Morgunblaðið - 17.06.2004, Síða 20
AKUREYRI
20 FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Kynntu þér tilboð okkar
á bílaleigubílum
Pantaðu AVIS bílinn áður en þú leggur af stað
Það borgar sig – Hringdu til AVIS í síma 591-4000
Við erum í 170 löndum
5000 stöðum
T.d. Reykjavík, London, Kaupmannahöfn,
Frankfurt, Milano, Alicante ...
AVIS Knarrarvogi 2 – 104 Reykjavík – Sími 591 4000 – Fax 591 4040 – Netfang avis@avis.is – Heimasíða www.avis.is
Minnum á Visa afsláttinn
Calcium Citrat
Veldu kalk sem gerir gagn.
Einnig hægt að fá með D vítamíni
PÓSTSENDUM
www.islandia.is/~heilsuhorn
Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889
fæst m.a. í Lífsinslind í Hagkaupum,
Fjarðarkaupum
Árnesaptóteki Selfossi og
Yggdrasil Kárastíg 1.
SYSTKININ Haukur og Anna
Berglind Pálmabörn brautskráðust
frá Háskólanum á Akureyri um liðna
helgi en þau gerðu sér lítið fyrir og
hlutu hæstu og næsthæstu með-
aleinkunn sem gefin hefur verið í
fyrri hluta námi við háskólann.
Haukur hlaut einkunnina 9,60 en
hann lauk námi við upplýsinga-
tæknideild, var í hópi fyrstu nem-
enda deildarinnar til að brautskrást
þaðan.
Anna Berglind stundaði nám við
kennaradeild háskólans og hlaut ein-
kunnina 9,28. Foreldrar þeirra eru
Soffía Kristín Jónsdóttir og Pálmi
Stefánsson.
„Þetta kom auðvitað bara þægi-
lega á óvart,“ sagði Haukur. Bæði
áttu þau von á að ljúka námi sínu
með ágætri lokaeinkunn, „en ekki að
þetta yrði eitthvað sögulegt,“ bætti
hann við. „Það var ekki fyrr en við
heyrðum það í ræðu rektors við
brautskráninguna sem það kom í
ljós.“
Systkinin luku bæði stúdentsprófi
frá Verkmenntaskólanum á Ak-
ureyri, Haukur árið 1989 og Anna
Berglind 10 árum síðar, 1999. Þar
sögðust þau hafa fengið góðan grunn
fyrir háskólanám sitt. Þau eiga það
einnig sameiginlegt að hafa farið sem
skiptinemar til Bandaríkjanna í eitt
ár meðan á framhaldskólanámi stóð.
Haukur hélt svo að loknu stúd-
entsprófi til náms í viðskiptafræði í
Bandaríkjunum, „en mér leiddist og
kom heim aftur. Þetta nám átti ekki
við mig, lykilatriðið að vel gangi í
nám er að hafa gaman af því.“ Hauk-
ur hefur síðastliðin ár rekið Tóna-
búðina með föður sína og leikið í
hljómsveitum, nú síðast PKK.
Haustið 2001 hófst nám við upplýs-
ingatæknideild í Háskólanum á Ak-
ureyri, „ég sá það auglýst og leist vel
á,“ sagði Haukur. Vissulega væri
námið nokkuð strembið, kennt er á
ensku, enda flestir kennarar útlend-
ingar. „En það er alveg magnað að fá
tækifæri til að stunda svona nám hér
á heimaslóðum.“
Haukur er með fjölskyldu, vann til
að byrja með með námi og lék í
hljómsveit. „En eitthvað varð undan
að láta, ég hætti að spila og einbeitti
mér að náminu og fjölskyldunni.“
Anna Berglind sagðist alltaf af og
til hafa hugsað sér að verða kennari.
„Það hefur lengi verið hugmyndin,
svo hefur eitthvað annað flogið í hug-
ann öðru hverju, en þetta varð svo of-
an á,“ sagði hún. Námið sagði hún
gagnlegt og ætlar að halda ótrauð
áfram, heldur ásamt fjölskyldu sinni
til Danmerkur í ágúst, þar sem hún
ætlar að ljúka BA-prófi í ensku. „Mig
langar að kenna ensku og það hentar
mér og fjölskyldunni best að læra úti
í Danmörku,“ sagði Anna Berglind,
sem mun stunda nám við Kaup-
mannahafnarháskóla næstu tvo vet-
ur. „Það er heppilegra að ljúka nám-
inu strax, fara beint áfram fremur en
að gera hlé núna,“ sagði hún.
Anna Berglind hlaut styrk til
náms frá Akureyrarbæ en með hon-
um skuldbindur hún sig til að kenna
við grunnskóla Akureyrar í a.m.k.
þrjú ár að loknu námi. „Þannig að
það er pottþétt að ég kem aftur heim
og fer að kenna hér á Akureyri.“
Systkin hlutu hæstu og næsthæstu einkunnir sem gefnar hafa verið við háskólann
Kom þægilega á óvart
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Haukur og Anna Berglind Pálmabörn við listaverkið Íslandsklukkuna, eftir Kristin Hrafnsson, á lóð háskólans.
AÐ VENJU verður mikið um að
vera frá morgni til kvölds á Ak-
ureyri í dag, 17. júní. MA-stúdentar
setja svip sinn á bæinn og dagskráin,
sem Skátafélagið Klakkur hefur veg
og vanda af, er þéttskipuð.
Ýmsir fastir liðir eru á dagskránni
eins og venjulega. Bílasýning Bíla-
klúbbs Akureyrar verður t.d. við
Oddeyrarskóla kl. 10-18 og hátíð-
ardagskrá verður á Hamarkotsk-
löppum kl. 13.30. Þaðan verður svo
skrúðaganga kl. 14 inn að Ráðhús-
torgi. Þar verður boðið upp á dag-
skrá til kl. 17. Meðal annars ávarp
Fjallkonu og nýstúdents og Kristján
Þór Júlíusson bæjarstjóri flytur
einnig ræðu. Margt fleira verður á
dagskrá, m.a. kemur Benedikt bú-
álfur á staðinn og Birgitta Haukdal
syngur á torginu.
Samtímis verður ýmislegt til
skemmtunar fyrir yngri kynslóðina
við Hólabraut.
Klukkan 12–17 verður útsýnisflug
á vegum Vélflugfélags Akureyrar
og Slökkvilið Akureyrar verður með
opið hús í höfuðstöðvum sínum kl.
14-17.
Klukkan 18 bjóða kvikmyndahús
bæjarins ókeypis í bíó; Borgarbíó á
Pétur Pan og Sambíóin á Scooby doo
2.
Kvölddagskrá hefst á Ráðhús-
torginu kl. 21 og stendur til klukkan
hálf eitt eftir miðnætti. Kl. 22.30
leikur félag harmonikkuunnenda í
Eyjafirði í göngugötunni.
Dagskrá þjóð-
hátíðardagsins
Kaffisala | Hin árlega 17. júní
kaffisala kvenfélagsins Baldursbrár
verður í safnaðarsal Glerárkirkju og
hefst kl 15. og stendur til kl 17.
Kynnt verður nýútkomin bók um 80
ára sögu félagsins, kvenfélagið átti
85 ára afmæli 9 júni síðastliðinn. Í
anddyri verður málverkasýning
Jónu Bergdal, Jóna lauk námi frá
Myndlistarskólanum á Akureyri
vorið 2003. Allir eru velkomnir.
„VIÐ erum stoltir af því að hafa
fengið þetta verkefni,“ sagði Sigur-
jón Magnússon, framkvæmdastjóri
MT bíla í Ólafsfirði, en hann og
Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á
Akureyri skrifuðu í gær undir samn-
ing um smíði fyrirtækisins á slökkvi-
bifreið fyrir Slökkvilið Akureyrar.
Bifreiðin er af stærstu og öflug-
ustu gerð, undirvagn af gerðinni
Scania 124 og yfirbygging hönnuð og
smíðum af MT bílum. Smíðatíminn
er 10 mánuðir þannig að nýi slökkvi-
bíllinn verður afhentur í apríl á
næsta ári. Efnt var til útboðs um
smíðina og var tilboð MT bíla hag-
stæðast, en kaupverð bifreiðarinnar
er rúmlega 28 milljónir króna.
Erling Þór Júlínusson slökkviliðs-
stjóri á Akureyri sagði MT bíla vel
að verkinu komna, en liðið hefði yfir
að ráða sjúkrabíl smíðuðum hjá fyr-
irtækinu og hefði hann reynst í alla
staði mjög vel. Með tilkomu nýja
slökkvibílsins á næsta ári mun með-
alaldur tækja og búnaðar Slökkviliðs
Akureyrar lækka, verða 12 ár, „og
það gerist ekki öllu betra,“ sagði
hann. Nefndi hann sem dæmi um
hve öflugur búnaður slökkviliðs yrði
með tilkomu nýja bílsins að tækin öll
rúma 25 þúsund lítra af vatni, sem
unnt er að skila frá sér á einni mín-
útu.
Sigurjón nefndi við undirritun
samningsins að ánægjulegt væri að
þetta stóra verkefni yrði unnið í
Eyjafirði, „við verðum að standa
saman um atvinnumálin á Eyjafjarð-
arsvæðinu og við erum vissulega
ánægðir með að hafa fengið þetta
verk, að það hafi ekki farið til út-
landa“. Kristján Þór Júlíusson, bæj-
arstjóri á Akureyri, tók í sama
streng, sagði ánægjulegt fyrir sig
sem gamlan Dalvíking að eiga við-
skipti við Ólafsfirðinga. „Það er gott
að halda þessu verkefni innan héraðs
og það er ánægjulegt að MT bílar
standist samjöfnuð við það sem best
gerist erlendis,“ sagði Kristján Þór.
Nýja bifreiðin verður búin 450
hestafla túrbínuvél, fjórhjóladrifi,
sjálfskiptingu og tvöföldu áhafnar-
húsi með reykköfunarstólum fyrir 4
slökkviliðsmenn. Yfirbyggingin er úr
trefjaplasti, útfærð og hönnuð að
óskum Slökkviliðs Akureyrar. Í
henni eru m.a. 30.000 lítra vatns-
tankur, 150 lítra froðutankur, 5.000
lítra Ziegler-dæla, rafstöð, slöngu-
búnaður, stigar, sérljósabúnaður og
fleira.
MT-bílar smíða slökkvibíl fyrir Slökkvilið Akureyrar
Einn öflugasti bíll landsins
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Skrifað undir: F.v.: Helgi Aðalsteinsson, stjórnarmaður í MT-bílum, Sigurjón Magnússon, framkvæmdastjóri MT-
bíla, Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, og Erling Þór Júlínusson, slökkviliðsstjóri á Akureyri.
SIGURÐI L. Sigurðssyni, fyrrver-
andi varðstjóra, sem tilkynnt var
þegar hann mætti til vinnu hjá
Slökkviliði Akureyrar fyrir
skemmstu eftir vaktafrí, að hann
væri ekki lengur í liðinu, hefur verið
boðið starf þar á ný skv. heimildum
Morgunblaðsins.
Erlingur Þór Júlínusson slökkvi-
liðsstjóri vildi ekkert tjá sig um mál-
ið í gær og Sigurður ekki heldur.
Haft var eftir Sigurði hér í blaðinu
4. júní að hann hefði verið rekinn en
Erlingur sagði þá að Sigurður hefði
sagt upp með þriggja mánaða fyr-
irvara, hann væri hættur í slökkvi-
liðinu og því yrði ekki breytt.
Sigurður var varðstjóri um tíma,
eftir að núverandi slökkviliðsstjóri
tók við því starfi en var aftur settur í
stöðu slökkviliðsmanns að ári liðnu.
Ekki er ljóst hvort honum er nú boð-
ið að verða varðstjóri á ný eða
óbreyttur slökkviliðsmaður.
Sigurði boðið
starfið aftur
Gengið á Kerlingu | Ferðafélag Ak-
ureyrar efnir til gönguferðar á Kerl-
ingu, hæsta fjall Eyjafjarðarsýslu,
1538 metra hátt, á laugardag, 19.
júní. Farið verður á einkabílum inn
að bænum Finnastöðum, gengið það-
an upp suðaustan á fjallið og komið
sömu leið til baka. Brottför er frá
skrifstofu FFA, Strandgötu 23 kl. 8
um morguninn.
Niður með Jökulsá | Félagið býð-
ur einnig upp á helgarferð, en á laug-
ardag verður ekið að Dettifossi og
gengið þaðan niður með Jökulsá á
Fjöllum að austanverðu og gist í For-
vöðum. Þaðan verður svo gengið nið-
ur að Vestaralandi í Öxarfirði. Þang-
að verður hópurinn sóttur. Um er að
ræða bakpokaferð, ferðalangar taka
með sér allan búnað og gist verður í
tjöldum.