Morgunblaðið - 17.06.2004, Page 37
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2004 37
TIL þeirra er málið varðar:
Dagana 11.–13. maí var ég
staddur á Íslandi. Ríkissjónvarpið
tók 45 mínútna viðtal við mig í
tengslum við komandi forsetakosn-
ingar hér á landi. Þar sem viðtal
þetta fór fram á ensku átti það að
vera birt með íslenskum texta. Því
var útsendingunni
frestað. Ég heyrði
rétt í þessu frá Ást-
þóri Magnússyni (ég
styð málstað hans í
friðarmálum) og
hann tjáði mér að
einungis tíu mínútna
brot úr viðtalinu
hefði verið birt í
sjónvarpinu í kvöld
og var þar ekki
minnst einu orði á
áhersluþætti mína
um það hvernig for-
setaembætti Íslands
gæti beitt sér í friðarmálum á al-
þjóðavettvangi né heldur var
minnst á hvað Ástþór Magnússon
hyggst gera nái hann kjöri.
Ég nefndi og studdi eftirtalin
þrjú markmið hans en heyrði að
þau hefðu öll verið tekin út úr við-
talinu:
(1) að koma á fót stofnun í lýð-
ræðisfræðum sem muni stuðla
að virkara lýðræði, sem fyr-
irmynd fyrir alla heimsbyggð-
ina;
(2) að breyta bandarísku herstöð-
inni á Íslandi í höfuðstöðvar
friðargæsluliðs Sameinuðu
þjóðanna;
(3) koma á friðarstofnun þar sem
leitað verður úrlausna á málum
deiluaðila víða að úr heiminum
þar sem þeir geta hist ásamt
reyndum sáttasemjurum.
Einnig benti ég á að þrátt fyrir
að Ísland sé lítið land gæti það
samt sem áður haft mikið forskot í
að stuðla að friði. Ég minntist á
tvo forseta í þessu sambandi:
Árið 1973 bauð for-
seti Finnlands, Urho
Kekkonen, öllum rík-
isstjórnum í Evrópu til
ráðstefnu í Helsinki um
öryggi og samvinnu í
Evrópu, sem stóð til
1975, og undirbjó jarð-
veginn fyrir endalok
kalda stríðsins.
Árið 1986 fundaði
forseti Costa Rica, Osc-
ar Arias Sanchez, með
öðrum forsetum Mið-
Ameríku og gerði sam-
komulag sem undirritað
var af öllum forsetunum, sem end-
aði Contra-stríðið í Nicaragua, og
varð að grundvelli annarra svip-
aðra friðarsáttmála í El Salvador
og Guatemala.
Ég skýrði frá því að Ástþór
Magnússon myndi, ef hann yrði
kosinn forseti Íslands, nota þau
tækifæri sem gæfust sökum stöðu
hans, til að koma Íslandi á kortið
sem uppsprettu friðar í heiminum.
Mér var tjáð að öllum þessum
þáttum, sem voru kjarni umræðu
minnar, hefði verið sleppt þegar
hluti viðtalsins var sýndur í sjón-
varpinu í kvöld. Ég verð að játa að
ég er hneykslaður. Þessi leið til að
hindra frjálsa og opna umræðu
minnir einna helst á herferðina í
Júgoslavíu árið 1992 þar sem tals-
manni friðar, Milan Panic, var
aftrað frá að kynna friðarstefnu
sína fyrir kjósendum vegna þess
að fjölmiðlum þar í landi var alfar-
ið stjórnað af stuðningsmönnum
þáverandi forseta landsins, Slobod-
an Milosevic.
Ég vonast til að útgáfa viðtals-
ins við mig verði birt í fullri lengd
og óritskoðuð fyrir kosningarnar
26. júní, til þess að gefa íslenskum
kjósendum kost á að ákveða sjálfir
hvort þeir séu sammála eða ósam-
mála þeim skoðunum sem ég lét í
ljós, í stað þess að einhver komi
fram við kjósendur eins og börn
sem ákveðið er fyrir hvað þau
mega sjá og hvað ekki.
Ég er þakklátur fyrir það tæki-
færi sem ég fékk til að tjá mínar
skoðanir, en ég varð samt sem áð-
ur fyrir vonbrigðum þegar þær
voru afskræmdar með því að
klippa burtu kjarnann í máli mínu.
Með bestu kveðjum.
Ritskoðun RÚV
Dr. Dietrich Fischer
skrifar um RÚV ’Ég vonast til að útgáfaviðtalsins við mig verði
birt í fullri lengd og órit-
skoðuð fyrir kosning-
arnar 26. júní…‘
Dietrich Fischer
Höfundur er framkvæmdastjóri
miðstöðvar European University í
friðarrannsóknum.
Í
viðtölum í fjölmiðlum
undanfarið hefur Þor-
valdur Þorsteinsson,
myndlistarmaður og rit-
höfundur, sagt að með
einu verka sinna á yfirlitssýning-
unni „Ég gerði þetta ekki“ sem
nú stendur í Listasafni Reykja-
víkur sé hann að benda á, að
sjálfsmynd Íslendinga sé ef til vill
ekki lengur komin úr verkum
listamanna á borð við Kjarval
heldur auglýsinga- og landkynn-
ingarmyndum frá Icelandair – og
þvíumlíku.
Þorvaldur hefur útlistað þetta
verk harla nákvæmlega í fjöl-
miðlum og það hefur sést vel í
sjónvarpi. Verkið er gert úr aug-
lýsingamynd-
um frá Ice-
landair, og
málverkinu
Fjallamjólk
eftir Kjarval.
Auglýs-
ingamyndirnar og málverkið hlið
við hlið krefjast þess að vera bor-
in saman, og það má gera á ýms-
an máta. Manni verður hugsað
um muninn á málverki og ljós-
mynd, list og auglýsingum, mis-
munandi sýn listamannsins og
ljósmyndarans á landið, mismun-
andi hvötum sem liggja að baki
listaverkinu annars vegar og aug-
lýsingunni hins vegar; svo má
fara út í siðferðislegar pælingar
og spyrja hvort listaverkið eða
auglýsingin hafi jákvæðari áhrif á
hugmyndir áhorfandans um Ís-
land.
Einnig er hægt að kafa enn
dýpra – eins og Þorvaldur sting-
ur reyndar sjálfur upp á í vegg-
texta á sýningunni – og líta á
listaverkið og auglýsingarnar
sem mismunandi tjáningu á
sjálfsmynd íslensku þjóðarinnar.
Ef maður samþykkir uppástungu
Þorvaldar um að líta svona á verk
hans er hægt að feta sig áfram í
nokkrar áttir. Til dæmis má
spyrja í hverju þessi munur sé
fólginn, af hverju breytingin hafi
orðið, og líka fara út í siðferð-
spælingu og velta því fyrir sér
hvort breytingin sé af hinu góða
eða óheillaskref. (En það er auð-
vitað líka hægt að láta bara stað-
ar numið við útlistun Þorvaldar,
segja „já, einmitt“ og fara að
hugsa um annað).
Sleppum siðferðispælingunni
og hugum að hinum spurning-
unum tveim. Í hverju er þessi
munur fólginn og af hverju hefur
breytingin orðið? Það blasir við
að þjóðarsjálfsmynd sem sprottin
er úr listaverkum byggist á per-
sónulegri tjáningu listamannanna
sem upplifa landið. Markmið
þeirra er ekki annað en að mála
mynd. Þeir eru ekki að hugsa
sérstaklega um áhorfandann,
gerir maður ráð fyrir. En sjálfs-
mynd sem komin er úr auglýs-
ingum byggist aftur á móti á
ópersónulegri tjáningu sem er
hönnuð á auglýsingastofu sem
hefur það að markmiði að vekja
athygli á söluvöru (íslensku
landslagi). Niðurstaðan er þá sú,
að breytingin sem orðið hefur á
sjálfsmynd þjóðarinnar og Þor-
valdur dregur fram í þessu verki
er fólgin í markaðsvæðingu. Það
ætti svosem ekki að koma á
óvart.
Kannski þarf ekki að leita sér-
staklega að svari við seinni
spurningunni (hvað hafi valdið
þessari breytingu); það blasir við
þegar svarið við fyrri spurng-
inunni er ljóst: Markaðsvæðing.
Þetta er ekki stór sannleikur í
ljósi þeirra breytinga sem orðið
hafa á íslensku samfélagi á und-
anförnum áratugum. Líka mætti
segja að breytingin á sjálfsmynd
Íslendinga sé í samræmi við þá
almennu breytingu sem varð í
hugmyndaheimi Vesturlanda á
síðustu öld, er áherslan á mik-
ilmenni – áhrifamikla ein-
staklinga – vék fyrir áherslu á
ytri og efnahagslegar aðstæður.
Ef maður heldur sig innan
ramma verks Þorvaldar má segja
að áherslan hafi færst af Kjarval
(mikilmenninu) yfir á tæknilegar
framfarir í farþegaflugi (ytri að-
stæður) og möguleika á tekjum af
ferðaþjónustu (efnahagslegar að-
stæður).
En kannski er áhugaverðasta
spurningin samt sú, þegar öllu er
á botninn hvolft, hvaða breyting
hafi orðið á sjálfsmynd lista-
manna með þessari almennu
breytingu í hinum vestræna hug-
arheimi. Og sýning Þorvaldar í
Listasafni Reykjavíkur er ef til
vill fyrirtaks vettvangur til að
velta þeirri spurningu fyrir sér,
einmitt vegna þess að hann hefur
fengið Fjallamjólk Kjarvals að
láni og maður getur umsvifalítið
borið list Kjarvals saman við list
Þorvaldar sjálfs. (Svona eins og
Þorvaldur ber list Kjarvals sam-
an við auglýsingar Icelandair).
Það fyrsta sem manni dettur í
hug, er að í verki Kjarvals sé al-
vara sem ekki sé að finna í verk-
um Þorvaldar. Þetta alvöruleysi
Þorvaldar kemur greinilegast
fram í glottinu sem birtist í heit-
inu á sýningu hans, „Ég gerði
þetta ekki“. Það hefði aldrei
hvarflað að Kjarval að hafa svona
fyrirvara á verkum sínum. Hann
tók þau alvarlega, og sjálfan sig
alvarlega sem listamann. Og
hann tók það mjög alvarlega að
verkin hans væru hans eigin
sköpun. Kannski vegna þess að
efniviður hans var landið sjálft.
Það var enginn milliliður.
Fyrirvarinn í verkum Þorvald-
ar birtist nefnilega líka í því, að
þau eru (mörg hver, að minnsta
kosti) unnin úr verkum annarra.
Til dæmis málverki Kjarvals og
auglýsingamyndum Icelandair.
Hann notar þannig gjarnan milli-
liði, og því kannski ekki nema von
að hann slái varnagla við því að
um sé að ræða hans eigin verk.
Breytingin á sjálfsmynd lista-
manna frá Kjarval til Þorvaldar
er þannig ef til vill fyrst og
fremst fólgin í minnkuðu mik-
ilvægi frumleika og auknum hlut
endurvinnslu. En óneitanlega
læðist að manni sá grunur, að
breytingin sé einnig sú, að Kjar-
val hefði staðið við sín verk, hvað
sem tautaði og raulaði, en Þor-
valdur sé alltaf í viðbragðsstöðu,
tilbúinn til að hlaupast á brott frá
sínum.
Kjarval og
Þorvaldur
Alvöruleysi Þorvaldar kemur greini-
legast fram í glottinu sem birtist í heit-
inu á sýningu hans, „Ég gerði þetta
ekki“. Það hefði aldrei hvarflað
að Kjarval að hafa svona fyrirvara
á verkum sínum.
VIÐHORF
Eftir Kristján G.
Arngrímsson
kga@mbl.is
UNDIRRITAÐUR átti sæti í
nefnd sem í maí sl. skilaði tillögum
til umhverfisráðherra um stofnun
þjóðgarðs eða verndarsvæðis norð-
an Vatnajökuls. Nið-
urstaða nefndarinnar,
sem var einróma í til-
lögum sínum, er að
þegar verði hafist
handa um undirbúning
að stofnun þjóðgarðs
sem taki til viðeigandi
hluta Vatnajökuls og
víðáttumikilla svæða
norðan hans og allt til
sjávar með Jökulsá á
Fjöllum. Yrði hér um
að ræða stærra svæði
sem tekið yrði undir
þjóðgarð eða tiltekna
verndun heldur en áð-
ur hefur verið til umræðu á Íslandi
og það svo miklu munar. Aðalsvæði
hins nýja þjóðgarðs, eða vernd-
arsvæðis, yrðu þrjú. Það er frá því
sunnan Vonarskarðs með Tungna-
fellsjökli og viðeigandi hlutum
Vatnajökuls um Ódáðahraun norð-
ur undir Mývatnsfjöll og austur
fyrir vatnasvið Jökulsár á Fjöllum,
allt að Kringilsárrana. Annað meg-
insvæði yrði stækkaður núverandi
þjóðgarður í Jökulsárgljúfrum og
svæði upp með Jökulsá beggja
vegna, að eldfjallaþjóðgarðinum áð-
urnefnda í Ódáðahrauni. Þriðja
svæðið yrði Vesturöræfi, Snæfell
og Eyjabakkar, sem rynnu saman
við friðað svæði á Lónsöræfum.
Hvað snertir uppbyggingu og
rekstur þjóðgarðsins eru einnig
lögð til ýmis nýmæli. Tengist það
bæði aukinni aðild og þátttöku
heimamanna í svæðisbundinni
stjórnun og umtalsverðri uppbygg-
ingu svo sem svæðis- og jaðarmið-
stöðva, þar sem lögð er sérstök
áhersla á eflingu ferðaþjónustu og
annars atvinnulífs. Markmiðið er
nýting svæðanna sem fellur að
verndun þeirra og að sömuleiðis sé
tryggð samræmd heildarstjórn og
ábyrgð umhverfisyfirvalda þannig
að alþjóðlegum skilyrðum og skil-
greiningum um þjóðgarða sé í hví-
vetna fullnægt. Er þannig leitað
málamiðlana milli þessara tveggja
sumpart gagnstæðu markmiða, að
tryggja þátttöku og aðild og virk
áhrif heimamanna í
svæðisbundnum mál-
efnum innan þjóð-
garðsins en um leið
samræmda heildar-
stjórn, samræmda
stefnumótun og yf-
irumsjón og ábyrgð
með vernd svæðanna
af hálfu hins opinbera.
Friðlýsing Jökulsár
á Fjöllum
Fyrir utan stærð
svæðisins sem hér er
undir er tvímælalaust
merkasta nýmælið í
tillögum nefndarinnar tillagan um
friðlýsingu Jökulsár á Fjöllum. Er
þar ekki aðeins verið að tala um
Jökulsá sjálfa heldur einnig vatna-
svið hennar eftir því sem við verð-
ur komið, þar með talið allar helstu
þverár eins og Kverká, Kreppu og
Svartá. Með friðlýsingu Jökulsár á
Fjöllum og þveráa með óbreyttum
rennslisháttum yrði brotið í blað á
sviði vatnsverndar og verndunar
vatnsfalla á Íslandi. Og ekki má
seinna vera. Kemur þar hvort
tveggja til að Jökulsá á Fjöllum er
næsta einstæð í sinni röð á Íslandi
með einhverri merkustu fossaröð,
ekki aðeins Íslands, heldur Evrópu
og heimsins, þar sem eru Selfoss,
Dettifoss og Hafragilsfoss. Allt um-
hverfi árinnar geymir einnig mikla
sögu um hamfarahlaup og lands-
mótun við einstakar jarðfræðilegar
aðstæður. En hitt skiptir ekki síður
máli að með virkjun annarra stórra
jökuláa sem ýmist hefur þegar ver-
ið ráðist í eða er fyrirhugað, er sér-
staða Jökulsár á Fjöllum orðin enn
meiri en ella. Í reynd er hún á
góðri leið með að verða síðasta
volduga jökulfljótið í flokki hinna
aurugu eða dökkmórauðu sem enn
rennur ósnortin og óáreitt til sjáv-
ar.
Sérstök ástæða er til að fagna
þeirri samstöðu sem tókst um
þessa tillögu í nefndinni. Vonandi
verður nú ekki aftur snúið og sá
draumur að veruleika á næstu ár-
um að þetta stóra svæði, norð-
anverður Vatnajökull (og auðvitað
einnig Vatnajökull í heild og svæði
austan hans og sunnan) og hin víð-
áttumiklu óbyggðasvæði norður af
honum, ásamt Jökulsá á Fjöllum og
vatnasviði hennar til sjávar, verði
allt saman friðlýst. Framtíðarsýnin
er að Vatnajökull og ýmis aðliggj-
andi svæði austan, sunnan og suð-
vestan ásamt hinni miklu víðáttu
norðan- og norðaustan sem hér
hefur verið til umfjöllunar verði allt
í heild sinni tekið undir sérstaka
vernd sem þjóðgarður, vernd-
arsvæði, á mismunandi stigum og
þar með tekið frá til landnýtingar
sem samræmist ævarandi verndun
svæðisins.
Á næstu mánuðum er mikilvægt
að tillögur nefndarinnar fái góða
kynningu og skapi umræðu, ekki
síst meðal heimamanna og íbúa að-
liggjandi svæða. En allir áhuga-
menn um náttúruvernd, ferðaþjón-
ustu og yfirleitt landnýtingu af því
tagi sem samrýmist markmiðum
sjálfbærrar þróunar, hljóta einnig
að láta sig málið varða. Höfuðstóll-
inn, sem fólginn er í því sem eftir
er af ósnortinni náttúru landsins,
ekki síst hinnum víðáttumiklu há-
lendissvæðum og víðernum sem við
höfum enn í höndum okkar til að
varðveita í stað þess að spilla, er í
gæslu okkar allra.
Steingrímur J. Sigfússon
skrifar um tillögur um
stofnun þjóðgarðs
’Á næstu mánuðum ermikilvægt að tillögur
nefndarinnar fái góða
kynningu…‘
Steingrímur J.
Sigfússon
Höfundur er formaður Vinstrihreyf-
ingarinnar – græns framboðs.
Þjóðgarður norðan
Vatnajökuls