Morgunblaðið - 17.06.2004, Side 52
DAGBÓK
52 FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Mannamót
Aflagrandi 40. Á
morgun föstudag kl. 9
vinnustofa, bað og
jóga, kl. 14 bingó.
Hársnyrting, fótaað-
gerð. Miðvikudaginn
23. júní Jónsmessu-
kaffi í Skíðaskálanum
í Hveradölum, ekið
um Heiðmörk, brott-
för frá Aflagranda kl.
12.30, skráning í s.
562 2571.
Árskógar 4. Á morg-
un föstudag kl. 9–12
handavinna, kl. 13–
16.30 smíðar. Bingó
spilað 2. og 4. föstu-
dag í mánuði.
Bólstaðarhlíð 43. Á
morgun föstudag kl.
8–16 hárgreiðsla, kl.
8.30–12.30 bað, kl. 9–
16 handavinna, kl. 13–
16 vefnaður og frjálst
spilað í sal. Sími
535 2760.
Félagsstarfið, Dal-
braut 18–20. Á morg-
un föstudag kl. 9–16.
45 hárgreiðslustofan
opin, kl. 9–12 aðstoð
við böðun, púttvöll-
urinn opinn.
Félagsstarfið Dal-
braut 27. Á morgun
föstudag kl. 8–16
handavinnustofan op-
in, kl. 10–13 verslunin
opin.
Félagsstarfið Furu-
gerði 1. Á morgun
föstudag kl. 9, aðstoð
við böðun, kl. 14.15
verður Aðalheiður
Þorsteinsdóttir við pí-
anóið fram að kaffi.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Á morgun
föstudag opin vinnu-
stofa kl. 9–16.30, hár-
greiðsla, ganga kl.
9.30.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Á morgun
föstudag kl. 10 hár-
snyrting, kl. 10–12
verslun opin, kl.11
leikfimi, kl. 13 „opið
hús“ spilað á spil.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Á morgun
föstudag félagsvist
spiluð í Fannborg 8
(Gjábakka) kl. 20.30.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraun-
seli, Flatahrauni 3. Á
morgun föstudag, kl.
13 brids, kl. 14–16
pútt á Hrafnistuvelli.
Gleðilega þjóðhátíð
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði.
Dagsferð 25. júní
Þjórsárdalur Reyk-
holtssundlaug í Þjórs-
árdal, Stöng, Gjáin,
Háifoss, Búðaháls,
Hrauneyjar. Á svæð-
inu eru þrjú orkuver
Landsvirkjunar. Á
heimleið er ekið um
Landssveit. Kaffi og
meðlæti í Hest-
heimum. Brottför frá
Glæsibæ kl. 9. Leið-
sögumaður: Ólafur
Sigurgeirsson. Skrán-
ing og uppl. í síma
588 2111. Þeir sem
hafa skráð sig í Laug-
arfellsferðina 21.
júlí–25. júlí þurfa að
greiða ferðina fyrir 21.
júní.
Gerðuberg, fé-
lagsstarf. Þjóðhátíð-
arkveðjur til allra
þátttakenda, sam-
starfsaðila og vel-
unnara frá starfsfólki
félagsstarfsins.
Gjábakki, Fannborg 8.
Á morgun föstudag kl.
13.15 brids.
Hraunbær 105. Á
morgun föstudag kl. 9
handavinna og búta-
saumur , kl. 10–11
pútt, baðþjónusta,
fótaaðgerð og hár-
greiðsla, kl. 14 bingó.
Hvassaleiti 58–60. Á
morgun föstudag fóta-
aðgerðir, hársnyrting.
Norðurbrún 1. Á
morgun föstudag kl.
9–17 hárgreiðsla, kl.
10–11 ganga, kl. 14
leikfimi.
Vesturgata 7. Á
morgun föstudag kl.
9–10.30 setustofa, dag-
blöð og kaffi, kl. 9–16
fótaaðgerðir og hár-
greiðsla, kl. 9.15–14
aðstoð v/böðun, kl.
9:15–15.30 hannyrðir,
kl. 9–10 boccia, kl.
9.30–11.30 skraut-
skrift, kl.13–14 leik-
fimi.
Vitatorg. Á morgun
föstudag kl. 8.45–11.45
smiðjan, kl. 9–16 hár-
greiðsla, kl. 9.30–10
morgunstund, kl 9.30–
16 handmennt, kl.
9.30–12.30 bókband, kl
10–11 leikfimi, kl. 10–
16 fótaaðgerðir, kl
13.30–14:30 bingó.
Þjónustumiðstöðin,
Sléttuvegi 11. Opið í
júlí og ágúst frá kl.
10–14.
Félag eldri borgara,
Gjábakka. Spilað brids
kl. 19 þriðjud. og kl.
13.15 föstud.
Hana-nú, Kópavogi.
Laugardagsgangan
laugardaginn 19. júní.
Lagt af stað frá Gjá-
bakka, kl. 10.
Ferðaklúbbur eldri
borgara, vegna for-
falla eru 4 sæti laus í
Grímseyjar- og Skaga-
fjarðarferðina 4 júlí,
upplýsingar í s.
892 3011 Hannes.
Messað á Múlanesi
Hin árlega messa á
Múla á Skálmarnesi,
A-Barð., veður laug-
ardaginn 19. júní kl.
14.
Brúðubíllinn
Brúðubíllinn, verður í
dag 17. júní kl. 14 í
Hallargarðinum við
Fríkirkjuveg 11.
Í dag er fimmtudagur 17. júní,
169. dagur ársins 2004, Lýðveld-
isdagurinn. Orð dagsins: Svo seg-
ir Drottinn: Hinn vitri hrósi sér
ekki af visku sinni og hinn sterki
hrósi sér ekki af styrkleika sínum
og hinn auðugi hrósi sér ekki af
auði sínum.
(Jer. 9, 23.)
Í frétt í Morgunblaðinu ígær, þar sem sagt var
frá sam-
tali blaðs-
ins við
Vigdísi
Finn-
bogadótt-
ur, fyrr-
verandi
forseta Ís-
lands
vegna fréttar á Stöð 2 í
fyrrakvöld sagði m.a.:
„Í frétt á Stöð 2 í gær-
kvöldi var höfð eftir Vig-
dísi skoðun, sem hún seg-
ist ekki hafa sett fram í
viðtali. Hún hafi verið
beðin um viðtal um fjöl-
miðlalögin og fleira en
hafnað því. Í fréttinni var
hins vegar vitnað í óform-
legt spjall í óþökk Vigdís-
ar.“
Í fréttum Stöðvar 2 ígærkvöldi stóð frétta-
stofan fast á því, að fyrr-
verandi forseta hafi verið
ljóst að frá ummælum
hennar yrði sagt og hún
ekki gert athugasemdir
við það. Fréttastofan tók
sig svo til og leiddi fram
nákomna aðila til þess að
tjá sig um þau orð, sem
eftir Vigdísi voru höfð.
Vigdís Finnbogadóttirgegndi embætti for-
seta Íslands í 16 ár af
reisn, þótt hún hafi eins
og aðrir forsetar orðið
fyrir gagnrýni fyrir ein-
stök embættisverk. Hún
er eini íslenzki forystu-
maðurinn á sviði þjóð-
mála, sem náð hefur
heimsfrægð. Hún var
þekkt um allan heim.
Þeir núlifandi Íslend-ingar eru ekki marg-
ir, sem hægt er að segja
að eigi kröfu til að þeim sé
sýnd virðing og tillitssemi
í opinberum umræðum.
Vigdís Finnbogadóttir er í
þeim hópi.
Alveg sérstaklega áþetta fólk kröfu til
þess að vera ekki dregið
niður í það svað, sem fjöl-
miðlaumræður á Íslandi
eru því miður orðnar. Það
er hins vegar ekki fyrst
og fremst vandi þeirra
sem fyrir því verða, sem
þó er töluverður, heldur
fjölmiðlanna sjálfra.
Þótt umræður á vett-vangi fjölmiðla hafi
harðnað mjög á seinni ár-
um og minni nú einna
helzt á ástandið eins og
það var verst á dimmustu
dögum kalda stríðsins og
á fjórða áratugnum eru
það hagsmunir fjöl-
miðlanna sjálfra að fara
ekki út fyrir viss mörk –
ella uppskera þeir van-
þóknun lesenda, áheyr-
enda og áhorfenda og
missa traust þeirra.
Fjölmiðlar í hverju landidraga dám af um-
hverfi sínu en þeir eiga
líka mikinn þátt í að skapa
það andrúm, sem ríkir í
þeirra nánasta umhverfi.
Ætla mætti að fjölmiðla-
fólk á Íslandi geti a.m.k.
staðið saman um það að
hafa frekar jákvæð áhrif
á samfélagið en neikvæð.
STAKSTEINAR
Í óþökk Vigdísar
Víkverji smíðaði nokkuð stór-an sólpall fyrir utan stof-
una hjá sér fyrir nokkrum ár-
um. Allt gekk það vel fyrir sig
þar sem Víkverji á að heita
nokkuð vanur smíðum. Nokkr-
ir vinir Víkverja eru að bisa við
pallasmíði þessa dagana og því
finnst Víkverja kannski ekki
óeðlilegt að nefna að ekki þarf
að taka öllum ráðleggingum í
byggingavöruverslunum sem
heilögum sannleik því stund-
um bera þær nokkurn sölu-
keim. Þetta átti t.d. við þær
ráðleggingar sem Víkverji fékk um
skrúfumagn í sinn pall og að hluta til
um bil á milli borða en mikilvægt er
að klæða palla ekki of þétt.
x x x
Í byggingavöruverslunum er geng-ið út frá og ráðlagt að hvert borð í
sólpöllum sé fest með tveimur
skrúfum á hverja undirstöðu eða
battning. Þetta er þó engan vegin al-
gild sannindi því húsasmíðameistari
sem Víkverji ræddi við þegar hann
stóð í pallasmíðinni benti á að slíkt
væri alls ekki nauðsynlegt og jafnvel
raunar algerlega óþarft, nóg væri að
festa borðin með einni skrúfu á
hverja undirstöðu og skrúfa þá
vinstra megin í borðið á fyrstu und-
irstöðuna, hægra megin á næstu og
þannig koll af kolli en það, sagði
húsasmíðameistarinn, að ætti að
tryggja að borðin verptust ekki um
of.
x x x
Vindur er yfirleitt hverfandi lítillbeint neðan af jörðunni og lítil
hætta á að klæðningin í pallinum
feykist af þótt hún sé skrúfuð með
þessum hætti í stað þess sem bygg-
ingavöruverslanir ráðleggja
vanalega; pallurinn verður því
engu óstyrkari fyrir vikið en
með þessu einfalda móti má
fækka skrúfunum í pallinum
um helming og spara þannig
bæði töluverða vinnu á hnján-
um og peninga því staðreyndin
er sú að skrúfur í sæmilega
stóran sólpall kosta drjúgt.
x x x
Þetta ber einungis að takasem ábendingu af hálfu
Víkverja, þeir sem vilja skrúfa
borðin á tveimur stöðum á hverja
undirstöðu eru eftir sem áður frjáls-
ir að því.
Þá bendir Víkverji einnig á að ef
menn hyggjast smíða sólpalla sjálfir
geti verið sniðugt, en kannski ekki
nauðsynlegt, að fá upplýsingar um
bil á milli uppistaðna í pallinn, bil á
milli borða í klæðninguna, skrúfun
eða neglingu og annað þess háttar
hjá fagmanni utan bygginga-
vöruverslananna. Einfaldast og best
er auðvitað ef hægt er að slá á þráð-
inn til smiðs í fjölskyldunni eða vina-
hópnum og fá hann til að ráðleggja
sér í þessum efnum.
Víkverji skrifar...
Bönnum hundahald
REIÐ kona hafði samband
við Velvakanda og var
henni mikið niðri fyrir
vegna hundahalds í
Reykjavík.
Henni þykir tímabært að
banna alfarið hundahald
sökum óþrifnaðar sem af
hundunum hlýst. Þá sagð-
ist hún hafa búið bæði í
Austurbænum og Vestur-
bænum og á báðum stöðum
væri ástandið slæmt.
Benti hún jafnframt á að
vart væri hægt að ganga
eftir göngustígum vegna
hundanna, slíkur væri
óþrifnaðurinn.
Eldri borgarar
fylgjast með
ALÞINGISMENN okkar
Íslendinga gleyma því að
stór hópur eldri borgara
fylgist mikið með þinginu
og þeim ofbýður þegar
stjórnarþingmenn halda
því fram að ekkert frum-
varp hafi fengið jafnmikla
umræðu og fjölmiðlafrum-
varpið. Þetta var ekki um-
ræða heldur einræða.
Ekkert af okkur er á
móti frumvarpinu heldur
aðferðinni sem beitt var við
afgreiðslu þess. Allir sem
ég þekki ætla á kjörstað og
kjósa Ólaf sökum þess að
hann hafði meiri kjark en
þingmennirnir. Þingmenn-
irnir vita ekki að við erum
að mótmæla aðferðinni,
þessu offorsi.
Þingið ætti að sjá sóma
sinn í því að afturkalla lög-
in og spara þjóðinni hundr-
að milljónir.
Þá vil ég taka það fram
að það er fáránlegt að setja
75% reglu. Kosningar eru
kosningar og þær skulu
fara fram sem slíkar.
Einnig ofbýður mér þeg-
ar ráðherrar og þingmenn
eru að koma og biðla til
okkar eldri borgaranna
fyrir kosningar.
Ég sagði við Halldór Ás-
grímsson þegar hann kom
hingað í heimsókn að mér
væri misboðið sem Íslend-
ing að þeir skyldu gera
okkur að þátttakendum í
Íraksstríðinu. Hann spurði
mig þá hvort ég væri svona
hrifin af Saddam Hussein.
Hvað halda þessir menn að
við gamla fólkið séum. Að
svara okkur svona.
Ásta Bjarnadóttir,
Norðurbrún 1.
Tapað/fundið
Kvenmannsjakki
með hettu tapaðist
DÖKKBRÚNN kven-
mannsjakki tapaðist á
Dubliners 11. júní s.l.
Jakkinn er í líkingu við
þunna úlpu með hettu og
rennilás. Finnandi hafi
samband við Jónu í síma
846 7230.
Dýrahald
3 kisur fást gefins
3 KISUR vantar ný heimili
vegna flutninga eiganda.
Þetta eru 2–3 ára læður og
einn 1 árs geldur högni.
Allar sprautaðar og heil-
brigðar. Uppl. gefur Jón-
ína í síma: 663 6320.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
LÁRÉTT
1 pjönkur, 4 spakur, 7
örðug, 8 hrósum, 9
óhljóð, 11 hreint, 13
ósoðna, 14 fljót, 15 sleip-
ur, 17 belti, 20 lík, 22
mærir, 23 falleg, 24 rödd,
25 vitlausi.
LÓÐRÉTT
1 ófúst, 2 rándýr, 3 tukta
til, 4 fuglahljóð, 5 liprar,
6 deila, 10 skott, 12 álít,
13 skar, 15 hæðir, 16
hófu á loft, 18 ósann-
indin, 19 gerði minni, 20
slydduveður, 21 reiður
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 stímabrak, 8 talar, 9 óskar, 10 ker, 11 garma,
13 særði, 15 hlass, 18 sinna, 21 tóm, 22 gyðja, 23 eimur,
24 frátalinn.
Lóðrétt: 2 tælir, 3 merka, 4 bjórs, 5 askur, 6 stag, 7
hrái, 12 mis, 14 æli, 15 hægt, 16 auðar, 17 stakt, 18
smell, 19 náman, 20 aurs.
Krossgáta
Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html