Morgunblaðið - 15.06.2004, Síða 46

Morgunblaðið - 15.06.2004, Síða 46
ÍÞRÓTTIR 46 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ DICK Advocaat landsliðsþjálfari Hollendinga hefur ákveðið að tefla Ruud Van Nistelrooy fram í fremstu víglínu í leiknum gegn Þjóðverjum í dag. Advocaat ætlar að beita leikaðferðinni 4-3-3 svo að- eins er pláss fyrir einn framherja en fjórir berjast um þá stöðu í lið- inu, Nistelrooy, Roy Makaay, Pat- rick Kluivert og Pierre van Hooijdonk. Öll spjót hafa beinst að Advoccat vegna þeirrar ákvörðunar hans að taka Nistelrooy fram fyrir Kluivert og Makaay og hefur mátt skynja að þeir tveir síðastnefndu, og þá sér- staklega Makaay, eru ekki beint sáttir við ákvörðun þjálfarans. Kluivert hefur skorað 40 mörk í 76 landsleikjum, Makaay 5 mörk í 32 leikjum og Nistelrooy 14 mörk í 33 leikjum. „Ég þarf ekkert að skýra út ákvörðun mína,“ sagði Advocaat á fréttamannafundi þeg- ar hann var spurður út í valið á framherjunum. „Fjölmiðlar hafa sínar hugmyndir um hvernig liðið á að vera en ég er þjálfarinn og ég á síðasta orðið um það hvernig liðið er valið,“ sagði Advocaat. Dick Advocaat veðjar á Nistelrooy í sókninni Dick Advocaat og Edgar Davids.  AKRANESHLAUPIÐ fór fram á laugardaginn og voru þátttakendur vel á þriðja hundruð og þar af hlupu 55 hálft maraþon. Í hálfmaraþoninu sigraði Steinar Jens Friðgeirsson sem kom í mark á 1.19,14 klst. Gísli Einar Árnason varð annar á 1.20,19 klst og Ingólfur Örn Arnarson þriðji á 1.20,21 klst. Fyrstu konur í mark voru Margrét Elíasdóttir á 1.34,38, Huld Konráðsdóttir á 1.38,31 og Guð- rún Kristín Sæmundsdóttir á 1.54,04.  Í 10 km hlaupi kom Valur Þórsson fyrstu í mark á 25,17 mín, Ólafur Thorlacius varð anna rá 36,13 mín og Jakob Einar Jakobsson þriðji á 36,38 mín. Áslaug Ösp Aðalsteinsdóttir varð fyrst í kvennaflokki á 48,26 mín, Marianne Sigurðardóttir önnur á 56,25 mín., og Anna Sólveig Smára- dóttir þriðja á 57,02 mín.  MIÐJUMAÐURINN snjalli Edgar Davids mun líklega skrifa undir þriggja ára samning við Barcelona bráðlega. Davids sem er 31 árs hol- lenskur landsliðsmaður var lánaður frá Juventus til Barcelona í janúar. Hann spilaði mjög vel fyrir liðið og átti mikinn þátt í góðu gengi Barce- lona eftir áramót.  ENSKA úrvalsdeildarliðið í knatt- spyrnu Blackburn Rovers hefur hafið viðræður við Leeds United um kaup á fyrirliða liðsins, Dominic Matteo, en hann er 30 ára gamall varnarmaður.  GAMLA kempan Dion Dublin hef- ur gengið til liðs við Leicester City frá Aston Villa á frjálsri sölu. Dublin lék lengst af í stöðu framherja og er einn ellefu leikmanna sem skorað hafa fleiri en 100 mörk í ensku úrvalsdeild- inni en á síðasta tímabili lék hann í stöðu miðvarðar.  MAGIC Johnson, fyrrverandi leik- maður Los Angeles Lakers, gagn- rýndi liðið harðlega um helgina fyrir lélega frammistöðu í leikjunum gegn Detroit Pistons um NBA-titilinn. „Ég held að Lakers hafi ekki sýnt Detroit þá virðingu sem liðið á skilið. Leik- menn Lakers hafa kannski haldið að það yrði mjög auðvelt að sigra Detroit en það er öðru nær. Ég er reiður því Lakers spilar ekki af krafti og ef liðið bætir ekki leik sinn mun Detroit verða NBA-meistari,“ sagði Magic sem er varaforseti Los Angeles Lak- ers.  MAGIC Johnson gagnrýndi einnig Karl Malone og Gary Payton sem gengu í raðir Lakers síðasta sumar. „Malone á ekki að láta stuðnings- menn Detroit hafa áhrif á sig og hann á aldrei að svara þeim til baka. Payton er ekki sami leikmaður og fyrir tíu ár- um og hann verður að sætta sig við það. Hann hefur fengið fullt af opnum skotum gegn Detroit sem hann hefur misnotað og hann hefur einnig verið mjög slakur í varnarleiknum,“ sagði Magic. FÓLK OWEN Hargreaves, leikmaður Englands og Bayern München, var- ar aðrar þjóðir við því að vanmeta Þýskaland í Evrópukeppninni. Hann telur að Þjóðverjar geti staðið sig mun betur en margir halda en þeir eru í riðli með Tékklandi, Hollandi og Lettlandi og mæta Hollendingum í Aveiro kl. 16 í dag. „Þjóðverjar eru ófyrirsjáanlegir. Það bjóst enginn við því að þeir kæmust alla leið í úrslitaleikinn á HM fyrir tveimur árum og fólk varð einnig mjög undrandi þegar þeir komust ekki upp úr riðlinum á EM fyrir fjórum árum. Þýskaland er í mjög erfiðum riðli en ég held að þeir geti komist í fjórðungsúrslitin,“ sagði Hargreaves. Þjóðverjar hafa náð frábærum ár- angri á stórmótum í knattspyrnu og Hargreaves segir að í ljósi sögunnar megi ekki vanmeta Þýskaland. „Undirbúningur þýska landsliðsins hefur ekki verið góður fyrir Evrópu- keppnina, en það er svo skrýtið með Þjóðverja að þegar kemur að stór- mótum ná þeir oftast að spila mjög vel og ná því besta út úr öllum leik- mönnunum. Ég mun aldrei vanmeta Þjóðverja og það kæmi mér ekki á óvart þótt Þýskaland færi lengra í keppninni en flestir halda.“ Owen Hargreaves er samnings- bundinn þýska liðinu Bayern Mün- chen til ársins 2006 en hann vill leika í ensku úrvalsdeildinni í framtíðinni. „Það er ekki spurning að framtíð mín liggur í ensku úrvalsdeildinni. Ég er ekki Þjóðverji og ég mun ekki vera allan minn feril í Þýskalandi. Um þessar mundir er ég liðsmaður Bayern og ég er samningsbundinn liðinu til ársins 2006. Ég er ánægður hjá Bayern og mér líður vel í Þýska- landi, en þegar kemur að fótboltan- um breytist allt mjög hratt. Maður getur verið kominn í annað lið áður en maður veit af,“ sagði Hargreaves. Ekki vanmeta Þjóðverja BRESK blöð harma mjög ósigur Englendinga gegn Frökkum á Evr- ópumótinu í knattspyrnu í fyrra- kvöld en Evrópumeistararnir stálu sigrinum í orðsins fyllstu merkingu þegar Zinedine Zidane skoraði tví- vegis í uppbótartíma. „Kramin ljónshjörtu“ segir í fyr- irsögn í Daily Mirror og þar er greint frá því að landsliðsfyrirliðinn David Beckham hafi gengið snökt- andi af leikvelli. „Við vorum rændir þegar Zined- ine Zidane stakk hnífnum í okkur tvívegis á síðustu þremur mínútum leiksins,“ voru meðal þeirra orða sem notuð voru í lýsingum blaða- manns The Sun á leiknum. „Hryllingur. England kastaði frá sér sigri í hræðilegri sýningu í upp- bótartíma. Það sem stefndi í að vera fullkomin byrjun á EM 2004 var hent í burtu á þremur brjálæðislegum mínútum,“ var skrifað í Daily Mail. „Hversu miskunnarlaust, hversu ósanngjarnt, hversu grimmt. Þegar Englendingar héldu að björninn væri unninn eftir hugaðan og góðan varnarleik og frábært mark frá Lampard skoraði Zinedine Zidane tvö undraverð mörk í blálokin,“ var lýsing í Telegraph á leiknum. Frank Lampard markaskorari Englendinga var mjög ósáttur hvernig frönsku leikmennirnir báru sig að eftir leikinn. „Þeir sungu franska sigursöngva og mér fannst það mjög ótímabært af þeim að gera það undir þessum kringumstæðum. Ég er handviss um að við hefðum ekki gert það sama ef við hefðum sigrað. Það var að vonum mikið svekkelsi inni í búningsklefa okkar eftir leikinn og jafnvel þó svo að leikurinn hefði endað 1:1 hefðum við verið vonsviknir. Að tapa leik þar sem skorað er úr aukapsyrnu og vítaspyrnu í uppbótartíma er hrika- lega svekkjandi en við verðum að taka það jákvæða úr leiknum. Það er mikið eftir af mótinu og vonandi fáum við tækifæri til að hefna ófar- anna gegn Frökkum,“ sagði Lamp- ard. Á laugardeginum fór fram ein-staklingskeppni með útsláttar- fyrirkomulagi. Af 18 keppendum í karlaflokki voru 7 er- lendir en Íslending- arnir röðuðu sér í efstu fjögur sætin. Í undanúrslitum náði Hróar Hugoson 15:11 forystu gegn Andra Heiðari Kristinssyni, sem sneri við blaðinu og vann 15:14 en þeir eru báðir í Skylmingafélagi Reykjavíkur. Hann stóð síðan í Ragnari Inga í úrslitum en varð að játa sig sigraðan 15:9. „Ég átti von á að vinna en ekki að Íslendingar myndu raða sér í efstu sætin, við bjuggumst við tveimur á verðlaunapall svo að þetta kom skemmtilega á óvart enda nokkrir keppendur meðal fimmtán bestu í Bretlandi,“ sagði FH-ingurinn Ragnar eftir mótið. Hann var í 151. sæti á heimslistanum fyrir mótið og fékk fyrir sigur 4 stig sem líklega hækkar hann um nokkur sæti. „Ég hef keppt á þessum mótum síðan 1995 og oftast verið í tveimur efstu sætunum. Suma keppendur þekki ég úr mótaröðunum en aðra ekki svo það er gott að fá fjölbreytni í bar- daga. Það þarf þá að vera mun út- sjónarsamari, skipta um stíl og svo- leiðis enda sér maður mun á milli þjóða. Síðasta vetur fór ég að jafnaði einu sinni mánuði á mót erlendis sem var nokkuð mikið því yfirleitt hefur það verið nokkrum sinnum yfir árið. Það er samt alltof sjaldan ef við ætl- um að ná árangri,“ bætti Ragnar við en hann vill fyrst jafna sig á álags- meiðslum. „Nú er stefnan að hvíla sig í sumar því ég er kominn með tennisolnboga og þarf að losna við það. Sleppi meðal annars Evrópu- móti í sumar. Svo sé ég til í haust hvað ég geri. Nú er ég að þjálfa meira en áður og byggja upp deild hér hjá FH en ég er samt enn ungur og alls ekki að hætta, maður á nokk- ur ár eftir.“ Keppnin var ekki síður skemmti- lega í kvennaflokki þar sem 6 af 11 keppendum komu frá útlöndum. Þorbjörg úr Skylmingafélagi Reykjavíkur vann Nicolu Gathercole frá Bretlandi 15:9 í undanúrslitum en beið lægri hlut fyrir Emmu, 15:13, í úrslitum. „Ég ætlaði mér að vinna, vann hana fyrir þremur árum, en nú tók hún mig á endasprettinum,“ sagði Þorbjörg eftir mótið. „Þetta var frábært mót og að það skyldu koma svona margir útlendingar. Það skiptir öllu máli því maður lærir á Ís- lendingana svo að reynslan er mjög góð fyrir framtíðina,“ bætti Þorbjörg við. Hún fékk 2 stig fyrir annað sæti, til viðbótar við 4 stig sem hún átti áð- ur og er í 100. sæti á heimslistanum en hyggur á frekari frama. „Ég æfi í sumar en við hvílum okkur í júlí til að koma fersk inn aftur. Svo fer allt af stað í ágúst, ég stefni á mörg innan- landsmót í Frakklandi og heimsbik- armót. Ég ætla að reyna vera meira í Frakklandi, æfði þar með franska landsliðinu fyrir tveimur árum og langar að komast þangað aftur. Við höfum keppt mikið í útlöndum en það er eina leiðin til að taka framförum.“ Á sunnudeginum var sett upp liða- keppni, ekki síst til að keppendur fengju meira út úr mótinu. Lið skip- að Ragnari Inga, Þorbjörgu, Hróari og Arnari Sigurðssyni vann fjölþjóð- legt lið sem taldi kappann Jörgen Kjöller frá Danmörku, Gildas Braine frá Lúxemborg, Ólaf Bjarnason ásamt Guðjóni Inga Gestssyni. Það gekk samt ekki þrautalaust en hafð- ist í lokin. „Ég hafði aldrei séð ís- lensku keppendurna en heyrt um af- rek þeirra og sagt að þeir væru góðir,“ sagði Gildas Braine, besti skylmingakappi Lúxemborgar, en varð að sætta sig við tap fyrir Andra í einstaklingskeppninni. „Ég var því spenntur þegar mótið hófst og það er frábært að koma hingað, mikið fjör og margir góðir keppendur. Það eru margir góðir ungir krakkar svo það er betra fyrir Evrópumenn að vera tilbúnir fyrir þá eftir tíu ár.“ Morgunblaðið/Stefán Stefánsson Gull- og silfurhafar eftir liðakeppnina á sunnudaginn. Frá vinstri Ragnar Ingi Sigurðsson, Hróar Hugoson, Þorbjörg Ágústsdóttir, Arnar Sigurðsson, Jörgen Kjöller frá Danmörku, Guðjón Ingi Gestsson, Gilda Braine og Ólafur Bjarnason. Íslendingar voru sigursælir SKYLMINGAFÓLK á Íslandi sýndi og sannaði um helgina að það tekur stöðugum framförum en þá fór fram í Kaplakrika alþjóðlegt mót með höggsverðum, Coupe du Nord, sem gefur stig á heimlista skylmingamanna. Íslandsmeistarinn Ragnar Ingi Sigurðsson sigr- aði í karlaflokki en Íslandsmeistarinn Þorbjörg Ágústsdóttir fékk silfur í kvennaflokki eftir naumt tap fyrir bestu skylmingakonu Ástr- ala, Emmu Hynes. Stefán Stefánsson skrifar „Við vorum rændir sigri“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.