Morgunblaðið - 17.06.2004, Blaðsíða 14
FYRSTA tölvuveiran, sem
dreifist með farsímum, er kom-
in af stað. Er hún að vísu mein-
laus en óttast er, að hún sé að-
eins upphafið að öðru verra.
Tölvuormurinn, sem kallast
Cabir, sýkir síma og tæki, sem
notast við Symbian-stýrikerfið,
en það á við um flesta farsíma-
framleiðendur. Þegar veiran
fer í gang birtist orðið „Caribe“
á skjánum og í hvert sinn sem
kveikt er á símanum leitar orm-
urinn að öðrum símum með
Bluetooth-senditækni og reyn-
ir að smita þá. Kom þetta fram
á fréttavef BBC, breska ríkis-
útvarpsins, í gær.
Vegna þess, að ormurinn
nýtir sér Bluetooth, getur hann
ekki smitað aðra síma en þá,
sem eru í 30 metra fjarlægð eða
minna. Eins og fyrr segir er
veiran skaðlaus en margir ótt-
ast, að það sé bara byrjunin.
Veira
komin í
farsíma
RÉTTARHÖLD í máli Míkhaíls
Khodorkovskís, fyrrverandi forstjóra
rússneska olíufélagsins Yukos, hófust
í Moskvu í gær en var frestað jafn-
harðan þar sem einn verjendanna
þurfti að jafna sig eftir augnaðgerð.
Khodorkovskí og Platon Lebedev,
annar stór hluthafi í fyrirtækinu, eru
sakaðir um margvísleg afbrot, m.a.
falsanir, skattsvik og fjárdrátt.
Ákærurnar varða flestar sölu eða
einkavæðingu stórrar áburðarverk-
smiðju á árinu 1994. Búist er við að
réttarhöldin taki marga mánuði og
Khodorkovskí og Lebedev geta átt yf-
ir höfði sér 10 ára fangelsi.
Ljóst þykir, að margt misjafnt átti
sér stað í einkavæðingarhrinunni eft-
ir hrun Sovétríkjanna en marga grun-
ar, að tilgangur stjórnvalda sé öðrum
þræði pólitískur og að kveða niður
mikil völd rússnesku auðjöfranna.
Vegna þessara mála og skattakröfu
stjórnvalda, upp á 247 milljarða ísl.
kr., rambar Yukos á gjaldþrotsbarmi.
Rússneskir saksóknarar segja
Lebedev og aðrir ráðamenn í fyrir-
tækinu Menatep hafa árið 1994 kom-
ist yfir 20% hlut í Apatit, stærsta
áburðarframleiðanda í landinu, og
beitt við það ýmsum blekkingum,
meðal annars fölskum tilboðum. Til-
boðsgjafinn, sem fékk síðan hluta-
bréfin á nafnverði, hafi svo ekki staðið
við fyrirheit um að fjárfesta fyrir um
17 milljarða ísl. kr. í fyrirtækinu. Í
ákæruskjalinu segir, að Khodor-
kovskí hafi lagt á ráðin um þetta.
Auk þessa eru þeir Khodorkovskí
og Lebedev sakaðir um að hafa svik-
ist um að greiða skatt, bæði af tekjum
Apatits og sínum eigin, og dregið til
sín mikið fé frá fyrirtækinu.
Auðlindirnar
endurheimtar?
Vladímír Pútín, forseti Rússlands,
hefur sagt um rannsóknina að hún sé
hluti af baráttunni gegn efnahags-
glæpum og spillingu. Grunsamlegt
þykir að lagt var til atlögu við hann á
sama tíma og hann var að efla sín póli-
tísku áhrif í andstöðu við Pútín. Þá
telja sumir erlendir fjárfestar og
rússnesku auðmennirnir, að hugsan-
lega vaki fyrir ríkisstjórninni að end-
urheimta eitthvað af þeim auðlindum
og fyrirtækjum, sem örfáir menn
komust yfir í einkavæðingu síðasta
áratugar.
Sakaður um
falsanir, skatt-
svik og fjárdrátt
Moskvu. AP, AFP.
LALU Prasad Yavad, ráðherra járnbrautamála á Ind-
landi, sagði tuttugu látna og hundrað særða eftir lest-
arslys sem varð í gærmorgun, um 200 km frá Bombay.
Tildrög slyssins voru þau að lest keyrði á bjarg á 95
km hraða á leið sinni yfir brú, með þeim afleiðingum að
hún fór af sporinu og steyptist út af brúnni.
Sjónvarpsstöðvar í Indlandi sýndu myndir frá slysstað
þar sem sjá mátti mikið skemmda lestarvagna í einni kös
og vógu tveir þeirra salt á brúnni í um 30 metra hæð.
Eimreiðarstjórar sögðu í gær að stálnet, sem lögð
höfðu verið meðfram brautarteinunum, dygðu ekki til að
halda björgum frá. Forstjóri járnbrautarfyrirtækisins
sem á lestina, B. Rajaram, sagði „náttúruna enn einu
sinni hafa gert lítið úr manninum“.
Reuters
Keyrði á bjarg og fór út af brú
Bombay. AFP.
ERLENT
14 FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÍTALSKA sjónvarpskonan Lilli
Gruber eða „Rauða Lilli“, eins og
hún er gjarnan kölluð vegna háralit-
arins, þykir hafa niðurlægt illilega
sjálfan forsætisráðherra Ítalíu,
Silvio Berlusconi, í kosningunum
til Evrópuþingsins um helgina. Þar
fékk hún nefnilega meira en helm-
ingi fleiri atkvæði en ráðherrann, í
höfuðborginni Róm.
Hlaut hún flest atkvæði frambjóð-
enda í borginni eða tæplega 237 þús-
und á meðan Berlusconi fékk rúm
116 þúsund. Athygli vekur að for-
sætisráðherrann bauð sig fram í
mörgum héruðum landsins jafnvel
þótt vitað væri að hann gæti ekki
tekið sæti á þinginu.
Gruber þessi er einn frægasti
fréttalesarinn í ítölsku sjónvarpi þar
sem hún hefur starfað í 20 ár eða
þar til í maí þegar hún tilkynnti,
áhorfendum til mikillar furðu, að
hún ætlaði að láta af störfum til að
bjóða sig fram fyrir Ólífutréð sem er
bandalag nokkurra stjórnarand-
stöðuflokka. Er hún hætti kvartaði
hún yfir því að fréttum í þætti henn-
ar, m.a. af Íraksstríðinu, hefði verið
breytt í þágu stjórnar Berlusconis.
Sætur sigur
Þykir sigur Gruber á forsætisráð-
herranum einstaklega sætur þar
sem hann ræður beint eða óbeint yf-
ir 90% allra sjónvarpsstöðva á Ítal-
íu, Hann á stærstu einkareknu sjón-
varpssamsteypuna auk þess sem
hann sem forsætisráðherra, getur
óbeint haft áhrif á ríkissjónvarps-
stöðina RAI. „Ég er mjög ánægð
með niðurstöðuna. Fréttakonan …
hefur sigrað manninn sem á sjón-
varpið á Ítalíu,“ sagði Gruber eftir
kosningarnar.
Ólífutréð er bandalag vinstrisinn-
aðra miðjuflokka sem Romano
Prodi, forseti framkvæmdastjórnar
Evrópusambandsins, stýrir. Fékk
það 31% atkvæða í kosningunum á
meðan flokkur Berlusconis, Áfram
Ítalía, fékk einungis 21%.
Bandalagið hefur löngum þótt
vanta í sínar raðir heillandi fram-
bjóðendur sem tækju sig vel út á
sjónvarpsskjánum, einhvern sem
gæti veitt hinu fræga tannkrems-
brosi Berlusconis samkeppni. Svo
virðist sem ekki þurfi að leita lengur,
hin glæsilega sjónvarpskona, sem
margoft hefur verið kosin kyn-
þokkafyllsta kona Ítalíu, hefur sýnt
og sannað að hún er honum hættu-
legur andstæðingur.
„Fullsaddur“ af
forsætisráðherranum
Berlusconi hefur sagt að hann taki
„fulla ábyrgð“ á slæmu gengi flokks
síns, Áfram Ítalíu, í kosningunum.
Vittorio Zucconi, þekktur blaðamað-
ur, sagði eftir þær að flokkurinn
hefði goldið þess að almenningur
væri búinn að fá sig „fullsaddan“ af
forsætisráðherranum sem síðustu
vikur hefði birst í sjónvarpi „með
morgunverðinum, í hádeginu og á
kvöldmatartíma“.
Veitti Berlusconi skell
Reuters
Lilli Gruber er afar vinsæl og virt
fréttakona á Ítalíu. Flutti hún m.a.
fréttir af Íraksstríðinu frá Bagdad.
’Ég er mjög ánægðmeð niðurstöðuna.
Fréttakonan … hefur
sigrað manninn sem á
sjónvarpið á Ítalíu.‘
Róm. AP.
YFIRVÖLD í Indónesíu hvöttu í gær
skæruliða aðskilnaðarsinna í Aceh til
að leggja niður vopn en þá höfðu þrír
útlægir leiðtogar þeirra verið hand-
teknir í Svíþjóð. Skæruliðar lýstu því
hins vegar yfir, að baráttu þeirra, sem
hefur staðið í 27 ár, yrði haldið áfram.
Yasril Ananta Baharuddin, sem
sæti á í öryggismálanefnd þingsins,
hvatti skæruliða til gefast upp og
berjast heldur fyrir hagsmunum sín-
um og Aceh-héraðs með þingræðis-
legum hætti. Kom áskorunin í kjölfar
frétta um, að sænska lögreglan hefði
handtekið þrjá leiðtoga þeirra, Hasan
di Tiro, Zaini Abdullah, sem kallar sig
utanríkisráðherra frjáls Aceh, og
Malik Mahmud en hann er forsætis-
ráðherra héraðsins í augum skæru-
liða. Eru þeir að sögn sænskra yfir-
valda „grunaðir um alvarleg brot á
alþjóðalögum“.
Indónesíustjórn hefur lengi hvatt
sænsku stjórnina til að grípa til að-
gerða gegn mönnunum en þeir hafa
allir fengið sænskt vegabréf. Hari
Sabarno, öryggismálaráðherra
Indónesíu, fagnaði handtökunum í
gær og benti á, að í raun hefðu sænsk-
ir ríkisborgarar stjórnað óöldinni í
Aceh.
„Þeir hafa lifað í vellystingum
praktuglega í Svíþjóð og fjarri eymd-
inni, sem hernaður þeirra í Aceh hef-
ur valdið,“ sagði Sabarno, sem bauðst
til að senda til Svíþjóðar gögn, sem
sýni, að mennirnir þrír hafi staðið fyr-
ir hryðjuverkum annars staðar í
Indónesíu en í Aceh.
Talið er, að allt að 12.000 manns
hafi fallið í átökunum í Aceh, þar á
meðal margir óbreyttir borgarar.
Skæruliðar í
Aceh neita að
gefast upp
Jakarta. AFP.
FRÖNSK yfirvöld hófu í gær her-
ferð gegn ruslpósti með því að
senda landsmönnum límmiða sem á
stendur að viðkomandi vilji engan
auglýsinga- eða markpóst. Límmið-
arnir eru ætlaðir póstkössum og
bréfalúgum.
Orðrétt stendur á þeim í ís-
lenskri þýðingu: „Stöðvum auglýs-
ingar. Ofhlæði bæklinga stefnir
jörð minni í hættu. Vinsamlegast
hlífið póstkassanum mínum“, og
síðan fylgir í smáu letri nánari
skilgreining á því hvers konar
póstur sé óvelkominn.
Umhverfisráðherra Frakklands,
Serge Lepeltier, kynnti herferðina
og sagði bréfbera, og aðra þá sem
dreifa markpósti, verða að hlýða
því sem á límmiðanum stæði. Ráð-
herrann sagði hvert heimili fleygja
u.þ.b. 40 kg af ruslpósti á ári sem
væri afar dýrt að endurvinna.
Pappírsflóðið myndi minnka um
40.000 tonn á ári ef aðeins fimm af
hundraði íbúa notaði límmiðana.
Stéttarfélag verkamanna sem
dreifa ruslpósti, CFDT, sagði að-
gerðir stjórnvalda „andfélags-
legar“ því þær stefndu lífsvið-
urværi 50.000 manna í hættu, sem
vinna við að stinga hinum óum-
beðna pappír inn um lúgur
Frakka.
„Vinsamlegast hlíf-
ið póstkassanum“
París. AFP.