Morgunblaðið - 17.06.2004, Qupperneq 26
NEYTENDUR
26 FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MATUR
Kolvetna-
snauðar
matvörur
KARON ehf. hefur hafið innflutning
og sölu á kolvetnasnauðum mat-
vörum.
Vörur þessar fást nú þegar í versl-
unum Hagkaupa en munu einnig
fást í Low Carb sérverslun að Lyng-
ási 14 í Garðabæ og í netverslun á
slóðinni www.lowcarb.is. Í sérversl-
uninni í Lyngási býðst fólki einnig
persónuleg fræðsla um Low Carb
fæði og léttan lífsstíl.
Íslenska vefsvæðið fyrir kolvetna-
snauða fæðið hefur nú verið form-
lega opnað og er slóðin: www.lowc-
arb.is Þar getur fólk nálgast
fræðsluefni um kolvetnasnauða lífs-
stílinn.
færa sig nær því sniði sem er á
Europris-verslununum í Noregi.
„Þetta verður frábrugðið búðunum
okkar við Lyngháls og Skútuvog,
en þar er seld ferskvara. Í nýju
búðinni sérhæfum við okkur í þurr-
og sérvöruflokkum og erum t.d.
með ýmsar vörur og vörumerki
sem ekki fást í öðrum verslunum
hér á landi. Við stefnum jafnframt
að því að vera ódýrastir í þeim
vörum sem við erum með, og við
erum það samkvæmt minni bestu
VERSLUNARKEÐJAN Europris
hefur opnað nýja verslun við Fiski-
slóð 3, Grandagarði sem býður upp
á annars konar vöruúrval en í hefð-
bundnum matvörumörkuðum hér á
landi. Þar verður eingöngu seld
þurr- og sérvara að hætti Europr-
is-keðjunnar í Noregi og verður
lögð áhersla á að viðhalda lágu
verði í öllum vöruflokkum. Lárus
Guðmundsson verslunarstjóri nýju
verslunarinnar að Fiskislóð segir
rekstraraðila keðjunnar vera að
vitund,“ segir Lárus.
Europris lágvöruverðskeðjan
rekur 127 verslanir í Noregi og
segir Lárus mikla hagkvæmni
fólgna í því að hafa verslunina með
sama sniði og þar, enda sé Europr-
is alla jafna með lægsta verðið í
sínum vöruflokkum þar í landi.
„Við tökum inn þessar norsku
vörur sem við-
skiptavinir okkar
hafa líklegast þegar
kynnst í gegnum
hinar búðirnar okk-
ar. Við flytjum því
megnið af vöruúrval-
inu inn sjálfir og getum þar af leið-
andi boðið þetta lága vöruverð. Þar
með erum við ekki háðir því verði
sem íslensku birgjarnir setja á
vörur en þar eru þeir eitthvað að
mismuna verslunarkeðjum,“ segir
Lárus. Aðalhvatann að því að koma
upp nýju Europrisversluninni segir
Lárus þó fyrst og fremst vera þann
að bjóða upp á nýjar áherslur á
mat- og sérvörumarkaði hér á
landi, og auka fjölbreytni í vöruúr-
vali.
Verslunin við Fiskislóð er 1.400
fermetrar að stærð og skiptist í
deildir eftir vöruflokkum. Þar er
m.a. að finna þurrvörudeild, fata-
deild, rammadeild, snyrtivörudeild,
búsáhaldadeild, plastvörudeild, rit-
fangadeild, veiðivörudeild og stóra
verkfæradeild. „Við erum með tals-
vert af vörum sem aðrir eru ekki
með. Í þurrvörunum bjóðum við
t.d. upp á fjölbreytt úrval af kök-
um, kexi, safa, sult-
um og tei, og svo er-
um við með norsku
Luxus-línuna í kaffi
og niðursuðuvörum.“
Lárus bætir því við
að í þurrvörunum sé
sérstök deild með allt sem þarf til
víngerðar, og að í sérvörudeild-
unum sé að finna vörur til nota
bæði innan- og utanhúss, allt frá
eldhúsáhöldum til verkfæra. „Við
erum t.d. með stóra prjónagarns-
deild, og þar er Europris með
lægsta verðið á Íslandi. Þetta eru
vörur á borð við þær sem fólk hefur
e.t.v. séð auglýst í bæklingum Eu-
ropris. Þeir endurspegla ágætlega
breiddina í vöruúrvalinu hjá okk-
ur,“ segir Lárus Guðmundsson,
verslunarstjóri nýju Europris-
verslunarinnar í vesturbænum.
LÁGVÖRUVERÐSVERSLANIR | Búið að opna Europris-verslun með nýju sniði í vesturbænum
Þurr- og sér-
vara að norskri
fyrirmynd
Morgunblaðið/Sverrir
Kökur og verkfæri: Ný verslun Europris hefur sérstætt vöruúrval.
Ýmsar vörur og
vörumerki sem ekki
fást í öðrum versl-
unum hér á landi.
Nýr sumarilmur
GJÖFIN ÞÍN
Þessi taska er gjöfin* þín þegar þú kaupir
tvær Cacharel vörur, þar af einn 50 ml ilm,
á næsta Cacharel útsölustað.
*meðan birgðir endast.
FÁLKINN ER KOMINN AFTUR!
Margar gerðir skúfhólka ásamt
hálsmenum, ermahnöppum
og bindisnælum.
1 4 4 4
w w w. g u l a l i n a n . i s
Acidophilus
H
á
g
æ
ð
a
fra
m
le
ið
sla
A
ll
ta
f
ó
d
ýr
ir
Fyrir meltingu
og maga.
Ertu á leið í fríið?
FRÁ