Morgunblaðið - 17.06.2004, Page 38

Morgunblaðið - 17.06.2004, Page 38
MINNINGAR 38 FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Einar Svein-bjarnarson, bóndi á Ysta-Skála, fæddist að Ysta- Skála undir Eyjafjöll- um 11. nóvember 1928. Hann lést á Hjúkrunar– og dval- arheimilinu Lundi á Hellu 11. júní síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sig- ríður Anna Einars- dóttir húsmóðir, f. 29.6. 1885 í Varma- hlíð undir Eyjafjöllum, d. 20.11. 1943, og Sveinbjörn Jónsson, f. 14.1. 1882 í Vesturholtum undir Eyjafjöllum, kennari, organisti og bóndi að Ysta-Skála, d. 13.7. 1971. Þau eignuðust 12 börn og var Einar 1993, og konu hans Þorbjargar Guðlaugsdóttur húsmóður, f. 7.5. 1909, d. 23.8. 1985. Vigdís lést langt fyrir aldur fram 25.5. 1983, 48 ára að aldri. Börn Einars og Vigdísar eru: 1) Páll Vilhjálmur, f. 28.11. 1958. Kona hans er Áslaug Sigurð- ardóttir. Dóttir Páls og Guðlaugar Haraldsdóttur er Elva Dögg. 2) Sig- ríður Anna, f. 19.9. 1960, maki Ólaf- ur Hjálmarsson. Börn þeirra eru Vigdís og Bjarni Sveinbjörn, f. 22.11. 1962, d. 27.6. 1977. 3) Guð- laugur Sigurður, f. 20.1. 1964, kvæntur Anniku Rosén og börn þeirra eru Siv Emma Sissela, Svein- björn, Viggó og Þorbjörg Sara. 4) Sigurjón Eyþór, f. 9.4. 1965. Kona hans er Elín Sigríður Hallgríms- dóttir, börn þeirra Íris og Einar Vignir. Dóttir Elínar og stjúpdóttir Sigurjóns er Hrafnhildur. Útför Einars verður gerð frá Ásólfsskálakirkju undir Vestur- Eyjafjöllum á morgun, föstudaginn 18. júní, og hefst athöfnin klukkan 15. yngstur þeirra. Eftirlif- andi systkini eru þrjú. Systkini Einars eru. Sig- ríður, f. 28.10. 1908, d. 6.5. 1986; Þórný, f. 2.9. 1909, d. 4.3. 1995; Ey- þór, f. 8.10. 1911, d. 23.9. 1929; Guðbjörg, f. 26.4. 1913, d. 10.12. 1959; Jón Þorberg, f. 12.9. 1915, d. 26.8. 1995; Sveinbjörn, f. 9.12. 1916, d. 22.11. 1996; Sigurjón, f. 24.11. 1918, d. 9.4. 1965; Þóra Torfheiður, f. 29.6. 1921, d. 10.2. 1987; Ásta, f. 5.8. 1923; Garðar, f. 14.5. 1925; Svava, f. 19.7. 1926. Einar kvæntist Vigdísi Páls- dóttur, f. 15.12. 1934. Hún var dótt- ir Páls Wium málarameistara í Reykjavík, f. 15.5. 1911, d. 20.2. Þegar ég var lítill var það árviss viðburður að fjölskyldan færi í heim- sókn undir Fjöllin. Er ég hugsa um Einar frænda, sem nú er látinn, kem- ur upp í hugann atvik úr einni slíkri ferð. Það hafði verið rigning á leiðinni austur en undir Eyjafjöllum var þurrkur. Einar var í heyskap með vinnufólkinu þegar við komum að Skála, og gekk talsvert á. Þegar hann fékk að vita að rigning væri í aðsigi var heldur betur slegið í, og þar með Fergusynina, þannig að þegar skúrin kom var búið að taka saman. Eða það minnir mig a.m.k. þó það skipti ekki öllu máli, heldur hitt hvað mér þótti mikið til koma um frískleika frænda míns í þetta skiptið eins og svo oft síð- an. Og þá á ég ekki bara við um lík- amlegt atgervi glímukappans, heldur ekki síður um þann hressleika sem hann bar ætíð með sér. Og það jafnvel eftir að hann hafði orðið fyrir því á miðjum aldri að missa ungan son og eiginkonu sviplega með ekki löngu millibili. Sjálfsagt hefur hann þá bognað en hann brotnaði ekki. Já, Einar var mikill og hagsýnn bóndi. Og í mínum huga, einkum hér áður fyrr, eini alvöru stórbóndinn. Að minnsta kosti þótti mér lítið koma til ýmissa sem svo voru nefndir þegar ég bar þá saman við hann. Og ekki spillti að Einar tók virkan þátt í félagsmál- um, eins og eðlilegt var, maður sem var hrókur alls fagnaðar þar sem hann kom. Og svo var hann skemmti- lega pólitískur, studdi Sjálfstæðis- flokkinn af fullu afli og dró þá ekki af sér. Ég heyrði hann ósjaldan flytja þrumandi ræður í þessum tilgangi. Einar gat flutt skínandi ræður ef sá gállinn var á honum og síðast heyrði ég hann flytja eina slíka öllum að óvörum í fermingarveislu frænda míns ekki alls fyrir löngu. Nokkuð sem enginn átti von á þar sem Einar var þá heldur farinn að heilsu. Ég tók eftir því í gamla daga að kallarnir undir Eyjafjöllum töluðu um gósenland þegar þeim þótti mikið til koma um tiltekna spildu eða jörð. Þetta kannaðist ég ekki við ofan úr Hrepp, enda er gósenland sjálfssagt bara til undir Eyjafjöllum. Og nú þeg- ar Einar frændi hefur flutt sig um set þá trúi ég því að hann sé sestur að í Gósenlandinu og stundi þar búskap eins og honum er einum lagið. Mér finnst hins vegar að Eyjafjöllin séu ekki alveg söm og áður. Ég votta fjölskyldunni allri samúð mína. Blessuð sé minning Einars á Skála. Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Það var sumarið 1958, í byrjun sláttar, að ég hitti Einar á Skála í fyrsta sinn. Hann var þá nýkvæntur mágkonu minni Vigdísi Pálsdóttur Wíum. Upp frá því var það til margra ára fastur liður, að fara austur á Skála á hverju sumri. Það verður seint full- þakkað að fá tækifæri að taka þátt í því starfi sem fram fer hjá bóndanum og hans fólki. En Einar var ekki bara bóndi. Hann tók einnig virkan þátt í félagsstarfinu, og hann þótti glímu- maður góður. Varðandi þátttöku Ein- ars í félagsmálum er mér minnis- stætt, er ég fór með honum á fund, sem haldinn var að Heimalandi, en fundarefni var nýtt félagsheimili. Á þessum fundi voru fundarmenn hvattir til þess, að gefa vilyrði fyrir ákveðnum fjölda vinnustunda. Þótt ég muni ekki þann fjölda vinnustunda sem Einar kvittaði fyrir, man ég það vel, að mér fannst það vera svo mikið, að ég spurði sjálfan mig: Hvað með búskapinn? En Einar átti hauk í horni sem var eiginkonan. Sagt hefur verið bóndi er bústólpi, bú er landstólpi. Þetta gengur eftir þegar á heimilinu er móðir sem er sá stólpi sem hverju heimili er lífsnauðsyn. Mín ágæta mágkona hafði það að leiðarljósi að sá fræi kurteisinnar og vináttunnar um- hverfis sig og samferðamenn sína. Allt hefur sinn tíma, og hver tími hefur sinn tilgang. Lífið heldur áfram og við tökumst á við verkefni dagsins. Og á Skála voru næg verkefni, sem ánægjulegt var að fást við. Við Einar náðum vel saman, báðir áhugamenn um íþróttir og í pólitíkinni komst ekki hnífur á milli okkar. Á Skála lifði ég á ný sveitastörf, sem ég hafði kynnst er ég sem stráklingur var sendur til dvalar á sveitaheimili. Einar og Vigdís eignuðust fimm börn á árunum 1958 til 1965. Þar að auki voru á heimilinu, um lengri eða skemmri tíma, börn, sem þurftu á húsaskjóli að halda af ýmsum ástæð- um. Ég undrast enn það þrek, sem elskuleg mágkona mín bjó yfir á þess- um árum. En lífíð býður ekki bara upp á gleði og ánægju. Sorgin er hin hliðin á gleðinni. 27. júní 1977 huldi dökkur hrammur dauðans sólina yfir Ysta- Skála. Með sviplegum hætti féll frá þriðja barn þeirra Einars og Vigdísar, Sveinbjörn, fæddur 1962. Og rétt tæpum sex árum síðar er það sjálf húsmóðirin, þá á 49. aldursári, sem kveður. Dóttirin, Sigríður Anna, kom þá til aðstoðar föður sínum og bræðr- um. Og enn er komið að kveðjustund. Nú er það bóndinn, Einar Sveinbjarn- arson sem kveður. Stund hánætur- innar er runnin upp og verkfærin úr hendi fallin. Hinn hæsti höfuðsmiður gefi honum pláss á sínum grænu grundum þar sem hann má næðis njóta. Kannski er sláttur að hefjast þar eins og á Skála? Ég lýk þessu með því að rifja upp samtal er ég átti við mágkonu mína fyrir löngu og ég áttaði mig ekki á, þá. Leið okkar gegnum lífið er með ýmsu móti. En við eigum að hlusta, hlusta á þá rödd sem hefur vald til að flytja okkur áreiðanlegan boðskap. Kæru vinir og frændsystkin. Við Lilla vottum ykkur okkar dýpstu samúð, sem og tengdabörnum og barnabörnum. Einnig systkinum Ein- ars og öðrum ættingjum. Ragnar S. Magnússon. Nú þegar ég kveð hinstu kveðju kæran frænda minn Einar á Skála, er margs að minnast frá þeim tíma er ég dvaldi svo oft hjá þér í bernsku minni. Ein af mínum fyrstu minningum er af skemmtilegu atviki frá því ég var að- eins fjögurra ára gömul og var þá í pössun hjá ykkur Vigdísi. Ég hafði labbað af stað heim í Hvamm og var komin út að brú þegar þú komst á fullri ferð á eftir mér og spurðir: ,,Hvert ertu að fara, væna mín?“ Eftir að við fluttum til Reykjavíkur EINAR SVEINBJARNARSON hlakkaði ég alltaf svo til þess að fara í sveitina til þín og fannst mér vikan oft svo lengi að líða, skemmtilegast var þegar ég fékk að vera í fleiri daga. Þú kenndir mér svo margt um náttúruna og margt annað sem máli skiptir í líf- inu. Mér eru minnisstæðar leikfimi- æfingarnar sem þú gerðir alltaf á morgnana enda varstu svo léttur á fæti. Gestrisni og hlýhugur þinn var ein- stakur og voru allir sem komu heim í hlað boðnir velkomnir og glatt var á hjalla. Þú varst alltaf svo jákvæður og sagðir svo spaugilega og skemmtilega frá öllu. Þrátt fyrir ýmsar uppákomur og prakkarastrik var viðmót þitt alltaf hlýtt og öllu tekið með mikilli rósemd. Þegar ég hugsa til baka finnst mér ég hafa verið svo lánsöm að hafa átt þennan dýrmæta tíma með þér og minningarnar um yndislegan frænda munu ávallt lifa í hjarta mínu. Elsku Palli, Anna, Gulli, Sigurjón og fjölskyldur, megi guð styrkja ykk- ur. Hrefna Hugadóttir. Einar Sveinbjarnarson bóndi á Ysta -Skála var hamhleypa og gekk ótrauður að hverju verki. Hann stóð fyrir mikilli uppbyggingu á Ysta- Skála með endurnýjun húsa og jarð- arbótum. Þegar ég kynntist honum fyrst var hann með mikið af fé og reisti stórt fjárhús vestan Írár. Gam- an var að vera með Einari í heyskap eða á heiði því það gustaði alltaf í kringum hann og hann hafði unun af búskapnum og landinu. Alltaf var stutt í gamansemina og léttleika hjá honum og hugurinn var mikill. Á Skála var jafnan gestkvæmt og urðu þar oft fjörugar umræður um ýmis þjóðmál og málin voru krufin til mergjar yfir kaffibolla. Það var Ein- ari mikið áfall er kona hans, Vigdís Pálsdóttir, féll frá í blóma lífsins og hefur það líklega haft meiri áhrif á hann en við gerðum okkur grein fyrir. Einar bar harm sinn í hljóði. Það eru ógleymanlegar stundir þegar við fór- um á fjall í góðu veðri. Einar þekkti landið eins og lófann á sér og sagði frá kennileitum og örnefnum. Féð rann niður brekkurnar og safnaðist niðri á sléttum túnum þar sem það var rekið í girðingar og yfir öllu gnæfði Eyja- fjallajökull. Einar var alltaf að, verk- efnin virtust óþrjótandi og hann rétt gaf sér tíma til að kveikja í pípunni og svo var hann stokkinn úr bílnum. Síð- ustu árin hafði heilsu Einars hrakað mjög og hann átti orðið erfiðara með að taka þátt í samræðum og átti erfitt með að ganga. Hann naut góðrar að- hlynningar á Dvalarheimilinu Lundi og gat farið um helgar að Ysta-Skála þar sem Guðlaugur sonur hans hefur tekið við búi og rekur með sömu reisn og Einar. Áfram var þó stutt í glað- værðina og gamansemina hjá Einari, hann fylgdist vel með búskapnum og spurði gjarnan um aflabrögð í Eyjum. Við sem þekktum Einar munum minnast hans sem góðs félaga og fyrir kraftinn og atorkusemina sem ein- kenndi hann. Ólafur Hjálmarsson.  Fleiri minningargreinar um Einar Sveinbjarnarson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og bróðir, EINAR EIRÍKSSON bóndi, Miklholtshelli, Hraungerðishreppi, lést á Landspítala háskólasjúkrahúsi mánu- daginn 14. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar. Guðrún Guðmundsdóttir, Jónína Einarsdóttir, Gísli Hauksson, Eiríkur Einarsson, Eva Einarsson, Guðmundur Einarsson, Már Einarsson, Ingibjörg Ágústsdóttir, Margrét Einarsdóttir, Sigurður Þ. Ástráðsson, Gunnar Einarsson, Christine Devolder, Bjarni Einarsson, Kolbrún I. Hoffritz, Bjarni Eiríksson og afabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, KLARA GEORGSDÓTTIR, Klapparstíg 11, Reykjavík, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund aðfaranótt mánudagsins 7. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Jarðsett var í Gufuneskirkjugarði. Jón Edward Wellings, Jóhanna K. Jóhannesdóttir, Anna Gígja Sigurjónsdóttir Galito, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi, KRISTINN JÓNSSON frá Akureyri, lést á dvalarheimilinu Grund föstudaginn 4. júní. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sigurjón V. Jónsson, Hanne Kristiansen, Helga K. Jónsdóttir, Lárus Ágústsson, Ása Jónsdóttir, Örlygur Ingólfsson, Amalía Jónsdóttir, Baldur Sigurðsson, Jón Þorleifur Jónsson, Dagbjört Matthíasdóttir og fjölskyldur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG ÁRNADÓTTIR, Espigerði 2, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudaginn 15. júní. Árni Þórarinsson, Valgerður Þ. Jónsdóttir, Steinunn Þórarinsdóttir, Jón Ársæll Þórðarson, Pétur Hrafn Árnason, Þórarinn Ingi Jónsson, Þórður Ingi Jónsson. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN BJÖRN SAMÚELSSON, Eyjabakka 22, lést á gjörgæsludeild Landspítala Hringbraut miðvikudaginn 16. júní. Bergþór Kristjánsson, Valdís Gestsdóttir, Björn Kristjánsson, Sigríður Lindbergsdóttir, Kristján Lindberg Björnsson, Anna Karen Björnsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.