Morgunblaðið - 17.06.2004, Page 29
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2004 29
Listasafn Íslands er opið á þjóðhá-
tíðardaginn 17. júní frá kl. 11–17.
Listasetrið Kirkjuhvoli, Akranesi
kl. 16 Svanborg Matthíasdóttir opn-
ar sýningu sína sem ber yfirskriftina
Tónar. Svanborg sýnir olíumálverk
unnin á árunum 1999–2004.
Svanborg er fædd árið 1958. Hún
nam við Myndlista- og handíðaskóla
Íslands 1981–1985, Jan Van Eyck
Akademie í Hollandi 1985–1987.
Hún hefur starfað sem kennari við
Myndlista- og handíðaskóla Íslands,
Listaháskóla Íslands. Svanborg hef-
ur haldið fjórar einkasýningar og
tekið þátt í mörgum samsýningum.
Sýningunni lýkur 4. júlí. Opið alla
daga nema mánudaga kl. 15–18.
Safnaðarheimili Vestmannaeyja
kl. 17 Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari
og Richard Simm píanóleikari flytja
verk eftir W.A. Mozart, Jón Nordal,
H. Wieniawski og Karl O. Runólfs-
son.
Gamla Borg, Grímsnesi Sigurlín
Grímsdóttir opnar sýningu á vatns-
litamyndum. Myndefnið er nátt-
úrulegt og jarðbundið. Opið er
fimmtudaga til sunnudags frá 14 til
miðnættis. Sýningin stendur til 27.
júní.
Í DAG
HÓPUR Íslendinga, skipaður
nokkrum leikurum Þjóðleikhússins
og stórmeisturum í skák, er um
þessar mundir staddur í Kanada í
tilefni af 60 ára afmæli íslenska lýð-
veldisins og 100 ára afmæli heima-
stjórnarinnar. Leikarar Þjóðleik-
hússins munu flytja dagskrá með
söngvum, New Iceland’s Saga, í
Winnipeg og Gimli í dag og á morg-
un, en það er Böðvar Guðmundsson
rithöfundur ásamt leikurunum sem
hefur sett saman dagskrána sem
rekur sögu fjölskyldu sem tekur sig
upp frá Íslandi og heldur vestur um
haf, til Kanada. Inn í söguna flétt-
ast söngvar frá ýmsum tímum, þó
einkum frá 19. öldinni. Sex leikarar
frá Þjóðleikhúsinu, Gunnar Eyjólfs-
son, Jóhann Sigurðarson, Kjartan
Guðjónsson, Nanna Kristín Magn-
úsdóttir, Ragnheiður Steindórs-
dóttir og Þórunn Lárusdóttir flytja
dagskrána ásamt Bergþóri Páls-
syni óperusöngvara og Þorsteini
Gauta Sigurðssyni píanóleikara.
Á sama tíma fer fram skákmót í
Winnipeg og taka fimm íslenskir
stórmeistarar, Helgi Ólafsson,
Helgi Ás Grétarsson, Jóhann Hjart-
arson, Jón L. Árnason og Þröstur
Þórhallsson, þátt í mótinu.
Í dag verður svo athöfn við styttu
Jóns Sigurðssonar þar sem Gunnar
Eyjólfsson leikari mun flytja kvæði
og sungnir verða þjóðsöngvar land-
anna. Þann 19. júní mun Helgi Áss
Grétarsson stórmeistari tefla fjöl-
tefli í Gimli. Með í förinni verður
Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar-
og viðskiptaráðherra.
Unnið hefur verið að undirbún-
ingi ferðarinnar frá því í vetur. Að
verkefninu standa Heimastjórnin,
Þjóðleikhúsið, utanríkisráðuneytið,
Icelandair og Dreifing ehf, en í
undirbúningsnefnd sátu Atli Ás-
mundsson, aðalræðismaður Íslands
í Kanada, Júlíus Hafstein, fram-
kvæmdastjóri Heimastjórnar, Jó-
hann Sigurðarson leikari og Helgi
Ólafsson stórmeistari.
Saga Íslendinga
í Kanada rakin
Morgunblaðið/Jim Smart
Leikarar og skákmenn við styttu Ingólfs Arnarsonar.
GEOFFREY Douglas Madge
píanóleikari vakti mikla athygli
hér á landi þegar hann kom fram
ásamt Kolbeini Bjarnasyni
flautuleikara í Salnum í Kópavogi
fyrir nokkru. Madge var svo
mjúkhentur, en bjó að sama
skapi yfir þvílíkri tækni að það
var ævintýri líkast. Nú býðst
tækifæri til að heyra enn meira
af Madge, í þetta sinn á geisla-
diski frá Bis útgáfunni og leikur
hann þar með Caput-hópnum pí-
anókonsert nr. 3 eftir gríska tón-
skáldið Nicos Skalkottas.
Skalkottas fæddist árið 1904
og varð aðeins 45 ára gamall.
Hann nam tónsmíðar m.a. hjá
Arnold Schönberg og er tónlist
hans í fremur frjálslegum tólf-
tónastíl. Hún er sérkennileg að
því leyti að þó að hún sé að
mestu „tóntegundalaus“ virkar
hún oft eins og hún rambi á
barmi þess að detta niður í ein-
falda dúr – eða mollhljóma, án
þess beinlínis að gera það. Þetta
er alls ekki leiðinleg tónlist en er
samt langt frá því að vera að-
gengileg; í henni er ekki að finna
neina ódýra, hégómlega effekta.
Hún er rökrétt; píanókonsertinn
er prýðilega samsettur, ólíkir
hlutar samsvara sér vel, fram-
vindan er eðlileg og sjálfri sér
samkvæm. Helsti galli verksins
er óhófleg lengd, heilar 65 mín-
útur; í svipinn man ég ekki eftir
neinum píanókonsert sem er svo
langur. Lengstu píanókonsertar
rómantíkurinnar, sá fyrsti eftir
Tchaikovsky, hinn síðari eftir
Brahms og sá þriðji eftir Rachm-
aninoff eru t.d. ekki lengri en
þrjú kortér ef minnið svíkur mig
ekki.
Burtséð frá lengdinni er flutn-
ingurinn þrunginn sannfæringar-
krafti. Madge er óaðfinnanlegur;
leikur hans er blæbrigðamikill og
þrunginn andstæðum auk þess að
vera tæknilega fullkominn. Blás-
arar og slagverksleikarar Caput-
hópsins eru sömuleiðis með allt
sitt á hreinu undir öruggri stjórn
Nikos Christodoulou og upptak-
an er bæði skýr og hljómmikil.
Af allt öðrum toga er ballett-
verkið Dvergarnir, en það fjallar
um illgjarna, hrekkjótta dverga
sem fara á kreik um jólaleytið.
Hér er tónlistin lagræn og hefð-
bundin, enda fyrst og fremst út-
setningar eftir Skalkottas, aðal-
lega á lögum fyrir börn eftir
Bartók. Hljómsveitarraddsetning
tónskáldsins er haganlega gerð
og leikur Caput-hópsins er til
fyrirmyndar ef frá er talið
óþægilega mjósleginn hljómur
fiðlnanna hér og þar. Óbóleikur
Eydísar Franzdóttur hefði líka
mátt vera líflegri, þó ekki sé
hægt að finna að neinu hjá henni
hvað tæknina varðar.
Í það heila er þetta áhugaverð-
ur geisladiskur. Þar sem um er
að ræða fyrstu upptöku sögunnar
á báðum tónsmíðunum er ekki
annað hægt en að óska aðstand-
endum framtaksins til hamingju
með vel unnið verk.
Það búa illir dvergar
TÓNLIST
Geisladiskur
Geoffrey Douglas Madge leikur á píanó
ásamt Caput-hópnum. Nikos Christo-
doulou stjórnar. Bis Records.
SKALKOTTAS: PÍANÓKONSERT NR. 3,
THE GNOMES
Jónas Sen
SÆNSKI stúdentakórinn Chalmers
sångkör hefur verið á tónleikaferð
um Ísland og annað kvöld verður
kórinn með lokatónleika ferðarinnar
í Hallgrímskirkju kl 20. Tónleikarnir
eru haldnir í samvinnu við tónleika-
röðina Sumarkvöld við orgelið sem
er að hefja sitt 12. starfsár þessa
helgi.
Efnisskrá kórsins er að mestu
leyti sænsk með íslensku og dönsku
ívafi. Í fyrsta hlutanum flytur hann
m.a. Ave maris stella eftir sænska
tónskáldið Otto Olsson og Sanctus úr
messu eftir Sandström. Miðhluti
efnisskrárinnar er tileinkaður
sænskum sumarsálmum en síðasti
hlutinn er tileinkaður sænska tón-
skáldinu Wilhelm Stenhammar. Eft-
ir hann flytur kórinn þrjá kórsöngva
sem Stenhammar samdi aðeins 19
ára gamall við ljóð danska skáldsins
J.P Jacobsen en söngvarnir hafa all-
ir hlotið sérstakan sess í sænskri
kórmenningu. Þá endar efnisskráin
með verkinu lofsöngnum Sverige
eftir Wilhelm Stenhammer sem er
tekinn úr kantötunni „Þjóð“ við texta
Verners von Heidenstams.
Chalmers sångkör er elsta og um
leið stærsta stúdentafélagið við
tækniháskólann í Gautaborg. Kórinn
var stofnaður árið 1870 og hefur
þátttaka hans í starfi skólans mótast
gegnum tíðina. Upphaflega var kór-
inn karlakór en með fjölgun stúlkna
meðal námsmanna var blandaður
kór stofnaður árið 1964 og sérstakur
kvennakór árið 1987. Í dag eru um
120 virkir félagar í kórunum en á
ferðalaginu eru um 50 söngvarar.
Stjórnandi er Susanna Fredén.
Stúdentakór í Hallgrímskirkju
UNNAR Örn Jónasson Auðarson
opnar í dag Plöntu-skiptistöð í Gall-
eríi Vesturvegg, Skaftfelli, menning-
armiðstöð á Seyðisfirði. Sýningar-
gestir geta komið með sína eigin
afleggjara og skipt út fyrir nýja,
ásamt því að lesa sér til um blóma-
rækt og fylgst með vexti ýmissa
plantna s.s. sólblóma, kaktusa, sí-
trónutrjáa og margra fleiri.
Sýningin opnar klukkan 12.00 á
hádegi með kaffi og meðlæti og
stendur til 1. júlí.
Unnar Örn útskrifaðist úr
Listaháskóla Íslands árið 1999 og
síðar Háskólanum í Lundi, Malmö,
Svíþjóð. Hann á að baki fjöldann all-
an af einka- og samsýningum og býr
og starfar í Malmö og Reykjavík.
Menningarborgasjóður styrkti verk-
efnið.
Menningarauki á slaginu sex
Laugardaginn 19. júní opnar Að-
alheiður Eysteinsdóttir sýningu sína
„Aftur“ í sýningarsalnum í Skaftfelli.
Sýningin dregur upp svipmynd af
litlu samfélagi sem raunverulega
mótast af ósköp venjulegum einstak-
lingum. Sýningin opnar klukkan
17.00 og á slaginu 18.00 hefst sjáv-
arréttakynning frá Fiskbúð Siglu-
fjarðar. Menningarauki verður á
slaginu sex alla daga til 27. júní og
þar er m.a. boðið upp á fyrirlestra,
ljóðatónleika og dorgveiðikeppni.
Dagskrá menningaraukans má nálg-
ast á vef Skaftfells, www.skaftfell.is.
Plöntuskiptistöð
í Skaftfelli
Listmunahorn Árbæjarsafns
Helga Birgisdóttir/Gegga sýnir ljós-
myndir úr postulíni. Sýningin
stendur til 23. júní.
Askja, náttúrufræðihús Háskóla
Íslands í Vatnsmýrinni, kl. 17
Sendiherra Króatíu á Íslandi, frú
Ana Marija Besker, mun heimsækja
Ísland á 60 ára afmæli lýðveldisins. Í
leiðinni mun hún opna sýningu á ljós-
myndum (veggspjöldum) frá Króat-
íu. Sýningin mun standa út júní.
Á MORGUN
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is