Morgunblaðið - 17.06.2004, Side 44
✝ Halldór Krist-jánsson fæddist á
Skerðingsstöðum í
Reykhólasveit í
Austur-Barðastrand-
arsýslu 10. desember
1913. Hann lést á
elliheimilinu Barma-
hlíð á Reykhólum 8.
júní síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
hjónin Kristján Jóns-
son, f. á Hjöllum í
Þorskafirði 4. apríl
1863, d. 21. júlí 1949,
og Agnes Jónsdóttir,
f. að Hafnarhólmi á
Selströnd í Steingrímsfirði,
Strandasýslu 28. maí 1879, d. 21.
júlí 1949. Þau eignuðust 14 börn,
tvö dóu í bernsku en upp komust,
auk Halldórs: Jón Magnús, f. 14.
október 1899, d. 20. september
1979, bjó á Akranesi; Ólafur, f. 20.
nóvember 1900, d. 28. september
1947, bjó í Reykjavík; Ingólfur, f.
12. október 1902, d. 15. maí 1998,
bjó lengst af á Siglufirði; Guðrún,
f. 19. desember 1903, d. 7. mars
1986, bjó í Reykjavík; Elías, f. 3.
desember 1905, d. 11. júlí 1980,
bjó í Reykjavík; Sigurður, f. 8.
janúar 1907, d. 27. júlí 1980, bjó á
Ísafirði; Ingibjörg, f.
8. maí 1908, býr í
Reykjavík; Ingi-
gerður Anna, f. 6,
nóvember 1910, býr
í Reykjavík; Vil-
hjálmur, f. 8. nóvem-
ber 1912, d. 3. maí
1994, bjó í Reykja-
vík; Halldóra, f. 8.
júní 1920, býr í
Reykjavík; Finnur, f.
11. apríl 1923, býr á
Skerðingsstöðum í
Reykhólasveit.
Halldór ólst upp á
Skerðingsstöðum,
var í héraðsskólanum að Reykj-
um í Hrútafirði veturinn 1935-
1936 og í eldri deild Hvanneyr-
arskóla veturinn 1937-1938. Hann
var safnaðarfulltrúi Reykhóla-
kirkju í áratugi og sat í undirbún-
ingsnefnd vegna elliheimilisins
Barmahlíðar. Hann tók við búi
foreldra sinna að þeim látnum ár-
ið 1949 og átti alla tíð lögheimili á
Skerðingsstöðum nema síðustu
árin í Barmahlíð.
Halldór verður jarðsunginn frá
Reykhólakirkju á morgun, föstu-
daginn 18. júní, og hefst athöfnin
klukkan 14.
Föðurbróðir minn, Halldór Krist-
jánsson frá Skerðingsstöðum í
Reykhólasveit, er farinn héðan úr
heimi og er sá áttundi þeirra systk-
ina til að kveðja, en fjögur lifa bróð-
ur sinn. Það hefur því verið nóg að
gera hjá henni ömmu minni og
nöfnu að bera þau öll undir belti,
fæða þau og klæða og ala önn fyrir
þeim, ásamt afa sem bar ábyrgð á að
þau öll hefðu nóg að bíta og brenna.
Halli var þriðji yngstur og elstu
systkinin komin á unglingsaldur
þegar hann fæddist.
Þegar ég fór að muna eftir mér
var hann kominn á fimmtugsaldur-
inn og bjó heima á Skerðingsstöð-
um. Þangað heim fórum við fjöl-
skyldan á hverju sumri með kassa af
fiski og eitthvað gott í poka fyrir
frændsystkinin. „Heim“ var það orð
sem pabbi okkar systra notaði um
Skerðingsstaði alla tíð, svo sterkar
taugar hefur hann haft til staðarins.
Á þessum bernskuárum mínum bjó
Halli ásamt Finni bróður sínum og
fjölskyldu hans í húsinu, sem byggt
var á meðan foreldrar þeirra voru
enn á lífi. Og þar var oft þröng á
þingi, en samt alltaf nóg pláss fyrir
alla. Þar fann maður sig ávallt vel-
kominn og fann sterkt fyrir þeim
rótum sem við áttum á Skerðings-
stöðum. Og þar hittum við Ísfirðing-
arnir aðra ættingja okkar, því fleiri
áttu leið „heim“ en við.
Þeir bræður bjuggu með kýr og
kindur og hesta og við börnin rákum
kýrnar niður fyrir á og vorum oft
lengi. Svo fórum við á hestbak og
ekki man ég betur en hesturinn
hans Halla væri prýðis barnahestur.
Þegar Finnur hafði byggt nýja
húsið sitt, sem er neðar í túninu,
flutti fjölskylda hans þangað. Og nú
var Halli einn í gamla húsinu, en
hafði oft ráðskonur til að létta undir
með sér við hússtörfin. Sumar eitt
dvaldi ég hjá honum við að gæta
barns ráðskonunnar. Mér er sér-
staklega minnisstæð máltíðin þegar
selkjöt var á borðum. Halli borðaði
það með bestu lyst enda alinn upp á
þeim tíma þegar allt ætt var látið
sér til munns, en ég gat engum bita
komið niður, fannst kjötið svo vont.
Ekki fékk ég þó skammir fyrir eða
umvöndun af neinu tagi, enda var
það ekki háttur frænda míns að ríf-
ast og skammast. En glettinn var
hann og hafði gaman af kúnstum
okkar barnanna, sem hjá honum
dvöldust. Hann gerði góðlátlegt grín
að mönnum og málefnum, en særði
engan.
Seinna þegar ég var orðin full-
orðin og sigldi ekki blíðan byr í lífi
mínu, hringdi ég í Halla og spurði
hvort ég mætti dvelja hjá honum í
nokkra daga. Var það auðsótt mál
og betri stað hefði ég ekki getað
fengið til að ná áttum og fá frið til að
hugsa mitt ráð. Rólegur og viðræðu-
góður sem endranær, en hafði jafn-
framt skilning á því að ég þyrfti að
hvíla mig og vera í næði. Og þá
kynntist ég sálusorgaranum Halla.
Einnig kynntist ég því, sem aðrir
höfðu sagt mér um hann, að mikið
væri leitað til hans af fólki í neyð.
Hann hafði náðargáfu, sem hann
þroskaði með sér og leyfði öðrum að
njóta. Það hafði hann hins vegar
aldrei nefnt einu orði við mig, Hins
vegar hafði ég tekið eftir því einu
sinni þegar hann heimsótti mig á
Hvanneyri að hann sagði, það er
leiðinlegt hvað hann Sigurður þinn
er slæmur í fingrunum. Ekki vissi
ég til þess að neinn vissi af því nema
við foreldrar hans.
Það kannski segir ýmislegt um
Halla og lífsstefnu hans, þegar hann
heimsótti okkur á Hvanneyri. Hann
kom á dráttarvélinni sinni frá
Skerðingsstöðum, margra klukku-
tíma ferð, til að sækja snúningsvél,
sem hann hafði keypt þar. Vélina
dró hann síðan heim næsta dag.
Hann steig kengboginn og stirður
út úr traktornum, því ekkert hafði
hann teygt úr sér í marga klukku-
tíma. Hann hafði gaman af þessu
ferðalagi og af ferðalögum almennt
og í elli sinni tók hann upp á því að
ferðast um heiminn. Fyrstu árin fór
hann einn með erlendum ferðaskrif-
stofum, til Ástralíu og fleiri landa og
heimsálfa og naut þess út í ystu æs-
ar af skoða sig um. Sennilega hefur
síðasta utanlandsferð hans verið til
Kúbu, en þá fékk hann fylgdarmann
með sér.
Mér þykir það leitt að eiga þess
ekki kost að fylgja honum til grafar.
Bið ég Guð um að taka hann í náð-
arfaðm sinn og þakka Guði fyrir
frænda minn og líf hans allt. Sendi
ég systkinum hans og fjölskyldum
þeirra samúðarkveðjur og bið þeim
góðra daga, minnug æðruleysis og
glettni Halla sjálfs, sem sagði dag-
inn sem hann lést: „Það er fallegur
dagur í dag. Það er gott að deyja á
slíkum degi.“
Blessuð sé minning góðs manns.
Agnes M. Sigurðardóttir.
Það er nú ekki slæmt að hafa orð-
ið þeirrar gæfu aðnjótandi að alast
upp með honum Halla frænda eins
og við systkinabörnin kölluðum
hann. Halli frændi var alveg sér-
staklaga barngóður maður og
hændumst við systkinin mjög að
honum. Margar fallegar minningar
koma upp í hugann við fráfall hans.
Ég var ekki há í loftinu þegar ég
pjakkaði upp hólinn heim til hans og
var það segin saga að hann stakk
einhverju góðgæti í lítinn munn. Var
það meira segja svo að þegar hann
réð til sín ráðskonu fékk hún þau
fyrirmæli að ef ég kæmi í heimsókn
yrði ég að fá eitthvað gott í munn
áður en ég færi heim.
Þau voru nokkur sumrin sem
hann réð mig í vinnu við að reka fyr-
ir sig kúna. Labbaði hún sjálf niður
túnið til hinna kúnna og svo aftur
heim á kvöldin en alltaf fékk ég
greitt fyrir þetta virðulega kúarekt-
orsstarf.
Halli hafði þann vana að gefa okk-
ur systkinunum jólapakkana á
gamlárskvöld. Var spenningurinn
engu minni yfir þessum eina pakka
heldur en öllu flóðinu á sjálfum jól-
unum. Einnig gaf hann okkur alltaf
páskaegg. Var spennan mikil á
páskadagsmorgun þegar hann
laumaðist eldsnemma inn með eggin
og setti þau á náttborðin okkar.
Sagði hann svo að haninn sjálfur
verpti páskaeggjum.
Þetta er aðeins brot af þeim fal-
legu minningum sem koma upp í
hugann þessa dagana þegar hugur-
inn reikar til hans Halla.
Hann unni sveitinni sinni mjög og
ekki síst Skerðingsstöðum þar sem
hann bjó flest sín æviár. Hann rækt-
aði jörðina sína af miklum mynd-
arbrag og unni sér aldrei hvíldar
fyrr en hann hætti búskap og flutti á
elliheimilið Barmahlíð þar sem hann
dvaldi til dauðadags.
Var alveg sérstaklega vel hugsað
um hann þar og færi ég starfsfólk-
inu þar mínar bestu þakkir fyrir
góða umönnun.
Elsku Halli ég, Pálmi, Særún Ósk
og Harpa Rán þökkum þér fyrir all-
ar þær góðu stundir sem þú hefur
gefið okkur. Vonum við einnig að
góður Guð vaki og veri með eftirlif-
andi systkinum hans á þessari
stundu.
Elsku Halli frændi, megir þú
hvíla í friði.
Þín bróðurdóttir
Agnes Finnsdóttir.
HALLDÓR
KRISTJÁNSSON
MINNINGAR
44 FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Kársnesbraut 98 • Kópavogi
564 4566 • www.solsteinar.is
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
INGIBJARGAR SVÖVU HELGADÓTTUR
frá Hlíðarenda
í Fljótshlíð.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Dvalarheimilis-
ins á Kirkjuhvoli og hjúkrunarheimilisins Lund-
ar á Hellu.
Guð blessi ykkur öll.
Dóra Ingvarsdóttir, Ólafur Oddgeirsson,
Helgi Ingvarsson, Bára Sólmundsdóttir,
Bragi Hannibalsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar og systir,
GUÐLAUG JÓNSDÓTTIR PERSECHINO,
er látin. Útför auglýst síðar.
Jacqueline Persechino,
Shawn Persechino,
Anna María Persechino,
Davíð Sigurliðason,
Emilía Jónsdóttir,
Jón Hákon Jónsson,
Anna Jónsdóttir,
Haukur Jónsson,
Helga Jónsdóttir.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, bróðir
og mágur,
GUNNLAUGUR VIÐAR GUÐMUNDSSON,
Þórunnarstræti 134,
Akureyri,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þriðju-
daginn 8. júní.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudag-
inn 18. júní kl. 13.30.
Anna Soffía Gunnlaugsdóttir, Friðrik Guðjón Guðnason,
Jóhanna Kristín Gunnlaugsdóttir, Gestur Geirsson,
Gunnlaugur Geir Gestsson,
Steinunn Guðmundsdóttir, Björn Baldursson,
Margrét Guðmundsdóttir, Kristinn Hólm,
Guðrún Guðmundsdóttir, Hannes Haraldsson.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður
og afa,
GUÐJÓNS M. JÓNSSONAR
bifvélavirkja,
Barðaströnd 8,
Seltjarnarnesi.
Sérstakar þakkir fær starfsfólkið á gjörgæslu-
deild Landspítala við Hringbraut fyrir einstaka umönnun og hlýhug.
Guð blessi ykkur öll.
Hólmfríður Benediktsdóttir,
Magnús Benedikt Guðjónsson, Ólöf Jóna Jónsdóttir,
Ása Hrönn Magnúsdóttir.
Það var árið 1985
sem ég átti því láni að
fagna að kynnast
henni Petru sem
seinna varð tengdamóðir mín. Frá
upphafi voru kynni okkar góð og
Petra tók mér, eins og öðrum, með
sinni kyrrlátu hlýju. Nú þegar hún
er fallin frá stendur upp úr í mínum
huga hversu heilsteypt manneskja
Petra var. Það var gott og gaman að
tala við hana enda var hún fróð um
margt og hafði sterkar skoðanir á
mönnum og málefnum. Hún hafði
tækifæri til að ferðast víða, bæði
innanlands og utan, og hafði frá
PETRA FANNEY
ÞÓRLINDSDÓTTIR
✝ Petra FanneyÞórlindsdóttir
fæddist á bænum
Hvammi við Fá-
skrúðsfjörð 2. nóv-
ember 1930. Hún
andaðist á Landspít-
alanum 3. júní síðast-
liðinn og var jarð-
sungin frá
Háteigskirkju 14.
júní.
mörgu að segja úr
þeim ferðum. Þegar
við fjölskyldan fluttum
á æskustöðvar hennar,
austur á Fáskrúðs-
fjörð, var ekki komið
að tómum kofunum hjá
henni um fólk og sögu
staðarins. Í heimsókn-
um til okkar rifjaði
hún oft upp æsku sína í
Hvammi, sem oft var
erfið enda ólst hún upp
á tímunum fyrir stríð í
íslenskri sveit, þar sem
mikið þurfti að hafa
fyrir lífinu.
Þegar við fjölskyldan komum suð-
ur var gjarnan gist hjá Petru sem
alltaf tók á móti okkur á hvaða tíma
sólarhrings sem var og alltaf hlökk-
uðu börnin til að koma til ömmu
Petru.
Nú er Petra farin frá okkur og við
sem til hennar þekktum syrgjum.
Ég þakka fyrir okkar góðu kynni og
vil trúa því að nú sé hún komin á
góðan stað þar sem henni líður vel.
Ólafur Atli.
Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er
sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út-
prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu-
síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda
þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn
einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar
skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17
dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er
hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að
það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.