Morgunblaðið - 17.06.2004, Page 42
MINNINGAR
42 FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Vilberg Skarp-héðinsson fæddist
í Reykjavík 11. des-
ember 1921. Hann
lést á Landspítala –
háskólasjúkrahúsi í
Fossvogi 8. júní síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Skarphéð-
inn Ármann Njálsson,
verkamaður í Reykja-
vík, f. 23.9. 1889, d.
14.7. 1974, og Val-
gerður Sigurðardótt-
ir, húsfreyja, f. 20.8.
1876, d. 1.8. 1956.
Systkini Vilbergs eru
Sigrún, f. 23.7. 1914, og Njáll f.
1918, d. 1920.
Vilberg kvæntist 9.3. 1946
Sveinsínu Kristbjörgu Guðmunds-
dóttur, matreiðslumanni, f. 21.8.
1918, d. 1.8. 1979. Foreldrar henn-
ar voru Guðmundur Júlíus Sig-
urðsson, sjómaður á Sæbóli í
Grundarfirði, f. 9.1. 1886, d. 8.3.
1934, og kona hans, Dagbjört Ingi-
björg Jónsdóttir, ljósmóðir, f. 28.6.
1891, d. 3.8. 1959. Börn Vilbergs og
Sveinsínu Kristbjargar eru: 1) Sig-
rún, fyrrv. kennari, f. 29.12. 1945,
gift Guðna Stefánssyni, kennara.
Börn þeirra eru: a) Guðný, bóka-
safnsfræðingur, f. 17.5. 1970. Sam-
býlismaður hennar er Jóhann Örn
Ásgeirsson, slökkviliðs- og sjúkra-
flutningamaður. Börn þeirra eru:
Aron, f. 24.6. 1998, og Birna, f.
11.6. 2001. b) Gréta, viðskiptafræð-
ingur, f. 19.3. 1976. Sambýlismað-
ur hennar er Róbert Ólafsson, mat-
reiðslumaður. 2) Erna,
iðnverkakona, f. 17.2. 1948, gift
Sverri Sæmundssyni, vélstjóra hjá
Orkuveitu Reykjavíkur. Börn
þeirra eru: a) Þórunn, leikskóla-
kennari, f. 29.10. 1968, gift Ólafi
Baldurssyni, húsasmiði. Börn
þeirra eru: Egill, f. 29.7. 1994,
Baldur, f. 25.4. 1996, tvíburarnir
Arnór og Bjarki, f. 22.2. 2002, og
Erna, nýfædd 14.6. 2004. b) Vil-
berg, verslunarmaður, f. 30.5.
1972, kvæntur Hörpu Arnardótt-
ur, lífefnafræðingi. Börn þeirra
eru: Aþena, f. 3.6. 1999, og Perla, f.
5.10. 2002. c) Benedikt, pípulagn-
ingameistari, f. 26.10. 1973, sam-
býliskona hans er Helga Stefáns-
dóttir, húsfreyja. Sonur þeirra er
Sverrir Árni, f. 23.6. 2000. Sonur
Helgu, Hafsteinn Freyr Ákason, f.
16.11. 1994, elst upp hjá þeim. d)
Bjarki Már, íþróttaþjálfari, f. 6.2.
1978. Sambýliskona
hans er Kolbrún Ósk
Jónsdóttir, nemi.
Sonur þeirra er
Kristófer Dagur, f.
2.3. 2004. 3) Valgerð-
ur, leikskólakennari,
f. 7.10. 1952, giftist
Erlingi Ingvasyni,
byggingartækni-
fræðingi. Þau slitu
samvistum á þessu
ári. Börn þeirra eru:
a) Sveinn, verslunar-
maður, f. 27.8. 1977,
b) Soffía, nemi, f. 15.
6. 1982, c) Hildur,
nemi, f. 20.7. 1985. Barn hennar er
Adam Freyr Víðisson, f. 13.2. 2003.
Sambýliskona Vilbergs frá 1981
er Guðbjörg Jónsdóttir, húsfreyja,
f. 13.6. 1932. Foreldrar hennar
voru Jón Jóhannsson, starfsmaður
hjá Sláturfélagi Suðurlands, f.
23.2. 1910, d. 12.11. 1987, og Ásta
Þorbjörg Þorbjörnsdóttir, hús-
freyja, f. 3.8. 1910, d. 8.4. 1989.
Fyrrum sambýlismaður Guðbjarg-
ar var Einar B Sigurðsson, f. 11.9.
1911, d. 24.7. 1978.
Vilberg lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1941
og viðskiptafræðiprófi frá Háskóla
Íslands 1947. Hann var fram-
kvæmdastjóri heildverslunarinnar
Miðstöðvarinnar hf., dótturfyrir-
tækis Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna, 1947–1974 en stofnaði þá
eigið fyrirtæki, Vilberg Skarphéð-
insson, umboðs- og heildverslun,
sem hann starfrækti til ársins
1999.
Vilberg gegndi ýmsum félags-
og trúnaðarstörfum um ævina.
Hann sat í stjórn Knattspyrnu-
félagsins Víkings í mörg ár, var í
varastjórn Knattspyrnusambands
Íslands og aganefnd þess í mörg ár
og í dómaranefnd Knattspyrnu-
ráðs Reykjavíkur. Hann var með-
limur í Lionsklúbbnum Frey, Frí-
múrarareglunni (stúkunni Mími),
bridsklúbbnum Krummunum og
Stúdentakórnum meðan sá kór var
og hét.
Vilberg bjó alla tíð í Reykjavík,
lengst af í Steinagerði 4, að und-
anskildu síðasta æviárinu. Þá bjó
hann í Kópavogi.
Útför Vilbergs verður gerð frá
Fossvogskirkju á morgun, föstu-
daginn 18. júní, og hefst athöfnin
klukkan 13.30. Jarðsett verður í
Fossvogskirkjugarði.
Kynni mín af Vilbergi Skarphéð-
inssyni og fjölskyldu hans í Steina-
gerði 4 hófust fyrir 36 árum er ég fór
að gera hosur mínar grænar fyrir Sig-
rúnu, dóttur Vilbergs og Sínu. Vil-
berg var þá í blóma lífsins, vel innan
við fimmtugt, framkvæmdastjóri
trausts fyrirtækis, og geislaði af
starfs- og lífsorku. Hann var fríður
maður, tæplega meðalmaður á hæð,
forstjóralegur, í góðum holdum, enda
vel alinn af listakokkinum, eiginkonu
sinni. Hann var einstaklega heil-
steyptur maður, geðprúður og glað-
sinna, óáreitinn en gat verið fastur
fyrir ef því var að skipta. Af gömlum
myndum að dæma var Vilberg tág-
grannur á sínum yngri árum enda var
hann á þeim tíma frábær íþróttamað-
ur og lék þá knattspyrnu með Víkingi
við góðan orðstír.
Ekki er hægt að segja annað en að
hinum verðandi tengdasyni hafi verið
vel tekið af fjölskyldunni í Steinagerði
4 þrátt fyrir nokkrar allskrautlegar
uppákomur af hans hálfu í byrjun og
fyrr en varði var hann orðinn eins og
einn af fjölskyldunni. Það var oft glatt
á hjalla í Steinagerðinu þegar stór-
fjölskyldan kom þar saman sem var
einkum á stórhátíðum og öðrum tylli-
dögum. Þá bættist í hópinn fjölskyld-
an í Meðalholti 13 sem samanstóð af
Sigrúnu (Töntu), systur Vilbergs,
Siggu Möggu, dóttur hennar, Björg-
vini, manni Siggu, að ógleymdum
Skarphéðni (Langa), föður Vilbergs.
Var Vilberg þá jafnan hrókur alls
fagnaðar.
Mikil vinátta og mikill samgangur
var líka milli nágrannanna í Steina-
gerði 4 og Steinagerði 6, en í Steina-
gerði 6 bjuggu Gunngeir og Sirrí. Og
æskuvinirnir Ingi Jónsson og Vilberg
sem og eiginkonur þeirra héldu nánu
sambandi alla tíð.
Fljótlega eftir að við Sigrún rugl-
uðum saman reytum okkar skapaðist
sú hefð að á sunnudögum færi hún
með þvottinn okkar í Steinagerðið til
að strauja hann þar því að móðir
hennar bjó svo vel að eiga forláta
strauvél. Við Vilberg notuðum þá
gjarnan tækifærið og brugðum okkur
í bíó. Voru vestrar í mestu uppáhaldi
hjá okkur báðum. Og þegar við sner-
um heim eftir vel heppnaða bíóferð
beið sunnudagssteikin á borðum hjá
Sínu.
Eins og þegar hefur komið fram lék
Vilberg á sínum yngri árum knatt-
spyrnu með Víkingi og þegar knatt-
spyrnuferli hans lauk tók hann að sér
að sinna ýmsum trúnaðar-störfum
fyrir félagið og alla tíð hélt hann
tryggð við sitt gamla félag. Stjórnar-
menn knattspyrnufélaga í Reykjavík
njóta þeirra forréttinda að fá sess í
heiðursstúkunni á Laugardalsvellin-
um þegar leikir fara þar fram. Og það
var ekki laust við að ég fyndi til nokk-
urs stolts þegar ég fékk að fylgja
tengdaföður mínum í heiðursstúkuna
og horfa þaðan á leiki við hlið stór-
menna á borð við Albert Guðmunds-
son.
Vilberg var vel þekktur í viðskipta-
lífinu og naut hvarvetna mikils
trausts. Þegar við ungu hjónakornin
fórum, fjárvana, að berjast í því að
koma okkur þaki yfir höfuðið var gott
að eiga Vilberg að. Þetta var á mikl-
um verðbólgutímum og ekki fyrir
hvern sem var að fá lán í bönkum.
Mikilvægt var að hafa traustan mann
til að skrifa upp á víxlana svo að þeir
hlytu náð fyrir augum bankastjór-
anna. Og þar var Vilberg rétti mað-
urinn. Nafn hans dugði jafnan til þess
að víxlarnir voru samþykktir möglun-
arlaust.
Vilberg var ákaflega mikill ná-
kvæmnismaður í öllu sem hann kom
að og þá ekki síst í viðskiptum. Allt
þurfti að vera nákvæmlega upp á
punkt og prik. Dæmis þess má geta af
gagnkvæmum viðskiptum okkar Vil-
bergs. Þegar mér þótti t.d. litlu skipta
hvort munaði hundraðkallinum til eða
frá, þá var hann ekki í rónni fyrr en
frá öllu hafði verið gengið upp á krón-
ur og aura.
Árið 1974 var Miðstöðin lögð niður,
fyrirtækið sem Vilberg hafði helgað
krafta sína lungann af starfsævinni.
Vilberg var þá 53 ára að aldri. Enginn
starfslokasamningur var gerður enda
tíðkuðust þeir sennilega ekki á þeim
tíma.Vilberg brá þá á það ráð að
stofna eigið fyrirtæki sem byggðist
einkum á því að flytja inn efni til
sloppagerðar auk ýmiss konar smá-
varnings. Vilberg og Sína sniðu svo
efnin í bílskúrnum í Steinagerði en
konur ,,úti í bæ“ sáu um saumaskap-
inn. Nokkur samkeppni var í þessari
atvinnugrein en alltaf var Vilberg
með ódýrustu sloppana. Sloppana
seldi hann frystihúsum, verslunum og
ýmsum iðnfyrirtækjum.
Skömmu eftir að Sína féll frá árið
1979 gekk Guðbjörg Jónsdóttir, sem
þá hafði nýlega misst sambýlismann
sinn, til liðs við Vilberg í rekstri fyr-
irtækisins og hófu þau síðan sambúð
árið 1981. Fyrirtækið ráku þau svo
saman til ársins 1999 er það var leyst
upp.
Um líkt leyti var Vilberg farinn að
kenna þess sjúkdóms, Parkinsons-
veikinnar, sem að lokum lagði hann að
velli. Það var sárt að sjá hvernig þessi
miskunnarlausi sjúkdómur lamaði
smátt og smátt líkama og sál þessa
fyrrum knáa íþrótta- og atorku-
manns.
Nú stendur yfir Evrópumeistara-
mót í knattspyrnu í Portúgal. Eru
mótinu gerð góð skil í sjónvarpi og
væri Vilberg enn á meðal vor hefði
hann örugglega ekki látið slíka
skemmtun fram hjá sér fara. En hver
veit nema hann sé sjálfur farinn að
sýna snilli sína á knattspyrnuvöllum á
öðrum stað?
Guðni Stefánsson.
Elsku Villi afi. Það er svo óraun-
verulegt að þú sért farinn frá okkur.
Þú varst svo virðulegur maður, höfuð
fjölskyldunnar og alltaf til staðar.
Undanfarið hefurðu verið mjög
veikur og átt erfiða daga en þó voru
síðustu dagar þínir góðir, þú meira að
segja farinn að tala um að fara heim af
sjúkrahúsinu, stóðst þig eins og hetja.
Allt leit út fyrir að við fengjum að hafa
þig áfram hjá okkur. En síðasta dag-
inn þinn veiktistu aftur og kvaddir
þann dag svo snögglega.
Elsku afi, það var alltaf svo gott að
koma til þín í Steinagerðið, gamla
húsið sem þið amma Sína komuð upp
saman, þar sem þið óluð upp dætur
ykkar.
Öll minnumst við þess þegar við
vorum lítil og komum í heimsókn, allt-
af stukkum við beint í fangið á afa og
fengum koss, svo dróst þú upp úr
brjóstvasanum rauðan Ópal, bauðst
okkur, enda áttir þú alltaf nóg af því í
skrifborðinu þínu.
Svenni minntist þess hvað það var
alltaf mikið sport að fá að fara í pöss-
un til Villa afa. Afi átti bæði sjónvarp
og video og keyrði alltaf með hann og
Bjarka frænda á videoleiguna og
leigði spólu handa þeim með Strump-
unum. Svo var farið heim í Steina-
gerði og horft saman á video.
Soffíu þykir svo rosalega vænt um
síðustu heimsóknina sem hún fór til
þín á sjúkrahúsið. Þann dag varstu
svo hress og skýr. Þið voruð bara tvö
ein og spjölluðuð um allt mögulegt og
drukkuð saman kaffi. Þú talaðir mikið
um hvað þú værir stoltur og lukkuleg-
ur með að eiga svona marga afkom-
endur. Einnig talaðirðu mikið um
bernskuárin þín, sagðir henni margar
sögur, t.d. sagðirðu henni frá því þeg-
ar þú varst átta ára gamall snáði og
varst valinn íþróttastrákur skólans,
sem þú áttir svo sannarlega skilið
miðað við áhuga þinn og árangur í
knattspyrnu.
Henni þótti svo gaman að hlusta á
þig segja frá og þú brostir út í eitt
með fallega brosinu þínu og brúnu fal-
legu augunum þínum sem við munum
svo vel eftir.
Hildur er svo stolt af því hvað
Adam Freyr sonur hennar minnir
hana oft á þig og margir hafa séð svo
sterkan svip frá Villa afa á myndum af
honum.
Hún man líka svo vel eftir einu
skiptinu sem hún kom að heimsækja
þig á sjúkrahúsið með hann með sér.
Þann dag varstu mjög slæmur af
veikindunum og varst búinn að vera
mikið sofandi.
Þegar þau komu inn á stofuna til
þín heyrðir þú í þeim og opnaðir allt í
einu augun og ljómaðir allur og Adam
Freyr brosti alltaf svo til þín.
Hildur er einnig svo þakklát fyrir
að hafa getað farið með mömmu til
Reykjavíkur kvöldið sem þú féllst frá
og kvatt þig, getað kysst þig margoft
og leyft þér að finna hvað henni þykir
vænt um þig.
Elsku afi, okkur þótti svo vænt um
þig, við munum aldrei gleyma góðu
stundunum sem við áttum saman.
Sorgin er erfið og það er sárt að vita
til þess að við fáum ekki fleiri stundir
saman, en það er gott að við getum
hugsað um það að núna líður þér vel
og við vitum öll að amma Sína hefur
tekið á vel á móti þér.
Einnig vitum við að þið amma eigið
eftir að halda vel utan um okkur og
fylgjast með okkur.
En góðar minningar lifa að eilífu.
Með þessum orðum viljum við
minnast okkar ástkæra afa.
Sveinn, Soffía og Hildur.
Nú er hann afi okkar farinn frá
okkur. Við reynum að sætta okkur við
það því við vitum að honum líður
miklu betur núna en það er samt svo
erfitt. Tárin trilla niður kinnarnar
þegar við hugsum um allar yndislegu
stundirnar sem við áttum með hon-
um. Hann afi var ótrúlegur maður.
Það var svo mikil ró yfir honum og
aldrei nokkurn tímann sáum við hann
skipta skapi. Góðlegri mann er ekki
hægt að hugsa sér og hlýjan sem
streymdi frá honum var nánast
áþreifanleg. Þegar við hugsum til
baka og rifjum upp stundirnar sem
við áttum saman kemur okkur fyrst í
hug Tópasinn sem hann átti alltaf í
vasanum og gaf honum viðurnefnið
Tópasafi, og líka snilldartaktar hans
við billjarðborðið þar sem við stóðum
agndofa og horfðum á afa okkar
tvístra kúlunum og pabbi átti aldrei
möguleika. Alltaf var mikil tilhlökkun
að fara á jólaballið árlega með afa þar
sem var ofboðslegt fjör og allir voru
leystir út með risastórum jólasokk
fullum af útlensku nammi sem vakti
upp mikla öfund í vinkvennahópnum.
Aldrei gleymdi hann afi okkur heldur
þegar hann ferðaðist erlendis og inn
um bréfalúguna streymdu falleg og
hugljúf póstkort frá spennandi borg-
um víðs vegar um heiminn. Við syst-
urnar litum alltaf mjög upp til afa og
reyndum að feta í fótspor hans með
knattspyrnuiðkun, viðskiptafræði-
menntun og sönggleði þrátt fyrir að
afi hafi verið sá eini sem hafði nokkra
sönghæfileika! Aldrei verður hægt að
gleyma árlegu þorrablótunum þar
sem hann söng manna hæst með sinni
djúpu fögru rödd.
Þrátt fyrir að líkaminn hafi verið
farinn að gefa sig síðustu árin var afi
þó alltaf ungur í anda og fylgdist vel
með öllu sem við tókum okkur fyrir
hendur. Það var alltaf gaman að koma
til hans og Guðbjargar og sjá hvernig
andlit hans ljómaði þegar hann horfði
á langafabörnin leika sér í kringum
hann og reyndi hann alveg undir það
síðasta að fara í boltaleik við þau.
Við þökkum Guði fyrir að hafa átt
svona góðan afa og munum ávallt
minnast hans með gleði í hjarta. Við
vitum að afa okkar líður vel á nýjum
stað. Guð blessi þig, elsku afi.
Guðný og Gréta.
Elsku afi, það er erfitt að þurfa að
kveðja þig svona allt í einu, en þú
varst svo einstakur maður og afi eins
og allir hefðu óskað sér. Það var svo
margt sem heillaði í fari þínu og svo
ótal margt sem við gátum lært af þér
og tekið til fyrirmyndar. Við eigum
margar yndislegar minningar frá því
við vorum lítil hjá Villa afa í Steina-
gerði. Afi var í Lions-klúbbnum og
var alltaf mikill félagsmaður og var
vinamargur og kynntist mörgum í
gegnum Lions-hreyfinguna og við
fjölskyldan nutum góðs af því og fór-
um við með afa í útilegur á sumrin og
á jólaböll og ýmislegt fleira sem var
ógleymanlegt. Einnig lifir sterkt í
minningunni litla heildsalan hans afa
sem hann starfrækti í Steinagerðinu.
Það var alltaf mikil tilhlökkun að
koma í heimsókn því það beið okkar
alltaf afakex og nammi af öllum gerð-
um.
Afi var mikill íþróttamaður og spil-
aði hann með knattspyrnuliði Víkings
til margra ára og síðar gegndi hann
störfum í stjórn knattspyrnudeildar
Víkings. Við fengum oft að fara með
afa á leiki með Víking og hafði afi
gaman af að leiða okkur á völlinn og
spjalla við alla vini sína og sleppti ekki
af okkur hendinni meðan á leik stóð
og við fengum að vera með honum í
heiðursstúkunni sem þótti alveg frá-
bært. Afi hafði einnig mjög gaman af
enska fótboltanum og það var ósjald-
an sem setið var yfir fótboltaleik í
Steinagerði og farið svo út á völl að
sparka bolta að leik loknum. Afi var
svo yndislegur maður sem hafði svo
mikinn áhuga á barnabörnunum sín-
um og vildi allt fyrir alla gera og var
alltaf að spyrja um okkur og fylgdist
með okkur. Afi kom fólki fyrir sjónir
sem virðulegur og vingjarnlegur
maður sem öllum líkaði vel við og var
æðislegt að vera í návist hans og eftir
að hafa knúsað afa að lokinni heim-
sókn angaði maður af afalykt það sem
eftir lifði dags sem var svo góð og var
einkennandi fyrir hann. En afi átti
nefnilega svo margar rakspírateg-
undir sem hann var duglegur að nota.
Afi hafði gaman af að segja sögur og
oft sat maður og gleymdi tíma og stað
við að hlusta á hann segja sögur úr
fótboltaferðum sem hann fór. Mikið
söknum við þessa tíma og vildum að
stundirnar hefðu verið fleiri en við vit-
um að við munum búa að því alla ævi
að hafa notið þess að fá að umgangast
þig, elsku afi, og fá að kynnast þér.
Við vitum öll að þér líður vel á nýjum
stað og við vitum að þú fylgist með
okkur öllum.
Þórunn, Vilberg, Benedikt og
Bjarki Már.
Með nokkrum orðum langar mig til
þess að kveðja Vilberg móðurbróður
minn. Frá fyrstu tíð nefndi ég hann
aldrei annað en „frænda“ og geri enn.
Hann var litli bróðir móður minnar og
var sjö ára aldursmunur á þeim.
Samband á milli systkinanna var
alla tíð mjög gott og naut ég þeirra
forréttinda að eiga frænda og fjöl-
skyldu hans að frá því ég fyrst man
eftir mér. Dætrum sínum var hann
ávallt góður faðir og barnabörn hans
og barnabarnabörn hændust að hon-
um enda var hann sérstaklega ljúfur
maður. Sínu eiginkonu sína missti
hann árið 1979 og var það honum og
fjölskyldunni mikið áfall. Síðar kynnt-
ist hann Guðbjörgu og hafa þau búið
saman í mörg ár.
Lengst af bjó frændi í Steinagerði
4, en þar byggði hann hús fyrir fjöl-
skyldu sína. Margs er að minnast og
margt að þakka. Að leiðarlokum vil ég
þakka samfylgdina og kveð Vilberg
móðurbróður minn með söknuði og
þakklæti fyrir allt sem hann var mér,
móður minni og fjölskyldu.
Ég og fjölskylda mín sendum Sig-
rúnu, Ernu, Valgerði, fjölskyldum
þeirra og Guðbjörgu innilegustu sam-
úðarkveðjur okkar. Blessuð sé minn-
ing Vilbergs Skarphéðinssonar.
Sigríður Magnea Njálsdóttir
og fjölskylda.
Á morgun verður til moldar borinn
vinur minn og skólabróðir Vilberg
Skarphéðinsson, sem andaðist 8. júní
sl. Mig langar til þess að minnast hans
með nokkrum orðum. Það er ekki ætl-
un mín að rekja ætt eða æviferil Vil-
bergs. Hér verður aðeins skráð stutt
kveðjuorð frá gömlum vini, æsku-
félaga og skólabróður. Með þessum
fátæklegu kveðjuorðum langar mig til
þess að þakka Vilbergi persónulega
góða samfylgd í lífsbaráttunni og
VILBERG
SKARPHÉÐINSSON