Morgunblaðið - 17.06.2004, Síða 43

Morgunblaðið - 17.06.2004, Síða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2004 43 ✝ Sigríður JónaIngólfsdóttir fæddist á Prest- bakka í Hrútafirði 22. október 1922. Hún andaðist á Dvalarheimili aldr- aðra í Borgarnesi 5. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ingólfur Krist- inn Jónsson frá Hlaðhamri, f. 26. júlí 1893, d. 11. júlí 1932, og Anna Sig- urjónsdóttir frá Laxárdal, f. 11. september 1900, d. 24. sept. 1987. Systkini Sigríðar eru: Sig- urjón, f. 19. febrúar 1925; Dag- mar, f. 22. des. 1927; Kristjana Halla, f. 18. júlí 1930; Inga, f. 10. júlí 1932; Guðjón, f. 14. sept. 1912, d. 22. okt. 1993, samfeðra. Hinn 3. nóvember 1945 giftist Sigríður Rögnvaldi Ingvari Helgasyni bifreiðarstjóra, f. 17. júní 1911, d. 4. jan. 1990. Þau eignuðust fimm börn. Þau eru: 1) Dagmar, f. 21. nóvember 1946, maki Þórarinn Ólafsson, f. 15. okt. 1943. Börn þeirra: a) Kristín Ólöf, maki Birgir Theo- dórsson, eiga þau Arnór Smára. b) Sigríður Hrönn, maki Óskar Gunnar Óskarsson, eiga þau Evu Maríu og Þórarin Gunnar. c) Eyþór Rúnar, maki Hildur María Jónsdóttir. Börn: Guðjón Freyr og Jón Þór. 2) Helgi, f. 19. okt. 1947, maki Helga Jóns- dóttir, f. 10.6. 1944. Börn: a) Hulda, maki Haraldur H. Har- aldsson, þeirra syn- ir Anton og Fannar Örn. b) Rögnvald- ur. c) Smári. 3) Anna Inga, f. 8.12. 1950, maki Guð- laugur Þórarinsson, f. 25.9. 1950. Anna á fimm syni frá fyrra hjónabandi. a) Rögnvaldur Ingvar, sonur Sól- mundur Helgi, móðir Guðrún Hjal- talín. Arnar og Ing- ólfur, móðir Elín Magnúsdóttir. b) Björn Arnar, maki Sædís Pét- ursdóttir. Þau eiga Guðlaug Helga og Gunnar Inga. c) Sig- urður Rúnar, sonur Viggó Rún- ar, sambýliskona Ólöf Árnný, dóttir hennar Victoría Kolbrún. d) Eiríkur Unnar, barnsmóðir hans Jóhanna Björg. Þau eiga Eld Árna. e) Hjalti Búi. 4) Val- gerður Ásta, f. 24.3. 1953. Ógift. 5) Ingólfur Kristinn, f. 20.5. 1959, sambýliskona Sigurborg Ch. Karlsdóttir. Ingólfur á tvær dætur frá fyrra hjónabandi. a) Sigríður Jóna, sambýlismaður Einar Ingi Magnússon. b) Magn- hildur. Sigríður bjó lengst af ævi sinnar á Borðeyri. Stundaði hún ýmis störf, var ráðskona hjá Vegagerðinni og barnaskólan- um á Borðeyri. Síðustu ár æv- innar dvaldi hún í Borgarnesi. Útför Sigríðar fer fram frá Prestbakkakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku Sigga, það er svo margs að minnast að leiðarlokum. Ég man þegar við komum til ykkar á Borð- eyri á hverju sumri og dvöldum oft- ast í nokkra daga. Þú varst alltaf að stússa í eldhúsinu og hafa fyrir okk- ur, þótt ég segði stundum við þig að setjast heldur hjá okkur og spjalla. Þú varst einstök húsmóðir og gerðir oft mikið úr litlu. Ófáar minning- arnar eiga barnabörnin þegar þau léku sér í fjörunni hjá ömmu og afa. En svo fór heilsan að bila og þið fluttuð í Borgarnes. Oft varstu lasin, sérstaklega síðustu mánuðina, en nú veit ég að þér líður vel og Guð tekur á móti þér. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug mér fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Takk fyrir allt. Guð geymi þig. Þín tengdadóttir Helga. Okkur langar til að minnast henn- ar ömmu með örfáum orðum. Amma var engin venjuleg kona. Þegar maður lítur yfir farinn veg og reynir að muna eftir henni fyrst þá var það í eldhúsinu á Borðeyri. Það var allt- af gott að koma til ömmu og sitja á kollinum í eldhúsinu, borða brún- tertu með sultu og skrautsykri og ræða öll heimsins vandamál sem manni fannst að amma hlyti að hafa svör við. Amma vissi líka hvað það var spennandi að fá að fara í sendi- ferð niður í kaupfélag og sendi hún mann oft eftir einhverju smálegu. Svo voru púðurdósirnar hennar svo fallegar og ilmuðu dásamlega. En skemmtilegast af öllu var að fá að gista hjá henni og afa. Þá var farið heim eftir skóla á græna Fólksvagn- inum og sofið undir stóru vegg- klukkunni í stofunni. Amma hafði ráð við öllu. Ef einhver datt setti hún kalda skeið á kúluna og sótti síðan bananaístopp svo allar raunir gleymdust. Jólaboðin hennar ömmu gleymast aldrei. Þar svignaði borðið undan kræsingum, hangikjöt með kartöflumús og ís og ávextir á eftir. Það skipti reyndar ekki máli hve- nær komið var í heimsókn, alltaf átti amma eitthvað í pokahorninu, því svangur mátti enginn fara heim. Eftir að amma flutti í Borgarnes var fastur liður að koma við í heim- sókn hjá henni, þegar ferðinni var heitið norður um helgar og síðan aftur suður. Alltaf urðu þessar heimsóknir langar því erfitt var að koma sér aftur af stað. Sérstaklega þótti Eyþóri gott að heimsækja ömmu á kvöldin þegar hann var við nám á Hvanneyri. Allt- af var gott að ræða við ömmu og þar liðu margar ánægjustundir. Hún fylgdist alltaf með ef einhver var á ferðinni og alltaf vildi hún heyra frá okkur þegar við vorum komin á áfangastað, sérstaklega þegar allra veðra var von. Elsku amma, við þökkum þér fyr- ir samveruna og alla þá ást og hlýju sem þú hefur gefið okkur en við vit- um jafnframt að nú ert þú komin á betri stað, laus við allar þrautir og ert eflaust farin að sópa upp neftób- akið eftir afa. Þín verður sárt saknað. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn gefðu þinn frið, gleddu’ og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (H. Andrésd.) Kristín Ólöf, Sigríður Hrönn og Eyþór Rúnar Þórarinsbörn. Elsku amma. Á skilnaðarstund koma margar minningar upp í hug- ann, minningar um góðar stundir á liðnum árum. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn til ömmu og þó að hún ætti aldrei neitt til með kaffinu var borðið alltaf fullt af kræsingum. Þegar ég var yngri var amma kokkur í barnaskólanum á Borðeyri þannig að ég hitti ömmu oft, og eftir að hún hætti að kokka þá fór ég í heimsókn í hádeginu og fékk maður alltaf eitthvað í gogginn (en amma bjó á Borðeyri). Þegar árin liðu fluttist amma í Borgarnes og kom það sér mjög vel því þá var ég kom- inn í skóla í bænum og fór því oft heim um helgar, en þó aldrei án þess að koma við hjá ömmu. Við systkinabörnin höfðum það fyrir reglu, því það var ótrúlegt hvað stutt stopp gat glatt gamalt hjarta, ég sakna þeirra tíma. Á veturna þegar veður voru vond var notalegt að vita af hlýja litla húsinu í Ána- hlíðinni sem stóð alltaf opið fullt af kærleik og ást. Amma þurfti alltaf að vita hvernig færðin væri, hvort það væri hálka, rok eða blint, hún vildi fá að vita þegar við vorum kom- in norður heil á húfi, já Ánahlíðin var nokkurs konar stoppistöð hjá okkur systkinabörnunum. Það eru forréttindi í þessu lífi að eiga góða hlýja ömmu sem ekki er í þessu lífs- gæðakapphlaupi, sem er bara glöð að hitta þig og frétta af þér. Amma hafði alltaf mikla trú á manni, hún gerði mann stoltan af sjálfum sér og manni fannst maður vera svo mik- ilvægur og ríkur. Eftir að amma flutti á dvalaheim- ilið og ég eignaðist konu og börn kom maður ekki eins oft í heimsókn en þó ekki sjaldnar en einu sinni í mánuði, en amma var alltaf jafn ánægð að fá heimsókn og hafði hún gaman af litlu strákunum mínum sem löbbuðu um dvalarheimilið og reyndu að fá lánuð farartæki hjá hinum ömmunum, þ.e.a.s. göngu- grindur og hjólastóla. Þessar heim- sóknir litla fólksins gerði ömmu gömlu ríka og stolta. En með tím- anum hrakaði heilsunni hjá ömmu og heimsóknirnar urðu erfiðari og ég fann að amma var að yfirgefa okkur. Þó að það sé alltaf sárt að horfa á eftir svona yndislegu fólki eins og ömmu þá er það huggun að nú hvílir hún í friði við hliðina á afa. Elsku amma mín, ég kveð þig með þessum orðum: Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Megir þú hvíla í friði. Björn, Sædís og strákarnir. Elsku amma mín, ég kveð þig í síðasta sinn með hlýjar minningar í hjarta mínu. Bestu minningarnar mínar með þér eru frá Borðeyri, þegar ég fékk að vera eftir hjá þér og afa í viku- tíma yfir sumarið, ég fékk að gista inni í herberginu hjá ykkur því mér fannst svo gott að sofna við hrot- urnar í afa. Ég man að við Röggi bróðir fengum stundum að fara með þér yfir á prjónaverkstæðið sem var í gamla barnaskólanum og eftir fal- lega garðinum þínum sem var blóm- um prýddur og þegar ég fór stund- um með þér að taka upp kartöflur. Ég hitti þig ekki oft á síðustu árum, en mikið er ég þakklát fyrir að hafa fengið að eiga stundina með þér uppi á spítala, þegar við héldumst svo lengi í hendur og spjölluðum saman. Ég veit að nú líður þér vel og að afi hefur tekið vel á móti þér. Á kertinu mínu ég kveiki í dag við krossmarkið helgi og friðar því tíminn mér virðist nú standa í stað en stöðugt þó fram honum miðar. Ég finn það og veit að við erum ei ein að almættið vakir oss yfir, því ljósið á kertinu lifir. Við flöktandi logana falla nú tár, það flýr enginn sorgina lengi. Hún braut allar vonir, hún braut allar þrár, hún brýtur þá viðkvæmu strengi, er blunda í hjarta og í brjósti hvers manns. Nú birtir og friður er yfir, því ljósið á kertinu lifir. (Kristján Stef. frá Gilhaga.) Bless, amma mín. Þín Hulda. SIGRÍÐUR JÓNA INGÓLFSDÓTTIR þakka allar liðnar ánægjustundir á lífsleiðinni. Það er ómetanlegt að hafa kynnst og átt vináttu slíks manns. Persónuleg kynni okkar Vilbergs hófust þegar við áttum samleið í Gagnfræðaskóla Reykvíkinga, Ágúst- ar-skólanum, fyrir um 68 árum og það má segja að þá strax knýttust þau vin- áttubönd sem aldrei hafa rofnað síð- an. Vináttubönd, sem tengjast á milli ungmenna eru oftast ofin þeim gullnu þráðum, sem aldrei bresta. Sjaldan eignast menn síðar á ævinni jafnein- læga vini og þá sem æskuárin gefa. Síðan, er menn fara sitt í hverja átt- ina, eignast heimili, missa menn hver af öðrum í ys lífsins. Einstaka sinnum hittir maður þó menn, sem maður lað- ast að sökum viðmóts þeirra og mann- kosta. Þessa menn vill maður öðrum fremur kalla vini sína. Einn þessara manna var Vilberg Skarphéðinsson. Þegar nú þessi góði vinur minn og félagi er kvaddur hinstu kveðju fljúga í gegnum huga minn ógleymanlegar minningar frá langri viðkynningu. Þetta byrjaði allt á því hvað við Vil- berg vorum líkir í hugsun og háttum. Brennandi áhugi á íþróttum, spilum og leikjum, dálæti og hrifning á öllum tegundum tónlistar og síðast en ekki síst ávallt stutt í ómælt skopskyn. Á háskólaárunum stofnuðum við fjórir félagar BB-klúbbinn (bridge og bad- minton). Við spiluðum badminton tvisvar í viku í mörg ár og spiluðum bridge saman vikulega í 35 ár. Minn- ingarnar frá þessum félagsskap gleymast aldrei. Minningarnar frá keppnisíþróttum í handbolta og knattspyrnu hrannast upp. Fyrst með skólaliðum en síðan í Knatt- spyrnufélaginu Víkingi. Vilberg náði mjög langt í þessum greinum. Þegar ég skrifa þessar línur ryðst fram ein minning um vináttu og samskipti okk- ar Vilbergs. Þetta er minningin frá þeim tíma er við Vilberg stóðum í að koma upp þaki yfir fjölskyldur okkar. Við byggðum báðir eins hús og tókst það svo vel að við bjuggum í þeim í meira en hálfa öld. Nú, að leiðarlokum, eiga ástkær sambýliskona og yndisleg börn, barnabörn og barnabarnabörn um sárt að binda. Það er erfitt að hugga á svona stundu, en þau og við öll fylgj- um þessum góða dreng síðasta spöl- inn með virðingu og reisn, því að þannig stóða hann að öllum sínum málum í lifanda lífi. Ég, Stella og fjölskylda mín þökk- um sérstaklega góð kynni og ánægju- leg samskipti liðinna ára og við send- um Guðbjörgu, Sigrúnu, Ernu og Valgerði og fjölskyldum þeirra inni- legar samúðarkveðjur. Megi Guð blessa minningu Vil- bergs Skarphéðinssonar. Benedikt Antonsson. Falls er von á fornum stofni. Við félagarnir í Lionsklúbbnum Frey eigum nú að baki að sjá fé- lagshollum félaga, Vilberg Skarphéð- inssyni. Hann var einn af stofnendum Freys 29. febrúar 1968. Allt frá upp- hafi var hann ötull og vel virkur félagi. Það gilti einu hvort um var að ræða fundarstörf eða ferðir til að merkja ár og heiðaleiðir eða dreifingu og sölu á jóladagatölum í fjáröflun og til að gleðja æskuna á jólatíð, hann lét ekki sinn hlut minni en annarra. Nánast var hann alltaf með fullt hús í fund- arsókn meðan heilsan entist. Mikil gæfa er hverri félagsheild að njóta starfa svo holls og vakandi félaga sem Vilberg var. Hann var gjaldkeri 1971–2, og ritari klúbbsins 1983–4. Öðrum bundnum trúnaðarstörfum sinnti hann um áratug. Klúbburinn þakkaði honum fyrir starfahollustu hans með því að gera hann að Melwin Jones-félaga 1995. Það er heiðrun fyr- ir félagsstörf eins og þau gerast best innan Lionshreyfingarinnar. Nú minnumst við þess hve trúr hann var hugsjón Lionshreyfingarinnar Við þjónum. Í þakkarhug heiðrum við minningu látins félaga Vilbergs. Við vottum ást- vinum hans hluttekningu og samúð. Guð blessi genginn félaga og hug- styrki nánustu ástvini hans. Lionsklúbburinn Freyr. Sími 551 3485 • Fax 551 3645 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 896 8284 Eyþór Eðvarðsson útfararstjóri Sími 892 5057 Vaktsími allan sólarhringinn Helluhrauni 10, 220 Hfj. Sími 565 2566 Englasteinar Legsteinar  Fleiri minningargreinar um Vilberg Skarphéðinsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nán- ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát- inn einstakling birtist formáli og ein aðal- grein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 lín- ur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum.  Fleiri minningargreinar um Sigríði Jónu Ingólfsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.