Morgunblaðið - 17.06.2004, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 17.06.2004, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2004 53 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake TVÍBURAR Afmælisbörn dagsins: Þú ert ákveðin/n og sannfær- andi og gerir miklar kröfur til sjálfrar/sjálfs þín. Þú ert frá- bær skipuleggjandi. Ein- beittu þér að nánustu sam- böndum þínum á árinu. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þetta er góður dagur til að endurskoða hversdagslega hluti í lífi þínu. Hvernig get- urðu betrumbætt líf þitt? Naut (20. apríl - 20. maí)  Nýtt tungl veitir þér full- komið tækifæri til að fara yfir það hvernig þú verð pening- unum þínum. Ertu viss um að þú sért að fá andvirði þeirra? Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það er nýtt tungl í merkinu þínu og því hefurðu einstakt tækifæri til að endurskoða nánasta samband þitt. Mundu að þú þarft að henta maka þínum ekki síður en hann/ hún þarf að henta þér. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Nýja tunglið gerir það að verkum að þú ert í góðum tengslum við sjálfa/n þig. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þetta er góður dagur til að íhuga hvernig þú getur bætt vinasambönd þín. Mundu að vinir okkar hafa mikil áhrif á viðhorf okkar og framtíð. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú ættir að líta yfir farinn veg í dag og velta því fyrir þér hvar þú viljir verða eftir tíu ár. Gerðu áætlanir og leggðu þannig drög að framtíð þinni. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú hefur þörf fyrir að læra eitthvað nýtt. Þú getur einnig lesið bók um eitthvað, sem er þér framandi, eða heimsótt staði sem þú hefur ekki komið á áður. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú verður að hafa það í huga að þú vinnur ekki ein/n að þeim verkefnum sem þú ert að fást við. Þess vegna þarftu að taka tillit til sjónarmiða annarra. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Tunglið er beint á móti merk- inu þínu og því hefurðu gott tækifæri til að skoða sam- skipti þín við aðra. Fæst okk- ar sjá sig í sama ljósi og fólkið í kringum okkur. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þetta er góður dagur til að huga að umbótum í vinnunni. Þú ættir einnig að velta því fyrir þér hvernig þú getur bætt heilsu þína. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það er mikilvægt að þú komir einhvers konar jafnvægi á líf þitt. Það er mikið að gera hjá þér og því þarftu að grípa þau fáu tækifæri sem bjóðast til að hvíla þig og létta þér upp. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Með nýju tungli færðu gullið tækifæri til að íhuga hvernig þú getir bætt samskiptin inn- an fjölskyldunnar og gert heimili þitt meira aðlaðandi. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. TIL FÁNANS Rís þú, unga Íslands merki, upp með þúsund radda brag. Tengdu í oss að einu verki anda, kraft og hjartalag. Rís þú, Íslands stóri, sterki stofn með nýjan frægðardag. Skín, þú, fáni, eynni yfir eins og mjöll í fjallahlíð. Fangamarkið fast þú skrifir fólks í hjartað ár og síð. Munist, hvar sem landinn lifir, litir þínir alla tíð. - - Einar Benediktsson LJÓÐABROT 85 ÁRA afmæli. Ámorgun, föstudaginn 18. júní, verður 85 ára Sig- urborg Ágústa Þorleifs- dóttir, fyrrum garð- yrkjubóndi, Björk, Reykholtsdal, Aflagranda 40. Hún er að heiman á af- mælisdaginn. 80ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 17. júní, er áttræður Jón Björns- son frá Bólstaðarhlíð í Vest- mannaeyjum, Ægisíðu 92. Hann og eiginkona hans, Bryndís Jónsdóttir, verða ásamt fjölskyldu sinni á Þingvöllum í tilefni dagsins. „ÞETTA hef ég aldrei séð áður,“ sagði Magnús Magn- ússon og átti við sögn félaga síns, Matthíasar Þorvalds- sonar. Austur gefur; NS á hættu. Norður ♠K ♥Á762 ♦KG76 ♣Á632 Vestur Austur ♠Á532 ♠G876 ♥K983 ♥G1054 ♦3 ♦D109 ♣D1074 ♣G8 Suður ♠D1094 ♥D ♦Á8542 ♣K96 Spilið kom upp á lands- liðsæfingu og Magnús og Matthías voru í AV gegn Páli Þórssyni og Ómari Olgeirs- syni: Vestur Norður Austur Suður Ómar Matthías Páll Magnús -- -- Pass Pass 1 hjarta Pass 3 hjörtu Pass Pass 3 grönd ! Pass 5 tíglar Pass Pass Pass Ómar nýtti sér hagstæðar hættur og vakti á einu hjarta í þriðju hendi á fjórlitinn. Matthías átti enga sögn við því og Páll hindraði með stökki í þrjú hjörtu. Sú sögn kom til Matthíasar og hann sá fyrir sér að makker ætti stutt hjarta og þar með sam- legu við annan láglitinn. Hann spann því upp þrjú grönd sem úttektarsögn í láglitina. Þótt Magnús hefði ekki séð sögnina áður var hann ekki í vandræðum með að túlka hana rétt og stökk í fimm tígla. Útspilið var tromp. Magn- ús tók slaginn heima og spil- aði spaða, sem vestur drap og skipti yfir í hjartakóng. Magnús tók á ásinn, lagði niður tígulkóng, tók svo lauf- ás og kóng og víxltrompaði spaða og hjarta. Síðasta slag- inn fékk vörnin tvöfalt á tíguldrottningu og lauf. Á hinu borðinu varð suður sagnhafi í þremur gröndum eftir opnun á tígli og dobl vesturs. Austur svaraði do- blinu með spaða og útspilið var smár spaði undan ásnum. Spilið er spennandi, en ætti að vinnast: Sagnhafi fríar tígulinn og austur notar inn- komuna til að spila hjarta. Það er dúkkað tvisvar. Sagn- hafi tekur þriðja hjartað með ás og spilar frítíglum. Allt í allt, þarf vestur að henda fjórum sinnum í tígul. Hann má missa tvo spaða og eitt lauf, en fimmti tígullinn fer illa með hann. Ef hann fer niður á blankan ás í spaða, spilar sagnhafi spaða í bláinn og fríar drottninguna. Laufi má vestur alls ekki henda, en ef hann kastar hjarta, tekur sagnhafi tvo efstu í laufi og sendir vestur inn á þriðja laufið. Þá fær hann síðasta slaginn á spaðadrottningu heima. Flókið spil, bæði í sókn og vörn. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 60 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 17. júní, er sextug Hjördís Smith, Ársölum 1, Kópa- vogi. Hún verður að heiman á afmælisdaginn. 75 ÁRA afmæli. Ámorgun, föstudaginn 18. júní, verður 75 ára Bragi V. Björnsson, fyrrverandi skipstjóri úr Hafnarfirði. Hann tekur á móti gestum að Ásbúð 96, Garðabæ, milli kl. 17 og 20 á afmælisdag- inn. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 d5 5. Rf3 O-O 6. Bd3 c5 7. O-O dxc4 8. Bxc4 Bd7 9. De2 Bc6 10. Hd1 Rbd7 11. d5 exd5 12. Rxd5 Rxd5 13. Bxd5 Dc7 14. Bxc6 Dxc6 15. a3 Ba5 16. b4 Bc7 17. Bb2 Had8 18. Hac1 b6 19. Dc4 Hfe8 20. Hd5 De6 21. Rg5 Dg6 22. h4 h6 23. Rf3 De6 24. Hcd1 Rf6 25. Bxf6 Dxf6 26. Hxd8 Hxd8 27. Hxd8+ Dxd8 28. bxc5 Dd1+ 29. Df1 Db3 30. Dc1 bxc5 31. Rd2 Dd3 32. g3 Ba5 33. Rc4 Bc3 34. Df1 Dc2 35. Dg2 Dd1+ 36. Df1 Dc2 37. Dg2 Dd1+ Það vill loða við suma skákmenn að vilja sigra hvað sem það kostar. Þetta getur komið í bakið á þeim þar eð sé teygt of langt í vinningstilraunum sín- um hefur það einatt í för með sér biturt tap. Alexander Beljavsky (2667), oft kallaður stóri Al, hafði hvítt í stöðunni SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. gegn hinum síunga Viktori grimma Kortsnoj (2579). Skákin virtist stefna í þrátefli þegar stóri Al vildi reyna að sigra með 38. Kh2?? Ótrúlegur afleikur þar sem eftir 38...Dd3! á riddari svarts sér enga undankomuleið. 39. Da8+ Kh7 og hvítur gafst upp. ÁRNAÐ HEILLA 40 ÁRA afmæli. Laug-ardaginn 19. júní verður fertug Sigríður Ósk Jónsdóttir, til heimilis í Blikaási 1, Hafnarfirði. Af því tilefni tekur hún á móti gestum í Kiwanishúsinu í Kópavogi, Smiðjuvegi 13a, á afmælisdaginn. 60 ÁRA afmæli. Ámorgun, föstudaginn 18. júní, er sextugur Ólafur Snævar Ögmundsson, yf- irvélstjóri og hönnuður Elí- plóga, Öldugranda 9, Reykjavík. Eiginkona hans er Gunnhildur Inga Hösk- uldsdóttir. Þau dvelja ásamt fjölskyldu sinni í sumarbústað á afmælisdag- inn.        
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.