Morgunblaðið - 17.06.2004, Síða 32

Morgunblaðið - 17.06.2004, Síða 32
32 FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ I. Hrauntaglskofi er almennt kall- aður Péturskirkja eftir Pétri Jóns- syni (1898–1972), bónda, vegaverk- stjóra og hóteleiganda í Reynihlíð. Gangnamannakofi þessi er austast á Mývatnsöræfum, enginn útikam- ar var þar, en inni var olíutrekt, sem lá í gegnum torfvegginn, hall- andi skáhallt út úr veggnum, þann- ig að menn köstuðu af sér vatni í trekt þessa, þegar úti var veður vont. Við Kristján í Vogum (síðar í Björk) litum stundum við í kofa þessum á árunum 1936–1941, þegar ég var til sumardvalar hjá foreldr- um hans, Þórhalli og Þuríði í Vog- um. Þá vorum við að sækja ull til rúningsmanna á Hlíðarhaga og víð- ar á Skjónu gömlu, sem var Ford- vörubíll 1½ tonns, árgerð 1929. II. En nú er öldin önnur. Hér sit ég við skrifborð á Hótel Hilton, sem er við flughöfn Kaupmannahafnar, Kastrup. Í herbergi okkar hjóna er engin olíutrekt, heldur allt fullkom- ið í baðherberginu. Þetta er ritað á 2. hvítasunnudegi, en við komum til Khafnar frá Keflavík föstudaginn 28. maí. Verðið er ísl. kr. 18.283.00 pr. nótt, með morgunmat, svipað verð og svítan á Kirkjubæjar- klaustri og herbergi 508 á Hótel Ísafirði, sem eru bestu gistirými á Fróni. Hér líður okkur frábærlega vel, morgunverður eins ríkulegur og ætlað væri heilli herdeild úr frönsku útlendingahersveitinni í N- Afríku á sínum tíma eftir 5 daga göngu í Saharaeyðimörkinni. III. En hvaða flækingur er þetta á 152 ára gömlum hjónum (bæði f. 1927)? Því er til að svara, að þann 18.12. 2003 ætluðum við hjónin að fullreyna, hvort við værum ennþá fær um að ferðast til útlanda. Kaupum farseðla á Saga-Class til Schipholflugvallar í Amsterdam. Hótel tryggt, rétt við völlinn, Ho- lyday Inn. Skutla hótelsins (Shuttle), 9 manna bifreið sækir okkur út á völl skv. umtali, því ég hafði pantað „Assistance“, því ég er fótfúinn hjartasjúklingur, sem ekki ræð við langar göngur. Næsta morgun skyldi halda í bítið með Meridiana-flugfélaginu til Flórens, þar sem Bergljót dóttir okkar og maður hennar Enrico Mensuali ásamt dóttur þeirra Lindu biðu okkar. Urðu þar fagnaðarfundir og óku þau okkur til heimilis þeirra í Greve, 32 km frá flugvellinum. Þar eyddum við jólum og áramótum með þeim allt til brottfarar þann 8. jan. 2004. Við heimsóttum Siena, borg Muggs, komumst á hinn fræga ballett Hnetubrjótinn við hljómlist Tjajkovskij í Borgaróper- unni. Frábær skemmtun. IV. Áætlað var að fljúga frá Pere- tola-flugvelli í Flórens kl. 17.15 þann 18. jan. 2004, en þá kom í ljós, að nú var að hefjast æfing í þjóð- aríþrótt Ítala, ólöglegum verkföll- um. Flugumferðarstjórum hafði verið úthlutað fyrsta deginum: „ÖLLU FLUGI AFLÝST.“ Ekki lét Bergljót dóttir okkar bjóða sér þetta. Tilkynnti afgreiðslustjóra, að foreldrar sínir þyrftu nauðsynlega að ná flugi með Icelandair kl. 00.15 þann 9. janúar til Keflavíkur. Linnti hún ekki látum fyrr en 9 manna M.Benz skutla var send með okkur ein farþega 90 mínútna akstur til Bologna í veg fyrir KLM-vél hollenska, sem þar beið okkar, áætlunarvél til Amsterdam. Alls staðar beið okkar aðstoðar- maður, því beðið hafði verið um „Assistance“. V. Aðstoðarmenn eru „andlit“ hvers lands. Í það starf eru valdir bestu starfsmennirnir, ýmist karlar eða konur, þjónustulipurt fólk, svo af ber, valmenni. Á Schiphol var það golfvagn, í Bologna lyftuútbúnaður, sem skaut manni allt að inngangi vélarinnar. Í Keflavík eru enn hjólastólar, en þar bíða menn spenntir eftir golfvögnum skv. ábendingum mínum. Silfurbúinn stafur, svartur að lit, nú merktur af vini mínum Ívari Björnssyni let- urgrafara, er einkennismerki mitt í flugferðum: „Þarfnast aðstoðar.“ VI. Það tók 21 tíma að komast frá Greve um Flórens, Bologna, Amst- erdam, Keflavík-Tjarnargötu 36. Vaknaði þann 8. janúar kl. 7.30 í Greve, sofnaði í Tjarnargötu 36 kl. 4.30 þann 9. janúar. Hvers vegna í ósköpunum er svona stafkarl að þvælast til útlanda einu sinni enn? Til þess var einföld ástæða. Við hjónin fengum $600.00 dollara í skaðabætur fyrir að fá ekki Saga- Class sæti þann 18. des. 2003 til Amsterdam, þar sem Khafnarvélin með Saga-aðstöðu hafði bilað og okkar vél tekin í Khafnar-flugið. Ekki var hægt að koma þessum dollurum í lóg, nema fljúga enn til útlanda með Icelandair og kusum við að fljúga til Kastrup og prófa nýja Hiltonhótelið, sem er 4 mín- útna gang frá flugstöðinni. Netvætt vinafólk sá um ódýrt flug og gist- ingu og þann 28. maí 2004 vorum við sest upp í flugvélina kl. l3.40. Hótel Hilton Copenhagen Airport var vígt þann 23. júní árið 2000, þá fjögurra stjörnu hótel. Þegar hót- elmenn fréttu, að mín væri von, var hótelið fært upp um eina stjörnu (upgraded) og er nú fimm stjörnu. Arkitektar hótelsins: „Wilhelm Lauritzen Arkitekt-firma“. Þeir munu einnig hafa hannað hina nýju flughöfn. Hljóðeinangrun í hótelinu er svo fullkomin, að á betra verður ekki kosið. Hiti er stilltur á 22°C, sem er hæfilegur hiti fyrir þá, sem vanir eru Hitaveitu Reykjavíkur, nú Orkuveitu Reykjavíkur. VII. Nú er mál að taka leigubíl í miðbæinn og rifja upp gömul kynni við Nýhöfnina og Kongens Nytorv. Bílstjórinn er frá Túnis og tjáði mér, að Bettino Craxi (1934–2000) landflótta fyrrum forsætisráðherra Ítalíu væri grafinn í Hammamet, þar sem hann átti villu. „En hinn er ekkert betri þessi Berlusconi, allir tengdir Sikiley og hafa aldrei mútum hafnað.“ Gömul kvennabúr kvað vera í Hammamet og vinsæl af ferðamönnum að skoða. Samtal okkar Túnisbílstjóra varð fjörugt, enda hefur Haraldur bróðir minn lýst mér þannig: „Leifur bróðir er ekki fyrir langar þagnir.“ Ég læt bílstjórann stoppa við hið gamla heimili Júlíönu Sveinsdóttur (1889–1966) föðursystur minnar, en hún bjó lengst af í Nyhavn 20, II. sal. Þar eru nú skrifstofur, þar sem hún gekk áður um ganga. Þar er nú allt læst, enda hvítasunnudagur. Húsið heitir nú Boelsgård. Ég bjó hjá Júllu frænku lungann úr árinu 1947, ýmist í Nyhavn 20 eða í sum- arhúsi hennar í Horneby pr. Horn- bæk, sem er á Sjálandi. VIII. En hvað er að sjá fyrir handan kanalinn, þar sem nefnt var: „den uartige side“. Þar sem áður hljóm- aði harmonikuspilið úr nr. 41 fram eftir nóttu og mellustóðið í veiði- hug fram undir morgun, þar er nú vinsælasti ferðamannastaður Kaup- mannahafnar, þúsundir manna sitja þar og snæða, sötrandi ölið úr stórum kollum, jafnvel á hafnar- bakkanum, dinglandi fótum fram af bryggjukantinum. Í nóvember 1947 buðu Loftleiðir hf. blaðamönnum í kynnisför til Khafnar. Fulltrúi Þjóðviljans var Jónas Árnason (1923–1998) skáld og rithöfundur. Tókum við Steingrímur Pálsson (f. 1927) þá verkfræðinemi að okkur að sýna honum „den uartige side“ af Nyhavn. Þá þótti nauðsynlegt að koma einu sinni á ævinni oddatölu- megin við Nyhavn, en tvisvar var of mikið. Á meðfylgjandi mynd af okkur þremenningunum á Ráðhús- torginu í Khöfn má sjá hvernig ein heimsókn í hið danska Hafnar- stræti getur farið með menn „da- gen derpå“. Við rétt köstuðum skugga. En nú hafði Jónas misst af blaðamannavél Loftleiða, sendi skeyti heim til móður sinnar: „Frú Ragnheiður Jónasdóttir frá Brennu, Reykjavík: „Missti af flug- vélinni, láttu Múla skrifa í blaðið“, JÓNAS.“ IX. Eitt sinn leit Jón Axel Pétursson (1898–1980) bankastjóri inn á lak- ari hliðina á Nyhavn, vildi hafa vaðið fyrir neðan sig og pantaði „Appelsinvand“. Þjónn svarar: „Skal der ikke sut pá“ (snuð). Svo slæmt orð hafði Nyhavn á sér árið 1946, að kona ein heimtaði, að móð- ur minni yrði vísað út úr sporvagni í Árósum, þar sem hún væri með tösku merkta Nyhavn 20. Veitinga- húsin á „den uartige side“ eru nú einhver mesta gullnáma í ferða- þjónustu Dana. Það sannaði 30. maí 2004. Við göngum hring í kringum Kongens Nytorv, en í leið- inni lítum við inn á Skindbuksen, fræga ölstofu við hliðina á Hvít (Hviids Vinstue), sem aldamótast- údentarnir kölluðu. Á Hvít er allt lokað vegna hvítasunnunnar, svo við tókum stórt stökk og settumst inn á Hotel D’ANGLETERRE í glerskálann og rifjuðum upp ævi Júllu frænku, sem mjög tengdist þessu torgi, hún lauk prófi frá Listaháskólanum, en sýndi oftast í Charlottenborg. Kannske áttum við feðgar einhvern þátt í því með stuðningi okkar við hana, að hún náði svo langt á listferli sínum. En þrautaganga var það oft, en frá móður sinni hafði hún erft þann eiginleika að gefast aldrei upp. Guðrún Runólfsdóttir (1860–1949) amma mín gafst aldrei upp. Eftirmáli Það getur verið gott að bregða sér af bæ og virða fyrir sér þjóð- lífið á Íslandi í dag úr fjarlægð. Er ný sturlungaöld í aðsigi? Hefur sameiningartáknið brugðist? Þessu verður best svarað með því að taka undir með skáldinu: „Þjóð sem átt í vök að verjast vertu ei við sjálfa þig að berjast“ Frá Hrauntagli til Hafnarhiltons Úr Ódáðahrauni I. b. bls. 63. Péturskirkjan – kirkjan er kofinn uppi í hraunjaðrinum og ber aðeins til vinstri við húsið með járnþakinu, sem er hesthús. Frá vinstri: Steingrímur Pálsson, Jónas Árnason og greinarhöfundur á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn síðla árs 1947. Þétt setinn bekkurinn í Nyhavn á hvítasunnu. Greinarhöfundur fyrir framan Ny- havn 20 – Boelsgaard. Útsýnið af 12. hæð Hiltonshótelsins út á Eyrarsund. Eftir Leif Sveinsson Höfundur er lögfræðingur í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.