Morgunblaðið - 17.06.2004, Síða 1

Morgunblaðið - 17.06.2004, Síða 1
STOFNAÐ 1913 164. TBL. 92. ÁRG. FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Feðgar fá verðlaun Ingvar og Áslákur með Kaldaljós á kvikmyndahátíð í Portúgal | Fólk Úr verinu | Sjómenn orðnir sítengdir Hvatning- arverðlaun til Godthaab í Nöf Viðskipti | Alltaf gaman að fá eitthvað gefins  Vilja styðja listamenn í útrás Úr verinu og Viðskipti í́ dag og víðar, í viðleitni sinni til að koma á fót íslömskum her. Saddam hafi sent háttsettan leyniþjónustumann til fundar við bin Laden í Súdan 1994, en engar vísbendingar hafi fundist um samstarf Íraka og sam- taka bin Ladens. Stjórn Georges W. Bush Banda- ríkjaforseta hefur ítrekað sagt að tengsl væru á milli Saddams og al- Qaeda, og voru þessi meintu tengsl ein af rökum stjórnarinnar fyrir herförinni til Íraks. Á mánudaginn sagði Dick Cheney varaforseti í ÞVERT á fullyrðingar banda- rískra stjórnvalda greindi nefnd, sem skipuð var til að rannsaka hryðjuverkaárásirnar 11. septem- ber 2001, frá því í gær, að „engar áreiðanlegar vísbendingar“ væru um að Saddam Hussein, fyrrver- andi Íraksforseti, hefði lagt sam- tökunum al-Qaeda lið í hryðju- verkunum. Nefndin segir í skýrslu, að Osama bin Laden hafi leitað að- stoðar Saddams, sem og annarra leiðtoga í Súdan, Íran, Afganistan ræðu að Íraksforsetinn fyrrver- andi hefði „lengi átt samstarf við al-Qaeda“. Þá segir í skýrslu nefndarinnar, að maðurinn sem skipulagði hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september, Khalid Mohammed, hafi upphaflega haft hugmyndir um að ræna 10 flugvélum, þ.á m. einni sem hann myndi fljúga sjálf- ur og lenda á flugvelli, eftir að allir karlkyns farþegar hefðu verið drepnir, og halda þar ræðu gegn Bandaríkjunum. Mohammed er í haldi Bandaríkjamanna. Bin Lad- en vildi fyrst að árásirnar yrðu gerðar 12. maí 2001, og lagði síðar til að þær yrðu gerðar í júní eða júlí það ár vegna þess að Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, átti þá að vera í heimsókn í Hvíta húsinu. Mohammed taldi bin Laden ofan af báðum þessum hugmyndum á þeim forsendum að væntanlegir flugræningjar væru ekki reiðubún- ir. Að lokum var 11. september val- inn vegna þess að þá var Banda- ríkjaþing saman komið. Engar vísbendingar eru um tengsl Saddams og al-Qaeda Washington. AP. FRANK Moody, 101 árs gamall Ástrali, varð í gær elsti fallhlíf- arstökkvari heims. Vinir hans mönuðu hann til stökksins, þar sem þeir sátu að sumbli í ruðningsklúbbi í borginni Cairns í austurhluta Ástralíu. Moody varð við áskoruninni, stökk með reyndum fallhlífarstökkvara úr 3000 metra hæð og setti um leið heimsmet. Starfsmaður fallhlífarstökks- þjónustunnar, Amanda Pilkington, sagði Moody ernan og heillandi og þótti afar ánægjulegt að hafa orðið við bón hans. Myndbandsupptaka af stökkinu verður send heimsmetabók Guinn- ess í Lundúnum og má búast við staðfestingu á heimsmetinu innan fárra vikna. Moody sneri aftur til félaga sinna að stökki loknu og fékk sér krús af Guinness-bjór í tilefni dagsins. 101 árs fallhlífarstökkvari vill komast í heimsmetabókina Sydney. AFP. HINN heimsþekkti arkitekt Norman Foster er meðal þeirra sem hafa lýst yfir áhuga á að hanna ráðstefnu- og tónlistarhús á Aust- urbakka Reykjavíkurhafnar. Foster er einn af helstu arkitektum samtímans, en hann hefur hannað frægar byggingar, eins og hið nýja hvolfþak Reichstag- þinghússins í Berlín, Stanstead-flugvöll og hinn risastóra glerhúss- grasagarð í Wales, auk þess sem hinn nýi Wembley-íþróttaleik- vangur, sem nú er í byggingu, er í höndum byggingaverktakans Multiplex Group og Foster & Partners, fyr- irtækis Fosters, en þau fyrirtæki hafa sótt saman um þátttöku í forvalinu vegna ráð- stefnu- og tónlistarhússins og hótelsins sem byggt verður samhliða því. Þá var Foster einn af þeim sem komust í undanúrslit með tillögur sínar að nýjum byggingum þar sem World Trade Center stóð. Halldór Gíslason, deildarforseti hönn- unardeildar Listaháskóla Íslands, segir Foster afar afkastamikinn arkitekt. Hönn- un hans sé afar stílhrein og praktísk auk þess sem hún sé tæknilega framsækin. „Hann vinnur mikið úr gleri, stáli og plasti og höfðar lítið til eldri stílbrigða,“ segir Halldór, en stíll Fosters felst auk þess að miklu leyti í nýtingu opinna rýma og þeirra möguleika sem þau bjóða upp á. Í samtali við Morgunblaðið segir Foster að Dorrit Moussaieff, sem er góð vinkona hans, hafi verið búin að tala mikið um Ís- land og hvetja hann til að heimsækja land- ið. Hann kom svo hingað til lands á opnun sýningar Ólafs Elíassonar, Frost Activity, en þá sýndi Dorrit honum landið og fór með hann í ferðir. „Við elskuðum Ísland og okk- ur þótti ótrúlegt að koma hingað,“ segir Foster, sem þakkar Dorrit vel fyrir að kynna honum landið, en hún sé ötull tals- maður lands og þjóðar. „Þegar þessi keppni kom upp, þótti okkur hugmyndin um að keppa um að fá að hanna eitthvað á Íslandi alveg frábær. Við skemmtum okkur vel á Íslandi og þykir landið alveg ótrúlega áhugaverður staður. Þetta land veitir manni gríðarlegan innblástur og það væri frábært að fá tækifæri til að hanna fallegar byggingar fyrir Íslendinga.“ Landið veitir gríð- arlegan innblástur Heimsfrægur arkitekt vill hanna tónlistarhúsið Norman Foster FÁNARNIR sem Bandalag íslenskra skáta gaf öllum leikskólabörnum nú í vor fengu svo sannarlega verðugt hlutverk í gær þegar börnin á Hálsaborg tóku forskot á sæluna og skelltu sér í skrúðgöngu. Þau tóku m.a. lagið fyrir elstu kynslóð landsins og eru því búin að hita radd- böndin vel upp fyrir „Hæ hó og jibbí jei“ sem án vafa mun hljóma um allt land í dag. Morgunblaðið/Einar Falur Gleðilega þjóðhátíð!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.