Morgunblaðið - 15.06.2004, Page 43

Morgunblaðið - 15.06.2004, Page 43
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2004 43 Fæst í bókabú›um HELGIN var frekar ró- leg, með færra móti í miðbænum og lítil af- skipti þurfti að hafa af fólki. Aðfaranætur laugardags og sunnudags var sérstakt eft- irlit með umferð og voru stöðv- aðar rúmlega 600 bifreiðar. Einn af ökumönnum þessara bifreiða reyndist ölvaður og nokkur önn- ur umferðarlagabrot komu upp við þetta eftirlit. Um helgina var tilkynnt um 10 innbrot, 19 þjófnaði og 15 sinn- um var tilkynnt um skemmd- arverk. Um helgina var tilkynnt um 31 umferðaróhapp og var í 6 þeirra um minniháttar meiðsli að ræða. 48 ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur og 12 voru grun- aðir um ölvun. Á föstudagsmorgunn var til- kynnt um að íbúð á efstu hæð við Blönduhlíð væri full af reyk. Er slökkvilið og lögregla komu á staðinn kom í ljós að kviknað hafði í út frá kertaskreytingu. Varð af mikill reykur en lítill eldur og voru skemmdir taldar minniháttar. Átök við Eiðistorg Til átaka kom milli manna að- faranótt laugardags við Eiðis- torg á Seltjarnarnesi. Eftir að átökum linnti settist annar að- ilinn undir stýri á bifreið sinni og ók á þann sem hann hafði verið að slást við og ók síðan á brott. Hann náðist skömmu síðar og viðurkenndi að hafa ekið á manninn. Sá sem fyrir bifreiðinni varð er ekki talinn hafa slasast alvarlega en var fluttur á slysa- deild. Á laugardagskvöldið var til- kynnt að eldur væri laus í íbúð við Flókagötu. Þarna hafði 4 ára sonur húsráðanda komist yfir eldspýtur og kveikt á einni undir svefnpoka. Við það kviknaði í rúmdýnu og varð af mikill reyk- ur. Engan sakaði en nokkrar skemmdir urðu, aðallega af völd- um reyks. Undir morgunn á sunnudag var maður sleginn í andlitið, þar sem hann var staddur á salerni á veitingastað í miðborginni. Hann var talinn nefbrotinn. Málið er í rannsókn. Um hádegi á sunnudag komu húsráðendur sem búa við Eini- mel að þrem mönnum er þau komu heim. Höfðu þau farið út í skamman tíma og mennirnir komið í millitíðinni, brotið glugga í kjallara og farið inn. Tókst þeim að stela um 50 þús- und krónum í peningum og far- síma. Þeim tókst að komast und- an og er málið í rannsókn. Seinni partinn á sunnudag var tilkynnt um tilraun til þjófnaðar á fimm flíkum úr verslun í Kringlunni. Kona á áttræðisaldri hafði tekið þjófavarnir af flík- unum og reyndi síðan að komast með þær út en var stöðvuð af ör- yggisvörðum. Helstu verkefni lögreglunnar 11. til 14. júní Helgin frekar róleg Þriðjudagsganga í Viðey Göngu- ferð undir leiðsögn Örvars B. Eiríks- sonar sagnfræðings þar sem farið verður austur í þorp. Í ferðinni verð- ur skoðuð ljósmyndasýning um Við- ey á fyrri hluta 20. aldar og einnig kíkt í félagsheimili Viðeyingafélags- ins þar sem uppi er sýning um strand tundurspillisins Skeena. Lagt verður af stað með Viðeyjarferjunni frá Sundahöfn kl. 19.30. Gangan tek- ur u.þ.b. tvær klukkustundir og kostar 500 kr. fyrir fullorðna en 250 kr. fyrir börn. Ef þátttaka er nægi- leg verður kaffisala í Stofunni í lok göngunnar. Göngum um Ísland Opnun verkefn- isins fer fram í Borgarfirði með skipulagðri göngu um Jafnaskarðs- skóg með leiðsögn Birgis Hauks- sonar skógarvarðar. Ekið er út af þjóðvegi nr. 1 rétt sunnan við Bifröst í Norðurárdal. Við veginn er skilti sem á stendur Jafnaskarðsskógur- Hreðavatn. Fylgið upplýsinga- skiltum. Gengið verður frá bílastæð- inu kl. 20 í kvöld. Í DAG ardaginn 19. júní nk. verður hið vinsæla og sérstæða Fjöruhlað- borð í Hamarsbúð í Húnaþingi vestra og hefst það kl. 19.00. Þar verður að vanda fjölbreyttur og góður matur á borðum. Má þar nefna selkjöt nýtt og reykt, graf- inn silung og reyktan rauðmaga, signa grásleppu og súra selshreifa, harðfisk og hákarl. Húsfreyjurnar á Vatnsnesi halda sumarhátíðina nú í níunda sinn. Þær leggja áherslu á að hlaðborðið sé sem glæsilegast og þar geti allir fengið að bragða eitthvað við sitt hæfi. Í stórtjaldinu verður m.a. böggla- uppboð og fjöldasöngur. Þar munu Guðmundur og Eiríkur sjá um tónlistina. Tvær gönguferðir með leiðsögn verða farnar þennan sama dag og eru þær inni í dag- skrá Bjartra nátta. Önnur er göm- ul fjárrekstrarleið yfir Vatns- nesfjall, milli Þverárréttar og Hamarsréttar, krefjandi ganga um 17 km löng með 700 m hækkun. Brottför verður kl. 12.00 á hádegi frá Syðri-Þverá í Vesturhópi. Hin gönguleiðin er ströndin frá Ánastaðastapa út að Hamarsbúð. Um 5 km löng leið sem flestir geta gengið. Brottför er kl. 16.00 frá vegvísi skammt sunnan Skarðs á Vatnsnesi. Konur í baráttu Dagana 18. og 19. júní nk. verður haldin í Reykjavík ráðstefnan: Konur í baráttu: Óður til kvenfrelsiskvenna Rómönsku Ameríku á tuttugustu öld. Dag- skráin fer aðallega fram á spænsku en er öllum opin. Fyr- irlestrar verða haldnir í Öskju, stofu 130 (nýju húsnæði Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni) og hefst hún báða daga kl. 10 f.h. og svo aftur kl. 14.00 e.h. Ráðstefnan er samvinnuverkefni Stofnunar Vig- dísar Finnbogadóttur og HAINA (Samtaka fræðimanna um málefni kynjanna í Rómönsku Ameríku) og til landsins eru væntanlegir 10 er- lendir fyrirlesarar sem fjalla munu um rannsóknir sínar. Blómaskreytinganámskeið Uffe Balslev blómaskreytir heldur fimm daga námskeið í blómaskreyt- ingum í vinnustofu sinni í Hvassa- hrauni, Vatnsleysuströnd, dagana 21.–25. júní nk. Námskeiðið er u.þ.b. 40 klst. og kennt er frá kl. 9–17. Kennt verður að búa til blómvendi, brúðarvendi, skreyt- ingar, útfararskreytingar og annað eftir óskum hvers og eins. Unnið er úr ræktuðum og náttúrulegum efnum. Hægt er að panta tíma og fá nánari upplýsingar hjá Uffe. Bjartar nætur á Vatnsnesi Laug- Á NÆSTUNNI MÆÐRASTYRKSNEFND Reykjavíkur hefur nýlega fengið að gjöf mikið af nýjum fatnaði, að- allega barnafatnaði. Þessi höfðing- lega gjöf barst frá fyrirtækinu AKS ehf., sem heldur markaðinn „Merkjavara á silfurfati“ í Perl- unni tvisvar á ári. Fötin eru gefin án skilyrða og mun Mæðrastyrks- nefnd dreifa fatnaðinum til skjól- stæðinga sinna hér innanlands, þar sem þörfin er brýnust hverju sinni. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Mæðrastyrksnefnd að gjöfin komi sér einkar vel þar sem alltaf sé mikil þörf á vönduðum barna- fatnaði. Þeir sem koma færandi hendi til Mæðrastyrksnefndar eru einstak- lingar eða fyrirtæki sem gefa ým- ist nýjar vörur eða vel með farna notaða hluti. Þeir sem vilja styðja starf nefndarinnar geta haft sam- band í síma 863 8874. Úthlutanir Mæðrastyrksnefndar eru í hverri viku, á miðvikudögum frá kl. 14 til 17 í húsnæði nefnd- arinnar að Sólvallagötu 48. Mæðrastyrksnefnd fær barnaföt að gjöf Konurnar hjá Mæðrastyrksnefnd voru önnum kafnar við að flokka og raða barnafötum fyrir afhendingu á miðvikudaginn en gáfu sér stund til að skjótast út í blíðuna til myndatöku. Á myndinni eru f.v. Kristín Njarðvík, Hildur G. Eyþórsdóttir, formaður nefndarinnar, Halldóra Sigurbjörns- dóttir og Einar Sigfússon sem afhenti fötin fyrir hönd AKS ehf. TRYGGINGASKÓLANUM var slit- ið fimmtudaginn 10. júní sl. Á þessu skólaári luku 30 nemendur námi við skólann, ýmist svonefndu grunnámi eða sérnámi. Við skólaslitin var nem- endum afhent prófskírteini, en frá stofnun skólans fyrir rúmum 40 ár- um, hafa verið gefin út alls 1.213 prófskírteini frá Tryggingaskólan- um. Varaformaður Sambands ís- lenskra tryggingafélaga, Einar Sveinsson, afhenti nemendum viður- kenningu fyrir góðan prófárangur. Verðlaun hlutu Eyrún Baldvinsdótt- ir, Sjóvá-Almennum tryggingum hf., Katrín Bryjnarsdóttir, Vátrygginga- félagi Íslands hf., Erna Kristjáns- dóttir, Tryggingamiðstöðinni hf., Fylkir Þór Guðmundsson, Verði vá- tryggingafélagi hf. og Heiður Huld Hreiðarsdóttir, Tryggingamiðstöð- inni hf. Frá árinu 1962 hefur Samband ís- lenskra tryggingafélaga starfrækt skóla fyrir starfsfólk vátrygginga- félaganna undir heitinu Trygginga- skóli SÍT. Málefni skólans eru í höndum sérstakrar skólanefndar, sem skipuð er fimm mönnum. For- maður skólanefndar er Eggert Ágúst Sverrisson. Daglegan rekstur annast hins vegar Samband ís- lenskra tryggingafélaga. Vátrygg- ingafélögin innan vébanda SÍT standa straum af kostnaði við rekst- ur skólans. Námi í skólanum er skipt í tvo meginþætti, þ.e. annars vegar viðamikið og áfangaskipt grunnnám og hins vegar sérnám, sem er nám- skeið um afmörkuð svið vátrygginga, og er ætlað þeim, er lokið hafa grunnnámi. Námskeiðum skólans lýkur með prófum. Einnig gengst skólinn fyrir fræðslufundum og námsstefnum, og hefur með höndum útgáfustarfsemi. Skólaslit Trygginga- skólans TÍMARITIÐ ÁHRIF, sem fjallar einvörðungu um vímuefnaforvarnir, kemur út á morgun. Það kom fyrst út árið 1994 en útgáfan er samstarfs- verkefni Bindindisfélags ökumanna (BFÖ), Fræðslumiðstöðvar í fíkni- vörnum (FRÆ) og ÍUT-forvarna- samtaka. Tímaritinu er dreift í 3000 eintök- um til einstaklinga, stofnana og sam- taka í landinu auk fjölmargra aðila sem vinna að forvörnum. ÁHRIF 1.04 verður einnig aðgengilegt á vef- síðu FRÆ; www.forvarnir.is. Umfjöllun um forvarnir gegn vímuefnum Tímaritið Áhrif www.thjodmenning.is ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.