Morgunblaðið - 17.06.2004, Síða 16

Morgunblaðið - 17.06.2004, Síða 16
- SPENNANDI VALKOSTUR Stangarhyl 3, 110 Reykjavík, sími 591 9000 www.terranova.is Akureyri, sími 461 1099 Lignano 2 fyrir 1 1. júlí frá kr. 19.990 Terra Nova býður nú síðustu sætin í sólina til Lignano 1. júlí á frábærum kjörum. Þú getur valið um 5, 12 eða 19 daga ferð og notið sólar og sumars á einni af fallegustu baðströndum Ítalíu. Á Lignano er að finna afþreyingu við allra hæfi, skemmtigarða, spennandi næturlíf og verslanir af öllu tagi. Íslend- ingar hafa kolfallið fyrir ítalskri matarmenningu og hér eru veitingastaðir, barir og ísbúðir sem svíkja engan. Þú bókar ferðina og 3 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir í fríinu þínu á Lignano. Verð kr. 19.990 á mann Flug og flugvallarskattar. Flugsæti kr. 32.200/2 = kr. 16.100. Skattar kr. 3.890. m.v. 1. júlí Verð kr. 2.990 á mann á nótt í fjórbýli. Gisting á 2* og 3* hótelum. Ferðir til og frá hótelum á Lignano kr. 1.800. Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Stækka golfvöllinn | Vinna er hafin við golfvöllinn á Silfurnesi á Höfn en byrjað var að stækka völlinn í fyrra. Núna er verið að fullmóta flatirnar, grínin eins og það heitir á golfmáli, og gera þau tilbúin undir sán- ingu og búa til teiga. Haft er eftir Guðnýju Helgadóttur, formanni golfklúbbsins, á heimasíðu Hornafjarðar að fullgera eigi völlinn í sumar en hann verði ekki formlega opnaður fyrr en 2006 því grasrótin verði að vera orðin þétt og sterk. Völlurinn er núna 1920 m. hringurinn en eftir stækkun verður hann 2,5 km og áfram 9 holur eins og hann er. Hönnuður að golfvellinum er Edvin Ragnarsson og fylgist hann með „grín- framkvæmdunum“. Mikið er um að vera á golfvellinum á Silfurnesi í sumar og í dag, 17. júní, verður haldið svokallað Hafn- arapóteks-golfmót. Humarhátíðar- golfmótið verður 2.-4. júlí og Hótel Hafn- armótið, sem er stærsta golfmót sumarsins, verður 21. ágúst.    Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Kiwanismenn | Kiwanismenn úr Kiwanis- klúbbnum Setbergi í Garðabæ heimsóttu grunnskólana í Garðabæ við útskrift nem- enda. Tilefni heimsóknanna var að afhenda viðurkenningar til þeirra nemenda sem skarað hafa fram úr í íslenskunámi. Kiwanismenn í Garðabæ hafa veitt þess- ar viðurkenningar hátt í 20 ár og er það eitt af ánægjulegustu verkefnum þeirra. Kiw- anisklúbburinn hefur notið stuðnings bóka- útgáfunnar Eddu við þetta verkefni og þakka Kiwanismenn þeim stuðninginn, seg- ir í fréttatilkynningu. Í Flataskóla: Frá vinstri: Matthías Guð- mundur Pétursson, Hildur Guðmunds- dóttir 6. VK, Anna Björk Almarsdóttir 6. ÞH, Hildur Hafsteinsdóttir 6. ÁJ, Anna Guðrún Einarsdóttir 6. SKA, Sigrún Gísla- dóttir skólastjóri og Sigurður Axelsson. Við Skógafoss Bæjarstjórn Akra-ness hefur sam-þykkt nýjar reglur um fjárhagsaðstoð í sveit- arfélaginu. Helstu breyt- ingar sem fram koma með nýjum reglum eru m.a. þær, að fjárþörf tekur mið af fullorðnum, en ekki af börnum líka eins og áður var. Greiðslur vegna barna, svo sem meðlög, barnabæt- ur og barnabótaauki reikn- ast hins vegar ekki sem tekjur og húsaleigu- og vaxtabætur eru ekki taldar til tekna. Fjárhagsaðstoð til ein- staklinga getur nú numið allt að kr. 81.396 á mánuði, en til hjóna og fólks í skráðri sambúð getur hún numið allt að kr. 130.234 á mánuði. Nýju reglurnar miða við heildarlaun en ekki nettólaun eins og áður var. Forsenda námsstyrkja er þrengd og aðstoð til for- eldra, að vissum skilyrðum uppfylltum, er aukin. Nýjar reglur Fagridalur | Á dögunum fór fram sumarhátíðin Vík 2004 og er þetta fyrsta hátíð sinnar teg- undar en áætlað er að þetta verði árviss við- burður.Mikið var lagt upp úr því að hátíðin væri fjöl- skylduvæn með ýmiskon- ar afþreyingu fyrir börn. Þá var harmonikkud- ansleikur á Ketilsstöðum og Sniglabandið lék á dansleik í Leikskálum . Mörg fyrirtæki á staðnum buðu upp á ýmiskonar til- boð og höfðu opið hús. Þá fór fram Kötluganga sem fól í sér að ganga eftir korti og finna póstkassa sem þátttakendur settu síðan nafnspjöld með nafninu sínu í, Brandur Guðjónsson var sá eini sem fann alla kassana og var því sigurvegari. Verslunin Kjarval í Vík gaf verðlaunin. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Fótboltatjaldið var vinsælt hjá yngri kynslóðinni. Sumarhátíð í Vík í Mýrdal Velktur miði fannst íbók sem keypt vará fornbókasölu með ágætum vísum og yrði undirritaður þakk- látur ef einhver þekkti höfundana. Tilefnið er „veðmál unnið að vori, loks goldið eftir sum- arlanga, stranga bið.“ Undir fyrri vísurnar er letrað S.G.: Kvenmanns drykkju-dólg ég þekki, sem drykkjarvana hefur orgað. En vaxtagreiðslur verða ekki vegna þess að skjótt er borgað. Veikur er maginn, bilað bakið bölvað var að skulda þér. Dýra klára koníakið kreisti ég undan nöglum mér. Síðan stendur: „Svar til S. samið á 5 mín, meðan sendimaður beið á hesti sínum utandyra.“ Undir það er ritað EM: Þótt dýra klára koníakið kverkar væti ljúflega auman magann, úldið bakið aldrei skal þér vorkenna. Undan nöglum óþvegnum út þú kreistir vínið. En að halda á fleygnum ekki þorðir „– svínið“. Dýrt koníakið pebl@mbl.is FJÖLBRAUTASKÓLI Norðurlands vestra (FNV) og Háskólinn á Hólum hafa undirritað samkomulag um víðtækt sam- starf. Meginmarkmið samkomulagsins er að efla skólahald á framhalds- og háskóla- stigi á Norðurlandi. Eitt samstarfsverkefnið er að bæta und- irbúning nemenda fyrir háskólanám. Stefnt er að námi í frumgreinadeild Hóla- skóla næsta haust, í samstarfi við FNV á Sauðárkróki. Um er að ræða eins árs und- irbúningsnám fyrir BS- og BA-nám. Skól- arnir hafa undanfarin ár verið í samstarfi um skipulag náms í hestamennsku við FNV. Jón F. Hjartarson, skólameistari FNV, segir mikilvægt fyrir íslenskt atvinnulíf að menntun sé í boði fyrir þá sem hafi áhuga á að vinna við fiskeldi eða ferðamennsku í framtíðinni. Nú sé háskólanám í þeim greinum í boði við Hólaskóla og við Fjöl- brautaskólann sé unnt að stunda nám til undirbúnings þess. Þeir sem ekki hafi stúd- entspróf, en lifandi áhuga á náminu, geti snúið sér til Hólaskóla og skráð sig til náms í frumgreinadeildinni. Stærstur hluti þessa náms mun fara fram í Fjölbrautaskólanum. FNV og Hóla- skóli í samstarf Ljósmynd/Pétur Ingi Björnsson Jón F. Hjartarson, skólameistari FNV, og Skúli Skúlason, rektor Hólaskóla, við undirritun samstarfssamningsins. LEIKSKÓLANUM Garðaseli á Akranesi hefur verið veitt viðurkenning frá Lýð- heilsustöð og Landlæknisembættinu fyrir störf að bættu heilbrigði, íþróttum og hreyf- ingu meðal barnanna. Anna Björg Aradóttir frá Lýðheilsustöð veitti Ingunni Ríkharðs- dóttur leikskólastjóra viðurkenninguna. Garðasel er þriðji leikskólinn á landinu sem má skilgreina sig sem heilsuleikskóla. Áður hafa leikskólar í Grindavík og Kópavogi hlotið sambærilegar viðurkenningar. Garðasel er heilsuleikskóli ♦♦♦ FJÖLDI ferðamanna var við Skógafoss í vikunni enda hefur fossinn mikið aðdráttarafl og þar stoppa margar rútur fullar af ferðamönnum á degi hverj- voru í sinni fyrstu för til Íslands. Þau höfðu ferðast um landið í viku og kváðust hafa heillast af fegurð og fjölbreytileika í nátt- úru landsins. um. Fossinn skartaði sínu feg- ursta þennan dag og voru myndavélar hvarvetna á lofti til að mynda dýrðina. Anita og Gottfried Seifert frá Þýskalandi Morgunblaðið/RAX Ferðamenn dásama fossinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.