Morgunblaðið - 17.06.2004, Page 12

Morgunblaðið - 17.06.2004, Page 12
ERLENT 12 FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÁFRÝJUNARRÉTTUR í Moskvu staðfesti í gær úrskurð undirréttar sem bannaði á sínum tíma söfnuði Votta Jehóva að starfa í landinu. Rétttrúnaðarkirkjan hefur hvatt til þess að Vottunum yrði meinað að starfa á þeirri forsendu að trúar- skoðanir þeirra séu hættulegar heilsu félaganna. Einnig er söfn- uðurinn sakaður um að sá hatri og ofstæki og „brjóta upp fjölskyldur, hvetja safnaðarfélaga til sjálfsvígs og valda þeim heilsutjóni“. Vottar Jehóva eru andvígir blóðgjöf sem þeir telja stangast á við Ritninguna. Vottarnir neita einnig að gegna herþjónustu en hún er skylda í Rússlandi. Málareksturinn gegn þeim hófst fyrir sex árum. Hafa Vottar Jehóva meðal annars bent á að sérfræðingar við félagsfræðideild Moskvuháskóla hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekkert sam- band sé á milli trúarskoðana fólks og traustleika fjölskyldna. Sett voru lög um trúflokka í Rússlandi 1997 og er þar tekið fram að kenningar Rétttrúnaðarkirkj- unnar séu ríkjandi í landinu en því er heitið að virða einnig búddisma, íslam og gyðingdóm. Hins vegar eru öðrum trúfélögum settar skorð- ur. Um 133 þúsund manns eru sagðir vera félagar í söfnuðum Votta Je- hóva í Rússlandi, þar af um 11 þús- und í Moskvu. Vottar Jehóva segja að verði úrskurðinum framfylgt muni þeir í reynd ekki geta starfað, þeir geti t.d. ekki verið með eigin bankareikning eða leigt húsnæði til að halda bænasamkomur. Vottar Jehóva halda ekki upp á afmæl- isdaga eða aðra hátíðisdaga og menn velta því nú fyrir sé hvernig eigi að framfylgja niðurstöðu rétt- arins, hvort lögregla verði send inn á heimili til að tryggja að fólk hagi sér í samræmi við úrskurðinn. Leiðtogi safnaðarins í Rússlandi, Vasílí Kalín, sagðist furða sig á úr- skurðinum sem minnti á sovétskeið- ið. Þá sættu sumir liðsmenn Vott- anna nauðungarflutningum til Síberíu. „Mér fannst gömlu tímarn- ir vera runnir upp á ný,“ sagði Kal- ín. Hann bætti við að málið færi nú fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg en Rússland á aðild að Evrópuráðinu. Bandaríkjamenn for- dæmdu á sínum tíma niðurstöðu undirréttar og sögðu að hún væri atlaga gegn trúfrelsi. Vottum Jehóva meinað að starfa í Moskvu Hyggjast áfrýja til mannréttindadómstólsins AP Leiðtogi safnaðar Votta Jehóva í Rússlandi, Vasílí Kalín, yfirgefur rétt- arsalinn í Moskvu í gær. Moskvu. AP, AFP. NÆR 300 manns eru í söfnuði Votta Jehóva á Íslandi. Talsmaður þeirra, Svanberg K. Jakobsson, segir að menn hafi fylgst vel með réttarhöldunum í Moskvu. „Ofsókn- ir á hendur minnihlutahópum vegna trúar eða annars hljóta að vera áhyggjuefni. Þær vitna um umburðarleysi og jafnvel eitthvað enn verra, þær valda áhyggjum vegna þess að þær hafa tilhneig- ingu til að breiðast út. Ef ráðist er gegn einum hópi er spurningin: hvenær sá næsti er í hættu?“ Hann segir að Mannréttinda- dómstóllinn í Strassborg hafi tekið fyrir nokkur mál Votta Jehóva, m.a. gegn gríska ríkinu og þau hafi öll unnist. Dæmi séu um ofsóknir gegn Vottunum í öðru landi Rétt- trúnaðarkirkjunnar, Georgíu og þar hafi lögreglan ekki gripið í taumana. „Fyrir nokkrum árum var rætt á þingi Evrópuráðsins að koma á fót yfirþjóðlegri stofnun til að hafa eft- irlit með því sem kallað var „hættu- legar sértrúarreglur“. Við gerum okkur grein fyrir því að það eru til sértrúarreglur sem hafa staðið fyrir fjöldasjálfs- morðum. En þetta hefur stundum verið reynt að nota gegn trúflokk- um eins og Vottum Jehóva sem gera auðvitað aldrei neitt af þessu tagi. Það er fáránlegt að halda því fram. Stofnunin var reyndar ekki sett á fót.“ Svanberg segir að töluverðs mis- skilnings gæti varðandi afstöðu Votta til blóðgjafa. Víðast hvar valdi þetta engum vanda og læknar beiti öðrum aðferðum en blóðgjöf, komi t.d. í veg fyrir blæðingu með kælingu eða beiti lyfjum og skurð- tækni til að draga úr blæðingum. „Hvenær er sá næsti í hættu? ÞEIM Jennu og Barböru, tvíbura- dætrum forsetahjónanna banda- rísku, George W. Bush og Lauru Bush, hefur ekki verið hampað í póli- tísku lífi forsetans. Hjónin hafa reynt eftir megni að hlífa þeim við því að verða bitbein fjölmiðla þótt ekki hafi það alltaf tekist. Nokkrar vandræðalegar uppákomur hafa orðið mörgum tilefni til að fara háð- syrðum um forsetann og uppeldis- aðferðir hans. En nú eru dæturnar orðnar 22 ára gamlar og í sumar munu þær taka þátt í baráttu föðurins fyrir endur- kjöri í nóvember. Kom þetta fram í máli Gordons Johndroe, talsmanns forsetafrúarinnar, fyrir skömmu. „Ég geri ráð fyrir að þær muni byrja að taka þátt í baráttu föður síns und- ir lok sumarsins en ekki er enn ljóst hvert umfangið verður,“ sagði Jo- hndroe. Jenna Bush hefur lokið háskóla- prófi í bókmenntafræði við Texas- háskóla og stundar nú kennslu. Barbara Bush lauk hins vegar prófi við hinn þekkta Yale-háskóla, þar sem faðir hennar stundaði á sínum tíma nám. Hún hyggst starfa við áætlun um baráttu gegn alnæmi í Afríku og Evrópu. Hvorug þeirra hefur enn látið í ljós áhuga á að reyna sjálf fyrir sér í stjórnmálum. Þær eru nú á ferðalagi í Evrópu og Jenna fór í pílagrímsgöngu til Santiago de Compostela á Spáni og gekk allt að 30 kílómetra á dag. Báð- ar hafa þær verið fyrirsætur fyrir tískuritið Vogue og munu myndirnar af þeim birtast í ágúst. Tímaritin Time og People hafa nýlega birt greinar um systurnar. „Venjulega reyna menn að halda börnunum utan við fjölmiðlana, frá kastljósi stjórnmálanna, þangað til þau eru orðin fullvaxin,“ segir Allan Lichtman, prófessor í stjórn- málafræði við American University í Washington. „En þær eru nú orðnar fullorðnar og fyllilega hæfar til að taka þátt í stjórnmálum. Fjölmiðlar munu framvegis ekki hlífa þeim.“ Syndir og fjölmiðlar Götublaðið New York Daily News birti í mars ögrandi ljósmynd á for- síðu af Barböru í næturklúbbi þar sem hún dansaði af vægast sagt mik- illi ákefð við Fabian Basabe, son auðugs kaupsýslumanns frá Ekva- dor. En bandarískir fjölmiðlar virtust fyrst uppgötva að forsetahjónin ættu tvíburadæturnar þegar Jenna, sem var þá 19 ára, var árið 2001 tvisvar tekin föst fyrir að panta sér áfengi á veitingastað þótt hún væri ekki orðin tvítug. Í seinna skiptið var Barbara með henni. Margir hlógu að þeim en dag- blaðið Wall Street Journal sagði í leiðara að menn þyrftu að vera býsna harðbrjósta til að finnast rétt- látt að 19 ára stúlka væri handtekin og hlyti refsingu og sálgreind á op- inberum vettvangi „fyrir að panta sér margaritu“. Tvíburar í forsetaslaginn Dætur Bush- hjónanna ætla að taka þátt í barátt- unni vegna for- setakosninganna í haust Reuters Barbara (t.v.) og Jenna Bush, tvíburadætur George W. Bush Bandaríkja- forseta og Lauru Bush, á götu í Fort Hood í Texas í apríl. Washington. AFP. YFIRMAÐUR öryggismála á olíu- svæðunum í Norður-Írak var skot- inn til bana fyrir utan heimili sitt í borginni Kirkuk í gær. Hefur árásum á olíumannvirki fjölgað mikið að undanförnu og má nú heita, að lítil sem engin olía berist frá landinu. Með morðinu á Ghazi Talabani, yfirmanni öryggismála á olíusvæð- inu í norðri, hafa þrír háttsettir embættismenn verið drepnir í Írak á aðeins fjórum dögum. Hinir tveir voru aðstoðarutanríkisráðherrann og háttsettur maður í mennta- málaráðuneytinu. Þar að auki sprungu tvær bílsprengjur í Bagd- ad á sunnudag og mánudag og urðu að minnsta kosti 20 manns að bana, þar á meðal nokkrum er- lendum verktökum. Það, sem af er júní, hafa 150 manns fallið í óöld- inni í landinu og búist er við, að ástandið muni versna eftir því sem nær dregur valdaskiptunum í land- inu um næstu mánaðamót. Enginn útflutningur Talabani hafði það erfiða verk- efni að reyna að koma í veg fyrir árásir á olíumannvirki og olíu- leiðsluna milli Kirkuk og tyrk- nesku borgarinnar Ceyhan en hafði ekki haft erindi sem erfiði hingað til. Hefur lítil sem engin ol- ía farið um leiðsluna frá falli Sadd- ams Husseins í apríl í fyrra og vegna sprengingar í olíuleiðslu við borgina Basra í Suður-Írak á þriðjudag og aftur í gær má kalla, að olíuiðnaðurinn í landinu sé lam- aður. Árásir lama olíu- iðnaðinn í Írak Yfirmaður öryggismála á olíusvæð- unum í Norður-Írak skotinn Kirkuk. AFP. FJÖLSKYLDA Paul Marshall Johnson, bandaríska flugvélaverk- fræðingsins, sem er í haldi samtaka sem tengjast al- Qaeda hryðju- verkanetinu, grátbað honum griða í gær. Mannræningj- arnir sendu frá sér tilkynningu í fyrradag þar sem þeir segjast munu taka Johnson af lífi á morgun, föstudag, hafi al- Qaeda-liðum ekki verið sleppt úr haldi samkvæmt kröfum þeirra. Systir Johnson og sonur hans mættu í viðtal á sjónvarpsstöðinni CNN í gær, báðu mannræningjana um að sýna Johnson miskunn og hvöttu stjórnvöld í Sádi-Arabíu til þess að gera allt sem í valdi þeirra stæði til að tryggja öryggi hans. „Hann er saklaus. Það er engin lausn að drepa hann. Gerið það, ekki drepa hann,“ sagði systir Johnson, Donna Mayeux. Sonur Johnson, Paul Marshall Johnson III, brotnaði sam- an í viðtalinu þegar hann grátbað föður sínum griða. Myndband var birt á íslamskri vefsíðu á þriðjudag þar sem Johnson sést með bundið fyrir augu og mann- ræningjarnir hóta að taka hann af lífi verði ákveðnum al-Qaeda-mönnum ekki sleppt úr fangelsi. Fjölskyldan biður Johnson griða New York. AFP. Paul Marshal Johnson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.