Morgunblaðið - 17.06.2004, Síða 34

Morgunblaðið - 17.06.2004, Síða 34
34 FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. F rá árinu 1940 til 2003 voru haldnar um 460 þjóðaratkvæða- greiðslur í Evrópu og þar af hafa 330 þeirra farið fram í Sviss. Í Danmörku, Ír- landi, Frakkland og á Ítalíu hefur einnig myndast hefð fyrir þjóðarat- kvæðagreiðslum en annars staðar hafa þær verið mun færri. Sviss- lendingar, Írar og Frakkar hafa ekki gert lágmarksþátttöku að skil- yrði fyrir gildi þjóðaratkvæða- greiðslu en í ítölsku stjórnar- skránni er hins vegar gerð krafa um 50% þátttöku. Engar reglur um lágmarksþátttöku eru til hér á landi. Reglur um þátttökuskilyrði og vægi atkvæða eru með ýmsu móti í Evrópu. Í Danmörku er krafist ákveðins atkvæðavægis til að fella megi lög frá þinginu í þjóðarat- kvæðagreiðslu. Í fjórum af fimm þjóðaratkvæðagreiðslum sem fram hafa farið hér á landi var einfaldur meirihluti látinn nægja. Árið 1944 var kosið um hvort slíta ætti sam- bandslagasáttmálanum og voru ákvæði í sáttmálanum að 75% kosn- ingaþátttöku þyrfti í þjóðarat- kvæðagreiðslu um málið. Sömu skilyrði voru sett í atkvæðagreiðslu meðal Reykvíkinga um framtíð Reykjavíkurflugvallar árið 2001. Í kosningu um stjórnarskrá lýðveld- isins árið 1944 var þess krafist að meirihluti atkvæðabærra manna væri samþykkur frumvarpinu. Í fyrirhugaðri þjóðaratkvæða- greiðslu um fjölmiðlalögin í sumar hafa skilyrði um lágmarksþátttöku komið til tals. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, hefur sagt að ekki sé óeðlilegt að miða við 75% lágmarksþátttöku og Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, hefur sagt slíka reglu koma til greina. Guðjón Arnar Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins, sagði að þátttökuskilyrði ætti að vera a.m.k 25% en Steingrímur J. Sigfús- son, formaður Vinstri grænna, sagði varhuga- vert að gera slíkar kröf- ur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varafor- maður Samfylkingar- innar, sagði hæpið að þingið setti skilyrði um þátttöku í þjóðarat- kvæðagreiðslu eftir á. Nýskipaðri nefnd lög- fræðinga, sem á að undirbúa at- kvæðagreiðsluna, hefur verið falið að kanna hvort setja eigi slík skil- yrði í sumar. Ákveðinn lágmarksfjöldi verður að vera á móti lögum í Danmörku Í dönsku stjórnarskránni er kveðið á um að þriðjungur þing- manna geti krafist atkvæðagreiðslu um lög. Ef lögunum er hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslunni verða 30% atkvæðabærra manna að hafa greitt atkvæði á móti lögunum til að niðurstaðan sé gild. Sömu reglur gilda um breytingar á reglum um kosningaaldur, sem danska þjóðin hefur kosið um fjórum sinnum síð- an 1953. Breytingar á stjórnarskrá Danmerkur verður að leggja í þjóð- aratkvæði eftir að þingið hefur samþykkt breytinguna á tveimur þingum. Í atkvæðagreiðslunni verður meirihluti kjósenda og a.m.k 40% kosningabærra manna að hafa samþykkt breytinguna til að hún öðlist gildi. Þriðjungur þingmanna í Svíþjóð getur krafist þess að tillaga um stjórnarskrárbreytingu sé lögð í dóm sænsku þjóðarinnar. Til að fella lögin verður meirihluti kjós- enda að kjósa gegn lögunum og fjöldi þeirra sem greiðir atkvæði gegn lögunum verður að vera meiri en helmingur þeirra sem skilaði gildu atkvæði í atkvæðagreiðsl- unni. Ekki hefur enn komið til þess að ákvæðinu sé beitt en þjóðarat- kvæðagreiðslur í Svíþjóð um Evr- ópusambandsaðild árið 1994 og upptöku evrunnar í fyrra voru t.a.m ekki háðar þessum skilyrð- um, enda var niðurstaða þeirra ekki lagalega bindandi. Þingmenn höfðu hins vegar skuldbundið sig til að fara eftir niðurstöðu hennar. Norðmenn og Finnar gengu síð- ast til þjóðaratkvæðis um aðild að Evrópusambandinu árið 1994 og voru niðurstöður atkvæðagreiðsl- unnar ráðgefandi fyrir þjóðþingið, sem fór eftir úrslitum hennar. Eng- in skilyrði um lágmarksþátttöku voru í kosningunum. 49,6% kosningaþátttaka dugði ekki á Ítalíu árið 1999 Á Ítalíu hafa allmargar þjóðarat- kvæðagreiðslur farið fram frá því um 1980 og gerir ítalska stjórnar- skráin kröfu um 50% þátttöku til að niðurstaðan sé gild. Atkvæða- greiðsla þar í landi árið 1999 um breyt- ingu á kosningakerf- inu var ógild þar sem þátttaka var 49,6% en yfir 90% þeirra sem kusu voru fylgjandi breytingunum. Árið eftir var aftur kosið um lögin en þá var kosningaþátttaka 32,5% og kosningin því ekki heldur bind- andi. Indriði Haukur Indriðason, lekt- or í stjórnmálafræði, segir að í kosningunum hafi andstæðingar tillögunnar m.a hvatt kjósendur til að kjósa ekki. Árið 2001 var efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórn- arskrárbreytingar sem fólust í því að færa vald til sveitarstjórna en þá voru ekki sett skilyrði um þátttöku. Í þjóðaratkvæðagreiðslu sem breska ríkisstjórnin stóð fyrir árið 1979 um hvort taka ætti upp þing í Skotlandi og Wales, var sett skil- yrði um að 40% kosningabærra manna yrðu að samþykkja tillög- una en það hlutfall náði Þrátt fyrir að naumur m hefði samþykkt lögin voru því ekki bindandi. Slík skily þó ekki fyrir hendi í kosn aðild Bretlands að Evróp laginu árið 1975 né þegar k á nýjan leik þjóðþing í W Skotlandi árið 1997. Í vor fram frumvarp um þátttöku í þjóðaratkvæðagreiðslum þinginu en það náði ekki ganga. Ekki skilyrði um lágm þátttöku í Sviss Í Sviss er löng hefð fyr lýðræði og þar hafa lan þjóðaratkvæðagreiðslur í farið fram. Til að knýja fra aratkvæðagreiðslu um br á stjórnarskrá landsins leggja fram 100.000 undi og með því að leggja fram undirskriftir má fá fram þ kvæðagreiðslu um lagafr frá ríkisstjórninni. Ekki e yrði um lágmarksþátttöku vegar verður meira en he Ólík skilyrði eru sett um þátttöku í Rúmlega 460 greiðslur í E                            ! !"#$% &'  ( ) ( * ( + ) * ) ) ( ( ( ( ) ,( * (     ,- !   ../ 0  ,,***0   Rúmlega 460 þjóðaratkvæðagreiðslur hafa verið haldnar í Evrópu frá 1940 og 330 þeirra hafa farið fram í Sviss. Árni Helgason kynnti sér reglur um þátttöku- skilyrði og vægi atkvæða í ýmsum Evr- ópulöndum og ræddi við Björgu Thor- arensen, prófessor í stjórnskipunarrétti, um hugsanleg skilyrði fyrir þjóðar- atkvæðagreiðslunni í sumar. Írskar nunnur greiða hér fóstureyðingar sem var ha Atkvæða- greiðsla á Ítalíu var ógild þar sem þátttaka var 49,6% en yfir 90% þeirra sem greiddu atkvæði voru fylgjandi breytingunum 17. JÚNÍ Í dag eru 60 ár liðin frá stofnunlýðveldis á Íslandi, atburðarsem olli straumhvörfum í lífi ís- lenzku þjóðarinnar. Þá vorum við tiltölulega fátæk þjóð og ekki ein- sýnt að lýðveldisstofnun mundi tak- ast. Úrslitum réð að Bandaríkin við- urkenndu hið unga lýðveldi og þá fylgdu aðrar þjóðir í kjölfarið. Sjálf- stæðisbaráttunni var þó ekki end- anlega lokið fyrr en við náðum full- um yfirráðum yfir auðlindum hafsins í kringum landið. Það gerð- ist hinn 1. desember, á fullveldis- daginn, 1976, þegar síðasti brezki togarinn sigldi á brott frá Íslands- miðum. Í haust munu íslenzkir út- gerðarmenn, sem nýta auðlindir sem eru lögum samkvæmt í sameign þjóðarinnar, í fyrsta sinn greiða sérstakt gjald fyrir afnot af þeirri auðlind. Það verða merk tímamót og þá jafnframt tilefni til þess að hefja undirbúning að nýjum aðgerðum til þess að tryggja þjóðinni endurgjald fyrir afnot einstakra aðila af öðrum auðlindum sem teljast til sameignar þjóðarinnar. Fyrir 60 árum vorum við fátæk þjóð. Í dag erum við í hópi auðug- ustu þjóða heims og örfáar þjóðir búa við betri lífskjör en við. Þetta er mikill áfangi. En einmitt vegna þess hversu miklum árangri við höfum náð í lífs- baráttunni er tímabært að huga að ýmsum öðrum verðmætum. Við þurfum að rækta tengslin við sögu okkar betur. Ýmsar vísbend- ingar eru um að yngri kynslóðir hafi ekki nægilegan áhuga á og ekki nægilega þekkingu á sögu íslenzku þjóðarinnar. Erfitt er að skilja það áhugaleysi og það þekkingarleysi. Saga íslenzku þjóðarinnar í meira en þúsund ár er merkileg saga. Saga sjálfstæðisbaráttunnar er sömuleiðis merkileg saga. Og veg- ferð íslenzku þjóðarinnar frá fátækt til velmegunar á 20. öldinni er þess virði að kynnast henni, ekki sízt fyr- ir þá sem njóta ávaxtanna af þeirri baráttu. Hér hafa skólarnir miklu hlutverki að gegna, ekki síður en heimilin. Fyrirtæki og félagasam- tök einnig. Það er t.d. til fyrirmynd- ar hvernig Íslandsbanki er um þess- ar mundir að rifja upp 100 ára fjármálasögu, sem tengist þeim banka sem nú starfar. Við eigum að bera virðingu fyrir og hlúa að þeim fyrirtækjum og félagasamtökum sem hafa starfað svo lengi. Þau eru ekki svo mörg. Sú tilfinning þarf að ná til allra en ekki bara takmarkaðs hóps. Söguritun er mikilvæg í þessu sambandi. Töluvert hefur verið skrifað um aldamótapólitíkina og uppbyggingu atvinnulífsins á þeim tíma og söguleg umfjöllun um at- burði síðustu áratuga, sérstaklega á sviði utanríkis- og öryggismála, er umtalsverð. Þó er enn margt ógert á því sviði og í því sambandi má m.a. nefna að skortur er á ítarlegri um- fjöllun um bæði sambandslaga- samninginn og lýðveldisstofnunina og aðdraganda hennar. Það er líka umhugsunarvert hvort hægt er að segja þessa sögu einnig með öðrum hætti, þ.e. í kvikmyndum, í sjón- varpsþáttum, í leikhúsum o.s.frv., til þess að koma henni rækilegar til skila. Ræktun menningararfleifðar okkar skiptir einnig miklu máli. Nú er tímabært, eins og Morgunblaðið hefur áður vikið að, að vinna skipu- lega að því að tryggja að bækur og önnur rit, sem varða sögu og menn- ingararfleifð þjóðarinnar, séu alltaf til, annaðhvort á prenti eða í net- útgáfum. Landsbókasafn Íslands- Háskólabókasafn hefur þegar hafið merkilegt starf við að gera þjóð- málablöð 19. aldarinnar og dagblöð 20. aldarinnar aðgengileg á Netinu, sem mun opna landsmönnum nýjan heim sögulegra upplýsinga. Einnig að gefa út í handritum öll verk helztu tónskálda 20. aldarinnar. Að gefa út á diskum upptökur allra verka helztu tónskálda 20. aldarinn- ar. Að tryggja að upplýsingar verði fyrir hendi um myndlistararf 20. aldarinnar. Að halda til haga at- hyglisverðri leiklistarsögu 19. og 20. aldarinnar. Þessi rækt við sögu og menning- ararfleifð mun stuðla að auknum áhuga á og metnaði til að vernda ís- lenzka tungu fyrir erlendum áhrif- um. Við hljótum að líta á það sem höfuðverkefni okkar að tryggja stöðu íslenzkrar tungu í nútíð og framtíð og ala nýjar kynslóðir upp í virðingu fyrir tungunni. Íslenzkir listamenn, á hvaða sviði lista sem er, geta haft mikil áhrif í þessum efnum með því að flytja verk sín á íslenzku en ekki öðrum tungumál- um. Í þeim efnum getum við Íslend- ingar mikið lært af færeysku söng- konunni Eivöru Pálsdóttur, sem hefur sett svip á íslenzkt þjóðlíf síð- ustu árin. Á 60 ára afmæli lýðveldisins er skylt að minnast þess að við höfum verk að vinna, ekki sízt á sviði sögu og menningar. En jafnframt er nú ljóst að Al- þingis og þjóðarinnar allrar bíður það verkefni að skýra betur í endur- skoðaðri stjórnarskrá grundvallar- þætti íslenzkrar stjórnskipunar. Ákvörðun núverandi forseta Ís- lands um að staðfesta ekki fjöl- miðlalögin svonefndu hefur leitt til þess að við búum nú við stjórnkerf- iskreppu. Það ákvæði stjórnarskrár sem forsetinn byggir ákvörðun sína á hefði fyrir löngu átt að hverfa við endurskoðun stjórnarskrár. En þrátt fyrir endurteknar tilraunir til að ná samkomulagi um endurskoð- aða stjórnarskrá hefur sú vinna alltaf runnið út í sandinn. Ákvörðun forseta leiðir hins vegar til þess að nú er ekki hægt að ýta þeirri endur- skoðun á undan sér. Það er aðkall- andi verkefni, sem þó mun taka nokkurn tíma að ráða fram úr. Það er rétt og eðlilegt, í ljósi gjör- breyttra aðstæðna, að þjóðin taki ákvarðanir í ákveðnum málum í at- kvæðagreiðslu, hvort sem er á landsvísu eða í einstökum sveitar- félögum. En það er engin þörf á því að forseti Íslands hafi þar milli- göngu. Morgunblaðið flytur landsmönn- um hamingjuóskir á þjóðhátíðar- daginn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.