit mánaðarins í bóka- verslunum. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Gengið um óbyggðir – Hand- bók fyrir útivist- arfólk er eftir Jón Gauta Jónsson. Hann er marg- reyndur fjallaleið- sögumaður og miðlar af reynslu sinni og fjölda annarra sérfræðinga um ferðalög í óbyggðum. Í bókinni er hagnýtur fróðleikur fyrir þá sem ætla að leggja land undir fót og ferðast um hálendið, jafnt þá sem litla eða enga reynslu hafa og þá sem van- ari eru. Í fréttatilkynningu segir m.a.: „Landsmenn hafa uppgötvað fjöllin og óbyggðirnar og kynnst því hve stórkost- legt er að ganga um Ísland. En það er í mörg horn að líta áður en lagt er af stað í fjallaferð. Í bókinni er að finna upplýsingar í máli og myndum um flest það sem hafa þarf í huga áður en hald- ið er af stað og fjallað um ýmislegt sem nauðsynlegt er að kunna skil á í ferðum fjarri mannabyggðum.“ Útgefandi er Almenna bókafélagið. Bókin er 240 bls. Verð: 4.490 kr. Útivist

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.