Morgunblaðið - 17.06.2004, Síða 46
MINNINGAR
46 FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Nú er látinn rakar-
inn í Kópavogi. Hann
féll, fyrr en nokkurn
grunaði, fyrir mannin-
um með ljáinn, sem
hann sagði að veitti sér mesta sam-
keppni um viðskiptavinina síðustu
árin. Torfi Guðbjörnsson hárskeri,
eða rakari eins og fólk þekkti hann,
TORFI
GUÐBJÖRNSSON
✝ Torfi Guðbjörns-son fæddist í
Bjarnarnesi í Kald-
rananeshreppi í
Strandasýslu 29.
október 1929. Hann
lést á Landspítalan-
um 6. júní síðastlið-
inn og var útför hans
gerð frá Kópavogs-
kirkju 15. júní.
lést 6. júní síðastliðinn á
75. aldursári eftir
stutta sjúkralegu. Hvað
getur maður talað um
stutta sjúkralegu í sam-
bandi við Torfa? Hann
þjáðist af alvarlegum
vöðvasjúkdómi allt frá
tvítugsaldri og síðar af
liðagigt. Það kom þó
ekki í veg fyrir að hann
stundaði iðn sína alla
tíð af dugnaði og æðru-
leysi allt fram á síðustu
daga. Alltaf var stofan
opin hjá Torfa; það var
varla tekið sumarfrí því
ekki mátti vanrækja viðskiptavinina.
Torfi var alltaf jafn hress þrátt fyrir
þrautir af sjúkdómi sínum, þar sem
hann klippti unga og gamla, sem
margir hverjir höfðu verið fasta-
kúnnar í áratugi. Margir eldri Kópa-
vogsbúar mættu á stofuna til Torfa
ekki aðeins til að láta klippa sig held-
ur einnig til að geta fylgst með gangi
heimsmála, svo ekki sé minnst á
lands- og bæjarpólitík og annað
ennþá merkilegra. Rakarinn var inni
í öllum málum enda margir sem
gaukuðu að honum merkilegum
fréttum sem hann miðlaði áfram.
Torfi rak rakarastofuna í rúm fjöru-
tíu ár á Neðstutröðinni en alls starf-
aði hann við iðn sína í fimmtíu og
fimm ár. Sonur Torfa hefur starfað
með föður sínum á stofunni undan-
farin ár og sonarsonur hóf nám á
stofu afa síns fyrir skömmu. Gamli
rakarinn getur lagst til hvílu sáttur,
stofan í góðum höndum, arfurinn
tryggður og vafalaust mun andi hans
svífa þar áfram yfir vötnum.
Torfi var mikill Strandamaður,
fæddur á Bjarnanesi í Kaldrananes-
hreppi og ólst upp á Hólmavík. Ung-
ur maður flutti Torfi suður, þar sem
hann hóf fljótlega nám í rakaraiðn og
kynntist eftirlifandi konu sinn, sem
hann eignaðist með fimm börn.
Barnabörnin eru orðin sextán og
barnabarnabörnin fimm. Mikla
ánægju hafði Torfi af að fylgjast með
hópnum og alltaf var jafn spennandi
fyrir börnin að fara til afa eða langafa
í klippingu.
Það er margs að minnast af kynn-
um mínum af Torfa Guðbjörnssyni.
Það stendur upp úr hvað hann var
alltaf hress og bjatsýnn þrátt fyrir
erfiðan sjúkdóm og aldrei var gefist
upp þrátt fyrir erfiðleika og þrautir.
Hann hvatti alla til dáða og dró aldrei
kjarkinn úr neinum, hvorki nákomn-
um né óskyldum. Alltaf leit Torfi
björtum augum á lífið og vildi heldur
mæla hitann sólarmegin en skugga-
megin.
Ég sendi Önnu Marín, börnum,
barnabörnum, barnabarnabörnum
og fjölskyldum innilegar samúðar-
kveðjur og ekki má heldur gleyma
öllum viðskiptavinunum sem nú
missa rakarann sinn.
Bragi Jónsson.
AFMÆLIS- og minningar-
greinum má skila í tölvupósti
(netfangið er minning@mbl.is,
svar er sent sjálfvirkt um leið
og grein hefur borist) eða á
disklingi. Ef greinin er á disk-
lingi þarf útprentun að fylgja.
Nauðsynlegt er að tilgreina
símanúmer höfundar og/eða
sendanda (vinnusíma og heima-
síma). Ekki er tekið við hand-
skrifuðum greinum. Um hvern
látinn einstakling birtist ein að-
algrein af hæfilegri lengd á út-
farardegi, en aðrar greinar séu
um 300 orð eða 1.500 slög (með
bilum) en það eru um 50 línur í
blaðinu (17 dálksentimetrar).
Frágangur
afmælis-
og minning-
argreina
Tilkynning um
uppgreiðslu
skuldabréfa í flokki Olís 96 1
Olíuverzlun Íslands hf. hefur ákveðið að nýta
sér heimild til uppgreiðslu á skuldabréfaflokkn-
um Olís 96 1 sem skráð eru í Kauphöll Íslands
hf. Útgáfudagur skuldabréfanna er 10. júlí 1996
og ISIN númer flokksins er IS0000003218.
Skuldabréfin verða greidd upp þann 5. júlí 2004.
Óskað verður afskráningar skuldabréfanna úr
Kauphöll Íslands hf. og verða skuldabréfin,
sem útgefin voru á pappírsformi, eyðilögð
þegar uppgreiðsla þeirra hefur farið fram.
Reykjavík, 2. júní 2004.
Olíuverzlun Íslands hf.
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Hafnar-
stræti 1, Ísafirði, sem hér segir á eftirfarandi eignum:
Aðalstræti 53, fastanr. 212-5427, Þingeyri, þingl. eig. Sigmundur
F. Þórðarson, gerðarbeiðandi Byggðastofnun, þriðjudaginn 22. júní
2004 kl. 14:00.
Arnarnes, Mýrarhr., Ísafjarðarbæ, fnr. 212-5684, ehl. gerðarþola,
þingl. eig. Ásthildur Gunnarsdóttir, gerðarbeiðandi Sparisjóður
Rvíkur og nágr., útibú, þriðjudaginn 22. júní 2004 kl. 14:00.
Bakkavegur 1, Ísafirði, þingl. eig. Gyða Björg Jónsdóttir og Finnbjörn
Elíasson, gerðarbeiðandi Sparisjóður Bolungarvíkur, þriðjudaginn
22. júní 2004 kl. 14:00.
Brekkustígur 7, fnr. 212-6745, Suðureyri, þingl. eig. Lovísa Rannveig
Kristjánsdóttir, gerðarbeiðandi Ísafjarðarbær, þriðjudaginn 22. júní
2004 kl. 14:00.
Fitjateigur 3, fnr. 211-9425, Ísafirði, þingl. eig. Ásthildur Gunnarsdótt-
ir, gerðarbeiðandi Sparisjóður Rvíkur og nágr., útibú, þriðjudaginn
22. júní 2004 kl. 14:00.
Hafnarstræti 8, 0101 og 0102, Ísafirði, þingl. eig. Framsóknarfélag
Ísfirðinga, gerðarbeiðandi Ísafjarðarbær, þriðjudaginn 22. júní 2004
kl. 14:00.
Höfðaströnd, sumarhús, fnr. 225-0332, Grunnavíkurhr., Ísafjarðarbæ,
ehl. gerðarþola, þingl. eig. Ásthildur Gunnarsdóttir, gerðarbeiðandi
Sparisjóður Rvíkur og nágr., útibú, þriðjudaginn 22. júní 2004
kl. 14:00.
Pólgata 6, 0301, Ísafirði, þingl. eig. Hrafnhildur Skúladóttir og Bjarki
Arnarson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 22. júní
2004 kl. 14:00.
Pramminn Fjölvi ÍS, skskr.nr. 2196, þingl. eig. Sjóverk ehf., gerðar-
beiðandi Byggðastofnun, þriðjudaginn 22. júní 2004 kl. 14:00.
Smiðjugata 1, neðri hæð, efri hæð og 1a. Ísafirði, þingl. eig. Gunnar
Hólmsteinn Guðmundsson og Kristbjörg Þ. Gunnarsdóttir, gerðar-
beiðendur Íbúðalánasjóður og Landsbanki Íslands höfuðstöðvar,
þriðjudaginn 22. júní 2004 kl. 14:00.
Strandgata 5, fnr. 212-0479, Ísafirði, þingl. eig. Kristján Ívar Sigurðs-
son, gerðarbeiðendur Húsasmiðjan hf. og Ísafjarðarbær, þriðjudag-
inn 22. júní 2004 kl. 14:00.
Vallargata 1, fnr. 212-5570, Þingeyri, þingl. eig. Rauðsíða ehf., Ísa-
fjarðarbæ, gerðarbeiðandi Ísafjarðarbær, þriðjudaginn 22. júní 2004
kl. 14:00.
Öldugata 2, Flateyri, fnr. 212-6593, þingl. eig. Mieczyslaw Jaworow-
ski, gerðarbeiðandi Ísafjarðarbær, þriðjudaginn 22. júní 2004 kl.
14:00.
Sýslumaðurinn á Ísafirði,
16. júní 2004.
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Grænatún 2, þingl. eig. Hannes Björnsson, gerðarbeiðendur Íbúða-
lánasjóður og Sparisjóður Rvíkur og nágr., útib., þriðjudaginn
22. júní 2004 kl. 10:00.
Helgubraut 27, þingl. eig. Reynir Ingi Helgason, gerðarbeiðendur
Ingvar Helgason hf. og Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, þriðjudaginn
22. júní 2004 kl. 10:30.
Jörfalind 3, þingl. eig. Kristján Snær Karlsson, gerðarbeiðendur
Íbúðalánasjóður og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., þriðjudaginn
22. júní 2004 kl. 11:00.
Kórsalir 5, 0101, þingl. eig. Þórdís Friðfinnsdóttir, gerðarbeiðendur
Byko hf. og Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 22. júní 2004 kl. 13:00.
Sýslumaðurinn í Kópavogi,
16. júní 2004.
Þuríður B. Sigurjónsdóttir, ftr.
TILBOÐ / ÚTBOÐ
Útboð
Leikskólinn Álfaborg Svalbarðseyri —
viðbygging
Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps óskar
eftir tilboðum í uppsteypu og fullnaðarfrágang
innan- og utanhúss á einnar hæðar 150 m² við-
byggingu við leikskólann Álfaborg, Svalbarðs-
eyri.
Bjóðendum er boðið til kynningarfundar í hús-
næði leikskólans Álfaborg, fimmtudaginn
24. júní 2004, kl. 13:15 og verða þar fulltrúar
verkkaupa og hönnuður. Í framhaldi af fundin-
um gefst bjóðendum kostur á að skoða að-
stæður á væntanlegum verkstað.
Útboðsgögn verða til sölu í húsnæði arkitekta-
stofunnar Form, Kaupangi, eftir kl. 14.00 föstu-
daginn 18. júní 2004. Verð á útboðsgögnum
er kr. 5.000. Gögn verða endurgreidd sé skilað
fullgildu tilboði.
Tilboðum skal skila á arkitektastofuna Form,
Kaupangi, Akureyri, og verða opnuð á sama
stað fimmtudaginn 1. júlí 2004 kl. 11.00, að við-
stöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
Verkkaupi áskilur sér rétt til að taka hvaða til-
boði sem er, eða hafna öllum.
Svalbarðsstrandarhreppur,
Ráðhúsinu,
Svalbarðseyri.
NAUÐUNGARSALA
Í dag kl. 14-18.00 Kaffisala.
Kl. 17.00 Söngstund í
umsjón Miriam.
Í dag kl. 10 f.h. Leggjabrjót-
ur. Gengið frá Þingvöllum í
Botnsdal. Brottför Mörkin 6, 108
R. Verð 1.700/2.200.
20. júní Árbókarferð – Borg-
arfjarðarhérað kl. 8 f.h. Öku-
ferð með höfundi, Freysteini
Sigurðssyni jarðfræðingi. Brott-
för Mörkin 6, 108 R. Verð 4.500/
5.000.
23. júní - Jónsmessuferð á
Hafnarfjall. Brottför Mörkin 6
kl. 18.30. Verð 1.800/2.300.
Fimmtudagur 17. júní
Almenn samkoma í Þríbúðum,
Hverfisgötu 42, kl. 20:00. Predik-
un Valdimar Júlíusson. Mikill
söngur og vitnisburðir. Allir eru
hjartanlega velkomnir.
Föstudagur 18. júní
Opinn AA-fundur kl. 20:00.
Þriðjudagur 22. júní
Ungsam í Þríbúðum, Hverfis-
götu 42, kl. 19:00. Uppbyggilegt
starf fyrir ungt fólk í bata.
www.samhjalp.is
17. júní á Þingvöllum
Kl. 14.00 Hátíðarguðsþjón-
usta í Þingvallakirkju
Á þjóðhátíðardaginn 17. júní
verður hátíðarguðsþjónusta í
Þingvallakirkju á 60 ára afmæli
lýðveldisins. Dóms- og kirkju-
málaráðherra, Björn Bjarnason,
prédikar og Kristján Valur Ing-
ólfsson þjónar fyrir altari.
Kl. 20.00 Fimmtudagskvöld á
Þingvöllum. Heimsmynd nátt-
úrufræðingsins Jónasar Hall-
grímssonar. Sigurður Stein-
þórsson jarðfræðingur fjallar um
sýn Jónasar á náttúru og vísindi.
Gangan hefst við útsýnisskífuna
við Hakið og verður gengið að
Þingvallakirkju. Þegar göngunni
lýkur um kl. 22. verða kvöldbænir
í Þingvallakirkju.
19. júní Laugardagur
Kl. 13.00 Horft yfir Þingvelli
Gengið frá fræðslumiðstöðinni
með efri barmi Almannagjár að
Langastíg. Sérstakt sjónarhorn
yfir þingstaðinn forna. Gangan
tekur um 2-3 klst og vissara er
að vera á góðum skóm.
Kl. 13.00 Kynning á forn-
leifa- rannsóknum
Adolf Friðriksson fornleifafræð-
ingur hjá Fornleifastofnun Ís-
lands mun kynna fornleifarann-
sóknirnar sem fara fram á Þing-
völlum. Safnast verður saman
við Þingvallakirkju.
20. júní Sunnudagur
Kl. 13.00 Fornleifaskóli
barnanna á Þingvöllum
Á bakka Öxarár hefur verið
komið fyrir fornleifum á af-
mörkuðu uppgraftrarsvæði þar
sem krakkar geta grafið undir
eftirliti og kynnst vinnubrögðum
fornleifafræðinga. Fornleifaskóli
barnanna verður alla sunnudaga
frá kl.13–16 í Prestakrók á Neðri-
völlum.
Kl. 14.00 Guðsþjónusta í Þing-
vallakirkju.
Kl. 15.00 Þinghelgarganga.
Gengið um þingstaðinn forna og
hugað að sögu Þingvalla og
fornleifarannsóknum. Hefst við
kirkju að lokinni guðsþjónustu
og tekur rúmlega 1 klst.
Nánari upplýsingar eru veittar í
þjónustumiðstöð í síma 482
2660 og á heimasíðu þjóðgarðs-
ins, www.thingvellir.is. Þátttaka
í dagskrá þjóðgarðsins á Þing-
völlum er ókeypis og allir eru
velkomnir.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
ATVINNA
mbl.is