Morgunblaðið - 17.06.2004, Side 48
MINNINGAR
48 FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hinn 27. maí sl. lést
sú mæta kona, Þórunn
Jónsdóttir, á áttugasta og sjöunda
aldursári.
Þórunn var fædd á Keisbakka á
Skógarströnd hinn 8. desember
1918. Þar ólst hún upp við hefð-
bundin sveitastörf. Í ljós kom að
hún var námfús og átti auðvelt með
allt bóklegt nám. Hún var því send
til mennta eins og langskólanám var
þá nefnt og lauk kennaranámi vorið
1943.
Á námsárunum kynnist hún verð-
andi eiginmanni sínum, Kristjáni
Jónssyni frá Stað í Reykhólasveit.
Kristján lést árið 1970, þá 56 ára að
aldri.
Þórunn starfaði um langt skeið
sem kennari. Í huga undirritaðs var
hún ímynd hins frábæra kennara
sem allir nemendur óska sér.
Sá sem þetta ritar átti því láni að
fagna að dveljast á heimili Þórunnar
og Kristjáns þegar hann, ungur að
árum, fór í fyrsta skipti til lang-
dvalar að heiman. Fullyrða má að
viðhorf þess, sem leitar í fyrsta sinn
á ókunnar slóðir, markist af því við-
móti sem hann kynnist og því atlæti
sem hann mætir. Fyrir mig að koma
kornungur inn á heimili Þórunnar
Jónsdóttur haustið 1961 eru gæfu-
spor sem seint gleymast. Að hitta
þar föðurbróður minn var kunnug-
legt og elskulegt. Hins vegar var
svolítil óvissa í huga mínum um það
hvernig húsfreyjan tæki sveitapilti
að vestan. Sá efi hvarf hins vegar
eins og dögg fyrir sólu við fyrstu
kynni. Viðmót Þórunnar var þannig
allt frá fyrsta degi að síðan hefur
undirritaður borið meiri virðingu
fyrir henni en flestum öðrum. Það
var einstakt lán fyrir ungmenni á
ókunnri slóð að eiga athvarf hjá
mannkostakonu eins og Þórunni.
Þegar rifjuð eru upp áratuga kynni
af Þórunni kemur margt fram í hug-
ann. Í minningu minni var hún
ávallt glaðsinna og jákvæð. Hún var
greind og hafði áhuga á hinum fjöl-
breytilegustu þjóðmálum. Hún var
vökul um hag fjölskyldunnar og um-
fram allt umburðarlynd og glögg á
allt umhverfi sitt og mannleg sam-
skipti. Hún mótaði sér ávallt skoðun
ÞÓRUNN
JÓNSDÓTTIR
✝ Þórunn Jónsdótt-ir fæddist á Keis-
bakka í Skógar-
strandarhreppi á
Snæfellsnesi 8. des-
ember 1918. Hún lést
á Landspítala við
Hringbraut fimmtu-
daginn 27. maí síð-
astliðinn og var útför
hennar gerð frá
Grensáskirkju 4.
júní.
að vel ígrunduðu máli
með hógværð og lítil-
læti, en þó með þeim
hætti, og þeim blæ, að
hennar skoðun komst
vel að, ekki síður en
annarra. Hún kunni
manna best að skapa
jákvætt og glaðvært
viðhorf með nærveru
sinni, auk þess að vera
ungu fólki hvetjandi og
góð fyrirmynd. Þá var
hún einnig húsmóðir,
eins og þær gerðast
bestar, og gat samein-
að daglegar annir menningarlegum
og uppbyggilegum viðhorfum.
Heimili þeirra hjóna stóð ættmenn-
um og vinum ávallt opið, þar var við-
mótið þannig að vart þurfti að knýja
dyra, svo eðlilegt og sjálfsagt var að
vinir og ættingjar leituðu húsa-
skjóls.
Að leiðarlokum vil ég rifja upp er-
indi Ólínu Andrésdóttur, skáldkonu,
sem hún orti til vinkonu sinnar fyrir
hartnær einni öld:
Þú hefur lifað lengi og vel,
og lært að skilja og blessa hel
og gefa sjálf og sakna; –
og svo við lífsins sólarlag
þú sérð hinn endalausa dag.
Þér verður gott að vakna.
Fjölskyldu og öðrum aðstandend-
um Þórunnar eru færðar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Árni Snæbjörnsson.
Í dag kveð ég góða vinkonu,
skólasystur og starfsfélaga, hana
Þórunni Jónsdóttur frá Bakka á
Skógarströnd við Breiðafjörð.
Sveitin og fjörðurinn, hafið og
ströndin voru Þórunni svo hugstæð,
að orðræður okkar fjölluðu oftar en
ekki um lífið við sjóinn. Við vorum
báðar fjörulallar. Ilmur af hafi og
öldugjálfur veittu okkur ómældan
unað, enda gengum við gjarna við
sjó þegar þess var kostur.
Þótt nokkur tími liði frá því að við
lukum námi okkar í Kennaraskól-
anum, þar til leiðir okkar lágu sam-
an í Melaskóla til kennslustarfa, átt-
um við enn margt sameiginlegt og
jafnvel meira en á æskuárum.
Þórunn var bæði vitur og fróð og
hver stund með henni var mennt-
unar- og menningarstund. Þetta er
sannleikur.
Ég sakna ljóðastundanna, sagn-
astundanna og allrar okkar pólitísku
umræðu, því landsins gagn og nauð-
synjar voru líka okkar mál.
Þórunn missti eiginmann sinn
nokkrum árum áður en ég missti
minn mann og var því þeirri reynslu
ríkari þegar ég stóð í þeim sporum.
Þá reyndist Þórunn mín betri en
enginn og kenndi mér þá lexíu sem
dugði mér best á þeirri stundu og
alltaf síðan. Við hittumst þá við út-
göngudyr skólans og ég spurði
hvort ég ætti ekki að keyra hana
heim. Þá spurði hún mig hvort ég
ætlaði ekki á fundinn.
„Nei,“ sagði ég, „ég á ekkert er-
indi á fund.“
Þórunn var hissa og vildi vita
ástæðuna og ég sagði henni það sem
mér fannst um sjálfa mig um þessar
mundir, að ég þekkti mig ekki. Þá
kom viskuorðið: „Þá þarftu að kynn-
ast sjálfri þér. Þú vissir hver þú
varst við hliðina á manninum þínum,
nú verðurðu að finna hver þú ert
þegar þú ert orðin ein.“
Þannig veitti Þórunn mér af visku
sinni og reynlu, þá og ætíð síðan.
Við nutum þess að ferðast um ná-
grennið og næstu sveitir og margan
blettinn vildi Þórunn rækta og
fannst við aldrei hugsa nógu vel um
landið okkar. Á Þingvöllum undum
við best. Þar lögðum við land undir
fót og kynntumst bæði gróðri og
hrauni, örnefnum, fornum býlum og
búskaparháttum. Við kynntumst
Óðinshanahjónunum og skrifum
þeirra. Við sungum fyrir Skjald-
breið og Öxarárfoss. Við lásum
gamlar og nýjar Þingvallasögur.
Okkur leið vel.
Ég kveð mína hógværu og vitru
vinkonu með virðingu og þakklæti
og votta öllum ástvinum hennar ein-
læga samúð mína.
Rannveig Löve.
Þegar ég settist í fyrsta bekk
gamla Kennaraskólans haustið
1938, var sætið við hlið mér autt
fyrstu vikurnar, en von var á stúlku
vestan af Snæfellsnesi síðar og
skyldi hún sitja hjá mér. Ég beið
með nokkurri eftirvæntingu þessa
sessunautar og mér er í fersku
minni dagurinn þegar hún kom
þessi litla fallega stúlka með stóru
brúnu augun, kvik á fæti og
skemmtileg í tali. Þetta var Þórunn
Jónsdóttir frá Keisbakka á Skógar-
strönd.
Strax frá fyrsta degi tókst með
okkur vinátta, sem aldrei bar
skugga á. Í skólanum urðum við svo
samrýndar að ef bekkjarsystkin
okkar hittu aðra okkar eina, var
spurt hvort hin væri veik.
Nú á þessum fögru vordögum,
þegar Þórunn mín hefur lukt augum
í hinsta sinn, eru 63 ár síðan við út-
skrifuðumst úr Kennaraskólanum
með væntingar og vonir um bjarta
framtíð og greiðar götur. Flestum
okkar varð lífið gott og gjöfult, en
mörgum allt of stutt, það er langt
síðan við vorum örfá eftir af nær 30
manna hóp.
Að skólavist lokinni skildu leiðir
okkar Þórunnar um stund við ólík
störf, en sumarið 1943 fluttum við
báðar samtímis til Ísafjarðar, þar
sem eiginmenn okkar tóku tíma-
bundið við störfum hvor á sínu sviði.
Þar vestra þekktum við fáa, svo að
vinátta okkar varð okkur mikil stað-
arbót. Báðar kunnum við vel við
okkur í þeim ágæta kaupstað, en
fátt var til útafbreytni og innilokun
stríðsáranna töluvert merkjanleg.
En þetta voru góð ár sem við hefð-
um ekki viljað missa af. Þaðan vik-
um við hjónin aftur suður, en Þór-
unn og Kristján fluttu til Akureyrar,
þar sem þau bjuggu um árabil. Þeg-
ar svo kom að því, að þau fóru bún-
aði sínum hingað suður, var þráð-
urinn tekinn upp á ný og við áttum
margar góðar stundir saman, þar til
Elli kerling fór að láta til sín taka og
meina reglulega samfundi. Þar er
sérstaklega að minnast lesklúbbsins
okkar góða, sem við nokkrar vin-
konur höfum haldið gangandi í hart-
nær 40 ár, okkur öllum til mikillar
ánægju og auðnustunda. Í þeim hópi
var Þórunn ávallt meira veitandi en
þiggjandi með sitt skarpa minni og
góða bókmenntasmekk.
Þórunn var ákaflega vel kynnt
hvar sem hún kom við sögu, hún bar
með sér ljós og yl sem hún veitti af
örlæti, því hún var góð kona sem
vildi öllum vel. Hún stundaði lengi
barnakennslu og lét það starf vel,
hún var barnavinur, skilningsrík og
næm á veðrabrigði í ungum sálum.
Þórunn varð fyrir þeirri sáru sorg
að missa eiginmann sinn langt um
aldur fram, það var þungt högg og
ákaflega óvænt, en hún stóð það af
sér með miklum hetjuskap studd af
börnum sínum þremur, sem öll eru
mannkostafólk eins og erfðir og
uppeldi þeirra stóð til.
Nú er þessu öllu lokið, harmar og
gleði ofið í eina voð ásamt hinum
hlutlausu dögum hversdagsleikans
sem sumum verða þungbærir þegar
elli og sjúkdómar fara að, en aðrir fá
notið heilir til loka, þegar allra bíður
að sameinast móður jörð og hverfa í
nið aldanna.
Með þessum fáu orðum kveð ég
kæra vinkonu, sem nú síðustu árin
stóð í strangri baráttu við erfiðan
ellisjúkdóm sem setti mark sitt á
persónuleika hennar og útlit, en
sem fyrir mínum sálarsjónum er og
verður alltaf unga fallega stúlkan
með brúnu augun og bjarta svipinn,
komin vestan frá Breiðafirði þar
sem sólarlögin eru rauðust og jök-
ullinn hvítastur.
Ragnheiður Viggósdóttir.
Mér er ennþá minnisstætt þegar
nýja fólkið flutti inn á neðri hæðina í
Jóns Vopnahúsinu við Gránufélags-
götu á Akureyri – enda ekki ónýtt
fyrir stelpuna í kjallaranum að fá í
einu lagi tvo spræka stráka á sínum
aldri að leika sér við og litla stelpu
til að passa. Mörgum ævintýrum
lentum við í saman, við Atli og Snæ-
björn, drösluðum meira að segja
Dagnýju stundum með. En best af
öllu var samt að fá að heimsækja
mömmu þeirra, Þórunni með fallegu
brúnu augun, mjúku hendurnar og
kankvísa brosið. Hún gaf góða
mjólk og gott brauð og kökur en
betur man ég þó sögurnar hennar
og fræðslu um alla mögulega og
ómögulega hluti sem aldrei varð
þurrð á.
Þórunn var fæddur kennari og
snilldarsögumaður. Ein þeirra fjöl-
mörgu Íslendinga sem voru talandi
skáld og sagnamenn en létu aðra
um að gefa út sögur á bók. Ennþá
fer sæluhrollur niður bakið þegar ég
hugsa um sögustundir hjá Þórunni í
eldhúsinu hennar, stofunni eða
vinnuherbergi Kristjáns bónda
hennar. Á þeim löngu liðnu árum
var rafmagnsleysi algengt fyrir-
brigði á veturna á Akureyri, eins og
þeir muna sem hafa lifað eitthvað að
ráði í veröldinni. En þá voru engar
tölvur og engar hurðir knúnar raf-
magni, ekki einu sinni lyftur í heimi
okkar á Eyrinni, svo það var ekkert
stórslys þó að rafmagnið færi. Satt
að segja fannst mér skemmtilegast
að lifa á slíkum stundum, því þá var
upplagt að paufast upp stigann til
Þórunnar og setjast hjá henni í
myrkrinu og hlusta á sögur. Hennar
háttur var að segja jafnan mergj-
uðustu draugasögurnar við þessar
aðstæður svo að unaðskennd skelf-
ing greip um litla merarhjartað í
brjóstinu og sendi rafstrauma út í
blóðið – svo sterka að hefðu þeir
verið virkjaðir hefði verið minna um
rafnmagnsleysi í bænum. Kannski
fæddist þarna sú bókmenntalega
nautn sem maður er alltaf að reyna
að endurlifa síðan en sem ekkert
jafnast alveg á við.
Ég þakka Þórunni einlæga vin-
áttu hennar í minn garð og míns
fólks bæði fyrr og síðar og votta
börnum hennar og barnabörnum
innilega samúð við missi hennar.
Silja Aðalsteinsdóttir.
Þórunn Jónsdóttir kennari er lát-
in.
Hún tók kennarapróf 1941 og
vann að því loknu við Leikskóla
Sumargjafar í nokkur ár.
Haustið 1970 kom hún til starfa í
Melaskóla og kenndi þar í 16 ár.
Þórunn kenndi í yngri deildum
skólans og reyndist ákaflega farsæl
í öllum sínum störfum.
Framkoma hennar var afar fáguð.
Hún gekk að kennslunni með reisn
og þeirri hlýju sem ungu fólki er svo
nauðsynleg. Nemendur báru virð-
ingu fyrir Þórunni og þótti vænt um
hana.
Í kennarahópnum var hún hvers
manns hugljúfi. Hún var greind og
bjó yfir fjölþættri þekkingu Hún
hafði holl áhrif á umhverfi sitt.
Að lokum eru henni færðar al-
úðarþakkir fyrir öll störf í Mela-
skóla.
Samstarfsfólk Þórunnar minnist
hennar með virðingu og þökk.
Aðstandendum eru sendar inni-
legar samúðarkveðjur.
Ingi Kristinsson.
Þú færð alvöru kikk á Windrid-
er! Tilvalið leiktæki við sumarbú-
staðinn, hver sem er getur siglt,
54 kg, ristir 15 cm. Þú siglir beint
upp í fjöru. www.merkilegt.is -
s. 462 4339/897 9999/896 4341.Sjö mín. sigling til Viðeyjar með
ferjunni. Sundasigl. frá veiting-
ask. Árnesi í Rvk. höfn. Sjóstang-
av. Fuglask. o.fl. Skoðið ferðamö-
gul. á www.ferja.is, S: 892-0099.
Stórglæsilegur M. Benz 600
SEL árg. '92, V-12, 408 hö. Alvöru
bíll, yfirfarinn af Ræsi. V. 2.450 þ.,
skipti möguleg á veglegum nýjum
jeppa, millgjöf stgr. S. 568 3737/
896 3677.
Lítil sem engin útborgun Nýr
Iveco 120 E 18, bíll ársins. Burð-
argeta 6 tonn, stærð 36 rúmmetr-
ar. Einn með öllu. Til afgreiðslu
strax. Öll skipti skoðuð.
Allar uppl. í síma 693 3730.
Ökukennsla Reykjavíkur ehf.
Ökukennsla akstursmat.
Snorri Bjarnason
Toyota Avensis, bifhjólak.
892 1451/557 4975.
Sverrir Björnsson
Wolksvagen Passat,
892 4449/557 2940.
Vagn Gunnarsson
Mersedes Benz,
894 5200/565 2877.
Ævar Friðriksson
Toyota Avensis '02,
863 7493/557 2493.
Gylfi Guðjónsson
Subaru Impreza,
696 0042/566 6442.
Gylfi K. Sigurðsson
Nissan Almera,
892 0002/568 9898.
Glæsileg ný kennslubifreið,
Subaru Impreza 2004, 4 wd.
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
símar 696 0042 og 566 6442.
Driver.is
Öku- og bifhjólakennsla, aksturs-
mat. Subaru Legacy, árg. 2004.
Björgvin Þ. Guðnason,
sími 895 3264 www.driver.is
Bifhjóla og ökukennsla
Eggert Valur, ökukennari.
Ökukennsla/skóli/mat.
Nýr M. Benz. Uppl. í símum
893 4744/565 3808/853 4744.
Palamino Yerling 2000. Til sölu
Palamino fellihýsi, 11 ft með for-
tjaldi, ísskáp, svefntjöldum. Verð
790.000 Vísa/Euro-raðgreiðslur.
Uppl. í síma 898 0275.
Coleman Cheyenne fellihýsi
Til sölu vel með farið Coleman
Cheyenne fellihýsi árg. 2000.
Upplýsingar veittar í síma 896
3098.
Coleman 12' árg. 2002 til sölu.
Vel útbúið með fortjaldi, sturtu,
salerni o.fl. Uppl. 897 9227.
Til sölu plasthús á jap. pallbíl
Festingar fylgja. Verð 98 þús.
(nýtt 220 þús.) Upplýsingar í síma
898 8577.
Benz og Musso. Erum að rífa
Benz 190, 124, 4Matic leður-
klæddan, C200 o.fl. Benza. Einnig
Musso '98-2000. Upplýsingar í
síma 691 9610.
Urriðaveiði - Seltjörn á Reykja-
nesi Fullt vatn af sprækum
urriða – hálfsdagsveiðileyfi á
aðeins kr. 1.950!
Frekari upplýsingar á
www.seltjorn.net.
Landsins næstmesta
úrval báta og bátahluta.
Sjáið og sannfærist.
Bátaland ehf
S. 565-2680 -www.bataland.is
Óseyrarbraut 2 Hafnarfirði