Morgunblaðið - 15.06.2004, Page 50

Morgunblaðið - 15.06.2004, Page 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ NÝTT: Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is Stóra svið Nýja svið og Litla svið CHICAGO eftir J. Kander, F. Ebb og B. Fosse Lau 19/6 kl 20 SÍÐASTA SÝNING Í VOR TANZ THEATER HEUTE - LJÓSMYNDASÝNING í samvinnu við Goethe Zentrum - Í FORSAL Miðasala: 568 8000 Nýr opnunartími: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00 - 18:00 miðviku-, fimmtu- og föstudaga: 10:00 - 20:00 laugardaga og sunnudaga: 12:00 - 20:00 www.borgarleikhus.is midasala@borgarleikhus.is DON KÍKÓTI eftir Miguel de Cervantes Sýningar hefjast á ný í september BELGÍSKA KONGÓ eftir Braga Ólafsson Sýningar hefjast á ný í október LÍNA LANGSOKKUR eftir Astrid Lindgren Su 12/9 kl 14, Su 19/9 kl 14, Su 26/9 kl 14 GRÍMAN - ÍSLENSKU LEIKLISTARVERÐLAUNIN Mi 16/6 kl 20 - kr. 1.500 Dansleikur innifalinn Frábær ný gamanmynd frá höfundi Adaptation og Being John Malkovich Með stórleikurunum Jim Carrey og Kate Winslet. "stílhreint snilldarverk" HP Kvikmyndir.com "..hreinn „gullmoli... Brilljant mynd.“ ÞÞ FBL 25.000 manns á 12 dögum!!! PIERCE BROSNAN JULIANNE MOORE Sýnd kl. 8.  Ó.H.T Rás2  SV MBL  SKONROKK Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. Sýnd kl. 5.40 og 10. 1/2 HL Mbl HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 15.00 ELLA Í ÁLÖGUM Sýnd kl. 3.50. EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS DV kl. 5.50, 8.30 og 11.10.  Ó.H.T Rás2  SV MBL  SKONROKK 30.000 manns á 19 dögum!!! Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.15. Sýnd kl. 4, 5.20, 6.40, 8, 9.20 og 10.40. "stílhreint snilldarverk" HP Kvikmyndir.com Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.  Kvikmyndir.com Jersey girl "..hreinn „gullmoli... Brilljant mynd.“ ÞÞ FBL 1/2 HL Mbl Fim. 24. júní FRUMSÝNING kl. 19.30 - UPPSELT Fös. 25. júní Sýning nr. 2 kl. 19.30 - UPPSELT Mið. 30. júní Sýning nr. 3 kl. 19.30 - ÖRFÁ SÆTI Fim. 1. júlí Sýning nr. 4 kl. 19.30 - UPPSELT Fös. 2. júlí Sýning nr. 5 kl. 19.30 - LAUS SÆTI Sun. 4. júlí Sýning nr. 6 kl. 17.00 - LAUS SÆTI Lau. 10. júlí Sýning nr. 7 kl. 16.30 - LAUS SÆTI Lau 10. júlí Sýning nr. 8 kl. 19.30 - FÁ SÆTI Á DAGSKRÁ stutt- og heimild- armyndahátíðarinnar Reykjavík Shorts & Docs voru sýndar sex nýjar íslenskar stuttmyndir í einni dagskrá, og var sú framsetning bæði skemmtileg og forvitnileg þar sem hún gaf áhorfanda kost á sam- anburði og innsýn í breidd aðferða og viðfangsefna. Dagskráin hófst með hinni bráð- skemmtilegu skopmynd Síðustu orð Hreggviðs sem þegar hefur verið birt umsögn um, en vegna villu í birtingu stjörnufjölda með gagnrýninni er stjörnugjöf leiðrétt hér. Það má kannski skipta leiknu myndunum á dagskránni í tvo flokka hvað viðfangsefni varðar. Kvikmyndirnar Móðan, Blind Date og Bragur, eiga það sameiginlegt að segja litlar örlagasögur úr hver- dagslífinu, og þreifa sig áfram með persónusköpun, hrynjandi í fram- vindu og hið knappa og oft óvænta frásagnarform sem hentar stutt- myndinni. Móðan er áhugaverð og vel leikin lítil saga af óvæntri uppákomu sem þeytir tveimur ein- staklingum út af sporbraut hvunn- dagsins, og í fangið hvort á öðru. Þetta er nokkurs konar snjó- boltafrásögn, sem hefst er ung móðir (Nanna Kristín Magnúsdótt- ir) læsir bíllykla, barn og hund inni í bílnum sínum og ungur örygg- isvörður (Ólafur Darri Ólafsson) kemur til hjálpar. Sagan er sögð með skemmtilega sposkum tóni og myndræn útfærsla víða snjöll í meðförum Jón Karls Helgasonar. Blind Date er nokkurs konar óhappa- eða álagasaga, og er þar unnið með kunnuglegt minni. Þótt sagan sé sögð á full stirðbusalegan hátt, á hún nokkur góð gamanat- riði. Þar vegur frammistaða leik- ara þungt, en Edda Heiðrún Back- man er hreint kostuleg í hlutverki vonsvikins og allsendis ósjálfvilj- ugs háskakvendis. Bragur er að mínu mati heild- stæðasta stuttmyndin á sýningar- dagskránni. Það er ekki síst að þakka einfaldri en innilegri sögu og útfærslu sem undirstrikar sér- staka stemningu og gefur leikur- um gott svigrúm til að gæða per- sónurnar lífi. Þar er sagt frá nokkrum dögum í tilveru ellilífeyr- isþegans Bubba og húshjálpar hans Arnars. Þessir tveir einstak- lingar eiga e.t.v. fátt sameiginlegt, annar er staddur við upphaf full- orðinsáranna, og hinn við enda- stöðina, en í þeim báðum leynist ást á ljóðum, skák og heimspeki sem brúar kynslóðabilið. Þeir Jón Sigurbjörnsson og Friðrik Frið- riksson fara sérlega vel með hlut- verk sín þannig að hið orðspara en innilega samband vinanna verður áþreifanlegt. Stuttmyndirnar Áróður og Síð- ustu orð Hreggviðs eiga það sam- eiginlegt að takast á við málefni í samtímanum með því að bregða upp dæmisögu í tíma og rúmi sem er örlítið á skjön við þann samtíma sem reynt er að segja eitthvað um. Ólíkt síðarnefndu myndinni, geng- ur nálgunarleiðin í Áróðri ekki nógu vel upp. Þar er leitast við að vekja áhorfendur til umhugsunar um stríðsátök í heiminum með því að færa óróasvæðið nær okkur vernduðum Frónbúum. Í byrjun myndarinnar er áhorfendum kast- að inn í uppspenntar aðstæður mannráns, en þar reyna tveir and- ófsseggir að hræða forsætisráð- herra landsins (Anna Kristín Arn- grímsdóttir) út úr pólitísku valdaorðræðunni sem hann annars beitir fyrir sig. Þetta er áhugaverð hugmynd, sem ætlað er að skír- skota til þátta á borð við stuðning íslenska ríkisins við Íraksstríðið, en því miður flaskar höfundurinn á útfærslunni. Textinn er stirðbusa- legur og bókstaflegur og því mjög úr takt við spennuþrungið samtalið sem reynt er að setja á svið. Heim- spekilegu inntaki samræðnanna hefði þurft að miðla á liprari hátt, en textinn hljómar á köflum eins og tekinn beint upp úr glósum úr Heimspekilegum forspjallsvísind- um við HÍ. Mikið mæðir á leik- urum að koma til skila alvarleika aðstæðnanna og halda um leið uppi þvinguðum samræðunum, en þar tekst Brynju Valdísi Gísladóttur best upp. Stuttmynd Páls Steingrímsson- ar, Íshljómar, hnýtti fallegan endahnút á sýningardagskrána, í stuttmynd sem er sannkallaður leikur með hljóðmynd. Þar leika Einar Jóhannesson klarínettleikari og Jóel Pálsson saxófónleikari seiðandi tónlist hins síðarnefnda í samspili við ísilagt landslag. Þar er unnið með töfra og leikgleði nátt- úru og tónlistarmanns og þetta tvennt látið spila saman með skap- andi samsetningu tónlistar, hljóða og myndar. Leikgleði í ýms- um myndum Heiða Jóhannsdóttir Stuttmyndir Reykjavík Shorts and Docs Síðustu orð Hreggviðs  Leikstjórn: Grímur Hákonarson. 22 mín. Boris kvikmyndagerð, 2004. Móðan - ástarsaga á þvottaplani  Leikstjórn: Jón Karl Helgason. 15 mín. JKH-kvikmyndagerð, 2004. Blind date Leikstjórn: Huldar Freyr Arnarson. 18 mín. Puppenspiel ehf., 2004. Áróður  Leikstjórn: Haukur Már Helgason. 12 mín. Nýhil, 2004. Bragur  Leikstjórn: Rúnar E. Rúnarsson. 15 mín. Prjónastofan, Óháða kvikmyndagerðin, Tröllakirkja, 2004. Íshljómar  Stjórnandi: Páll Steingrímsson. Höf. tón- listar: Jóel Pálsson. 6 mín. Kvik kvik- myndagerð. Sex íslenskar stuttmyndir BANDARÍSKA leikkonan Courtney Cox er orðin móðir, en hún eignaðist stúlkubarn síðastliðinn sunnudag. Um er að ræða fyrsta barn hinnar fertugu Cox. Hún og maður hennar, David Arquette, hafa ákveðið að nefna stúlkuna Coco. Hinir nýbökuðu foreldrar eru að sögn í skýjunum en Cox hefur misst fóstur tvisvar áður. Hafa hjónin talað opinskátt um fósturlátin og greint frá hversu heitt þau þrái að verða foreldrar. „Það verður gaman að verða loks faðir, ég get ekki beðið eftir því að lesa fyrir hana og leika við hana leiki,“ sagði Arquette í samtali við tímaritið People. Courtney Cox er þekktust fyrir hlutverk sitt í Vinum en síðustu þáttaröðinni lauk í síðasta mánuði. Courtney Cox orðin léttari Fjölgun hjá vinum Reuters Hinir nýbökuðu foreldrar. ÍSLENDINGAR eiga tvo fulltrúa á raftónlistarhátíðinni Sónar 2004, sem fram fer í Barcelona á Spáni dagana 17.–19. júní. Ghostigital með Einar Örn og Bibba Curver í fararbroddi spilar á þjóðhátíðar- daginn kl. 19 en Mugison verður með tónleika laugardaginn 19. júní klukkan 20.30. Að þessu sinni verður Frosti Logason, gítarleikari úr Mínus, með Ghostigital en hann hefur ekki haft tíma til að spila með þeim að undanförnu vegna anna með eigin hljómsveit. Sónar-hátíð- in stendur yfir í þrjá daga og þrjár nætur og og er markmiðið að sýna allt það nýjasta í raftónlist og margmiðlunarlist. Í fyrra var Björk aðalnúmer hátíðarinnar og vöktu tónleikar hennar mesta at- hygli. Bæði er mikið um tónleika á hátíðinni og sett frá plötusnúðum en þetta árið mæta til leiks m.a. Billy Nasty, Pan Sonic og Prefuse 73. Tónlistarhátíðin Sónar í Barcelona Ghostigital og Mugison með www.sonar.es www.ghostigital.com www.mugison.com Ghostigital

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.