Morgunblaðið - 17.06.2004, Qupperneq 23
AUSTURLAND
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2004 23
Egilsstaðir | Rúmlega sex þúsund
gestir sóttu sýninguna Austurland
2004, sem stóð í íþróttamiðstöðinni
á Egilsstöðum í fjóra daga. Að-
standendur sýningarinnar, Athygli
og Ungmenna- og íþróttasamband
Austurlands, bjuggust fyrirfram
við á milli sex og átta þúsund
manns og varð aðsóknin góð alla
sýningardagana, en flestir voru
gestirnir á laugardag og sunnu-
dag.
Fólk er almennt mjög ánægt
með sýninguna, en þar sýndu 128
einstaklingar, fyrirtæki og stofn-
anir á Austurlandi starfsemi sína á
2000 fermetra sýningarsvæði.
Austurland
2004 sýn-
ingin vel
heppnuð
Morgunblaðið/Helgi Garðarsson
Guð á Austurlandi 2004: Sókn-
arprestar á Fljótsdalshéraði
kynntu guðsorð fyrir ungum og
öldnum sýningargestum.
Reyðarfjörður | Sautjánda júní
hátíðarhöld fara fram í Fjarða-
byggð í dag, svo sem víðar gerist
í landinu. Þetta er annað árið í
röð þar sem hátíðin er ein-
skorðuð við Reyðarfjörð og allir
Fjarðabyggðarbúar boðnir vel-
komnir þangað. Íbúi í Neskaup-
stað hafði samband við Morg-
unblaðið og lýsti megnri óánægju
með þessa ráðstöfun bæjaryf-
irvalda og vildi fá að halda sinn
sautjánda júní í Neskaupstað.
Sagði viðmælandi að umhendis
gæti verið fyrir barnafólk og
fleiri að fara yfir á Reyðarfjörð
og telur þá ráðstöfun að halda
ekki upp á daginn í öllum þremur
þéttbýliskjörnum Fjarðabyggðar
undarlega. Aðrir viðmælendur á
Eskifirði og í Neskaupstað sögðu
sjómannadaginn mjög viðamikinn
á þessum tveimur stöðum og því
eðlilegt að hátíðarhöld dagsins
færu fram á Reyðarfirði. Aðsókn
að 17. júní hátíðarhöldum á hin-
um stöðunum hefði enda verið
dræm undanfarin ár.
Morgunblaðið/Helgi Garðarsson
Votir og vaskir: 17. júní hátíðargestir á Reyðarfirði í fyrra.
17. júní í Fjarðabyggð
haldinn á Reyðarfirði
Stöðvarfjörður | Þeir Jóhannes
Jónsson vélamaður og Sigurður
Guðmundsson áfengisráðgjafi, báðir
úr Vogunum, ákváðu að verja sum-
arleyfinu sínu í kajaksiglingu milli
Djúpavogs og Stöðvarfjarðar þetta
árið.
Morgunblaðið hitti þá félagana á
kaffihúsinu Kútternum á Stöðvar-
firði, þar sem þeir voru að bíða eftir
rútunni til Djúpavogs. Þaðan leggja
þeir upp á tveimur fimm og hálf-
smetralöngum sjókajökum, sem
vega um 70 kg hvor með farangri.
Þeir reikna með að dagleiðin geti
verið eitthvað um 20 km ef veður
helst bærilegt, en hafa hugsað sér að
dóla þetta yfir á Stöðvarfjörð á tíu
dögum.
Sigurður segir þá hafa verið að
dunda við kajaksiglingar síðustu
fjögur árin og farið nokkrar ferðir,
m.a. í Jökulfirðina. Þeir ætluðu upp-
haflega í Arnarfjörðinn fyrir vestan,
en veðurspáin gerði það að verkum
að þeir settu kúrsinn yfir á Austur-
land.
Damlandi í Berufirðinum
Þegar vertinn á Kútternum var
búinn að heimta sína aura fyrir
kaffið ofan í kajakræðarana, hlupu
þeir um borð í rútuna sem flytja átti
þá til Djúpavogs, en þar beið allur
búnaður þeirra tilbúinn til sjósetn-
ingar. „Nú svo bara fer maður í land
til að hella upp á kaffi þegar maður
nennir ekki að róa lengur,“ sagði
Sigurður glaðbeittur þegar hann
rauk út úr dyrunum og hlakkaði
greinilega til ferðarinnar. Ætli þeir
séu ekki damlandi einhvers staðar í
Berufirðinum núna og væntanlegir á
Stöðvarfjörð um miðja næstu viku.
Vinir verja sumarleyfinu sínu í að sigla kajökum milli Djúpavogs og Stöðvarfjarðar
Bregða sér í land og hella uppá
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Búnir að borga kaffið og klárir á sjóinn: Jóhannes Jónsson og Sigurður
Guðmundsson, ásamt vertinum á Kútternum, Samúel Sveinssyni.